Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 STEFÁN ÞORSTEINSSON: Gar ðy rk j uf élagið og þáttur þess í eflingu garðræktarinnar um hálfrar aldar skeið. Frá Garðyrkjusýningunni 1938. Í sambandi vi'ð (vær síðustu garðyrkjusýningar hefir oft ver- ið minnzt á félagsskap, sem al- menningi nú á dögum er lítl kunnur, en á þó merkilega sögu að baki sér. Félagsskapur þessi heitir nú Garðyrkjufélag ís- lands, hét áður Hið íslenzka garðyrkjufélag, en hefir oftast- nær fyr og siðar verið nefnt garðyrkjufélagið. Garðyrkjufélagið er upphaf- lega stofnað 26. maí 1885. Að stofnun þess stóðu ýmsir merk- ustu menn þeirra tíma og var danskur maður, Schierheck landlæknir, í hroddi fylkingar. Að verðleikum fékk þessi velgerðarmaður mannkynsins Nobelsverðlaun 1927. Margt er enn dulið viðvíkj- andi þessum liættulega og skæða sjúkdómi, en margt hefir líka unnist i baráttunni gegn honum siðustu áratugina. Og vonandi tekst læknum innan skamms að finna eitthvert óyggjandi ráð gegn veiki þessari, sem menn, þvi miður, fá oftast af léttúð og kæruleysi. Gáttu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér; enginn veit sína ævina fyr en öll er. aðalhvatamaður og formaður félagsins fyrstu árin. Me'ðal þeirra, sem koma við sögu fé- lagsins fyrslu árin má ennfrem- ur nefna Árna Thorsteinson Iandfógela, Þórhall Bjarnason biskup og þá Torfa í Ólafsdal, Einar Helgason og Sigurð Sig- urðsson, síðar húnaðarmála- stjóra. . Fyrsta blómatimabil félags- ins stóð ekki lengur en þrettán ár, en áhrifa þess gætti þó nokk- uð lengur, þar sem ársrit þess liélt áfram að koma út í nokkur ár. Um aldamótin lagði félagið niður slörf sín og fól þau Bún aðarfélagi íslands, sem gerði starfsmann félagsins, Einar Ilelgason, að ráðunaut sinum. Má lelja þetta að suniu leyti misráðið, en öðrum þræði var þó ýmislegt sem mælti með þessari sameiningu, Schierbeck land- læknir hvarf af landi burt og sumir helztu hvatamenn garð- yrkjufélagsins urðu nú aðal máttarstoðir Búnaðarfélags Is- lands. Þjóðveldisdaginn 1. desem- her 1918 var garðvrkjufélagið endurreist fyrir forgöngu þeirra Einars Helgasonar, Hannesar Thorsteinson og Skúla Skúla- sonar og hefst nú aðal hlóma- tímabil félagsins. Einar Helga- son gerist nú starfsmaður þess á ný og veitir Alþingi 5 þúsund króna ársstyrk í því augnamiði, frá 1919 að telja. Gengst nú fé- lagið fyrir ýmiskonar fram- kvæmdum, heldur garðyrkju- sýningar, útvegar tilhúinn á- hurð, ýmiskonar fræ og garð- yrkjuverkfæri. Ennfremur veit- ir það kennslu í Barnaskóla Reykjavíkur og ýmsum öðrum skólum. Þá eru farnar leiðbein- inga- og fyrirlestraferðir um landið, ársrit gefin út o. s. frv. Á árunum eftir 1920 nær fé- lagatalan hámarki sínu og það er ýmislegt sem bendir til þess, að skanunt framundan sé hylt- ingarvon í garðyrkjumálunum. Búnaðarfélag íslands ræður ti) sín ungan garðyrkjuráðunaul og kemur hann sér upp lil- raunastöð suður við Laufásveg, jarðræktarlögin ganga i gildi, útlendi áburðurinn ryður sér til rúms og menn byrja að notfæra sér hverahitann í þágu garð- ræktarinnar. Auk þess siglir svo garðyrkjufélagið fullum seglum undir forustu ágætra manna. Um hyltingu er þó tæp- Iega hægt að ræða í þessu sam- bandi. Við höfum i mesta lagi slígið stórt spor síðustu tvo áratugina einkum hvað gróður- húsaræktun snertir. Við verðum í þessu samhandi að gera okkur grein fyrir því að árin milli heimsstyrjaldanna eru mestu framfaraár íslenzku þjóðarinn- ar. Einmitt 'þess vegna liefði verið æskilegt og nauðsynlegt að meira liefði áunnizt í garð- yrkjumálunum en raun her vitni. Fyrstu árin eftir 1920 eru að ýmsu leyti merkileg í sögu gar'ð- yrkjunnar eins og hér hefir verið hent á, en árangurinn af starfi þeirra manna, sem háru hita og þunga garðyrkjumál- anna og unnu að hinuni ýmsu framkvæmdum til viðgangs þeim, var þvi miður ekki sem skyldi. Þelta munu þeir sjálfir vel hafa fundið, en það er ekki ósennilegt, að „Iogni'ð“ í þess- um málum eftir 1925 eigi fyrst og frémst rót sina að rekja til fá- lætis landsmanna í heild fvrir hverskonar garðyrlcju. Með dauða Einars Helgason- ar 11. nóv. 1935 leggst starfsemi garðyikjufélagsins með öllu niður, þar til Sigurður húnaðar- málastjóri endurreisir það í annað sinn í janúar 1937, með tilstyrk nokkurra garðyrkju- manna í Reykjavík og nágrenni. Síðan virðist svo, að félagið liafi verið að safna kröftum til átaka í framtíðinni. Slörf garð- yrkjufélagsins frá því í árs- byrjun 1937 liafa einkum verið fólgin i tvennu, að standa fyrir tveim garðyrkjusýningum og gefa út 3 ársrit. Þá hafa og verið fluttir nokkurir fyrirleslrar á vegum félagsins. í lið Einars Helgasonar gekkst garðyrkjufélagið fyrir nokkur- um garðyrkjusýningum hér i Reykjavík og munu þær eink- um hafa verið haldnar í barna- skólanum við Tjörnina. Átli E. H. hér við ýmsa erfiðleika að stríða, sýningaplássið var ó- hentugt og leiðinlegl, hann mun liafa notið lítillar aðsto'ðar kunnáttumanna o. s. frv. I september 1938 gekkst garðyrkjufélagið fyrir sýningu i markaðsskálanum við Ing- ólfsstræti í Reykjavík og tók Iiún öllu því fram, sem sézt hef-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.