Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Loftur Guðmundsson: Sæl vertu Gunna mín — — En hefurðu frétt þarna um Hólsstrákinn, — sá var þó heppinn .. . Happdrættið, manneskja. — Fimm þúsund kringlóttar bara. Sá ætti ekki að þurfa að þiggja eða leita upp á hreppinn..... Jú, — þökk fyrir, smálögg nú verð ég að fara að fara. Og mannstu’ ’ana Dísu, sem fluttist nú fyrra o’ní bæinn .... Það fæddist nú hjá ’enni á jólunum tólf marka drengur. Og svo þarna dansinn í samkomuhúsinu um daginn .... Ég segi nú bara ekki neitt, þegar yfir mig gengur. Hún skrapp til mín snöggvast í gærdag, ’ún Guðbjörg á Hala . ... Og Gíslína Jóns hafði verið þar rétt fyrir stundu. En Gíslína hafði þá hitt ’ana Þuru frá Bala, og hún frétti þetta hjá stelpunni sinni, ’enni Mundu. Ég marka nú lítið, Jjvað þessi eða hin er að þvaðra, Og það veit sá eini, ég hlusta ekki á kjaftæðissögur .... En stelpan hún Munda. — Hún talar ekki illa um aðra, svo allt er það satt, þó að lýsingin sé ekki fögur. Sæl vertu Gunna mín. — Gott er nú veðrið, — o-jæja. Góða ég skrapp Mngað rétt til að sjá þig í framan. Það er nú ekki sem ég bregð mér til annarra bæja. Og, blessuð mín, — krakkarnir leyfa ekki þess háttar gaman. Ég skrapp út að Tóftum, — og til þín í leiðinni brá mér. Tobbi minn fór inn með brekkum að vitja um hesta. Jú, — takk fyrir smásopa, ef heitt er á könnunni hjá þér... En hreint enga fyrirhöfn mín vegna, — elskan mín bezta. Það hringsnérist þarna í hálfmyrkri nóttina alla, .... hálffullt af landa, — og stelpurnar voru ekki betri. Og sumt var að flækjast í laumi út um hlöður og hjalla .... Ég hugsa að þær dansi ekki sumar á komandi vetri. Hún nefndi enga sérstaka .... en aumingja Anna frá Bergi var eitthvað .... ja, Munda hún vildi sem minnst þar um segja. En tímunum saman, þá sást hún í dansinum hvergi og Sveinn ekki heldur, — en elskan, þú verður að þegja .... Fréttir, — uss, góða mín. — Svoddan ég hreint ekki heyri. Heldurðu ’ann Tobbi minn frétti hjá bykkjunum sínum. Já. — Það gengur svona, — og þær myndu líkast til fleiri, sem þætti engin hátíð að rorra í sporunum mínum. Svo er þessi útvarpsskömm annaðhvort aldrei í lagi, eða hún blaðrar um stríð, þarna í Japan og Kína .... Ja .... hvern skyldi fýsa eftir fróðleik af þvílíku tagi, og frétta svo ekkert um nágranna og kunningja sína. Þó veit ég það sosum, að alltaf er sitthvað á sveimi. Og sumt af því logið. — Já, þannig er veröldin, Gunna. Og sælastir fara þeir auðvitað héðan úr heimi, sem hlusta ekki á slúður og varfærni tUngúnnar kunna. Og það veit sá aleini, —• þó að ég sjálf frá því segi, og ég sé ekki fær um að dómsetja náungans lesti. Að óhrædd ég kannast við orð mín á síðasta degi, þó annað mér dæmist til syndar og gallana ci bresti. Já, — tarna er þó kaffi^ sem hreint mætti höfðingjum bjóða. Hvernig í skrambanum geturðu náð þessu bragði .... Það má nú segja, að þú kannt að laga það, góða. Þetta er sjálf freistingin, eins og Jón meistari sagði. Já, — þó það nú væri að ég tæki við ögn í hann aftur.............. Örlítinn dropa .... nei, góða mín, — helzt ekki meira .... Og hvað sem þeir bulla þeir lærðu, — í kaffinu er kraftur, sem kyndir upp líkamann, sálina, hjartað og fleira .... Ja .... ekki er það gott með þá huppóttu hjá þeim á Skarði .... Heldurðu ’ún sé ekki kálflaus og geld eins og rotta. En þesskonar óheppni er alls ekki meira en mig varði .... Hún er ekki skilin við kynið þar, fjandinn hún Skotta. Og einhverjir sögðu um samkomulag þeirra hjóna, að svo gæti farið, að þar tæki nokkuð að breytast. Það er nú til svona, að tveim má ei trúlega þjóna........ En Tóta er svo glaðvær, — og húsbóndinn farinn að þreytast. Hún á það ekki að mér, hún Sigga mín, sálin sú arna, að sé ég að varpa að henni eða börnunum steini.......... Þó Anna sér leiki við eldslogann víðar en þarna er óskandi að gáleysið verði ’enni hvergi að meini. Og hvert skyldi barninu bregða, — þó Bjarni sé stilltur. Blessuð, þú manst hvað var spjallað um Siggu og Valda . . . . Það rættist á henni, að oft verður unglingur villtur .... ofsíðla hygginn, — og barnið má hrösunar gjalda. En finnst þér ei hörmung, að hugsa sér ungdóminn núna. . .. Og hvar skyldi fólkið með þessari spillingu lenda. . . . Það slarkar um nætur, og talar af gáleysi um trúna. Sá tími er í nálægð, að veröldin hljóti sinn enda. Að dansa og skoppa og truntast og tryppast þær kunna. . . . en tekið í sokkprjón . . . nei, — þá verður kunnáttan minni. Það var soldið annað í ungdæmi hjá okkur, Gunna. Þá unnust-ei verkin af hýi og máluðu skinni........ En hvað er ég annars að hugsa ... Ég sit hér og spjalla . . _ Ég hefi víst gleymt því, að tíminn og dagurinn líður. Og svo hef ég lofað að líta sem snöggvast að Hjalla og líka til Jóhönnu á Gili ... og maturinn bíður . . . Já, — svona er það . . . vertu nú margblessuð, Gunna mín góða . . . já . .. — koss — þakklætið verður að nægja ... — koss — og guð launi kaffið og lang helzt af öllunt —• koss — ég að vildi eiga þig koss góða ... — koss — Elskan mín ... = koss — yertu nú ... !— koss — margble^suð koss — margblessuð, — koss — jæja <•

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.