Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ smw Mississippifylki er „þurt“, svo að þeir, sem vilja fá sér dropa, verða að kaupa hjá bruggurum og leynisölum. Fyrir skemmstu gerði lögreglan leit að heima- bruggurum og tókst að liafa uppi á 16 mönnum, og áttu þeir um 90.000 lítra í gerjun. • Elzla biblíuhandrit í heimi — Codex Sinaiticus — sem Bretar keyp.tu af Rússum fyrir 100.000 pund árið 1934, hefir verið á ó- hulturn stað síðar styrjöldin byrjaði. Hefir því verið komið fyrir í stálkassa og síðan grafið í jörð undir sveilasetri einu skammt frá London. • S. C. Munson, bóndi i Nebr- askafylki í Bandarikjunum, lilýtur að liafa óvenju sterka hauskúpu. Hérna um daginn var hann staddur á flugvelli, sem er við borgina Hartington, og gekk of nærri flugvél, sem þar stóð. Var hreyfiliinn i gangi og rakst önnur álma skrúfunnar í höf- uð Munsons. Skrúfan rifnaði á tveim stöðum, en Munson missti ekki einu sinni meðvilund, þótt það þyrfti 30 klemmur til þess að loka sárinu á böfði hans. • Margar hallir og stórhýsi hafa verið gerð að barnaheimilum í Bretlandi, vegna brottflutnings barna úr borgum landsins. Ein þessara halla er Syston Court. Þar bjó Hinrik 8. löngum fyrir 400 árum. • William H. Lucas, sem er bú- settur í borginni Cadiz í Ohio- fylki, U.S.A., baðst nýlega und- an endurkosningu til borgarrit- ara. Hann hefir gegnt því starfi í 59 ár og er nú niræður.karl- inn. George Nelson getur ekki gengið vegna þess, að hryggur hans er brotinn, og hann getur ekki ritað á ritvél með máttlaus- um fingrum sínum, en samt er hann dugandi blaðamaður við Oregon City Enterprise í Banda- ríkjunum. — Nelson er 23 ára, en þegar hann var 14 ára hrygg- brotnaði hann, er hann var að stinga sér ofan í á af brú yfir hana. Nelson á hjólastól, sem gengur fyrir rafmagni, en ritari. tekur niður það, sem hann vill setja i blað sitt. Christian J. Scliwartz og kona hans, búselt í Indiana-fyjki i Bandaríkjunum, liugsa sig allt- af um tvisvar, áðui- en þau bjóða fjölskyldunni að borða. Þau lijónin — hún 59 ára og hann 63ja — eiga nefnilega 14 börn, sem öll eru gift og eiga samtals 64 börn. • Vitaverðirnir í Minol-vitanum undan Massacliusetts-ströndum, voru lokaðir inni i honum i 5 daga. Þetta vildi þannig til, að særok fraus yfir hurðina, svo að engin leið var að opna hana. • Bandaríkin láta sér ekki nægja að auka viðbúnað sinn á Atlantsliafi og Kyrrahafi, lield- ur taka þau aftur gömul sltip í þjónstu síim á vötnunum a landamærum þeirra og líanada. — Strandverðir Michiganfylkis hafa tekið til notkunar 51 árs gamla snekkju, svo að nú hefir fylkið fjórar strandvarna- sneklcjur í gangi. • Félag eitt í San Francisco hefir auglýst gamlan tundur- spilli til sölu. Keypti það hann á uppboði árið 1932, ætlaði að „snyrta“ liann og breyta honum i næturklúbb, en hætti við það og vill nú selja hann aftur. • Bandaríkjaherinn hefir kallað Steplian J. Idzoi’ek major í flug- herinn, en hann læ'rði að fljúga í fyrstu flugvél Wright-bræðra árið 1908. Idzorek hafði dregið sig í hlé og sezt í helgan stein, en vegna vígbúnaðar Bandarikj- anna var hann aftur kvaddur í herþjónustu. Fylkisþingið i Nebraska í Bandaríkjunum liefir rætt um það, hvort leyfilegt skuli að skjóta þefdýr í sjálfsvarnar- skyni. Var verið að ræða frum- varp til laga um friðun dýra, sem gefa- af sér dýr og góð skinn. Svo fór að lokum, að Johnny Skunlc — en svo nefna Bandarikjamenn þefdýrið í gamni — bar sigur úr býtum, og er bannað að skjóta á hann, hversu daunillur sem hann er. • Það eru fleiri karlar i Kali- forniu, en kvenmenn, þótt meiri hluti karlmannanna sé ekki eins mikill og fyrir 10 árum. Mann- tal í árslok 1940 sýndi, að þá voru 103.9 karlmenn fyrir hvert lmndrað kvenna, móts við 107.6 árið 1930. • . Þegar brezka mótorskipið San Demetrio fór í .nóvember- mánuði síðastliðnum frá Hali- fax áleiðis til Englands, lilaðið UM SUMAKOACi ER SÓI.I\ SKÍV Tættar skýja- hrannir hvíla yfir landi og vatni, þegar þessi mynd er tekin. Kn þaö eru ekki óveö- ursský, ekki ógnboöandi þrumubólstrar, sem þarna get- ur aÖ líta, held- ur góöveöurs- ský, og bráöum sendir sólin afr- ur geisla sína yfir landiö, vatnið og elsk- endurna á bátn- um. — beuzíni, var einn Amei'íkumað- ur, Oswald Preston, liáseti, með- al farþega. — San Demetrio var i skipalestinni, sem Jervis Bay varði svo vasklega, og kviltnaði í farminum, er þýzlca skipið skaut á San Demetrio. Skipverj- ar kpmust í þrjá báta og voru fimmtán menn i bátnum með Preston, þar á meðal annar stýrimaður, sem liél Arthur Ilawkins. — Þegar dagaði eftir árásina fóru þeir, sem voru í bát2.stýrimannsum borð í skip- ið og tókst þeim að slökkva bál- ið í skipinu, og koma því lil hafnar. Var það 700 mílna sigl- ing, en engin mælitæki voru í skipinu, sem hægt væri að nota við siglinguna. — Þegar skipið var komið í höfn, var það og farmurinn metið á 300.000 ster- lingspund. Hinum 16 skipverj- Ltm voru dæmd 13.700 pund i björgunarlaun og þar af hlaut Preston 1000 pund ineira en liver hinna, vegna vasklegrar framgöngu. Jack Dempsey, fyrrum heims- meistari í þyngsta flokki í hnefa- leikum, var fyrir nokkuru beð- inn að halda ræðu í samkvæmi, sem hann var staddur i. Demps- ey stóð upp og mælti: „Herrar mínir og frúrl Eg get ekki liald- ið ræðu, eg get ekki sungið og eg get ekki dansað, en eg skal berjast við livern ykkar semer!“ • Kona Churchills, forsætisráð- lierra Breta, á hálsklút, sem ekki mun eiga sinn líka i heimánum. Á liann eru nefnilega prentuð ýiiis livatningarorð úr ræðum manns hennar. © Þegar frú H. Walter Thomas frá Salt Lake City í Utah fer til Boston í þessum mánuði, til þess að skíra nýjan tundurspilli — sem á að heita Fitch — ætlar liún ekki að nota við það tæki- færi kampavínsflösku, eins og venja er. Þess í stað ætlar hún að hafa meðferðis flösku fulla af vatni úr Sallvatninu mikla, sem borgin dregur nafn af. • Það er alls ekki óalgengt, að nágrannar eigi i erjum sín á milli. Gengur það stundum svo langt, að beilar ættir, sem eru nágrannar, lenda í striði. Eitt- hvert það blóðugasta ættastrið, sem nokkru sinni hefir átt sér slað, stóð i Skotlandi. Þar voru ættirnar Mac Donald og Fraser, sem börðust. Um þúsund manns tóku þátt i bardaganum. Þess- ari viðureign lauk þannig, að all- ir voru drepnir, nema 9 manns, þar af 5 af Mac Donald-ættinni og 4 af Fraser-ættinni. Eklci er getið um hvernig friðarskilmál- arnir voru. í Canton i Kína eru mörg þúsund betlarar. Einn foringi er yfir öllum þessum skara. — Orð hans eru þeirra lög. Sér- hverl heimili í þessum bæ borg- ar vissa fjáruppliæð til vernd- unar gegn betlurunum. • Frúin: Nú liefir málarinn ver- ið hérna i eina viku. Hvað er hann kominn langt? Stúlkan: Við ætlum að opin- bera á þriðjudaginn kemur. • Gesturinn: Það syndir fluga á súpudisknum. Er það nauð- synlegt? Þjónninn: Já, annars mundi hún drukkna. • — Heyrðu, Jensen, maðurinn, sem gengur þarna er skuldum vafinn upp fyrir haus. — En heppilegt, að hann er svona litill.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.