Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 12.10.1941, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ItVtm iW I MARKIÐ Tíðarfar hef- ir verið þanniy ! sv að undanförnu, ! að ekki hefir veriÖ unnt að i ljúka við knatt- spyrnukappleiki haustsins. Ef guð lofar, fer ; þó fram úrslita- leikur i Walt- ers-keppninni á Iþróttavellinum á morgun — sunnud. — Á myndinni sést einn af heztu knattspyrnu- mönnum ársins, Snorri Jónsson, kallaður „snill- ingurinn í Val“. Ólafur Sigurðs- son tók mynd- ina. — §ÍBM Amerisku læknarnir dr. Temple Fay og dr. Lawrence W. Smith, báðir læknar við sjúkra- hús í Filadelfiu, fundu ekki alls fyrir löngu upp læknisaðferð gegn krabbameini, sem þeir nefna frystunaraðferð. Talið er að þessi lækningatilraun hafi i mörgum tilfellum borið tilætl- aðan árangur, þjáningar hættu og krabbameinsbakterían hætti að vaxa. • Dani einn, Helge Larsen, safn- vörður við Þjóðminjasafnið i Kaupmannahöfn, og tveir ame- rískir fornfræðingar, F. P. Rain- ey og Louis Geddings, fundu í striðsbyrjun á norðvestur an- nesjum Alaska eskimóaþorp grafið í sand, sem þeir töldu vera a. m. k. 2000 ára gamallt. Að því leyti var þessi fundur merkilegur, að þeir þóttust sjá, að menning íbúa þessa þorps hefði verið önnur og meiri en annarra eskimóa frá þeim tíma, og hefðu þeir sennilega verið af sérstökum eskimóakynflokki. Þetta hafi m. a. lýst sér i því, að í sérhverju íbúðarhúsi hafi verið arinn, en þá hafi yfirleitt vantað í eskimóabyggðum þeirra tíma. Þá sé það venja, að eskimóar byggi langa ganga fyr- ir framan kofa sína, hér hafi byggingarlag verið annað, Enn- fremur eru áhöld, sem fundizt liafa, allt önnur en þau, sem al- mennt voru notuð meðal eski- móa á þeini tímum. Höfuðkúp- ur, sem fundust í sérstökum grafreit, gáfu til kynna, að íbú- arnir voru af eskimóakynstofni. • í rannsóknum, sem fram hafa l'arið við Harvard-stjörnuturn- inn nýlega, þykjast vísindamenn hafa komizt að raun um, að 60 km. út frá jörðunni sé um 100 stiga hiti á Celsius. í 110 km. fjarlægð frá jörðunni er aftur á móti ekki nema 20 gráðu hiti, eða líkt og meðal stofuhiti. Fer þessi niðurstaða mjög í bág við skoðanir og ályktanir alls þorra manna, er töklu að i háloftunum. ríkti nistandi kuldi, er væri því meiri, sem lengra yrði komist. Þetta sönnuðu há- loftsferðir vísindamanna í lofh belgjum, þar sem mældur var aljt að 55 gráða kuldi. Við rannsóknir þær, sem fram hafa farið við Harvard- stjörnuturninn að undanförnu, virðist koma i Ijós, að kuldinn nái hámarki 32 km. út frá jörðunni, en úr því fari að hitna, og hitnar allt að suðustigi. Þetta hitabelti er þó þunnt, og i 80 km. fjarlægð frá jörðunni ríkir aftur 90 gi'áðu kuldi. Þegar komið er svo 110 km. langt út í geiminn, er loftslagið injög notalegt, og eins og það verður bezt á kosið hvað hitanxagn snertii-. Skýringin á þessum hitabrevtingum i himinhvolfinu hafa ekki fengizt. • Þegar að ameríski hálofts- flugmaðurinn Elkins gerði heyr- um kunnugt, að hann ætlaði sér að fljúga í loftbelg 25 kílómetra upp i loftið, kom til hans maður nokkur, Earl Grcen að nafni, rétti honum 800 dollara ávísun og bað hann að lofa séi', konu- efni sínu, svaramönnum og presti, að koma með í flugleið- angurinn, því hann ætlaði sér að ganga i heilagt lijónaband 25.000 metrum fyrir ofan flöt jarðarinnar. Elkins neitaði með þeim forsendum, að hálofts- flugbelgir væru ekki neinar til- raunastöðvar fyrir lijónabönd. Earl Green var þó ekki alveg af baki dottinn, þó þessi tilraun mistækist. Hann fékk sér leigða flugvél og kvænti sig í 9000 m. hæð. Það var betra en ekki. Hjónavígslur sem þessar eru algengar i Bandaríkjunum. Þær gefa tilefni til þess, að nöfn ný- giftu hjónanna komast í blöð- in og oftast nær myndir af þeim lika. Og það er þó í ílestum til- fellum betra að verða frægur fj'iir hjónavígslu en önnur slys, svo senx umferðarslys eða þess- Iiáttar. Tvenn ung hjónaefni létu gefa sig saman inni í holum is- jökunx. Hjónavígslan gekk reyndar ‘að óskum, en önnur brúðurin dó úr lungnabólgu rétt á eftir. — En nafnið henn- ar komst á prent, og það var fyrir miklu. Mikla athygli vakti lijóna- vígsla, sem fór frarn á liafsbotni í höfn New Yox-k-borgar. Sumir hafa látið gifta sig niðri í köss- urn og kistum, á hestbaki eða á fílsbaki. 1 Boston vakti hjónavígsla mikla athygli fyrir fáum árum, sem fór fx-am í safnkistu lifandi sjódýra. Brúðhjónin skriðu nið- ur í glerkistuna, héldu niðri í sér andanum á meðan prestur- inn las þau saman, en dýfðu svo upp höfðununx til að segja já. Á meðan vigslan fór fram syntu gullfiskar allt í kringum brúð- hjónin, og jafnvel inn á rnilli fata þeirra. Fræg vai'ð brúðkaupsfei'ð Jijóna einna í New Yoi'k, sem létu sér nægja að ferðast sam- fleytt í 30 klukkustundir með neðanjarðarjárnbraut um borg- ina. Þau fóru í eilífa hringi og stigu aldrei úl úr lestinni. • Árið 1884 læx’ðu tvær enskar fjölskyldur ,að spila spil það austur i Konstanstinopel, sem gekk þar almennt undir nafninu „rússnesk whist“. Ensku fjöl- skyldunum þótti gaman að spil- inu, og eftir að þær komu heim til Englauds aftur, héldu þær á- fram að spila það í frístundum sínum. — Þessar fjölskyldur bjuggu sín hvoru megin við lælc eða á og urðu að fara yfir brú til að geta heimsótt livor aðra. Vegna þess að brúin var bæði ónýt og auk þess erfitt að kom- ast yfir hana, kom fjölsjtyldun- uin saman um, að kalla spilið „brú“, og þannig er enska orðið „bridge“ til kornið. Bónorðsneitun hefir á ís- Ienzku hlotið heitið: hryggbrot, en ekki er fyllilega vitað af hvei'ju það stafar. Ekki er þó ólíklegt að það eigi rót sina að rekja til þess, að þeim sem fyr- ir bónoi'ðsneitun varð, hafi þótt sársaukinn svo mikill, að þeir hafi likt honum við hi-ygg- bi'ot. f þýzku máli lieitir bónorðs- neitun „einen Korb geben“ — að gefa körfu. Frá þessu segir svo í gömlunx mansöngvum, ;að kastalajómfrúr hafi dregið eða látið draga elskhugana upp til sín í körfum. En þegar ástin fór út um þúfur eða ef þær stóðu elskhuga sína að ótryggð, þá létu þær lítt á þvi bera, en sendu körfurnar til þeirra eins og þær voru vanar. Þær sáu samt svo um, að botninn í körf- unni væri ótryggur og hrykki úr á miðri leið. Olli það oftast dauða elskhugans. Þær grinxnx- ustu létu draga elskhugana svo hált, að þær gátu brugðið snöru um hásinn á þeinx og hengt þá. Það fannst þeiiii mak- leg málagjöld. Á 17. og 18. öld var meiri vægð sýnd, og látið nægja að senda manni tóma körfu, ef stúlkan vildi ekki ját- ast honum. Nú er einnig sá sið- ur liorfinn, en eftir lifir aðeins lxiix táknræna nxerking oi'ðanna — að gefa körfu. • „Nei, maður nxinn, dóttir íxiín vei'ður aldi'ei yðar.“ „Eg er heldur ekki að fara fram á það, að hún verði dótlir mín, heldur konan mín.“ • Gesturinn: „Hvað skulda eg yður fyi'ir gistinguna?“ Gestgjafinn: „í livaða her- bei'gi voi’uð þér?“ Gestúrinn: „Það var allt svo fullt, að eg varð að sofa á billi- ai-ðborðinu.“ Gestgjafinn: „Einmitt það! Þá kostar það 2.40 unx klukku- tímann. • Hún: „Skáldið hefir salt að mæla þar sem það segir, að hin sanna hamingja sé ekld fólgin i þvi sem maður öðlist, heldur í því sem maður æskir.“ Hann: „Hann liefir ábyggi- lega aldrei komið of seint á járnbrautarstöðina og hlaupið á eftir lestinni, sem var að hverfa.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.