Vísir Sunnudagsblað - 09.11.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 09.11.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ítolsk gamansaga frá 15. öld Sagan af Eftir Antonio Manetti tréikeranum Gra§§o Sunnudagskvöld nokkurt ár- ið 1409 hittust nokkurir ungir Flórenz-húar i húsi vinar þeirra, Tomasso de’ Pecori, eins og þeir iðulega gerðu, til þess að neyta kvöldmáltíðar og rahha saman sér til skemmtunar. Tomasso þessi var góðlyndur og naut virðingar almennings. Var hann gestrisinn og ræðinn. og undir eins að máltíð lokinni settust menn við arineldinn og tóku til að ræða góðlátlega um daginn og veginn, eins og geng- ur í slíkum félagsskap, og gekk svo um hríð, unz einn gestanna leit í lcringum sig og sagði: „Hvernig skyldi standa á þvi, að Manetto Ammanatini er ekki hér staddur “ Nú er þess að gela, að Man- etto var tréskeri að iðn og hafði hann vinnustofu á Piazza San Giovanni, þar sem hann hjó til ýmiskonar útskorna muni úr harðviði. Var hann álitinn slyngur í iðninni, prúðmenni og viðfeldinn i framkomu, og var, er þessi saga gerðist, um 28 ára að aldri. -Nú er þess að geta, að hann var all-feitlaginn og sæl- legur, og þess vegna var hann kallaður Grasso, eða hinn gild- vaxni, og var hann af öllum er þekktu hann, talinn svo góð- lyndur og gæfur í skapi, að hann ætti fáa sína lika, þótt víða væri leitað, og alltaf gerði hann sitt til þess að koma öllum í gott skap, ef menn gerðu sér eitt- hvað til dægrastyttingar. En i þetta skipti, hvort sem það nú var af ásettu ráði, eða dutlung- um var um að kenna, lét hinn hugvitssami tréskeri ekki sjá sig í hópi vina sinna, og vegna fjgrveru hans var ekki sama kæti á ferðum og vanalega, á kvöldstundum slíkum sem þessum. Var nú um þetta rætt fram og áftur góða stund, en menn kom- ust ekki að neinni niðurstöðu um, hver vera mundi orsök þess, að Grasso kom ekki. Og dálít- illar gremju varð vart yfir því, að hann hafði engin boð sent um, að hann gæti ekki komið. Loks tók sá, er fyrstur hafði hreyft því, að Grasso væri fjar- verandi, svo til máls: „Væri 'ekki maklegt að gera honum dálítinn grikk, til þess að kenna honum að hegða sér kurteislega framvegis?“ „Því ekki það,“ sagði einn hinna, „en hvaða grikk getum við gert honum — nema náð okkur niðri á honum með því að fá hann til að bjóða okkur öllum til miðdegisverðar?“ Einn í liópnum, Philip Brun- ellesco, var kunnugur Grasso. og öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, og lagði hann litt til málanna í fyrstu, en lmgsaði hvað hyggilegast væri að gera. Þegar Philip nú hafði brotið heilann um þetta stundarkorn, en hann var maður slóttugur, sagði hann: „Mér er það ljóst orðið, félag- ar góðir, hversu við gætum leik- ið á hann og komið fram hefnd- um á kostulegan hátt, en hitt er annað mál, livort nlér er brellni svo ofarlega í hug, að láta uppskátt hvað eg gæti lagt til. En við gætum leikið á liann með þeim hætti, að okkur mælti skemmtuu að verða upp frá þessu.“ En nú var Philip orðinn svo hrifinn af því, sem'honum hafði dottið í hug, að hann hélt áfram og lét uppskátt hvað fyrir hon- um vakti. „Eg efast ekki um,“ sagði hann, „að við gætum talið hon- um trú um, að hann væri allt annar maður en hann í raun og veru er.“ „Nei, nei,“ hrópuðu hinir, „þetta nær ekki nokkuri átt.“ „Hvers vegna ekki?“, hélt Philip áfram, „nú skal eg skýra málið fyrir ykkur.“ Og það gerði hann af svo miklum slóttugheitum, að þeir komu sér allir saman um, að hjálpa honum til þess að telja Grasso trú um, að hann væri Matteo, einn í hópnum. Kvöldið næsta var valið til þess, að sannfæra Grasso um það, að hann væri Matteo. Phil- ip, sem var nánasti vinur Grasso, var til þess kjörinn að fara í smiðju hans, um það leyti. sem hann vanalega hætti störfum, og ræða' við hann. Þegar Pliilip hafði rætt við Grasso um hríð, eins og ráðgert hafði verið, kom litill dreng- snáði á harða hlaupum, og spurðí hvort signor Brunell- esco værí þar staddur. Philip kvað svo vera og spurði hvað iiann vildi sér. „Ó, signor,“ sagði drengur- inn, „þér verðið að koma þegar í stað, því að móðir yðar varð. fyrir slysi, og lienni er vart líf hugað, þér verðið að koma taf- arlaust.“ Philip lézt verða mjög á- hyggjufullur og óttasleginn og lék sitt hlutverk svo vel, að Grasso grunaði liann ekki um græsku. „Guð varðveiti okkur,“ sagði Pliilip og fór af stað skyndilega og kvaddi Grasso, sem sagðist skyldu fara með honum, ef hann gæti orðið honum að liði, því að vissulega væri nú stund samúðarinnar, en Philip þakk- aði honum og sagði: „Nei, ekki nú, en þurfi eg ó þér að halda mun eg þegar í stað gera boð eftir þér.“ Philip lagði nú af stað og vissi Grasso ekki annað en að hann ætlaði heim til sín, en þegai’ Philip var kominn fyrir næsta horn, gekk hann til húss Grasso, sem stóð gegnt Santa Preparata, tók útidyralásinn, án þess að vera neitt að tvínóna við það, gekk inn og festi lásinn að innanverðu og læsti húsinu, svo að enginn gæti komist inn. Nú var svo ástatt, að móðir Grasso hafði fyrir nokkurUm dögum farið til Polerossa, sem var staður uppi í sveit í nokk- urri fjarlægð, og fór hún þang- að til þess að þvo léréft sín, og annara erinda, og var búist við henni heim þá og þegar, og var Philip þetta kunnugt. Þegar Grasso hafði lokað vinnustofu sinni rölti hann í hægðum sínum yfir torgið og hugsaði um Philip vin sinn af mikilli samúð, vegna slyss þess, sem móðir hans hafði orðið fyrir. Var Grasso alllengi á rölti sínu og var svo niðursokkinn i hugsanir sínar, að hann áttaði sig ekki á þvi fyrr en eftir góða stund, að svo áliðið var orðið, að Philip mundi ekki gera nein boð eftir honum þá um kvöld- ið. Lagði hann því leið sína til húss sins og vakli það furðu hans, ei’ hann kom að húsdyr- unum, að hann gat ekki opnað þær eins og .vanalega. Þegar hann hafði gert nokkurar ár- angurslausar tilraunir ályktaði hann, að þær myndu vera laest- ar að innanverðu, og barði hann nú að dyrum allhart og kallaði: „Opnið dyrnar!“ Hugsaði hann, að móðir hans þefði komið heijn og einþyerra ástæðna vegna lokað dyrunum að innanverðu. Og loks var svarað með röddu, sem var fui'ðulega lík röddu Grasso sjálfs, en Philip var hermikráka mesta: „Hver er þar?“ Grasso varð bilt við og svar- aði: „Það er eg, hleyptu mér inn.“ „Nei,“ var svarað, „og eg bið þig þess, Matteo, að þú farir þína leið, því að eg hefi áhyggj- ur mildar og stórar, vegna eins vinar míns, því að er eg fyrir skammri stundu var að tala við Philip i vinnustofu minni kom drengur hlaupandi með þau skilaboð, að ‘móðir lians væri að gefa upp öndina. Kenni eg sárt í brjósti um hann.“ Sagði Philip allt þetta eins og hann væri Grasso að tala við Matteo, en því næst — eins og hann liefði snúið sér að móður Grasso, sagði hann: „Æ, elsku mamma, er ekki kvöldmaturinn til? Þú hefðir átt að lcoma fyrir einum eða tveimur dögum — og þú komst ekki fyrr en dimmt var orðið.“ Qg hann liélt áfram að nöldra, eins og Grasso átti til að gera í heimahúsum. Undrun Grasso hafði enn vaxið og sagði hann nú við sjálfan sig: „Röddin er furðulega lik minni eigin rödd? Hvernig get- ur staðið á þessu? Hver getur það verið, sem er þarna uppi? Hann segir, að Philip hafi verið staddur i vinnustofunni, er honum barst fregn um, að móð- ir hans hefði slasast -— og nú er hann að karpa við móður sína — eða Giovanna móður mína, eg veit ekki'hvora. Er eg genginn af vitinu — eða hvern- ig getur á þessu staðið?“ Þvi næst gekk hann niður tröppurnar, en kallaði enn einu sinni, og bað um, að dyrunum væri lokið upp, en í þessu fór einn vina hans fram hjá — svo sem ráðgert hafði verið af bragðarefunum og hét sá Donatello, og var myndhöggv- ari. Kallaði hann til Grasso: „Góða nótt, Matteo, góða nótt, eg ætla að finna vin þinn Grasso, sem mun vera nýkom- inn heim.“ Þegar Donatello kallaði liann Matleo varð Grasso svo ruglað- ur, að hann vissi ekki þegar i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.