Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Síða 1
1941 Sunnudaginn 19. október 42. blad JÓNAS SVEINSSON: SIFILIS — velkin §em nefnd hefnr verid „hefnd Ameríkn^. — Þ9íR SKOÐANIR hafa verið látnar uppi nú nýverið, bæði i blöðum höfuðstaðarins, og á fundum, er haldnir hafa verið við- víkjandi hinu svonefnda siðferðisástandi, að bezt væri að tala sem minnst um þessi mál, enginn veit af hverju. Engum vafa er þó undirorpið, að undir þeim kringumstæðum sem hér hafa myndast, hlýtur nokkur hætta að vera á því að kynsjúk- dómar aukizt, og um þá á það ekki við, að bezt sé að þegja. í grein þessari verður greint nokkuð frá skæðasta kynsjúkdómnum, syfilis, og hvers læknar hér í bæ hafa orðið varir í því sambandi. JÓNAS SVEINSSON. I. Dag nokkurn árið 1497 skeði athyglisverður atburður í ])org- inni Palos iá Suður-Spáni. Skipa- floti sem talinn var af, undir forustu ævintýramannsins Kristófers Cólúmbusar, lagði þar að landi og varpaði akker- um inni á höfninni. Skipverjar höfðu þá sögu að segja, að langi i vestri hefðu þeir fundið land mikið, er síðar reyndist að vera hemsálfan mikla, Amerika. Fregn þessi flaug þegar í stað um allar álfur, og þótti liinn mesti viðburður. En því var minni athygli veitt, að hafnarlæknirinn gamli Diaz de Isla var í skyndi sóttur iil skipverja þessara, er flestir voru haldnir illkynjuðum og óþekkt um sjúkdómi. Hlaðnir kaunum og útbrotum, veiklaðir á taug- um, svo nærri stappaði vitfyrr- ingu. Gamli læknirinn hafði aldrei séð neitt því líkt og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Nokkru síðar gaus veiki þessi upp viðsvegar í borginni, og breyddist með leifturhraða til nálægra borga og héraða. Syfil- isinn, kynsjúkdómurinn skæði, hafði þannig haldið innreið sina í Evrópu. Á næstu árum breiddist veiki þessi um öll lönd álfunnar og hagaði sér sem óvenjulega ill- kvnjuð farsótt. Bar einna mest á henni í Frakklandi, og var venjulega á þeim árum nefnd morbus gallicus, eða franska veikin. Þess má geta, að hingað lil lands mun veiki þessi liafa komið um eða eftir 1-520. Og þá venjulega nefrid sárasótt, þólti þá bæði hættuleg og vandlækn- uð. Er þess getið í annáluin, að fenginn var hingað frá Þýzka- landi læknir að nafni Lazarus Mattheusson til þess að ráða niðurlögum liennar. Er skýrt frá þvi að honum var lofuð jörðin Skáney öll, ef hann gæti læknað eitt hundrað sjúklinga. Tókst honum að lækna 50 þeirra, og fékk því aðeins hálfa jörðina. Lassi læknir, þvi svo var hann venjulega nefndur, mun hafa læluiað sjúklinga þessa með kvikasilfri. Gengu menn með svonefnd baukabelti um mittið, en í þeim voru geymd kvikasilfursmyrsli. Og var aðl'erð Lassa á þeim timum eimia mesl notuð i nágranna- löridunum og þótti reynast vel. Annars vita menn ekki til að sýfilis hafi nokkurntima náð verulegri útbreiðslu hér á landi, neiria eiltlivað dálítið i tíð Bjarna Pálssonar landlæknis. Þá kom upp faraldur i „innrétt- ingunum“ svonefndri héi; í Reykjavík, árið 1756. Var þá þessi vísa kveðin: íslands lítill ábate, af innréttingum hygg eg' sé. Kominn er franzos, kláði i fé, og kurant mynt fyrir specie. Fróðir menn telja, að á 19. öldinni hafi veikin annað slagið borist hingað til landsins, en jafnharðan verið kveðin niður með harðri liendi. Landlæg verður liún fyrst um síðustu aldamót. FuIIyrða má að veiki þessi hafi verið í mikilli rénum hér á landi hin siðustu árin, og má þakka það ósérplægni og dugn- aði lækna þeirra hér í bæ, er fást við lækningu kynsjúkdóma. Heilbrigðisskýrslurnar tala hér máli sínu. Árið 1921 eru taldir 50 nýjir sjúklingar, aðallega hér í Reykjavík. 1927 eru laldir 31 syfilissjúklingar. 1936 eru að- eins talin 3 ný tilfelli hér á landi, og 1938 telja læknar fram 6 sjúklinga. Munu sjúklingar l>essir aðallega vera sjómenn, cr sýkst hafa á ferðum sínum milli landa, en hinsvegar verði und- antekning að sjúklingar hafi sýkst innanlands. En svo kemur „ástandið“ sem kunnugt er í maímánuði 1940. Eykst þá fjöldi sjúklinga að mun næstu mánuðina. Telja læknar 13 ný tilfelli í júlímán- uði þess árs. En alls eru talin 75 ný tilfelli frá júnímán. 1940 til ágústloka jæssa árs, og er það mikil og óvænt fjölgun, miðað við það, sem unnist liafði á, und- anfarin ár.Má geta þess, að þessi nýju tilfelli hafa eingöngu fund- ist hér í höfuðborginni. Alger óvissa rikir um það, livernig málum þessum lcunni að vera háttað hjá hinum erlendu selu- liðum, en gjöra má ráð fyrir að syfilissjúldingar, erlendir og innlendir, skipti nú hundruðum. Er vitanlega vá mikil fyrir dyrum, því að allir sem til þekkja eru á einu máli um það, að syfilis sé einn liinn hræði- legasti og hættulegasti sjúkdóm- ur sem þekkisl. Þar verða fyrsl og fremst hinir sjúku grátt leiknir. Einnig fjöldi saklausra, er ekkerl hafa unnið til saka, ekki sízt börnin, fsedd og ófædd. Syfilis-sýkillinn, er Schau- dlnn fann árið 1905. — Spmir nefna hann einnig „hleikii skelfingnna“.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.