Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 19.10.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍBM Vitiö þér? — að jurtírnar dreklia ékkí í síg vatn jafnt á öllum tímum sólar- hringsins, heldur á vissum tím- um hans, og einna helzt á eftir- miðdögunum? • Allt til þessa hefir það verið slður í Japan, að þjórfc væri af- hent þjónum, rökurum og burð- arkorlum í umslögum. Þessi umslög voru fengín þjónínUtn á því augnabliki, sem hann byrjaði að afgreíða næsta mann. Nú þótti japönsku stjórninni of miklnin pappír eytt að öþörfu, og skipaði svo fyrir, að aflienda skyldi þjórféð umslagalaust. Þjónar, burðarkarlar og rakar- ar eru sárfegnir þessari ráð- stöfun, þvi að i umslögunum fundu þeir oft ekki annað en einseyringa, eða jafnvel ekki annað en málmþynnur og búxnatölur. • t þorpinu Kalawila, i ná- munda við Colombo, hafði kona ein skilið barn sitt eftir uppi á svölum húss síns á meðan hún skolaði úr flikum í lækjarsitru einni. Þegar hún kom til baka, sá hún sér til mikillar skelfing- ar hvar api einn hleypur sem fætur toga til skógar með barn- ið liennar undir hendinni. Leitaði móðirin nú fulltingis þorpsbúa og fór hópur manna og kvenna til skógar að leita apans. Eftir langa mæðu sást til hans, þar sem hann sat með barnið uppi í trjákrónu og reyndi að vagga þvi í svefn, eins og hann hafði áður séð konur þorpsins gera við börn sín. Bezta skyttan i þorpinu sendi kúlu i gegnum liöfuðið á apan- um, svo hann féll dauður niður, en barninu var bjargað. • — Eg get ekki skilið af liverju þú lætur Englendinginn kyssa þig, Eisa? — Eg get ekki sagl nci við þvi. vegna þess, að eg kann ekki ensku. • Mamman fer til vinkonu sinnar upp í sveit. Áður en hún leggur af stað gerir hún allar ráðstafanir, sem henni finnast. við þurfa. Að lokum snýr hún sér að syni sínum, fjögra ára 'drenglmokka og spyr: „Hvort viltu heldur sofa ein- samall Nonni minn, eða sofa hjá vinnukonunni?“ Nonni hugsar sig uni stund- arkorn, siiýr sér síðan að pabba sínUni ög segir: „Hvað nlyndir þú gera, pahbi ?“ • Maður eínn, ungur að aldri, en úr hófi nízkur, samdí víð fá- tækan garðyrkjumann um vöruskipti. Garðyrkjumaðurinn átti að láta af liendi blómvendi í staðinn fyrir gömul og slitin föt. Þetta gekk allt samkvæmt á- ætlun. Ungi maðurinn sendi blómin til ungrar stúlku í ná- grénninu, sem hann tilbað í hjarta sínu. Eínu sinni fékk hann óvenju fallegan blóm- vönd frá garðyrkjumanninum, og var ekki seinn á sér að senda bann jafnharðan til stúlkunnar. í viðurkenningarskyni — eða þakklætisskyni — fékk hann heimboð frá foreldrum stúlk- unnar — og himinlifandi lagði maðurinn af stað til stúlkunnar sinnar. A ákvörðunarstað veitti hann því athygli hve faðir stúlkunn- ar var þungur á svip og fámáll í viðræðum. Er á leið kvöldið, tóku þeir þó tal saman og segir gamli maðurinn nokkuð þurr- lega: „Þér senduð dóttur minni blómvönd.“ „Já, og eg hefi stundum gert það áður,“ sagði ungi maðurinn kurteislega. „Nú, það er allt í lagi, en bréf- in, sem þér sendið dóttur minni falla mér ver i geð.“ „Bréf! Ilvaða bréf?“ spurði maðurinn og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Eg hefi ekki sent nein bréf,“ sór hann og sárt við lagði. „Það þýðir ekkert fyrir yður að þræia, því eg er sjálfur með það siðasta í vasanum.“ Um leið tók hann lítið spjald úr umslagi og hélt þvi fyrir fram- an manninn, sem liafði ætlað að verða tengdasonur hans. Á mið- anum stóð: „1 guðanna bænum sendu mérr~ nærbuxurnar strax, sem eg gleymdi hjá þér siðast.“ • Þegar villidýr brjótast út úr búrum, komast dýragarðsverð- irnir ofl i standandi vandræði. Hér þarf þó skjótra úrræða, ef ekki á slys að hljótast af, þvi dýrin ráðast venjulega á hverja lifandi veru, sem á vegi þeirra verður. ¥inir bæjarbiia. —T-.- ________ Öll villt dýr, hvort heldur í loíti eða á landi, verða spök og mann- elsk, ef mennirnir sýna þeim vináttu, gefa þeim mat og eru góðir við þau á annan hátt. Þetta hefir greinilega komið í ljós á öndun- um á Réykjavíkurtjörninni. Er mörgum bæjarbúum hin rnesta un- un að því að gefa þessum góðvinum sínurn, og væri vel, ef þeim frekar fjölgaði en fækkaði í framtíðinni. í dýragarði einuni slapp ljón út úr garðinum fyrir óaðgæzlu varðmanns eins. Það hentist í burt og vegna þess, hve Ijónið var dýrmætt, hikuðu menn við að skjóta það. Eina ráðið var að umkringja það, kalla síðan á brunalið og láta það dæla á ljónið. Þetta nægði; ljónið gafst upp og bældi sig niður, þegar vatnsflóðið skall á því. • í öðrum dýragarði brautzt skógarbjörn úr hlekkjum, er dýralæknir einn var að fram- kvæma á honum læknisaðgerð. Læknirinn komst undan á flótta, en í fátinu sem á hann kom, gaf hann sér ekki tíma til að loka á eftir sér búrdyrunum — og björninn þrammaði út. Nú þurfti hér skjótra aðgerða. Einu gæzlumaðurinn, er vissi að björninn var sælkeri, og þótti einkum gott hunang, sótti lieil - mikla hrúgu af hunangi, lét það á langa f jöl, sem síðan var dreg- in i gegnum, búrið. Þegar Bjössi sá uppáhalds-munngætið sitt svífa fyrir sjónum sínum, elti hann agnið inn um búrdyrnar og þær skullu í lás á eftir hon- um. Sem dæmi um það, hve ýms smáatvik, og þekking á lifi dýr- anna, getur komið að góðu gagni, eru eftirfarandi tvær sögur: Stór afríkanskur fíll reiddist og sleit sig lausan, þar sem hann var bundinn á bás i dýra- garði. Reiðir filar eru mjög hættuleg dýr og fillinn reif hve;-t tréð á fætur öðru upp með rótum í garðinum, en menn lögðu allir á flótta. Loks kom að því, að fíllinn réðist á grind- ur búranna og nú "var allt í voða, ef ekki tækist að hindra filinn í þessu uppátæki. Annars var ekki útlit fyrir annað en öll rándýr garðsins losnuðu — og það var enginn, sem óskaði þeirrar samkundu. Þá mundi einn gæzlumaður- inn alll í einu eftir því, að þessi fíll hafði áður verið taminn og notaður til vinnu suður í Af- ríku. Þar er það hinsvegar venja að vinna hefst og hættir með þvi, að slegið er á málmþynnu. Var nú skyndilega náð í málm- þynnu og slegið á liana bylm- ingshögg. Það bar tilætlaðan ár- angur, því á sama augnabliki tók fíllinn viðbragð, eins og liann hefði fengið á sig vatns- gusu, hætti öllum óláturn og Iabbaði rólegur heini á básinn sinn. I annað skipti hafði tígrisdýr losnað úr búri og lék lausum bala í dýragarðinum — en tígr- isdýr eru hinsvegar allra dýra grimmust og hættulegust. Nú vissu dýragarðsverðirnir ekkert hvernig þeir ættu að veiða dýr- ið, en skjóta það vildu þeir ekki fyrr en i siðustu forvöð. Einn gæzlumanna vissi, að upphaf- Icga hafði tígrisdýr þetta verið sýningardýr í fjöllistahúsi og leikið þar sitt ákveðna hlutverk fyrir sýningargesti. Féll það í þess hlut, að detta niður sem dautt, þegar sýningarstjórinn skaut úr byssu sinni, og lá hreyfingarlaust unz sýningunni var lokið. Var í skyndi sótt haglabyssa og skotið úr henni. í sömu svipan lagðist tigrisdýr- ið niður og bærði ekki á sér fyrr en dýragarðsverðirnir voru búnir að sækja sterkt net, sem þeir vörpuðu yfir rándýrið og veiddu það í. /

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.