Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 5
VlSlR SUNNUDAGSBLAÐ 5 rekstri, en búið var stórt og gaf mikið í aðra hönd. — — Ásdís undi sér vel og dvölin varð henni sannur skóli. Hún var ekki lengur fákunn- andi stúlka, sem kom úr strjál- býlinu og einangruninni og undraðist það sem fyrir augu bftí á ,jStBert‘i bæjunuhi'', Nei — hún bár íiiéð sér tákn hins gagnstæða og þó var i auguhi hennar bjarmi og hiýja, sem minntu ;á æskustöðvarnar í af- dalnum, þar sem fólkið var sak- laust og ómenntað og undi í sátt við jörðina, sem var því hörð móðir á slundum. Ásdis Ijrosti ekki lengur vegna þess að hún héldi að það væri sið- prýði, en af skilningi og þörf. Og þó var hún ennþá barn að aldri og hafði ekki öðlast djúptæka né sára lífsreynslu. í augum liennar var lífið leikur og örðugleikarnir gleymdust jafnótt og þeir liðu hjá. Barátta foreldra hennar fyrir lífinu og uppeldi barnanna, meðan liún enn var í bernsku, var henni ókunn, og á síðari ár- um hÖfðu þau haft það sæmi- legt. Að visu gal enginn kallað þau efnafólk, en bjargálna manneskjur var óliætt að segja. Ásdís átti þrjá hræður, sjálf vav hún elzt af systkimnmm, en þau voru sítt ó hverju ári. Elzti bróðirinn var farinn að heiman, en liinir yngri voru enn i for- eldrahúsum. Ásdís stundaði störf sín í . Holti með meðfæddum dugnaði og stakri árvekni og þó tólc liún hverjum degi með glaðlyndi og alvöruleysi. Og sérhver nýr dagur vakti hjá henni eftirvæntingu, því máske geymdi liann lykil að ó- róðnum draumum framtiðar- innar. Svo leið tíminn. Hreppstjórasynirnir voru harla ólíkir að eðlisfari. Stein- grímur var stilltur, athugull og lagði gott til allra mála. En hins- vegar var hann ekkert lamb að leika sér við, ef fyrirætlunum hans sjólfs var sýndur mótþrói. Og það, sem liann taldi að mis- byði heiðri sínum þoldi hann ekki. Yngri bræðurnir voru aftur á móti ærslagjarnir og næstum ófyrirleitnir ef því var að skipta. Ef til vill var það ekki tiltöku- mál þegar tekið var tillit til alduj's þeirra. Þeir voru einkar fundvísir á smábrellur og hrekki, en tíðast voru þessi barnabrek þeirra meinlítii og stundum jafnvel til skemmtun- ar. Votur snjór var uppáhald þeirra, því hann gaf þeim margskonar tækifæri, til að full- nægja löngunum og athafna- þörfum. Þannig Iiöfðu þeir til dæmis einu sinni byggt öflugt virki úr risastórum snjóholtum fyrir fjósdyrnar, sjálfir skutust þeir svo út nokkru áður en fjósamaðurinn fór til sinna ó- skeikulu kvöldstarfa og strák- ai-nir skéiniiltu sér híð bézta í virkinu niéðan SiniOn var að brjótast þar í gegn. Þeir höfðu líka eilt sinn hlaðið geysistóra snjókerlingu í rökkr- inu kvöld nokkurl, rétt við kjall- aradyrnar, þar sem þvotturinn var þurrkaður fyrir innan; þeir vissu sem sé að Jana myndi fara þangað um kveldið til að sækja þvottinn, eins og vani hennar var. Og tiltækið liafði heppnast. Jana kom lilaupandi inn og kvaðst hafa séð draug við kjall- aradyrnar (hún trúði á drauga) og svo varð hún að fá Karl sauðamann með sér út. Á hon- um bitu engin slrákapör eða draugasögur. Svo var auðvitað hlegið dált að þessu á eftir. Ásdís var myrkfælin, . svo það sýndist auðvelt fyrir strákana að lála Iirekkjabrögð sin bitna á henni með góðum árangri. En þeir vildu ekki gera henni neitt það, ei- þeir liéldu að myndi styggja liana, Hún fór nefnilega stund- um í snjókast við þá, ef hún átti leið um úli; kastaði nokkrum snjókúlum og forðaði sér svo á spretti einhversstaðar inn þeg- ar hún var ofurliði borin. Og þá var einmitt ákaflega gaman fyrir sigurvegarana að láta eina eða tvær mjúkar kúlur, sundr- ast á bakhlutanuiri á henni. Það hét að „skjóta á flótta“. 'Nokkru fyrir suhtafniál veiktist Steingrímur alvarlega. Læknirinn, sérii skoðaði hánn, sagði að hann hefði fengið hasl- arlega lungnabólgu. Hann gaf nokkrar ráðleggingár víðvíkj- andi hjúkrun sjúklingsíns og lofaði að senda honum meðul hið allra fyrsta. í sveitinni var ljósmóðir, sem hafði lært hjúkrun, en hún hafði öðrum störfuin að gegna og um þessar mundlr var hún einmitt að sinna skyldustörfum annarstaðar í Ijósmóðurumdæmi sínu. En þegar læknirinn sá Ásdísi sagði liann við húsmóðúrina: — Þarna liafið þér unga stúlku, sem getur orðið yður til mikillar aðstoðar. Hún hefir mjúkar hendur og er hraust og skilningsgóð. Læknirinn þekkti liana þá aftur. Fyrir tveim ár- um hafði hann verið sóttur á á heimili forelda Ásdísar, þegar móðir hennar lá mikið veik. Ásdís var ekki riema fimmtán ára þá, en læknirinn, sem auk þess að vera góður lælcnir, var mjög glöggskyggn og athugull, hafði fljótt veitt því eftirtekt hve mikla umliyggju hún sýndi sjúkri móður sinni og hve allt var þrifalegt í litla, óásjálega torfbænum. Og hann vissi að þessi fátæka sveitastúlka hafði eklcert lært og honum var ljóst, að starf hennar var eingöngu stutt af þeim eiginleikum, er henni voru í hlóð bornir. Það hafði líka alltaf verið mesta yndi Ásdísar að líkna og hjúkra sjúkum. í æsku hafði hún eitt sinn tekið lítínn væng- brotínfí fugl í umsjá sína og gætt hans vel og lengi með um- hyggjusemi og nærgætni, og dag iiokkurn sá hun ósk sina loks uppfyllast. Hún sá litla fuglínn lyfta sér frá jörð og svífa úl í geimínn, frjálsan og öruggan á tveim heilbrigðum vængjum. A þeirrí slund var hún sællí en örð gálu lýst. Læknirinn kvaddí fólkið í Holti og fór. Ráðleggíngar sínar skyldi liann eftir, i hugum fólksins, ásaml þægílegum ihni reyktóbaks sem fyllti stofurnar. En í suð-austurhorni Iiússins lá Steingrímur þungt haldimu Hann dró andann þunglega, enni lians var svítai-akt, en aug- un gljáðu af sótthita. Það varð hlutskipti Ásdísar að vaka við sjúkrabeð hans næstu nótt. Sjúklingurinn lá oftast grafkyrr, en stundum byltí hann sér með erfiðismunum. Hann lalaði ekki, en starðí tíð- ast sljóum augum á Ásdísi, sem sat á stól. skammt frá rúmi hans. Undir morguninn kom bóndí neðan úr sveit með meðulin frá lækninum. Hann var fótgang- andi og hafði farið hratt yfir. Móðir sjúklingsins var kvíða- full og gat ekki fest hugann við neitt til lengdar. En þótt hún æðraðist ekki og léti óró sína ekki í ljós með orðum, duldisl það engum er sá hana að henní hafði ekki oi'ÍSið svefnsamt um nóttina. Glæsilegustu framtíðar- draumar hennar voru tengdar syni hennar, sem nú bai'ðist við dauðann og ef dauðinn yrðí lilutskarpari í þeirri baráttu' þá • • • • Hún átti að vísu tvo aðra syní,. en þeir voru ennþá börn að aldri og enginn vissi hvers mætti af þeim vænta. þegar stundir liðu fram. Dauðinn sjálfur, eða öllu heldur óttinn við hann, hafði lagt skugga sinn yfir heimilið. Fólkið var kyrrlátara en venju- lega. Jafnvel yngri bræðurnir hættu ólátunum og hugsuðu. Þeir voru el' til vill ekki sérstak- lega mikil börn þegai' á reyndi. Hinn vaxandi vorþeyi' úli í náttúrunni mótaði ekki nú, eins og' svo oft áður, lif þessa fólks, sem alið var upp við kulda og óvægni vetrarins og hreifst i faðrn gleðinnar á hverju sól- björtu vori; þá varð eins og vor- ið gildi þvi þúsundfalt fyrir allar þjáningar skammdegismyrkurs- ins og harðindanna. Vegna þeirrar vonar, sem hugsunin Hann er venjulega kallaður „engillinn", þessi frýnilegi maður á myndinni. Hann er Rússi að ætt og uppruna, en hefir ferðast víða um heim og gíimir. „Engillinn“ er 36 ára að aldri, vegur 250 pund, glímdi 84 sinnurn í Englandi fyrir einu ári og tapaði að- eins einni glÍQiu,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.