Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Skipsstrand á Mýrdalssandi. Alræmd eru hin mörgu og' tíðu skipsströnd fyr- ir strandlengju Vestur-Skafta- fellssýslu — og eru mörg þeirra hin átakanleg- ustu. Sunnudaginn var að mestu lialdið kyrru fyrir hjá Lárusi, veður var grútt og ekki laust við úrkomu. Eg var farinn að lialda að gestirnir ætluðu ekki að geta haft sig á stað frá Klaustrinu, en tnánudaginn 25. ágúst drifum við okkur á stað. Lárus bóndi þakkaði gestum komuna yfir horðum, en þeir föru frá Klaustri með þakklæti i huga. Nú var haldið niður í Álftaver, hina litlu, láglendu byggð- milli sands og strandar, sem oftast er gelið mn í sambandi við skip- strönd og Kölluhlaup. Það er áhrifamikið að aka um Eld- hraunið milli Landbrots og Skaptártungu og er undur hve það er orðið gróið siðan það rann 1783. í Skaptártungu kom- um við að Hemru til Valdimars Jónssonar bónda; gekk hann með okkur umhverfis bæinn og sýndi okkur liamrana. Var skygni heldur leitt svo ekki sá fjær, en grösugar og hrísivaxnar brekkur og hálsa sáum við vel, einkum nálægt Fiögu og Hrís- nesi og vissulega er búsældar- legt í Tungunni. Vestan við Hólmsá, sem er ó- venju þykk jökulsá, tekur við auðn Mýrdalssands og sést varla stingandi strá fyr en komið er i Verið. Græn lægð, með bæja- röðina i kringum mýrina og einn á eyrunum úti i Kúðafljóti, þar er Álftaver. Gaman hefði verið að lítast þar um á land- námstíð, þegar álftirnar voru þar einráðar og byggðinni var gefið þetta fagra nafn. Og vist er enn fagurt í Veri og er þó fjallasýnin höfuðprýðin. En hana fengum við ekki að sjá þaðan. Við tókum náttstað á Þykkvabæjarklaustri, þau Ein- ar hjá Sveini og Hildi, en við hjá Jóni í lijáleigunni, og hljótum hinar alúðlegustu viðtökur. En fátt minnir á klaustrið sem þar var fyrir öldum síðan; „Nunnu- tóftir“ eru þar þó og minna á að Þykkvabæj arbi-æður liafi fengið heimsóknir systranna frá Kirkjubæ á Síðu. Þarna er kirkja sveitarinnar lítil en svo vel við lialdið að verið gæli öðrum söfnuðum til fyrirmyndar. Og þarna er líka gamli Jón Bx-ynjólfsson, tengdafaðir Sveins „á klaustrinu“, átti-æður karl sem lítur út sem hann væri "sextugur; hár og gi’annur og mun frekar bogna aftur á bak en áfrain. Hann hefir séð margt, á langri lífsleið og kann frá mörgu að segja. Þriðjudagsmorgun fylgir Jón Gíslason í Hjáleigunni okkur niður að ströndinni að yitanunj. á Stúfshami-i — ranglega nefnd- ur Alviðruhamar. Nú er mold- rok i lofti, senx hindrar fjalla- sýn. Við skoðum vitann og síðar skipbrotsmannaliælið þar lijá. Það er að öllu leyti vel útbúið, svo að þeir skipbrotsmenn eru ekki illa staddir sem þangað komast. En í vetur sein leið, strandaði þar togari og menn- irnir fóru i öfuga átl og nokkrir þeirra urðu úti. Ein af mörgum sorgarsögum þessarar strandar, sem strikar fast undir að hæli þurfa að vera fleiri og viðar en þau eru við þessar eyðistrendur. Enda vinna góð öfl að fjölgun þeirra. Einn sérkennilegasti staður i Vestursýslunni er Hjörleifshöfði sem ris brattur upp af bláum sandi; kenndur við fóstbróðir Ingólfs. Mér fannst að Einar frá Galtafelli þyrfti að koma þar. Eitt einangraðasta býli landsins liefir Höfðinn verið, en þar hef,- ir lengi verið búið vel. En nú er hann i eyði. Og mun vist varla byggjast aftur. Jón Brynjólfs- son fylgir okkur í Höfðann og Hildur nestar okkur vel, þvi elcki er hressingu að fá fyr en i Vik. Jón kann frá mörgu að segja um Höfðann, því þar var liann á hverju sumri við fýla- tekju i áratugi, þó nú séu nær 30 ár síðan hann hefir komið þar. Mannsaldur, og mikil er breytingin. Eitt liið ömurlegasta fyrir- brigði eru eyðibýlin, og nærri því mest þar sem sum af húsun- um eru enn uppi hangandi — eins og i Hjörleifshöfða. En Höfðinn er jafn töfrandi og hann var áður og alltaf, langar mig til'.að koma þar við, í hvert sinn sem eg fer mn Mýrdals- sand. Við gengum meðfram hömrunum og upp að, þar sem bærinn var og borðum þar nest- ið, horfum upp til Hafursey sem blánar í fjarlægð og út lil liafs. Alllanga stund dvöldum við þar og Hjörleifsliöfðinn olli engum vonbrigðum. Veglegra minnis- merki eiga fáir en Hjörleifur, höfðann græna á svarta sand- inum. Á leiðinni til Víkur er margt að sjá. En einlcennilegastir eru Lambaskarðshólar innarlega á Höfðabrekkuheiði. Eru þar liol- ur og sandsteinsstrípar, ein- kennilega lagaðir og með þvi skritnasta sem eg lief séð af þvi tagi. Hugsunarsamt af vega- málastjórninni að leggja þjóð- veginn lijá þeim. — Til Vikur var komið er leið að kveldi og setzl að borðum lijá Jóni Hall- dórssyni kaupmanni og bónda i Suður-Vík. Þar var gist i tvær nætur. En daginn sem þar var verið um kyrrt, var farið út i Urðina undir Reynisfjalli og út i Bás, sem lengi var þrautalending í Vík. Eru þar stórkostleg björg í fjörunni, sem lirapað liafa úr fjallinu. Vegur er þar slæmur, en fylgdarmenn oklcar, Jón á Klaustrinu og Páll á Heiði, báð- ir um áttrætt, hlupu þar um eins og unglingar væru. Síðdegis var haldið austur með hömrum, þar er margt að skoða, t. d. Víkur- baðslofa undir Víkurkletti. Er baðstofa þessi feikna stór hellir, sem væri hinn ákjósanlegasti staður fyrir sanikomur. Klett- urinn er eiginlega heilt fjall, svo liár er hann og breiður, En þá myndi þessi frásögn seint fá enda, ætti að segja frá öllum þeim náttúrunnar furðuverk- um, sem Mýrdalurinn á til. Frá Vík var farið fimmtudag 28. og að Hvoli í Dyrhólahreppi. Páll á Heiði — því svo er hann oflasl nefndur — Ólafsson frá Höfðabrekku fylgdi okkur. Var fyrst farið upp í Heiðardal þar sem Páll bjó lengi og litið af hárri lieiðarbrún yfir dalinn með sínu yndislega stöðuvatni. Svo var ekið til balca og út í Reynishverfi að yzta bænum, Görðum. Sá bær er syðsti bær landsins. I Reynisf jalli, niður við sjó, er stórkostlegur stuðla- bergshellir, sem varla mun eiga sinn jafningja. Þótti ferðafólk- inu liann eitt hið furðulegasta, sem það hafði augum, litið i för þessari. Á leiðinni þaðan var komið við hjá Sveini hónda á Fossi og drukkið mikið kaffi. En undir kvöld komið til Eyj- ólfs að Hvoli. Voru allir gestirn- ir sex, hýstir þar í tvær nætur og fór vel um alla. Eyjólfur á Hvoli Guðmunds- son er nú að byrja á áttugasta tuginum, en er léttur í spori og létt um mál og allra manna minnugastur. Eyjólfur veit víst allt, sem skeð hefir á þessum slóðum síðustu mannsaldrana. Hann er og manna ritfærastur og hefir skrifað margt um, dag- ana, t. d. sögu foreldra sinna og foreldra þeirra, en slíkar frá- sagnir eru jafnan að nokkru leyti saga héraðsins. Mun önnur þeirra, er hann nefnir Afi og amma, koma út i haust, hjá Máli og menningu. Vil eg mæla hið bezta með henni fyrirfram, því séð liefi ég liandritið. Voru þeir Páll á Heiði og Eyjólfur á Hvoli hinir ákjósan- legustu fylgdarmenn, sem Einar Jónsson gat fengið um Mýrdal- inn, því þeir vissu allt, sem okkur gat dottið í hug að spyrja um. Þegar við vöknuðum föstu- dagsmorguninn á Hvoli, var Mýrdalsjökull upp á sitt feg- ursta, sýndi sig allan með heiða- löndum og giljadrögum fyrir neðan. Fyrri part dagsins var farið að Pétursey og í kringum hana. Telur Eyjólfur að Péturs- ey sé sá staður i Mýrdal, sem flestar sögusagnir séu bundnar við, sögur um álfa og óvætti og alll þess háttar, sem þjóðtrú við lcemur. I Eyjarhólum er Eyjólf- ur fæddur og uppalinn, þar má enn sjá snilldarhandtök afa hans á veggjum sem standa enn, þó meir en hundrað ár séu liðin frá því er þeir voru hlaðnir. Var þar á meðal stór hringmynduð hlaða, en þakið er af og hún því eigi notuð. Vonandi fá veggirn- ir að standa i friði. Var yndis- fagurt í Pétursey þennan morg- un. — Siðari hluta dagsins var var- ið til að skoða Dyrhólaey. Er hún svo víða kunn, að ekki vil

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.