Vísir Sunnudagsblað - 02.11.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 02.11.1941, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Heljarhöggin mýkir. Helgan mjöð hún bruggar, harmslegna huggar. List milda liann lærir, líknstafi hárra fræða. Fró krönkum færir friði hlaðin ræða. Moldarsæng við svarta sýndi hann teikn boða’ andann fyrir Heljar sanda’ handan. Svam eigi í sál þér sorg und gleðibárum? Magnast ei mál þér mjög á höfgum sárum? Skammt lýsa andans eldar. Einhver þungi æ bagar, vagar og vagar. „Verði þinn vilji“, vinur, sira Bjarni. I Þótt skýrir ei skilji, skjóti upp von úr hjarni, liverju broti og böli, harnsins smáa leiði, er ótta’ öllum eyði. Það er margt sem drifið hefir á daga síra Bjarna Jónssonar, og það væri ekki veigalítið efni i heila bók. En hér verður látið staðar numið, því að Sunnu- dágsblaðið getur ekki flutt annað en hrot. En að endingu vill blaðið færa síra Bjarna ósk um langa lífdaga og gifturikt starf, og það vill taka undir orð skáldsins, að enn megi lengi fró færa, bæði glöðum og sorg- bitnum, friði hlaðin ræða sira Bjarna Jónssonar vígslubisk- ups. Þ. J. Ræða Magiiiisar Jonisisonar, prófessors. Hér fer á eftir ræða sú, er prófessor Magnús Jónsson flutti á heimili síra Bjarna Jónssonar mgslubiskups, á afmælisdaginn hans. Ræðan er hér aðéins rifjuð upp eftir minni, því að prófessorinn flutti liana af munni fram án þess að skrifa eitt orð. má mikið af þeirn læra, en ekki síður af samtíðarmönnum. Eg lærði t. d. mikið af Haraldi Ní- elssyni guðfræðiprófessor. Við hittumst oft og vorum saman við ýms störf. Leiddum við stundum hesta okkar saman, þvi á milli okkar rikti skoðana- munur. En af séra Haraldi gal ungur prestur lært málvöndun og vandvirkni. Eg gleymi heldur aldrei mánnkostum og ljúflyndi Sigurðar Sívert- sens prófessors. -— Þá má ekki heldur gleyma hinum ágætu starfsbræðrum minum fyrr og síðar, síra Ólafi frí- kirkjupresti, síra Jóhanni Þor- kelssyni, síra Friðrik Hallgrims- syni og síra Árna Sigurðssyni, heldur ekki guðfræðiprófess- orum liáskólans, sem eg liefi haft mörg tækifæri til að kynn- ast og starfa með. En eg hefi lika notið mikilla áhrifa og góðra frá liinum ýmsu sam- starfsmönnum mínum í sókn- arnefnd, í kristilegum félög- um og þá alveg sérstaklega í K. F. U. M. Eg bið þess, að mikil blessun fylgi slarfi nýju prest- anna hér í bænum.“ Sira Bjarni þagnar. Hann sit- ur bugsi svolitla stund, svo segir hann: „Þetla er annars vitleysa að vera að segja þetta allt um mig sjálfan, mér finnst það einskonar tildur. En ef ein- hver hefir gaman af því, ef einhverjum hinna mörgu vina minna þykir betra að heyra þetla frá mér heldur en ekki neitt, þá er þeim það sizt of gott “‘ Á meðan virði eg fyrir mér fjölda bréfa og heillaóskaskeyta, sem liggja á skrifborði vígslu- biskupsins. M. a. rek eg augun í drápu eina mikla, með fyrir- sögninni: ..Fyrir minni vinar míns, lderksins.“ Eg forvitnað- ist um höfund þessarar drápu og reyndist hann vera Sigurð- ur skólameistari Guðmunds- son á Akureyri, en liann er forn vinur og skólabróðir sira Bjarna. Kvæðið er orkt undir laginu: Integer vitæ, og i þvi segir m. a.: I Kátur með kátimi keskifimum orðum, glettyrða-gátum glatt hann lék að borðum, þjónar guði og gleði (glaðan klerk flýr syndin!), flugháll og fvndinn. Gamanvis gleðin geislum drottins tjaldar. Bana við beðinn bjarma lífs hún faldar. Síra Bjarni Jónsson! Mig langar til þess, á þessuin sextugasta afmælisdegi þínum að færa þér frá konu minni og mér árnaðaróskir okkar, og þakkir til ykkar hjónanna beggja fyrir góða viðkynningu og hlýju þann tíma allan, sem við liöfum verið liér saman í þessum hæ. En sérstaklega vil eg þó, nú á þessum merkisdegi, þakka þér fyrir þær stundir, sem eg hefi verið hjá þér í kirkjunni. Það er haft eftir Brandi ábóta Jónssyni um þrjá ágætustu læri- sveinahans,að hann hefði engum kennt jafnminnugum og Jör- undi Þorsteinssyni, engum jafn- kostgæfum sem Bunólfi er síð- ar varð ábóti, en um Árna Þor- láksson sagði hann, að hann skildi svo marga hluti af guð- legum ritningum, er liann þótt- ist varla sjá, hve svo mátti verða. Eg hefi ofl hugsað til þessa vitnisburðar Brands ábóta um Árna Þorláksson, þegar eg hefi heyrt þig prédika. Það eru sjálf- sagt skiptar skoðanir um ræður þínar eins og annara góðra manna. En það sem séx-staklega hefir laðað mig að prédikunum þinum er einmitt þetta. að mér finnst þér vera gefið það, að sjá þá hluti af guðlegum ritn- ingum, sem varla má sjá hve svo má vera. Eg minnist þess t. d. nú á sunndaginn var er þú prédikað- ir um Jóhannes skirara, og lagð- ir áhei-zlu á þessi einföldu orð: „Daginn eftir var Jóhannes aft- ur þar.“ Þetta sýnast ekki sér- lega andrík orð eða fela i sér mikla dýpt. En þú sást af þess- ari guðlegu ritningu ])að, sem mér hafði aldrei til hugar kom- ið. „Daginn eftir var Jóhannes aftur þar.“ Það er svo auðvelt að hrifast með af•liinum stóru viðburðum, brífast á bátíðleg- ustu stundunum, á stórhátiðun- um. En svo kemur næsti dagur. Hver er þá á verðinum? Hver er þá hrifinn? Og svo þriðja daginn og fjórða daginn. IJver er hrifinn á hinum venjulegu gráu og óskáldlegu dögum? Og eg er sannfærður um, að ])ú hefir eignast skilning á þess- um orðum við það, að þetta sama hefir þú lifað. Þetta er einmitt það, sem eg dáist að i stai'fi þínu, síra Bjarni; þolið og þrautseigjan, að vera æfin- lega í slarfinu, vera líka i starf- inu daginn eftir, livern dag, ó- þi-eytandi, ár frá.ái'i, um tugi ára. Þegar Tyrkir hei-juðu á Vest- xxxannaeyjar með þeim ógnum, sem engin orð fá lýst, komu þeir m. a. að helli, sem síra Jón pislarvottur hafði flúið i ásanxt fólki sinu. Óþoklci einn íslenzk- ur, sem var með Tyrkjum, kall- aði til sh'a Jóns og sagði: „Hvi ert ])ú ekki í kirkju þinni sira Jón?“ En hann svaraði í'ólega: „Eg hef verið þar i morgun.“ Það er yndislegt fyrir prestinn að geta svai-að svona, að vera æfinlega viðbúinn, hafa aldrei vanrækt vai-ðstöðuna. Og þetta er það, sem hefir aflað þér meiri virðingar en nokkuð ann- að, að þú ert alltaf á verðinum. Daginn eftir ert þú aftur þar. Eg var að athuga það á sunndaginn var, hvort eg gæti nú ekki einhvern veginn séð það á þér, að þessi mei-kisdagur þinn væri í aðsigi. En eg gat ekki séð neina bi-eytingu á þér! Mér fannst ekki laust við að eg sæi það á söfnuðinum, en á þér sá enga breytingu. Eg hefi oft áður tekið eftir þessu, hvað þú ert alveg eins við liátíðlegustu tækifæi’i eins og á venjulegum sunnudögum. Og eg skal segja þér það alveg eins og það ei-, að eg var framan af hálf hneykslaður á þessu, þvi að eg veit vel, hve nauðsynlegt það er fyrir hvern mann, að geta verið hrifinn. En eg hefi nú fyi-ir löngu skilið, hvers vegna þetla er. Það er ekki af því að þú get- ir ekki oi-ðið hrifinn, heldur af þvi, að þú ert alltaf hrifinn i guðsþjónustunni. Hver guðs- þjónusta er þér sú stórhátíð, að ekkert sérstakt tækifæri hið ytra getur fai-ið þar fx-am úr. „Dagurinn eftir“ er orðinn þér að hátíðarstund. Allt stax-fið, með erfiði sínu og önnum er hátíðarguðsþjónusta. Ekki svo að skilja að þú finnir ekki eins og aðrir til þreytu og kvíða. En yfir það allt er varpað starfs- gleði sendimanns hins hæsta. Þessa mikla stai-fs þíns, sira Bjarni, vil eg minnast með þess- um einföldu og fáu orðum frá mér sjálfum. En eg er hér einn- ig kominn sem fulltrúi guð- fi-æðideildar Háskólans. Einnig hún vill nú á þessum afmælis- degi þínum þakka þér fyrst og fi*enist þettá mikla starf þitt. Og vil eg nú færa þér kveðju hennar. Því næst las M. J. eftirfarandi bréf: Guðfræðideild Háskóla ís- lands hefir á fundi sinum i dag kjörið síra Bjai-na Jónsson vígslubiskup doclor theologiæ honoris causa, með eftirfarandi greinai-gerð: „Sira Bjai-ni Jónsson vigslu- biskup hefir nú um nær aldaiy þriðjung gegnt prestsembætti í langfjölmennasta og umsvifa- xnesta prestakalli landsins,- dómkii’kjuprestakalli Reykja- víkur og leyst það starf af liendi með þeirri sæmd, sem lands- kunn er. Hefir hann á þessum starfstima vafalaust unnið fleiri prestsverk, bæði opinber-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.