Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ - Guðm. Daníelsson frá Guttormshaga: - GESTURINN Sumarið var nærri því li'ðið. Það var kominn hauslroði á mýrina kring um túnið í Bæ, engu líkara en hin grænu grös hefðu dýft broddi sínum i blóð, og kartöflugrasið i kálgarði prestsins var orðið svart* eins og banvæn pest væri húin að sýkja það. „Það er haustið. Það er haust- ið,“ tautaði síra Steinþór og horfði með viðkvæmnissvip yfir liið deyjandi líf garðsins. „Já og stöngulsýkin,“ anzaði gesturinn, sem hjá lionum stóð. „Haustið og stöngulsýkin,“ endurtók presturinn samþykkj- andi. Gesturinn ók sér eins og hroll- ur færi um liann. En það var ekki sök veðursins, því sólin var enn ekki sigin bak við Bæjar- fjallið og það var logn. En þessi aldurhnigni uppgjafasjómaður var skáld, og nú fann liann liaust lífsins næða um sig og ógna sér með sömu örlögum og kartöflugrasið hafði þegar hreppt. Eftir að hafa hóstað nokkrum sinnum og litast um eftir því, hvort nokkur óviðkomandi væri nærstaddur, sagði hann: „Þú veizt það, síra Steinþór, að eg er ekki skáld. Þvi miður ekki skáld. En kvenfélagið hérna hefir alltaf verið þarft og gott félag, og nú ætlar það að fara að halda upp á afmælið sitt á sunnudaginn. Eg er hérna með nokkrar vísur í tilefni af því og langaði til að láta mér vitrari mann heyra þær áður en lengra er komið og að liann segi mér hreinskilnislega, hvort það sé ekki tóm heimska að ætla sér að flytja þær á skemmtun.“ „Um að gex-a að yrkja. Mað- ur á að yi’kja eins og maður lif- andi getux-, helzl ekki minna en þúsund kvæði, þá getur ekki hjá því farið, að ein visa verði að minnsta kosti góð,“ svai’aði presturinn hárri hvetjandi xaustu. Gesturinn seildist hóstandi inn í barm sinn og dró þaðan gleraugnahulstur og saman brotna pappírsörk, sem virtist vera skýrsluform viðkomandi „Búnaði seglskipa og skipa með hjálparvél“. „Þetta er bara uppkast hrip'að niður i flaustri, eg hreinskrifa það á betra blað,“ afsakaði hann og hagræddi gleraugunum á þrútnu, veðurteknu nefinu. „Blaðið hefir ekkert að segja. Mina beztu ræðu hef eg flutt af eldspýtnastokk og Bólu-Hjálm- ar orti sin Ijóð á baðstofusúð- ina,“* sagði presturinn og bjóst til að hlýða kvæði gestsins. „Kvenfélagið „Þörf“, í Fiski- firði þrjátiu og fimm ára,“ byrjaði gesturinn og leit því næst spyrjandi á tilheyranda sinn. „Góð byrjun, alveg afbragðs fyrirsögn á kvæði. Eg hafði einmitt hugsað mér að nefna er- indi mitt á sunnudaginn þessu nafni, en nú hætti eg auðvitað við það úr því þú ert búinn að helga þér það á undan mér.“ Nú hefði gesturinn átt að vera búinn að fá nægilega uppörfun, til þess að geta byrjað á sjálfu kvæðinu, en------„Því lætur hundurinn svona?“ spurði hann þess í stað og það var von. Gamall feitur rakki, sem ekki var lengur hægt að nota í smala- mennsku, hafði tekið sér stöðu suður á kálgarðsveggnum og gelti þar i sífellu. „Maður skvldi helzt liugsa, að liann væri að halda pólitíska ræðu i úlvarp, eftir ákafanum að dæma, en látum það ekki hafa áhrif á okkur, nafni,“ anzaði presturinn hlæjandi. Gamli maðurinn leit grunsemd- araugum lil lmndsins eins og hann byggist við annari verri truflun úr þeirri áít áður en langt um liði, og hann dró það við sig að bvrja á upplestrinum. Þess í stað sagði hann: „Mér liefir verið sagt upp skiþrúminu mínu. Skrokkur- inn á mér er ekki til neins leng- ur. Hann er út nýttur og það er búið að kasta honum út á haug eins og ónýtri skinnbrók. Það var þess vegna, sem mér datt í hug að reyna að koma saman kvæði, ef svo kynni að vera, að einliver lieil brú væri eftir i ]iví, sem menn kalla sál eða önd.“ Presturinn leit undrandi á gestinn og virti hann fyrir sér. Það var satt, hann leit hrörlega út þessi maður, jafnvel fötiii hans báru bót við bót og hefðu af flestum ekki Iengur verið tal- in t'! fatnaðai. Orðið „nýtni“ hraut allt i einu af vörum prests- ins, en hann beit sundur setn- inguna og sagði aðeins þetta eina orð. í augnablikinu fannst honum það fela í sér eitthvað, sem ætti skvlt við álas, eitthvað, sem almenningur legði í sömu merkinguna og orðið ,,nurl“, en það var einmitt það, sem hann hafði sízt af öllu ætlað að segja. Gesturinn horfði spyrjandi inn í augu prestsins og strauk blaðið sitt i sifellu titrandi fingrum. Það skein óttasvipur úr andliti hans æins og hann byggist við nýrri uppsögn á skiprúmi. „Hvernig fer nú með afkom- una þina, eftir að þú hefir misst atvinnuna og ert ekki lengur hlutgengur sem verkamaður i plássinu?“ spurði presturinn eftir nokkra þögn. „Eg hafði það fyrir sið að leggja ofurlitið fyrir meðan eg var maður. Það er ekki kviði fyrir líkamlegum skorti, sem bagar mig, en--------“ „Nei, það er svo.“ „En maður vildi gjarnan verða að einhverju liði, gera eitthvert gagn, eða þó ekki væri annað en vekja augnabliks ánægju, meðan nokkur heil brú væri eftir í manni. Þegar hún finnst ekki lengur, nú þá er að ssetta sig við að Ienda í haugn- um.“ Það varð löng þögn og það var aðeins gamli hundurinn suður á kálgarðsveggnum, sem rauf kyrrðina. Hann gelti og urraði, enda ákafar en áður og reif upp gras og mosa með aft- urfótunum. „Eg er að brjóta heilann um það hverskonar fegurð eða fagnaðarboðskap þú sért að op- inbera mér,“ sagði loks prestur- inn. „En eg held að þú sért ein- mitt skáldið, sem við þörfnumst, spámaðurinn, sem guð hefir kjörið til að skapa þjóðinni for- dæmi og frelsa hana frá þeirri hættu, sem að henni steðjar nú: sérgæzkunni, efnahagslegu ábyrgðarleysi og vanmati á andleg verðinæti“. Gesturinn heyktist eins og hann hefði fengið högg á höfuðið, og með fátkenndum tilburðum stakk hann handritinu sinu i barminn. „Presturinn hæðist að mér. Hann má ekki halda, að eg liti á sjálfan mig sem skáld, þó eg setti þetta saman mér til dægra- stjdtingar og léti mér detta i liug að lesa það upp. Það er ekki neitt, það eru bara nokkrar af- mælisvisur gerðar i góðum liUg til félags, sem reynir að hlynna að þvi, sem þarft er og gera gagn,“ tautaði öldungurinn lág- mæltur og laut höfði eins og hann hefði gert eitthvað, f jarska heimskulegt, senr fjarska erfitt yrði að fyrirgefa. „Eg tala i römmustu alvöru,“ þrumaði presturinn, „þú ert meira skáld en Goethe, þvi ef skáldskapur þinn næði út- breiðslu, mUndi hann útrýma Öllum' sorphaugum heimsins af þeirri einföldú ástæðu, að eng- um hlut yrði lengur kastað í þá til að verða að sorpi.“ Gesturinn horfði í ráðþrota skilningsleysi á prestinn. „Goethe,“ át hann eftir og hafði ekki fju-r heyrt getið um þann mann, „það getur skeð, eg þekki hann ekki, en Sigurð heitinn Breiðfjörð eða Bólu-Hjálmar vildi eg ekki eiga að kveðast á við, jafnvel ekki Símon Dala- skáld.“ Aftur hafði honum auk- ist ofurlítið sjálfstraust og hönd- in gerði sig lildega til að seilast inn í barminn eftir þvi, sem þar var geymt. Hún var þó ekkf, nema hálfnuð í því verki, þegar gamli hundurinn dró að sér at- hygli þeirra ó ný með þvi að urra í stað þess að gelta. Þeim varð litið austur til kirkjunnar, því þangað beindi seppi öllu sínu offorsi og það var ekki að á- stæðulausu, þar stóð maður við sáluhliðið. Hann virtist vera að liorfa á grafir hinna dauðu og gaf sig ekki að hundinum, sem nálgaðist hann. Hann var mjög framandi í útliti, í grænum sportbuxum og bar á herðum gráan bakpoka. „Það er Þýzkarinn,“ sagði presturinn. „Eg bjóst við hon- um. Hann er þjóðfræðingur og ferðast um fótgangandi.“ Eftir nokkur augnablik stóð hann andspænis hinum tveim og kynnti sig. Hann talaði slitrótta íslenzku og bætti í eyðurnar með sinu eigin móðurmóli. „Eruð þér sóknarprestur- inn ?“ spurði hann og mældi síra Steinþór með augunum. „Sóknarprestur bezta safnað- ar landsins og hamingjunnar sonur. Verið þér velkomnir að Bæ,“ svaraði presturinn og þrýsti hönd útíendingsins hjart- anlega. „Maður mætir mörgu ein- stöku á fslandi og sumt er dálít- ið erfitt að skilja,“ sagði Þjóð- verjinn brosandi. „Það er af því að þér eruð vis- indamaður en ekki skáld og haf- ið vanið vður af þvi að líta tákn- rænt á lifið.“ Útlendingurinn ldó vingjarnlega og virtist hngsa málið. „Þið, fslendingarnir' hafið mikla hæfileika til að skoða hlulina í skáldlegu Ijósi og kaimske frekar en í því raun- hæfa. Hér er það lika ef til vill hægt, in Deutschland aber gac undenklich,“ sagði hann svo. Öldungurinn ók sér aftur eins og hrollur færi um hann. Hann gat ekkert lagt til málanna. Hin lærða viðræða liafði lamandi á- hrif á hann. Enn á ný liafði lífið dæmt liann úr leik og lagt hann til hliðar. Stundarkorn stóð

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.