Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 5
VlSIR S U NN UDAGSBLAÐ 5 Konungshöllin í Briissél. Axel Thorsteinson: Hermannalíf I Briiisel, liöfaðborg1 Belgfíu. Við höldum áfram göngu okkar, Hlick og eg, um stein- lögð stræti höfuðborgar Belgíu. Atburðurinn, sem gerðist í hlið- argötunni, er enn ofarlega í hug- anum — liugum okkar — og vafalaust flestra þeirra, sem á vettvang komu. En slík ,ævin- týr“ sem götuævintýri þetta gerast daglega í stórborgunum á styrjaldartímum. Þau draga að sér athygli manna í svip — svo ypta menn öxlum, halda leiðar sinnar, alltaf blasir eitl- livað nýtt við augum, sem leiðir að sér athyglina, hugir manna fylgja ekki liinni umkomulausu stúlku, sem komin er á glap- stigu, og pilli hennar, nema stuttan spöl, og svo fyrnist yfir þetta eins og svo margt annað, og minningunni skýtur kannske upp endrum og eins á kyrrum stundum, er erli dagsins lýkur. Við liölduin áfram göngu okkar, ræðum fátt. Það glymur í steinlögðu strætinu undan hnullungum okkar og annara hermanna, sem finnst ejn- kennileg nautn í því, að geta gengið um stórborgarstræti sem frjálsir menn, farið ferða sinna að vild í bili, ráðið sinum næturstað. Pyngjan er létt og menn verða að lialda spart á til þess að komast af þessa þrjá leyfísdaga, en fæstir hafa áliyggjur af þvi, meðan tilbreyt- ingaráhrifanna gætir. Hugun- úm er einhver fróun í þvis er menn fylgjast með straunmum, það er eitthvað líkt þvi og að láta hát sinn reka í lygnuin straum og virða fyrir sér það, sem blasir við augum til beggja liliða. Og það er ærið athugun- arefni hverjum manni, sem lætur „bát sinn reka“ með straumnum um götur Brússel, að liorfa á hús og menn. Við námum staðar oft og marg- sinnis, í liæfilegri fjarlægð frá hinum fögru og sérkennilegu stórhýsum horgarinnar, svo sem Ráðhúsinu og Konungs- höllinni, og eg man eftir þvi, að eg hugsaði um hvernig umhorfs var i Arras, þar sem ekki slóð steinn yfir steiui, og mér fannst, að ibúar Brússel gæti þó verið þakklátir fyrir það, að liramm- ur herguðsins hafði ekki lagt í rústir hinar stílfþgru byggingar þeirra, sem allir diást að. f augum þeirra, sem eiga um sárt að binda af völdum styrj- aldarhörmunga, er það vissu- lega gott, að eiga garð sinn ó- hruninn. Mér fannst, að þessi óhrundu fögru hús ætti sína sögu að segja, ekki síður cn þau, sem í rústum lágu. Þessi stóru hús með sína mörgu glugga voru sem þögulir áhorf- endur, er með ótal augum höfðu verið vitni að sama sorg- arleiknum, sem endurtekinn var æ ofan í æ. Hefði þeir mátti mæla —1 hinir þöglii áhorfend- ur! En áfram er haldið, af hinum rennisléttu, steyptu miðborgar- strætum, út i útborgirnar, um þröngar götur, lagðar nibbótt- um steinum. Þar er kyrrlátara, minni ys og þys, fált fólk á ferli og helzt konur og börn. Stöku verkamaður er á lieimleið að loknu dagsverki, aðeins einn og einn á stangli. Eða belgiskir hermenn, á heimleið, kannske í fyrsta sinn, um mörg löng ár. Einii þeirra gef- ur sig á tal við okkur. Hann talar enskublending. Hann er augsýnilega af flæmskum ætt- um, eins og svo margir íbúar Brússel. Hann spyr okkur hvort hann geti nokkuð fyrir okkur gert. Við segjum sem er, að við sé- um á þriggja daga leyfi, og sé- um að rangla um bæinn, til þess að skoða okkur um. Við segjum lionum, að við höfum verið í Þýzkalandi og séum fyr- ir nokkuru komnir aftur til Belgíu, og nú sé bækislöð okkar í Fosse, og nú bíðum við eftir að halda lengra í vesturátt og heim. „Heim, já heim,“ segir hinn ungi Flæmingi, mjög hugsi. Eg hafði virt hann vel fyrir mér þessa stuttu stund, sem við höfðum ræðst við. Hann virtist aðeins vera liðlega tvítugur. Eftir því liafði hann verið telc- inn í herinn 17 ára eða svo — eins og fleiri. Hann var i með- allagi hár, þreklegur, skollitað- ur á hár, augun blá og góðleg, en daufleg. Tillit þeirra bar angurværð og eftirvæntingu vitni. Hermaður þessi bar ekki vopn og eg veitti því eftirtekt, að einkennisbúningur hans var mjög slitinn. „Eg er á heimleið líka,“ sagði liann eftir stutta stund og kinlc- aði kolli, eins og til þess að gefa til kynna, að liann ætti lieima í 'einhverju liúsinu þarna skammt frá, en i götunni voru hús sam- byggð, sem litu út fyrir, að vera heimili verkamanna. „Hvaðan kemur þú nú?“ spurði Hlick. „Frá Þýzkalandi.“ Og eftir dálitla þögn bætti hann við: „Eg var stríðsfangi." Við spurðum liann einhvers frekara um þetta, en liann vildi lítið um það segja. „Eg var þar þrjú ár — það var löng bið.“ Við báðum hann að vísa okk- ur stytztu leið inn í borgina og hann gekk með okkur kipp- korn. „Eg hefði viljað bjóða ykkur með heim,“ sagði hann að skiln- aði. „En eg veit þið skiljið, •— eg er að koma lieim eftir langa burtveru — eg hefi hlakkað til, lengi, — en menn eiga kannske aldrei að lilakka til neins á ó- friðartímum. Eg veit ekkert hvernig ástatt er lieima.“ Það var angurværð, söknuð- ur í röddinni. Og við vildum ekki tefja hann lengur. Kvödd- um liann vel og er við litum um öxl sáum við, að hann lierti gönguna. — Skyldi liann hafa glaðst við að koma heim? — Hálf klukkustund er liðin. Aftur iðandi þröng stórborgar- strætisins, ys og þys, hermenn, skartbúnar konur .ilmur berst Ráðhúsið í Brússel. i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.