Vísir Sunnudagsblað - 09.11.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 9. nóvember
45. blad
Ragnar Ásgeirsson:
Aostor á Héraði.
Þó eg hafi að vísu nokkrum
sinnum ferðast um, Austurland
og meðal annars komið tvisvar
á Hérað, í námskeiðsferðum
fyrir Búnaðarfélag íslands, þá
hef eg aldrei fyr komið þar að
sumarlagi. Þótti mér þvi vænt
um að eiga þangað erindi um
hásumarið, og greip það fegins
hendi, er það bauðst síðast í
júlímánuði.
22. júlí var eg staddur í Ás-
byrgi, ásamt konu minni, og við
settumst þar í hraðferðabílinn
um hádegisbil. Eftir skamma
stund var hinn fagri og frjósami
Axarfjörður að baki, en hinn
ömurlegi Hólssandur tekinn við.
Svo koma Hólsfjöllin, sem hið
fræga hangikjöt er kennt við.
Þar eru fáir bæir og eru nú
Grímsstaðir einna kunnastir —
að minnsta kdsti meðan veður-
fregnum var varpað út, og alltaf
var þar mest frostið á landiriu.
Ekki er það að furða, því Hóls-
fjallabyggðin er um 400 metrum
yfir sjávarmál og óraveg frá sjó.
Á Grímsstöðum bíður kaffi á
borðum, því þessi afskekkti bær
er nú kominn í þjóðleið. „Hér
er gott að komá," segir einn
langferðamaðurinn, „hér þarf
hvorki að kaupa né þakka fyrir
sig." Það er óneitarílega kostur
fyrir þá, sem telja eftir sér að
bjóða góðan dag, þó það sé út-
látalítið.
Fjórum km. fyrir austan
Grímsstaði eru „gömlu Gríms-
staðir". Þar stóð bærinn um ald-
ir, en landið blés upp og bærinn
varð að flytja. Hnullungar úr
veggjum og beinarusl benda á
að þar hafi byggð verið. Mjög
er þama eyðilegt, landið sendið
og blásið, en hvergi hef eg séð
jafnháar og einkennilegar mel-
þúfur og þar. Blaðkan er bezta
fóður, en einkennilegt sýnist ó-
kunnugum manni, að hér skuli
vera eitt bezta fjárland. Allar
sveitir eiga sína fegurð, en eg
verð að játa, að eg átti bágt með
að koma auga á hana á þessum
slóðum þennan dag. Mistur eða
móða var i lofti og því hulin
sú fjallanna fegurð, sem, þar er
talin mikil.
Þarna er langt milli bæja, en
bíllinn fer hratt yfir og brátt
sést til Víðidals, eins afskekkt-
asta bæjarins, og þá, nokkru
síðar, er farið um hlaðið i
Möðrudal. I þúsund ár hefir
þessi bær verið einn afskekktasti
bær landsins og það er rétt eins
og húsin sjálf standi steinhissa
á að vera allt i einu komin í
þjóðbraut. Ekki var staðnæmst
þar i þetta sinn.
Á Jökuldalsheiðinni eru fáir
bæir, en eyðibýlin tala sínu
þögla máli. Farið er framhjá
einu þeirra, Rangalóni við Sæ-
nautavatn. Brátt tekur svo Jök-
uldalurinn við, með bændabýlin
beggja megin árimiar. Þar má
víða sjá vel hlaðna veggi og
kringlóttar hlöður. Matjurta- og
kartöflugarða sá eg þar í hlíð-
um, sem sýna að Jökuldalsbú-
ar fylgjast með, en kartöflur
munu hafa verið heldur sjald-
gæfar þar, þangað til fyrir f jór-
um árum. Einkennileg byggð er
þetta, þar sem mórauð straunv
hörð áin veltur áfram og ein-
angrar byggðirnar sitt hvoru
megin.
Þar sem ekið er yfir Jökulsá,
tekur Hróarstunga við. Úr Tung-
unni er slórkostleg og falleg út-
sýn til f jallanna, sem skilja Hér-
aðið frá Austfjörðum. Var nú
siðla kvelds og aftanroði yfir
Dyrfjöllum Kjarvals og Beina-
geitafjalli, sem Ásgrímur hefir
gert fagrar myndir af. Og svo
voru öll hin f jöllin, sem eg kann
ekki að nefna. Fannst mér sem
eg hefði varla fegurri fjallasýn
séð en úr Tungunni þetta kvöld.
Þar sem Hróarstunga endar taka
Fellin við. Er það réttnefni á
þeirri sveit, því þar er fell við
fell, vestan við Lagarfljótið.
I einu fellinu er Grimstorfa,
all fyrirferðarmikil skógartorfa,
girt af náttúrunnar höndum.
Þangað komast kindur ekki
og menn aðeins eftir tæpu ein-
stígi og er hún þannig sjálffrið-
uð. Þarna faldi sig fyrrum
Grímur Droplaugarson, eftir
að hafa komið hefndum fram.
Því ber torfan nafn hans. í þús-
und ár hefir björkin átt heim-
kynni sín á þessum hamrastalli,
óáreitt af fé og að mestu leyti
af f ólki.
Eitt, sem éinnig hefir lifað á
Héraði i þúsund ár, er orðið
buski. Er það sama og danska
orðið Busk, sem þýðir runni. Á
Héraði tala menn um skógar-
buska og birkibuska. Að hverfa
eitthvað „út i buskann" þýðir
því að hverfa inn i skóginn —
runnana, en ekki út í bláinn, eins
og sumir halda. Og „eldabuska"
mundi þá mega þýða, sú sem
kyndir, setur buska i eld. Var-
lega skyldi fara í að dæma allt
það í íslenzku, sem líkist dönsk-
unni, dönskuslettur. Þeir „ís-
lenzkumenn", sem það gera, at-
huga oft ekki hve málin eru
skyld og að sum norræn orð lifa
í hinum Norðurlandamálunum,
sem fallið hafa niður hér.
Svo er komið að Lagarfljóti,
að brúnni, sem var einhver
fyrsta stórbrúin, sem byggð var
á landi hér eftir aldamótin og
enn er hún stæðileg. Þá er
skammt að Egilsstöðum á Völl-
um, einu mesta stórbýli á Hér-
aði. Þar er einn aðalviðkomu-
staðurinn, hjá Sveini bónda. Er
tvíbýli þar og bæði býlin stór
og byggingar miklar fyrir fólk
og fénað. Þar er etinn kvöldverð-
ur, síðan heldur billinn áfram til
Seyðisfjarðar. Er það löng leið
að aka á einum degi, frá Akur-
eyri og þangað.
En við verðum eftir á Egils-
stöðum. Nœsta morgun skoðum
við umhverfi Egilsstaða. Af
hæðunum er fagurt að líta yfir
Lagarfljót. Skógi vaxnir ásar
austan við bæinn. Egilsstaða-
skógur nær yfir mikla viðáttu.
Enda er þetta mesta skógarhér-
að landsins, sem við erum kom-
in í. Á Egilsstöðum eru mikil
tún og mikil nýrækt. Birkifræ
fýkur úr skóginum í fram-
ræsluskurðina og spírar á börm-
unum. Mátti þar viða sjá álit-
legar, fallegar birkiplöntur,
vaxnar upp sem nokkurskonar
„illgresi". Björkin er ágeng og
leggur fljótt landið undir sig,
fái hún að ráða.
Jökulnúnar klappir standa
víða upp úr túninu, spor frá is-
öldum, yfir Lagarfljót sér inn á
Snæfell fyrir botni Fljótsdals-
ins. Sunnan við húsin eru stórir
og myndarlegir trjá- og blóma-
garðar, sem gefa Egilsstöðum
myndarlegan og f agran svip.
En ferðinni var heitið að Hall-
ormsstað. Vellirnir teygja sig
langt inn með Lagarfljóti, þar
sem þeir enda taka Skógar við.
Vellirnir eru vinaleg sveit, en
lítið er þar um skógargróður
nálægt bæjum. Ég hafði áður
komið að Hallormsstað um há-
vetur. Reið í kaldranalegu veðri
frá Ketilsstöðum þangað. Þegar
í skóginn kom, var hlýtt og nota-
legt, þar næddi ekki, því skóg-
urinn mildar lof tslagið, þar sem
nóg er af honum. Ég varð þá að
hugsa mér hvernig þar væri um
hásumar, en verð að játa, að
veruleikinn tók öllum vonum
mínum fram. Á Hallormsstað
fær maður glögga hugmynd um
hvað Island hefir misst, við að
skógunum var eytt og um hve
þýðingarmikið það væri að
koma þeim til aftur. En það er
hægara að afklæða en að klæða
landið á ný. Á Héraði má sjá
glögg merki þess hve máttug
friðun lands er og hvað manns-
höndin hefir og getur gert til að
hjálpa náttúrunni.
Á Hallormsstað er húsmæðra-
skóli, sem frú Sigrún Pál&dóttir
Blöndal veitir forstöðu. Þar er