Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 1
wmmm
1941
Sunnudaginn 12. október
41. blað
Ragnap Ásgeirsson:
Með Einari Jónssyni í
Ye s t ur - $kaf t af ellssýslu.
Á fundi sínum síðastliðið vor,
bauð sýslunefnd Vestur-Skafta-
fellssýslu Einari Jónssyni mynd-
höggvara og frú hans heim, til
að ferðast um sýsluna og kynn-
ast henni og íbúunum. Var
heimboð þetta með þökkum
þegið. Vegna kunningsskapar
míns við Skaftfellinga og þau
hjónin var ráðgert að eg og
kona mín yrðu með í förinni,
eg sem leiðsögumaður þeirra
um sýsluna, sem eg hefi farið
allof t um. Var förin farin seinni
hluta ágústmánaðar og tókst í
alla staði prýðilega. Tíðinda-
maður Vísis hefir heðið mig
um upplýsingar um ferðina og
skal því nokkuð frá henni skýrt
hér.
Lagt var upp fra Reykjavík
árdegis þann 19. ágúst og farið
að Kirkjubæjarklaustri þann
dag, en sú leið er 300 km. Er
farið um fjöll og byggðir, eld-
hraun og eyðisanda. Þetta er
löng dagleið, en skemmtileg
vegna hins sibre^^tilega lands-
lags, en þó verður ferðafólkið
fegið þegar komið er að Kirkju-
bæjarklaustri á Síðu, eftir 12—
14 stunda akstur. Að klaustr-
inu er gott að koma, þar hefir
verið mesta höfðingjasetur að
fornu og nýju. Lárus bóndi
Helgason- og synir hans eru at-
hafnamenn.
Á klaustrinu gistum við -sex
nætur, við vorum nærri því far-
in að álíta okkur heimafólk og
áttum erfitt með að fara, enda
rak Lárus ekki á eftir okkur
þaðan. Meðan við. vorum í
sýslunni var okkur fenginn lít-
ill bill til umráða. Frá klaustr-
inu var farið í ýmsar áttir að
skoða Siðuna óg nærliggjandi
sveitir. Fyrsta daginn var þó
haldið kyrru fyrir og hvílt sig
eftir ferðina austur, að öðru
leyti en því, að gengið var vest-
ur að Systrastapa og austur á
Kirkjugólf. Kirkjugólfið eru
bergstuðlar, sem sér í endann á
upp úr jörðinni og er það mjög
einkennilegt og hafa sumir
haldið það vera af manna hönd-
um gert.
Daginn eftir var farið austur
að Teygingalæk, í eystra eld-
hrauninu. Þar hafa verið byggð-
ir 5—6 bæir neðan við hraunið
— brunann — eins og það oft
er nefnt þarna, og þarna heitir
á Brunasandi. Ætlunin var að
fara austur í Fljótshverfið ef
hægt væri í bil, en Eldvatnið
hjá Teygingalæk var ekki álitið
fært litlum bil. Snerum við því
við þar, eftir að hafa skoðað
tún og akra hjá Jdni bónda.
Vestarlega í Eldhrauninu er
Orustuhóll og á hann gengum
við, því ský var ekki á himni
þennan dag. Þó hóllinn sé ekki
hár, þá er leit að jafn fögru út-
sýni og þaðan. 1 austri Lóma-
gnúpur og Öræfajökull, til vest-
urs Siðan og Eldhraunið eins
og úfinn sjór allt í kring. Á
Orustuhól ættu allir ferðamenn
að ganga, sem þar nálægt koma,
það verður ógleymanlegt þeim
sem koma þar í góðu veðri. Á
„heimleið" komum við að Fossi
en það er einn fegursti bær á
Síðunni og er þá mikið sagt og
einnig skoðuðum við.Hörginn,
hinn gamla blótstað heiðinna
manna, sem margir bæir þar
draga nafn sitt af t. d. Hörgs-
land, Hörgsdalur. Er Hörgur-
inn klettur sem stendur nokkuð
stakur og er sérkennilegur út-
lits. Fróðlegt hefði það verið
að geta skyggnst til baka í ann-
ála fornaldarinnar og séð til
hinna gömlu forfeðra okkar á
þessum helgistað þeirra.
Daginn eftir fórum við um
þessar sömu slóðir á Austur-
síðu, því Einar langaði mjög
að sjá þær í annað sinn og festa
þá sem bezt í minni. Vegna þess
geymdum við okkur einn ein-
kennilegasta staðinn þarna til
þess dags, sem sé Dverghamra,
sem víða eru frægir, sem von-
legt er. En síðari hluta dagsins
dvöldum við á Breiðabólstað hjá
læknishjónunum, Snorra 'Hall-
dórssyni og frú Guðbjörgu. Og
gengum að Keldunúpi, skoðuð-
um Steðjann og fleira fagurt
og merkilegt.
Laugardaginn 23. var farið
niður í Landbrotið. Síðan sýn-
ir fegurð sína og gengur í augu
við fyrstu sýn, en Landbrotið
lætur minna yfir sér og leynir
mörgum fögrum stöðum.
Fjallasýn er stói-kostleg þaðan.
Landbrotið er í jaðri á gömhí
hrauni vestan Skaftár. Hólar
eru þar fleiri en i Vatnsdal, það
er óhætt að fullyrða. Þeir eru
sumir holir innan og hraun-
leðjan minnir á hangandi jurt-
h* innan í hólunum; t. d. í
„Runkaskjóli". Á sumum er op
efst og koldimmt að sjá þar
niður.
Við komum fyrst í Þykkva-
bæ til Þórarins bónda og hann
var fylgdai'maður okkar um
Landbrotið. M. a. sýndi bann
okkur „Tröllhyl", þar sem stór-
fljót hefir fallið fyrir hamra i
fyrndinni. Nú er þar aðeins
vatn i grængolandi hyl, en far-
vegur fljótsins þur. Tröllalegt
er þar um að litast og kemur
manni á óvart að sjá slíkt i
smáfríðri sveit. Heima i
Þykkvabæ er fagurt um að
horfa, túnið stórt, i hraunálm-
um sem teygja sig fram á sand-
inn. Græn engi i f jarska. Þaðan
sést til vöruhússins við Skaptár-
ós, sem er alllangt i burtu. —
Nú rekur margt á sandana,
björgunarfleka og fleira slíkt. I
Þykkvabæ stóð heil tunna af
uxatólg, sem nýlega hafði skol-
að á land; í henni voru víst
4—5 hundruð pund.. — Önnur
slík koin á Iand í Álftanesi, til
bónda sem á 16 börn. Það kom
sér vel nú í dýrtíðinni.
Góða stund dvöldum við hjá
Þórarni í Þykkvabænum og
skoðuðum margt, trjálund og
heimagrafreit. Þar hvilir faðir
hans, Helgi Þórarinsson, sem
eg held, að þar hafi verið einn
fyrsti — ef ekki fyrsti bóndi á
landinu, er raflýsti bæinn sinn.
Þórarinn fylgdi okkur að
Seglbúðum til Helga bónda
Jónssonar. Einnig þar dvöld-
um við góða stund, skoðuðum
hibýli og garða sem hort-
tveggja er óvenju snyrtilegl.
Við Seglbúðir var forn festar-
hringur í hraunröndinni, þar til
fyrir fyrir nokkurum áratug-
um. Þá voru skip bundin þar,
en nú er þaðan langt til sjávar.
Mikið hefir strandlína landsins
breytzt þar síðan á fyrri öldum
íslands byggðar.
Grænlækur heitir mikill læk-
ur, eða lítil á vestan við Segl-
búðir. Hann er með afbrigðum
góður lil stangaveiði. Fást þar
allt að 20 punda sjóbirtingar.
— Annað sem eftirtekt vakti í
Landbroti var hið ágæta berja-
land. Hefi eg hvergi séð jafn
stór og mikil krækiber. Má þar
fylla skjólur á tiltölulega stutt-
um tima. — Er eg kom i höfuð-
staðinn og sá þar krækiber í
búðargluggum á kr. 3.00 hvert
kíló, þá datt mér í hug að þarna
er atvinnugrein sem bíður fram-
takssamra manna, að hagnýta
þessa ágætu jarðarinnar ávexti
— i Landbrotinu og annarsstað- '
ar.
1 Landbrotinu vorum við að-
eins þennan dag, en öll mun
okkur langa þangað aftur, þar
f elst margt gott milli hraunhól-
anna. 1 Meðallandið þótti ekki
raðlegt að fara, var sú leið talin
illfær litlum bil og bilferja á
Eldvatni ekki í góðu lagi.