Vísir Sunnudagsblað - 23.11.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 23. nóvember
47. blaö
Undralandið
DÝR.
Kína hefir einhvernííma í
fyrndinni verið vaxið miklum
skógum, og þá verið fullt af
mesta sæg af allskonar stórum
dýrum. En mennirnir hafa eyði-
lagt skógana, og þar með um
leið lifsmöguleika fyrir stór
villidýr. Mest er af villidýrum í
fjalllendum eða útjöðrum
landsins, eða þar sem skógarnir
standa enn, yfirleitt þar, sem
strjálbyggðast er. — í fjöllun-
um fyrir véstan Peking eru t. d.
birnir, leopardar, villikettir,
refir o. s. frv. I>ar er og moskus-
hjörturinn, er áður var mjög
útbreiddur, en er nú víða alveg
útrýmt. Hann hefir verið strá-
drepinn, til að ná i moskusið,
sem er mjög verðmætt, og með-
al annars haft í ilmvötn. í skóg-
unum norðaustast i landinu er
margt af úlfum, björnum og
fjöldi dýra af hjartakyninu. Á
grassléttunum á landmærum
hins eiginlega Kina og Mongólíu
ganga stórar hjarðir af villtum
ösnum, úlföldum, hestum, anti-
lópum o. fl. sléttudýrum. Vestan
til i rikinu er geituxinn (jakinn)
bæði villtur og taminn. I Jynn-
an, Gúangsi og víðar, þar sem
heitast verður, eru gleraugna-
KINA
Eftirfarandi greinar eru úr hinni nýútkomnu bók um
„undralandið Kína" eftir frú Oddnýju E. Sen. Þáttur-
inn um söguna er hér þó ekki birtur allur. Bókin er prýdd
fjölda mynda og frágangur allur hinn prýðilegasti — en
eftirfarandi greinar eru sýnishorn af efninu. ísafoldar-
prentsmiðja h/f. gaf bókina út.
Efitir
0<l<ln,vjii tfl. Sen
apar, en þetta er bæði satt og
víðfrægt. Suðvestan til í land-
inu er apategund með þéttum
loðfeldi, er lifir i skógunum svo
hátt uppi í fjöllum, að jörðin
undir er þakin snjó mikinn
hluta ársins.
Við strendur Kina eru ýmsar
tegundir sela og hvala.
í Tsödsjang- og Fúdsjen-
fylkjum eru margar tegundir
dýra, einkum skriðdýra og láðs-
og lagar-dýra, sem eru ná-
kvæmlega eins og dýr á Hima-
laja-dýrasvæðinu. Það sýnir, að
Grjónaakurinn
plægður.
slöngur og önnur indversk dýr,
t. d. fílar og tígrisdýr. Tígris-
dýrið er í Kína kallað konungur
dýranna, því að þar eru engin
ljön. Tigrisdýr flakka um alla
hina strjálbýlli hluta Kina, alll
norður i Amúr-dal i Austur-
Síberíu. Amúr-landið var hluti
Kínaveldis áður en Rússar tóku
það. I suðvesturhluta Kínaveldis
er strjálbýlast, og þar eru einn-
ig flest villidýr.
Nokkur dýr eru i Kína, sem
hvergi erU til annarstaðar. Fyrst
mætti nefna hinn fræga Davíðs-
hjört eða „elaphure", seiri nú er
ekki lengur til villtur. I Tung-
ting-vatninu i Mið-Kína er hvít-
fisks-höfrungurinn. Geituxinn
er til í Nepal í Himalajafjöllun-
um á landamærum Kína, en
annars er hann ekki til utan
Kína. Risa-bjarnkötturinn*) og
Konfucius. kínverskur spekingur.
*) Fyrsta dýrið af þessari
tegund var veitt lifandi i Sutsú-
an i október 1936 og flutt til
Ameríku i desember það ár.
litli bjarnkötturinn, er líkist
bæði birni og indverska kattar-
dýrinu „racoon", eru til á hæstu
fjöllum i Mið- og Austúr-Kína.
Meira en 200 aðaltegundir og
undirtegundir spendýra eru til í
Kina, svo að það mætti æra ó-
stöðugan að telja allt það upp.
Þar er rauði Asíu-hjörturinn og
risa-villikindur. Þar eru dýr, er
nefnast „sei-ow" og „goral",
nokkuð lik geitum og skyld
antilópum. Þar eru dröfnóttir
hirtir og „ár"-hirtir. Landbirnir
í Kína eru svartir, brúnir eða
gráir. Þar er moskusdýrið, er
einnig gefur hið dýra moskus,
rádýr, villisvín og bláar kindur.
Þar eru merðir, þar á meðal
minkar, marðhundar, villtir
hundar, otrar, múrmeldýr, hér-
ar, íkornar, hreysikettir og
moskuskettir. Þar er og „bad-
ger", sem allir kannast við, af
þvi að hár hans er haft í laxa-
flugur. Ýmsar apategundir eru
i Kína. Það er stundum brosað
að þvi, að þar eru til Ijóshærðir
eitt sinn voru þessi fjarlægu
svæði nátengd.
Það er aðeins á tveimur svæð-
um á jörðinni, að alligatorar
eru til, þ. e. i neðri hluta Jang-
tsu-dalsins og á Missisippi-
Florida svæðinu í Ameriku.
Jangtsu-alligatorinn er þó miklu
minni en hinn ameriski. 1
Jangtsu-fljótinu og þverám þess
er nef jaða Jangtsu-styrjan. Hún
er skyldust styrjunni í Missis-
ippi. Risasalamandran i Kina er
skyldust Missisippi-salamöndr-
unni. Hvernig skyldi standa á
þessu?
Kína er aðalheimkynni fasan-
fuglanna og karfaættarinnar
meðal fiskanna. Eru þar til fleiri
tegundir af hvoru fyrir sig, en
í nokkru landi öðru.
Um 800 tegundir fugla eru i
Kína. Þar er fyrst að telja fasan-
ættina, 30 andategundir, gæsir,
svani, storka, íbisa, lóur, dúfur,
máfa, uglur,. músafálka, fálka,
erni, hauka, gamma, pelikana,
isfugla, skarfa, krákur og