Vísir Sunnudagsblað - 09.11.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 09.11.1941, Blaðsíða 6
6 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ „Jæja,“ sögðu bræðurnir, „við ætlum að tala við hann þegar í stað og sem.ja við hann um greiðslu skuldarinnar.“ Því næst fóru þeir inn í fang- elsið og spurðu mann nokkurn, hvort Matteo nokkur væri þar nærstaddur, og báðu liann að skila til hans, að tveir bræðra hans væri komnir, til þess að leysa hann út, og vildi þeir hafa tal af honum. Grasso kom bráð- lega að grindarhliði fangelsins og eldri bróðirinn sagði við hann: : í r-*i$ „Ó, Matteo, hafa allar ráð- leggingar okkar þannig að engu gagni komið? Hversu oft höfð- um við ekki aðvarað þig — og hver er árangurinn? Þú hefir sokkið dýpra og dýpra i skulda- fenið, en vegna eyðslusemi þinnar greiðir þú engum neitt. Þú spilar fjárhættuspil og hefir þess vegna alcfrei skilding handa milli, sem raunverulega ér þín eign. Þannig liefir þetta til geng- ið og nú sker þú upp, sem þú hefir sáð. Finnst þér ekki, að við höfum þegar orðið fyrir nógu miklum erfiðleikum og raunum þín vegna, án þess að bæta þar við? Viljum, við taka skýrt fram, að ef ekki væri með tilliti til heiðurs okkar sjálfra, og þess, að móðir okkar hefir áhvggjur þungar og stórar, mundum við skilja þig hér eftir, svo að þú gætir tekið út hegning- una fyrir glópsku þína — og orðið hyggnari í framtíðinni. En við höfum nú komið okkur saman um, að prófa þig enn einu sinni, og munum við því greiða skuldina. Jafnframt að- vörum við þig: Ef þér verður hið sama á enn einu sinni, skaltu fá að sigla þinn sjó fram- vegis, án þess að við komum }iér til hjálpar, er þú siglir í strand. Vertu því tilbúinn. Við komum að bænastund lokinni, þegar fátt fólk er á ferli, því að ekki er það nein skemmtun, að sjást í fylgd með þér, er þú hefir orð- ið valdur að slíku reginhneyksli sem þessu.“ Grasso var hinn auðmjúkasti þrátt fyrir ávitunarorðin og lof- aði bót og betrun og kvaðst hann aldrei mundu valda slíku hneyksli framar. Að lokum bað hann þá um, að vera stundvísa. Sögðust þeir mundu korna á til- skildum tima og fóru svo sína leið. Gi-asso gaf sig nú aftur á tal við dómarann og sagði: „Þetta er að vísu furðulegt. Bræður Matteo hafa komið á fund minn og lýst yfir því, að þeir mundu leysa mig út í kvöld. En mér er það ráðgáta, hvert þeir fara með mig. Frá- leitt munu þeir fara með mig til liúss míns, þvi að ef Grasso býr þar, hvað get eg þá sagt? Hann mun halda mig vitskertan. Er eg viss um, að liann lilýtur að vera þar, því að ella hefði móð- ir mín verið búin að tilkynna hvarf mitt, en nú mun hún ætla mig heima.“ „Farðu þá ekki heim,“, sagði dómarinn, „heldur með bræðr- um þinum — eg á við þá, sem komu — hvert sem þeim þókn- ast að fara með þig.“ Grasso og dómarinn ræddu saman unz bræðurnir komu og kváðust hafa komið öllu i kring. Fangavörðurinn kom inn og kallaði: „Hver ykkar er Matteo?“ Grasso gekk þá fram fyrir hann, þar sem hann stóð með lyklakippu sina í liendinni, og kvaðst vera Matteo. Fangavörðurinn horfði á hann stranglega og sagði svo: „Bræður yðar hafa greitt skukl yðar og eruð þér nú frjáls að fara hvert á land sem, vill.“ Hleypti hann þar næst Grasso út og bræðrunum. Þeir áttu heima í Santa Felicita, nalægt San Giorgo, og ]>egar þeir komu lieim, leiddu þeir Grasso inn í herbergi á neðstu hæð hússins og báðu hann að lialda þar kyrru fyrir til kveldverðartíma. Hafði verið lagður þar dúkur á horð og eldur logaði þar á arni. Annar bræðranna fór nú á fund prests, sem þeir þekktu í Santa Felicita, og kvaðst vera kominn að leita ráða hjá hon- um, svo sem títt væri milli góðra nábúa. „Svo er mál með vexti,“ sagði hann, „að við erum þrir bræð- urnir og heitir sá þriðji Matteo, og var hann handtekinn i gær fyrir vangoldna skuld. Hefir |>etta haft }>au áhrif á hann, að hann hefir nærri alveg tapað sér, eins og kallað er, og kem- ur það einkanlega fram á þann hátt, að hann hefir fengið þá flugu í kollinn, að liann sé tré- skeri, að nafni Grasso, sem hefir smiðju í Santa Reparata. Virð- ist ógerlegt með öllu að koma honum í skilning um, að þetta sé firra mesta. Við höfum leyst hann úr fangelsi og farið heim með hann, og heldur hann nú kvrru fyrir í heybergi sínu, þvi að ógiarnan viljum við, að hann opinberi öllum hversu ástatt er fvrir honum. Verði þetta kunn- ugt mun það ávallt Ioða við liann — enda þótt fyrir lion- um ætti að liggja að verða heimsins vitrasti maður. Þetta mun yður mæta vel Ijóst og þess vegna hefi eg komið á yðar fund, til þess að biðja yður að koma með mér og reyna hvort unnt sé, með hógværum fortöl- uin, að koma honum á réttan kjöl. Munum vér ávallt verða yður þakklátir fyrir aðstoð yð- ar.“ Hinn góði prestur tók þessari málaleitun hið bezta og var sannfærður um, ef hann ræddi við jnanninn, að hann mundi detta niður á eitthvað til þess að losa hann við firruna. Lögðu þeir af stað sainstundis, og ]>eg- ar er þeir voru komnir til húss bræðranna, var Grasso kynntur prestinum. „Gott kvöld, Matteo,“ sagði presturinn. „Gott kvöld, faðir“, sagði Grasso, „að liverjum leitið þér?“ „Eg kom til þess að rabba dálítið við yður“, sagði prest- urinn og settist. „Setjist nú hérna hjá mér, Matteo, og eg ætla að segja yð- ur hvað mér er í hug. Það hefir orðið mér hið mesta áhyggju- efni, að frétta um handtöku yð- ar — einkanlega þar sem þér hafið tekið þetta svo nærri yð- ur, að við hefir legið að þér misstuð vitið. Meðal annars segja þeir mér, að þér hafið fengið þá flugu í kollinn, að þér séuð tréskeri að nafni Grasso, sem hefir smiðju í Santa Re- parata. Nú, ef þella er svo, verð- ið þér að átta yður á, að þér megið ekki með nokkuru móti láta það smávægilega mótlæti, sem þér hafið orðið fyrir, hafa þessi áhrif á yður. Vil eg því leggja fast að yður, að uppræta þessa vitleysu úr huga yðar og fara að stunda iðju yðar eins og aðrir góðir og dugandi menn. Með þvi munuð þér gleðja mig og bræður yðar, og ekkert get- ið þér siálfum yður gert, því að, ef fólk fer að gruna hvernig i öllu liggur, munu menn álíta yður brjálaðan héðan í frá. Varpið þvi öllum þessum fá- ránlegu hugmyndum fyrir borð og takið eins og karlmenni byrð- ar lífsins yður á herðar.“ Grasso tók hinum skörulegu og vel meintu orðum prests vel og kvaðst mundu fara að ráðum hans, þar sem hann vissi, að hann vildi honum allt hið bezta, mundi hann ekki ala neinar hugsanir um það framar, að hann væri Grasso, þvi að það lægí i augum uppí, að það væri hann ekki. En það væri hó eitt, sem hann einkanlesa óskaði eft- ir. og það væri að bafa tnl af Grasso, til þess að geta náð fullri hugarró. „Nú, það er þá svona,“ sagði presturinn, „þér eruð enn með þessa flugu í kollinum. Hvers vegna viljið þér tala við Grasso? Það hefði ekkert gott i för með sér, en mundi gera lýðum ljósa firru yðar.“ Ræddi presturinn þetta lengi og féllst Grasso á, að það væri mesta vitleysa af sér, að halda þessu til streitu. Skildi svo prest- urinn við hann og sagði bræðr- ununi hversu komið var og fór svo til embættisverka í kirkju sinni. Þegar presturinn var lijá Grasso, hafði Filip Brunellesco komið með drykk nokkurn til bræðranna. Fékk hann öðrum þeirra drykkinn og sagði: „Gætið }>ess, að gefa honum drykk þennan með kvöldmatn- um. Mun hann sofna svo fast„ að þið munduð geta borið hann sex klukkustundir samfleytt, án þess að hann hefði hugmynd um það. Mun eg svo koma síðar í kvöld og munum við ræða okkur til skemmtunar loka}>átt gam,anleiksins.“ Bræðurnir settust nú að mat- borði með Grasso og tókst þeim að fá hann til þess að drekka vínið, sem Filip kom með, án ]>ess liann grunaði neitt. Að kveldverði loknum settist Grasso við eldinn og sótti brátt svefn á hann. Sagði þá annar bræðranna, en þeim var báðum mjög skemmt: „Hvernig stendur á þessu, Matteo, þig sækir fast svefn, að því ér virðist!“ „Það er satt,“ sagði Grasso, „eg hefi aldrei verið eins syfj- aður, það eg man. Mér líður illa. Æ, lofið mér að fara að liátta.“ Hann lcomst með erfiðismun- um að rúmi sínu og geklc hon- um illa að afklæðast, en undir eins og hann lagðist út af stein- sofnaði hann og hraut svo-hátt,, að heyrðist um allt h-úsið. Nú kom Filip og félagar hans„ sem þátt höfðu tekið í samsær- inu, og er þeir sáu að Grasso var steinsofandi, tóku þeir hann og ldæddu, án }>ess hann vakn- aði, og lögðu hann á börur. Þvi næst báru þeir hann til húss hans. Þar var enginn heima, þvi að móðir Grasse var enn ókom- in. Lögðu þeir Grasso i rúm hans og skildu við allt eins og það vai'. Þar næst tóku þeir lyk- ilinn að smiðju Grasso, fóru þangað og færðu allt úr stað, hnifa, hamra, hefla og annað, sem Grasso notaði við iðju sma, og skildu þannig við smiðju hans, að engu var líkara en tutt- ugu púkar hefðu leikið þar laus- um liala heila nótt og lagt sig fram um að skilja allt eftir í sem

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.