Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Page 1
1941 46. blað Sunnudaginn 16. nóvember var ne^ddur fyrir Þjoðrerja. Éil að viiBiia Móðir mín var svípt matarskammti sínum. Georges Gentilhomme, sent segir hér frá vist sinni í nauðungar- vinnu hjá Þjóðverjum, komst undan til Englands og átti þá John Macadam, blaðamaður hjá Daily Express, tal við hann. — Georges vann áður í bílaverksmiðju í Billancourt og lifði fá- brotnu lífi með móður sinni. Þau voru ekki rík, en þau voru ánægð með sinn hlut. Svo komu Þjóðverjar. Þeir eyðilögðu líf hans, hnepptu hann í þrældóm, en um afdrif móður sinnar veit hann ekkert. En hann þekkir aðferðir þeirra, þvi hann var neyddur til að starfa fyrir þá til þess að forða móður sinni frá hungri. SpyrjiS mig ekki, hvernig eg hafi komizt liingað. Margir landa minna eru á leiðinni og Þjóðverja langar lil að lcomast að því, hvernig þeir fari að því. Voruð þér ekki í París rétt áður en Þjóðverjarnir brutust i gegn? Þá munuð þér þekkja til staðhiátta þar. Eg var útlærður vélsmiður lijá Renault-verksmiðjunum fyrir utan borgina og þess vegna var eg ekki kallaður til vopna með árgangi mínum. En eg hafði ekki mikið fé handa á milli, því að móðir mín var orð- in fjörgömul og gat aldrei á heilli sér lekið. Eg varð að verja allmiklu fé til læknishjálpar lianda henni. Þegar við heyrðum svo i sprengjunum og fallbyssunum fyrir utan borgina aðfaranótt þ. 14. júní, hafði eg enga bifreið og litla peninga. Móðir mín gat ekki ferðast nema í bíl, svo að við gátum ekki gert annað en verið um kyrrt. Næsla sunnud. voru Þjóðverj- ar um alla borgina. Verksmiðj- urnar voru lokaðar, þvi að yfir- menn þeirra voru flúnir suður í land. Við urðum eftir innan um Þjóðverjana. Atvinnulaus og svangur. Er vikur liðu fór hungrið að sverfa að okkur. Nokkrir opin- berir embætlismenn, prestar og skólastjórar, komu áfóthjólpar- stöðvum og atvinnuráðningar- stofum i kirkjum og skólum. Þar tókst mér endrum og eins að fá disk af kjötstöppu handa mér og móður minni. En eg gal ekki fengið vinnu. Á hverjum degi ráfaði eg um fyrir framan litla skólann í nógrenni heimilis míns og reyndi að fá mér vinnu. Morgun einn, er eg fór þang- að eins og venjulega, stóðu tveir Þjóðverjar við dyrnar og töluðu við hóp félaga minna. Þeir voru ' í brúnum einkennisbúningum og á höfðinu höfðu þeir Ijótar húfur með löngum skyggnum. Mig grunaði ekki þá hversu kunnugur eg átti síðar að verða einkennisbúningum vinnufylk- iugarinnar þýzku. „Hver eruð þér?“ spurði ann- ar þeirra mig. „Vélsmiður í Renault-bíla- verksmiðjunum í Billancourt.“ Hann brosti smeðjulega. „Vélsmiður? Og atvinnulaus? En hvað það er einkennilegt. Enginn vélsmiður þarf að vera atvinnulaus. I Þýzkal. greiðum við vélsmiðum há laun. Og þeir fá þar að auki góðan mat að borða, alveg eins og. þeir væri sjólfir Þjóðverjar. Viljið þér fara þangað?“ „Nei.“ Hann brosti og sagði: „Eklci núna, kannske, en seinna, hm.“ Eg gekk á brott og hugsaði ekki meira um þetta. Þessir vinnufylkingarmenn voru á hverju strái. Umboðsmenn Jiennar breyttu verzlunum t skrifstofur liana sér. Þeir töl- uðu í sífellu í útvarp. Þeir skrif- uðu greinar í blöðin. Það var alllaf sama viðkvæðið: Frönsku verkamenn — farið til Þýzka- lands og berjist gegn hinurn sameiginlega fjandmanni vor- um, Bretlandi. I Gildran egnd. ■ Þetta var notað til þess að hafa áhrif á okkur: Laun fag- lærðra verkamanna áttu að vera 60 mörk á viku. Það er állmikið fé, þegar þess er gætt, að Þjóð- verjar ákváðu að 20 frankar skyldu vera i markinU. Maður, sem ynni sömu slörf og eg, átti að mega senda 100 mörk mán- aðarlega heim. Það voru 2000 frankar á mánuði. Hvílíkur munur á því og styrknum, sem ríkisstjórnin hafði innleitt í París og nam að- eins 600 frönkum mánaðarlega fyrir hjón. Móðir mín fékk að- eins 200 franka mánaðarlega. Og ekki vár allt búið með þessu. Okkur var sagt, að er- lendir verkamenn, sem færi til Þýzkalands meðþessum skilmál- um, mundu fá tíu daga frí eftir þriggja mánaða vel unnin störf og Þýzkaland mundi greiða far- gjaldið til heimila þeirra að hálfu leyti. Þetta voru augljósar mútur og það var auðséð, að Þjóðverj- ar hefði ekki eins miklum mannafla ó að skipa og við höfð- um haldið. Vinnufylkingarmað- urinn, sem liafði aðsetur sitt í litla skólanum okkar, dró enga dul á hvað þeir vildu. „Við viljum ekki neyða menn til að vinna i Þýzkalandi,“ sagði hann. „Við viljum fá ánægða og heilbrigða verkamenn — þvi að við viljum fá góða verkamenn. Hvað gott hefðum við af þvi að flytja inn eintóma skemmdar- verkamenn?“ Eg fór heim til þess að hug- leiða málið. Þegar heim kom var móðir mín heldur fölleitari en venjulega. Hún hélt á bréf- miða i hendinni. „George,“ sagði hún, „hefir nokkuð komið fyrir þig? Tveir þessara brún- klæddu manna, sem þú hefir verið að tala um, komu þingað. Á þessu blaði stendur, að við fóum engan matarskammt meira. Þeir tóku skömmtunar- seðlana frá okkur.“ Þeir höfðu það þá svona! Eg kyssti móður mína í snatri og hljóp öskúvondur til skólans, þar sem brúnklæddu mennirnir voru. Eg sá móður mína aldrei " framar. Eg var bæði reiður yfir með- ferðinni á okkur og liræddur um að eg gæti elcki fengið því ranglæti breytt, nema með þvi að fara til vinnu í Þýzkalandi. Þetta var algeng þýzk aðfei'ð. 1. í þrældóm. Þröng manna var fyrir fram- an skólann og inni i miðjum hópnum stóðu mennirnir tveir frá vinnufylkingunni. Þeir voru girtir skafnmbyssubeltum. „Þið höfðuð tækifæri til að taka til- boði okkar,“ sagði sá, er hafði orð fyrir þeim. „Þýzkaland bauð ykkur góða borgun fyrir að gerast sjálfboðaliðar til vinnu þar. Félagar ykkar úr öðrum verksmiðjum um allt Frakk- land hafa tekið þessu tilboði fegins hendi og eru þegar á leið til vinnustaða sinna.“ Eg vissi ekki j)á, að þetta voru ósannindi. „Já,“ sagði vinnufylkingar- maðurinn, „þeir vinna nú fyrir góðum launum, í stað þess að væla eins og lcrakkar um skömmtunai'seðla.“ Skyndilega stakk liann hend- inni í brjóstvasann og dró upp flautu. Hann blés hátt í liana og jafnskjótt kom bíll fyrir horn- ið á húsinu. Það var stór vöru- bíll, af þeirri gerð, sem notuð er við flutning hermanna. Hann nam staðar fyrir framan skól- ann. Vinnufylkingarmennirnir

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.