Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Óskar Þórðarson írá Haga: ASDIS „Nei,“ æpti Hlick. Hann var orðinn sótrauður í í framan og litlu, bláu augun kipruðust saman. Hann óð fram og sópaði þeim frá, er fyrir voru og'er liann kom að unn- ustanum,þreif hann þéttingsfast í öxl lians. Unnustinn reiddi upp hnefann, en Hlick greip um úlnlið hans trauslu taki og sveiflaði honum í hálfhring eins og fisléttum strák, og var þó pilturinn allþreklegur, og dró hann því næst á hrott með séf’ spölkorn frá stúlkunni. „Það er nóg komið,“ sagði Hlick. „Eg ætla ekki að horfa upp á það, að þú misþyrmir stúlkunni frekara, skilurðu það? Og það þótt eg komist í hann krappan sjálfur.“ En það var óþarft fyrir Hlick að lialda neinar ræður um þetta. Pilturinn skildi ekki orð af því, sem hann sagði, en vel var hon- um ljóst hvað Hliclc var í hug. Pilturinn hafði lyppast niður við þessi myndai’legu afslcipti Hlicks af þessu einkamáli hans og var orðinn skömmustu- legur. Hliclc sleppti nú takinu og klappaði á öxl hans. Héldum við nú á brott um leið og hóp- urinn dreifðist, en það sáum við seinast til unnustunnar, að stúlka sú, sem leitað hafði til okkar stumraði yfir lienni og leiddi liana á hrott. „Þú skalt sanna það, að þau jafna þetta sín á milli,“ sagði Hlick. „Það er sannarlega heitt í þeim blóðið.“ „Það hleypur æsing í það hvað lítið sem út af ber og þá lætur það eins og það sé vit- laust, en eftir dálilla stund ætl-j* ar það að eta hvað annað — egUí þekki þetta suðræna fólk.“ Á friöartímuiu var þaö aðeins eitt, sem amaöi aö gistihúsi einu í London — gestunum hætti til aS stela boröbúnaöinum, svo að leyni- lögreglumanni var bætt viö starfs-' liöiö. Meö ófriöinum fóru þessir þjófnaöir mjög minnkandi. Fyrir n.okkrur var framinn fyrsti þjófn- aðurinn um þriggja mánaöa tíma. Hatti leynilögreglumannsins var stoliö. í krukku einni, sem geymd er í Englandsbanka, er aska Nikulásar 2. Rússakeisara og allrar fjöl- skyldu hans, sem myrt var af bolsivikkum í Jekaterinenburg 16. júli 1918. Sá, sem segist hafa smyglaö þeim út úr Rússlandi og komið þeim til Englands, er Pierre Janin, franskur hershöfðingi, sem yar í Rússlandi 1918. • Hún hét Ásdís. Ljóshærð var hún og björt á svip, kvenlega vaxin og kvik í hreyfingum. Frá litla kotbænum með grasi- vaxna þakið og mislita stafninn, þar sem mosinn óx i rifum og sprUngum, lágu spor hennar út í lífið....Þaðan, sem foreldr- ar hennar háðu stríð sitt fyrir lífinu, þolinmóð og sístritandi og til heimkynna fyrirfólks sveitarinnar, lireppstjóraekkj- unnar í Holti. Það var sunnudagur fyrri- lduta vetrar, jörðin þakin þunnri snjóhulu, norðlægur andvari og dálítið frost. 1 rökk- urbyrjun kom Ásdís að Holti, lieit eftir gönguna, þrátt fyrir kuldann úti, hálffeimin og með pjönkur sinar undir hendinni i dálítilli léreftsdulu. Hún hafði aldrei farið úr for- eldrahúsum fyrr og aleigan hennar, auk fatnaðar af skorn- um skammti, var vinnuþol og örugg trú seytján ára gamallar stúlku á framlíðina og þá óvissu, sem liún hafði að færa, en sem, við bjartsvni æskunnar, urðu hamingjustundir og sólskins- dagar. Ásdís var ráðin að Holti sem lijálparstúlka við eldhússtörf, til óákveðins tíma. Þvi var livislað, einkum með- al kvenfólksins í sveitinni, live lítillæti frúarinnar í Holti væri mikið og henni var jafnvel lagt út til lasts það óvandlæti að laka á heimili sitt fátækustu og ómenntuðustu stúlkuna i allri sveitinni. En svo voru aðrir er töldu það góðvilja hennar, sem sýndi betur en orð, hjálpsemi við þá, sem voru minnimáttar og lágt setlir í þjóðfélaginu. Og liinir sanngjörnustu spáðu góðu um framtíð'Ásdisar undir vernd ekkjunnar í Holti, þvi heimilið var orðlagt fyrir mynd- arskap, og reglusemi húsráð- anda var viðbrugðið...... Koma Ásdisar að Holti hafði sterk áhrif á hana sjálfa, sem alizt hafði upp í fámenni og stundum við skort. Fólkið var fleira, en hún hafði áður vanist og gnægtir alls. Ásdís, sem að miklu leyti hafði notið sjálf- ræðis um gerðir sinar, meðan liún átti heima á heimili for- eldra sinna, varð nú að lúta í einu og öllu yfirstjórn húsmóð- ur sinnar og ganga að hverju því verki, sem lienni þólcnaðist að kveðja hana til. Ásdís var fljót að læra og þótt sum þeirra starfa, sem voru henni alger ný- ung i fyrstu eftir kornu liennar að Holti, yrðu henni erfið til að byrja með, stóð slikt ekki lengi. Og hreppstjóraekkjan, sem var glöggskygn kona, sá fljótt hvert efni var i Ásdísi, og hún mat hana að verðleikum, en hvorki meir né minna. Ásdís kom sér vel. Hin viðmótsþýðá og ó- þvingaða glaðværð og hispurs- leysi í framkomu öfluðu henni nær óskiptra vinsælda meðal heimilisfólksins. Jana, vinnustúlkan, sem með- al annars mjaltaði kýrnar með fjósainanninum, var eina mann- eskjan, sem lagði fæð á Ásdísi. Hún varð vör þess réttláta dá- lætis sem húsmóðirin liafði á henni og án þess að vita sjáll’ hversvegna lienni óx það i aug- um, reyndi liún á allan hátt að koma sjálfri sér í mjúkinn hjá húsmóðurinni og þoka Ásdísi til baka. En Jana var of skynsöm stúlka til að láta í ljós, á áber- andi liátt öfund sína og illvilja. í stað þess kaus hún að fara hægt og lævíslega og vera þol- inmóð þótt tilraunir hennar í þessa átt misheppnuðust í fyrstu. Hún vonaðist eftir að á- setningur hennar lieppnaðist með timanum. Ef lil vill liefir liana dréymt slóra drauiná uin ineiri völd á þessu heimíli, og livaða fórn vár, í hennar augum, of dýrrnæt til að liljóta þau völd? Karlmennirhir á heimilinU voru þrír synir látna hreppstjór- ans og koiiunnar, séhi nu var ekkja lians, húsnlóðurinnar í Holti. Fjósamaðurínn hét Síni- 011, liðlega þrítugur; fjármenn- irnir voru tveir, Var annár Uin fertugt og hét IíarÍ, ílinil Vái rúmlega tvítugur og hét Sig- urður, þar að auki var á heim- ilinu gamall maður að nafni Teitur, fjarskyldur látna lirepp- stjóranum. Elzti bróðirinn, Steingrímur, var luttugu og eins árs. Hann líktist föður sínum; óvenju gáf- aður og' fjölhæfur og naut nær ósldptrar tiltrúar ráðsettra bænda, svo að ekki sé nú talað um ungu stúlkurnar. í. augum þeirra var hann sannkallað goð, hár vexti og grannur og hafði blá augu. Hann hafði tekið að sér sljórn þeirra hreppsmála, sein faðir hans liafði liaft á hendi og stallbræður hans, eða rétlara sagt jafnaldrar, kölluðu hann „yfirvaldið“. Yngri bræðurnir tveir voru, Helgi sextán ára og Gunnar tólf ára. Jörðin Holt þótti erfið í • -2 o- " r >':ir - . r Albert Einstein, prófessor, er nú orðinn Bandavikjaþegn fyrir nokkuru. Hér á myndinni sést hann ásamt dóUur sinni, Margot, er þau sverja að vera góðir og dyggir borg^ran •Bandaríkjanna,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.