Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 16.11.1941, Blaðsíða 8
SÍÐAN í dýragarði einum urðu menn sjónarvottar að alveg einstakri vináttu milli tveggja fjarskvldra dýra. Þessi dýr voru úlfur og marsvinskiálfur. Svo var mál með vexli, að úlfurinn var geymdur i helli einum, en fyrir framan hellinn var litil tjörn. Þarna varð einn dýragarðsgesturinn sjónarvottur að því, að úlfurinn hélt á lifandi marsvínskálfi í kjaftinum. Mar- svínstetrið titraði og skalf af hræðslu á milli tanna rándýrs- ins. Öðru hvoru sleppti úlfur- iun því, eða dýfði á bóla kaf nið- ur í tjörnina, sleikti það siðan og hélt þvi á milli framlappanna í glóðheitum sandinum. Úlfur- inu veitti nána athygli hverri einustu hreyfingu marsvíns- kálfsins og ef úlfinum virtist hann hafa strok i huga, þreif hann með tönnunum i linakka- drambið á honum og hélt hon- um kyrrum. Gesturinn varð mjög hneykslaður á pyntingum þessum og leilaði uppi einn af vörðum dýragarðsins til að kvarta undan þessu. „Hjálpi oss allir heilagir“, sagði maðurinn. „Marsvínskálf- urinn hefir villst og komist í ó- gáti yfir til úlfsins. En hvað er hægt að gera? Alltaf þegar reynt hefir verið að taka mar- svinið frá úlfinum, hefir úlfur- inn borið það inn í hellinn og' ver það þar, svo að ekki er nokkur leið, að komast að þeim. Hinsvegar er engin hætta á að úlfurinn geri þessu fóstri sínu minnsta mein, honum þykir alltof vænt um það til þess“. Daglega mátti sjá þenna sama leik í dýragarðinum. Úlfurinn baðaði marsvínskálfinn, sleikti hann og þurrkaði í sólskininu og hélt honum á milli framlaiipa sinna. Smám saman urðu dýra- verðirnir þess varir, að mar- svínið tók að sætta sig við lilut- skipti sitt og hin óvægnu vinar- hót úlfsins. Marsvínskálfurinn hælti von bráðar að gera til- raunir til flótta. Hann velti sér makindalega i sandinum, hjúfr- aði sig upp að úlfinum og lét fara vel um sig. Úlfurinn liætti að skipta sér af honum, að öðru leyti en því, að hann tók í hnakkadrambið á skjólstæðing sínum þegar hann þurfti að vísm sunnúdagsblaí) (liaiiðlar hlóðlr Hefirðu, lesandi góður, nokkurntima séð ganilan pott á gömluni hlóð- um í gömlu eldhúsi, og gamla konu meö skýlu á höfðinu aS blása i glæSurnar, svo eldurinn lifni? ÞaS er vafasamt, aS þú hafir séS þetta, þ.ví þetta tilheyrir gömlu kynslóSinni, þeirri kynslóS, sem nú er aS deyja. En þetta er islenzkt fyrirbrigSi í æsar, þaS er þjóSlegt, og við höfum aldrei meiri þörf fyrir þjóSleg verSmæti en einmitt nú. Og gamall pottur á gömlum hlóSum er fyrirbrigSi, sem vissu- lega er þess virSi, aS það sé skoSaS. baða hann cða bera upp í hell- inn. Að skömmum tíma liðnum voru þeir orjönir að óaðskiljan- legum vinum. Þannig liðu sex vikur. Þá dó marsvínið, skyndilegum dauð- daga. Og að því er dýragarðs- vörðunum virtist, mun úlfurinn hafa kæft það í ógáti annað hvort í svefni eða í vinarhótum sínum. Þennan dag ríkti djúp hryggð hjá úlfinum. Allan daginn hélt hann líkinu milli framlappa sinna, velti því á ýmsa lund og gældi við það, eins og hann ætl- aði sér að vekja það til lífsins aftur. En það' tókst ekki, og í marga daga fékkst liann hvorki til að éta né drekka. Og þegar skrokkurinn var tekinn burtu frá úlfinum með valdi, skreið hann i helíi sinn og hélt sig þar í marga daga án þess að koma nokkurn tíma út. Svo djúp get- ur sorg dýranna verið. • Sonardóttir John D. Rocke- fellers hins ríka, gifti sig stór- bónda einum, Hubbard að nafni. Ilún var þá 29 ára að aldri, en hann 53 ára. Þau eignuðust ekki nein börn, en þau voru hins veg- ar svo rik, vegna hins mikla Rockefellersarfs, sem féll henni í skaut, að þau þóttust ekki hafa efni á að devja erfingjalaus. Þess vegna fóru þau á uppeldis- heimili' eitt, þar sem fátæk börn voru alin upp og völdu þar úr lítinn telpukrakka, sem þau hafa arfleitt að öllum sínum eigum. Þetta má kalla að detta í lukku- pottinn--- svo fremi, sem pen- ingar eru lukka. • „Skeiðarnar sem ég fékk í jólagjöf frá Gunnu frænku eru auðvitað ekki úr silfri.“ „Þekkirðu silfur svo vel?“ „Nei, en Gunna frænka þekk- ir það.“ • Fegurðarráð og fegurðarmeð- öl lcvenna fyrr og síðar hafa ver- ið með ýmsu móti, og þó ekki sé farið lengra aftur i tímann en til þeirra kvenna sem enn eru á lifi, má þó sjá að siðirnir eru fljótir að taka breylingu á þessu sviði sem öðrum. Sjötíu ára kona, segir að i æsku hafi sér verið skipað að bera bækur á höfðinu, í margar klukkustundir á liverjum degi. Það átti að gefa henni fallegra göngulag. Hún átti líka að hlaupa upp og ofan stiga oft á dag. Það átti að koma blóðinu á hreyfingu og var talið hollt; Sól- böð mátti ekki lala um. Það var hneyksli, og ekki nokkurri sið- legri stúlku sæmandi. Leikkonan Olga Tschcchowa segir að eina ráðið sem hún hafi til að halda sér ungri og fallegri sé að taka „megrunarkúr" einu sinni á ári. Þá fastar hún að mestu levti í nokkura daga, borðar aðeins lítilsháttar hrauð og drekkur ávaxtasafa. Önnur leikkona, Lil Dagover, segist hvorki grála né vaka að óþörfu, því það hvorulveggja eldi konur fyrir tímann. Hún segir að bezta ráðið til að við- halda æskufegurðinni sé lieil- brigð gleði og nægiléga mikil hvíld. Þá er hér frásögn 87 ára gam- allrar konu, sem segir frá fegr- unaraðferðum æsku sinnar. „Þá,“ segir hún „sóttum viö vatn i bolla að nótlu lil þegar tungl var í fyllingu. Þella vatn urðum við að sækja í einhvern brunn, sem var í námunda við kirkju. Um sólarupprás urðum við að drelcka vatnið, en þá urð- um við að vera stödd í kirkju- garði, því annars kom það ekki að neinum notum. Eftir nokk- ura mánuði kom undraverður árangur i Ijós. Þetta var nú fegr- unarráðið í minni æskii“. Lilian Harvey segir að fólk geti aldrei orðið fagurl i gegn- um farða og púður — og það sé aðeins til eitt ráð lil að halda við æskufegurð sinni, það er að hlæja, vera léttlyndur og glaður. Martha Eggert er á sömu skoðun. Hún segir að æska hjartans sé eina fegurðin er máli skipti. En æska hjartans er i því fólgin að sjá alla lduti í sem fegurstu ljósi og gleðjasl yfir öllu. Níræð kona segir að i sinni æsku hafi verið til sérstakt með- al gegn hrukkum og ellilegu út- liti. Þetta meðal var húið þann- ig til: Úr seyði af hvítum baun- um sýður maður eina hænu og álíka mikið af hundafeiti, liell- ir því siðan vl'ir nýja pétursilju og setur svo i það sætar möndl- ur, hakkaðar liljurætur og brauðmola, bleytta upp í sauða- mjólk. Þetla þótli óbrigðult ráð. Aðar konur á svipuðu reki sögðust hafa hitað sterkt grasa- te og þvegið sér i framan úr guf- unni. Jafnhliða þefuðu þær af appelsinuberki og böðuðu fæt- urna í ísvatni. Það eina sem þær urðu áð vara sig á, var kvef. „En meðalið var örugt.“ • Konan: „Leyfið þér yður að lemja aumingja liundinn, þér, sem eruð í dýravernduuarfélag- inu.“ Nágranninn: „Já, einmitt þess vegna. Hundskrattinn liefir bit- ið köttinn minn.“ • A: „Hvenær fæ eg tí-kallinn sem. eg lánaði þér?“ B: „Þú lánaðir mér! Hvenær var það ?“ A: „Einu sinni, þegar þú varst fullur“. B: „Nú,------þann tíkall hef- ir þú fengið greiddan fyrir löngu síðan.“ A: „Hvenær var það ?“ B: „Einu sinni, þegar þú varst fullur“.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.