Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 inna alda, getinn við ekki hjá því komist, að hugsa til þeirra atburða, hamfara þeirra og vægðarleysis, sem gerzt liafa í Landsveit. Við getum heldur ekki komist hjá því, að setja okkur í fótspor þessa fólks, sem lifað hefir liverja hörmungina á fætur annarri og þó ekki bug- ast, fyrr en allar bjargir voru bannaðar. Við skulum líta í okkar eigin barm og reyna að gera okkur ljóst, hvernig okkur vrði við, ef við finndum jörðina sveifl- ast í bylgjum undir fótum okk- ar, eins og öldurót á útsæ, sæj- um heimili okkar og penings- hús, árangur margra ára strits, hrynja í einni svipan í rúst. — Myndi okkur ekki Ijregða við þá sjón, sem borið hefir fyrir augu Landsveitunga, er þeir sáu log- andi hraunstraum vella í áttina til byggða, sjá þessa glóandi eðju lykkjast áfram í kolsvörtu myrkri í áttina til sín? Hér má geta þess, að í gosinu 1845 stað- næmdist hraunið, sem vall upp úr Heklugígum, í aðeins 80 faðma fjarlægð frá hænum i Næfurholti. Eftir íslenzkum vegalengdum munaði hér ekld hársbreidd, að hraunið steyptist jdir hæinn, svo að ekki stæði steinn yfir steini. Myndi oklcur geðjast að því, að verða að kveikja ljós dögum og vikum saman um miðjan dagini', vegna öskusorta, og ef við liætt- um okkur út, að fá þá grjótregn yfir sig, eins og kúlnabrot í stór- orustu? Þætti okkur lífvænlegt að húa við rætur fjalls, sem tæki einn góðan veðurdag til að orga og drynja svo hátt, að eng- inn fengi svefnfrið um nætur, og þegar hæst léti í því, tækju önnur fjöll undir og orguðu með? Myndi okkur þykja það lifvænleg afkoma, ef fjárstofn okkar drægist upp og dæi, af þvi að landið, sem hann stæði á, væri þakið ösku og vikri, og grastopparnir, sem upp úr standa, væru eitraðir? Getum við sett okkur inn í lif, haráttu og hörmungar fólks- ins, sem þarna hefir búið og þola varð allar þessar raunir, eins og þær raunverulega voru? Getum við, sem erum lilutlaus- ir áhorfendur og aldir upp í mak- ’ indalífi nútímans, selt okkur inn i hræðileik hinna örlagaþrungnu augnablika, þegar allt kollvarp- aðist, sem fólkinu var heilagt, og lifsviðleitni og lifsvonir þess hrundu í rústir?Eg held aðef við hefðum getað fundið til að ein- Lim tíunda hluta við það, sem Landsveitungar hafa orðið að þola, hefðum við aldrei fengið skilið hvernig nokkur mann- eskja gat ilengst i Landsveit. VII. Það var núna í haust, að eg var á ferð uppi í Landsveit. Það var kvöld, og það húmaði. Grani hvítgrái reiðskjótinn hans Hákonar skógræklarstjóra — bar mig yfir remisléttar lynggrónar valllendisflatirnar frá Skarfa- nesi inn að Lambhaga. Klárinn reisti höfuðið upp i fangið á mér, frísaði af fjöri, augun tindruðu af ákafa og hann Iiopp- aði upp i loftið, af því að hann fékk ekki að hlaupa eins og hann vildi. Úli var mild hauststemning, sól var hnígin til viðar og ang- urvært húm færðist -yfir landið. Grá þokubönd teygðust fram með undirhlíðum Heklu og alla leið vfir að Búrfelli, en fjalla- toppar og tindar stóðu upp úr. Eg barst óðfluga áfram, í gegnum lyrigi vaxna sandhóla, yfir flatir og skógarrjóður og loks yfir að heinvöxnu og há- vöxnu skóglendi á hökkuni Þjórsár. Það var enn að mestu grænt, en byrjað þó að taka á sig haustliti. Lyngið og kjarrið hafði þó tekið meiri lithreyting- um, enda voru litirnir þannig, sem þeir geta fegurstir verið. Þeir voru rauðir og gulir og hleikir, grænir og hrúnir. Á hak við þá var svartur eyðisandur, óraflæmi að víðáttu, en handan við sandinn gnæfði Hekla eins og bergþurs í álögum — en á- lögin voru úfgrá þokubönd, sem kysstu á heiðbláan fald fjall- drottningárinnar. Ef til vill hefi eg skilið í fyrsta sinni þetta kvöld, hvað álög voru. Og eg held að eg hafi skil- ið það vegna þess, að eg var á valdi þessara álaga sjálfur. Eg var svo háður umliverfinu, sem cg bærðist í, endalausum löfr- um þessarar óumræðilega un- aðslegu kvöldslemningar, að eg óskaði þess af heilum hug, að liéðan þyrfti eg aldrei framar að hverfa og að eg mætti lifa og deyja á þessu fagra landi. Og þá skildi eg það, að íhúar Landsveitar eru bundnir í á- lög. Hún er svo röm, taugin, sem dregur rekka til föðurtún- anna hér, að Inin sleppir ekki tökunum á neinum, fyrr en liungur og eymd liafa pískað hann og lamið á hrott. Eg hygg að það sé hin giftusnauða Hekla, sem hindur Landsveitunga sterkustum lökum við sveitina sína. Þessi Hekla! Er það tilviljun ein, að hún skuli liafa verið kvenkennd? Eg veit það ekki — en hitt veit eg, að hún sameinar lcvenlega kosti — og lesti, eins og þeir geta ríkastir verið í kven- legu eðli. Hún er svo fögur, að enginn getur látið hjá líða að dá fegurð hennar, lmn er eirð- arlaus og heit — svo lieit, að hún byltist í hamfara æði, þegar ástríður hennar ryðja sér braut, hún er öllum ótrygg, leiðir ó- gæfu yfir alla þá, sem unna henni, og einna mesta yfir þá, sem unna henni heitast og næst- Jr henni standa. Nú skil eg hví Landsveitung- ar hafa ekki flúið ógæfu sína. Þeir gátu það ekki. Hekla heill- aði þá með fegurð sinni og batt þá í óumflýjanleg örlög. Það er ávallt og allstaðar hin dularfulla og giftusnauða fegurð, sem á- lögunum veldur og vefur manni fjötur um fót. Ása: Mér þykir mjög leiðin- legt, að eg skyldi setjast á gler- augun yðar, læknir. Læknirinn: Það gerir ekkert til, þau hafa séð margt mis~ jafnt um æfina. Hann er heimsfrægur tennis- leikari þýzkur. Enginn veit hér lieima hvort liann er lífs eða liðinn, en hann var kallaður í herinn slrax og stríðið hrauzt út. Stjórnin í Peru viröist hafa á- huga fyrir kappakstri. Aö minnsta kosti hefir hún ákveöiö aö verja 20.000 „soles“, sem mun jafn- gilda um 21.000 kr. ,til styrktar fjórum kappakstursmönnum, sem hafa hug á aö taka þátt í aöal- kappakstri S.-Ameríku, sem fer fram milli Caracas í Venezuela og Buenos Aires og hefst 16. sept. George Washington Wynne var clreginn fyrir dómara fyrir aö hafa ekiö með ólöglegum hraöa. Hann kvaöst hafa ekiS of hratt vegna þess, aö hann ætlaöi aö fara aö ganga í hjónahand. Dómarinn sagðist ekki taka þann framburö til greina, hann væri of oft not- aöur. Þá tók Wynne upp leyfis- bréfitS, kallaöi á kærustuna, sem var meöal áheyrenda, og þá lét dómarinn kæruna niöur íalla. Svo gaf hann Wynne og kærustuna saman! 1 byrjun styrjaldarinnar mættust utanríkismálaráðherrar Dana, Norðmanna og Svía í Osló til að ræða vandamál sín og samvirinu milli landanna. Þeir eru, talið frá vinstri: Dr, Muneh, Danmörku, Koht, Noregi og Sandler, Svíþjóð.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.