Vísir Sunnudagsblað - 02.11.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 02.11.1941, Blaðsíða 1
Bjarni Jónsson vígslnbiiknp OO ára „Prestar eiga að gráta með grátendum - - og fagna með fagnendum“ - tn ' ’ -* -n" Þann 21. okt. átti einn af kunnustu og vinsælustu borgurum Reykjavíkurbæjar sextugsafmæli. Það var síra Bjarni Jónsson vígslu- biskup. Síra Bjarni hefir verið þjónandi prestur við dómkirkjusöfnuðinn í Reykjavík um 30 ára skeið, og sennilega þekkir hann fleiri íbúa þessa bæjar en nokkur einn maður annar. Hann hefir komið í fleiri hús höfuðstaðarins og á fleiri heimili, en nokkur ann- ar embættismaður þessa lands, og prestverkin, sem hann hefir innt af hendi, eru legíó. — Síra Bjarni er borinn Reykvíkingur, faðir hans og móðir voru Reykvíkingar, afi hans og amma voru fæddir Reykvíkingar, svo það má segja um hann, að ef nokkur maður er Reykvíkingur í húð og hár, þá er það síra Bjarni. Hann er fæddur í Mýrarholti í Vesturbænum, sonur Jóns Oddssonar tómthúsmanns og konu hans, ólafar Hafliðadóttur, en þau eru komin af svokölluðum Kjósar- og Engeyjarættum. Það var heit- asta ósk móður síra Bjarna, að hann yrði prestur, og sá hún ósk sína rætast. Vísir fór þess á leit viÖ síra Bjarna Jónsson vígslubislcup, a'ð hann segöi lesendum Sunnu- dagsblaðsins eitthvað frá ævi sinni, frá ýmsu því, sem hann teldi mikilvægast við lífsstarf sitt, og varð síra Bjarni góðfús- lega við þeirri bón. Tíðindamað- ur Vísis sótti hann því einn góð- an veðurdag heim — í hrak- smánarveðri reyndar — að ný- afstöðnu afmælinu. Það mátti svo að orði komast, að ekki væri hægt að þverfóta fyrir blómum á beimili síra Bjarna — öll herbergi voru full, allt frá eldhúsinu og inn í svefn- iierbergi, og afmælisbarnið sagði, að ef hann væri ekki jafn blómelskur, myndi liann senni- lega hafa sett upp blómaverzlun. Inni á skrifstofunni er ekki aðeins allt fullt af blómum — og bókum, heldur var borðið þakið iieillaóskaskeytum og kveðjum og þar var lieiðurs- doktors-dokumentið frá Há- skóla íslands. Á veggjun- um hanga myndir af fjölda manna. „Það eru kunningjar mínir og vinir, samstarfsmenn minir og andlegir leiðtogar,“ segir síra Bjarni. „Það eru menn, sem eg á lífsviðhorf og lífsstarf mitt að mildu leyti að þakka.“ „Þarna þekkið þér dr. theol. Jón Helgason fyrverandi bisk- up,“ og um leiðir bendir síra Bjarni á mynd af honum á veggnum. „Hann var kennari minn frá þvi eg var í barnaskóla. Eg sótti af mikilli árvekni barnaguðsþjónustur, sem liann hélt hér í bænum, fyrst eftir að liann kom hingað til lands, þá nýorðinn kandidat í guðfræði. Höfðu þessar guðsþjónustur mikil áhrif á mig, og þá má eg heldur ekki gleyma kennistarfi síra Friðriks Friðrikssonar. Það er maður sem töfraði mig frá því eg kynntist honum-fyrst, og eg er undir áhrifum frá honum enn i dag. Þriðji kennari minn frá æskuárunum var síra Jóhann Þorkelsson dómkirkj uprestur. Hann femdi mig, þegar eg var 14 ára, 14 árum síðar vígðist eg til prests, og í 14 ár starfaði eg með lionum við dómkirkju- söfnuðinn. Þegar eg gekk til spurninga til síra Jóhanns, grunaði mig ekki, að eg ætti eft- ir að verða samstarfsmaður hans.“ „Segið þér mér, síra Bjami, hvaða menn eru það, sem hanga þarna á veggnum umhverfis dr. Jón HeIgason?“ „Það er í einu orði sagt annar kapituli úr lifi mínu. Þetta eru menn, er eg kynntist á stúdents- árum mínum, en stúdent varð eg 1902, og á fræðslu þeirra lifi eg enn i dag. Þarna sjáið þér til dæniis P. Madsen próf. Eg eignast í hvert sinn festu er eg minnist lians. Bjarni Jónsson vígslubiskup. Þarna er lika Fenger prófastur, einn hinn mesti starfsmaður dönsku kirkjunnar og dæma- fár mælskumaður. Þá er Bachevold prestur á Lá- landi. Á heimili hans dvaldi eg í jólaleyfum og sumarleyfum, og á þaðan hinar yndislegustu minningar um hið blómlegasta safnaðarlíf. Að honum látnum var gefin út bók um liann, og þótti mér vænt um, að mér var skrifað og eg beðinn að skrifa einn kapitulann í þeirri bók. Siðast en ekki sist vil eg minnast á Olfert Ricard.Eg held, að enginn erlendur maður hafi í jafn ríkum mæli mótað prests- starf mitt sem liann. Eg tel mig lánsmann, að hafa verið í kynni við hann, þenna alkunna pré- dikara og æskulýðsleiðtoga, frá fyrsta degi er eg kom til Kaup- mannahafnar, og þar til hann

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.