Vísir Sunnudagsblað - 23.11.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 23.11.1941, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAB hrafnategundir o. s. frv. Skarfar eru i Kina tamdir til að veiða fiska. Á ám og stöðuvötnum má sjá mestu mergð af flekum, J^ar sém skarfai' eru eingöngu notaðir til fiskveiða, Fjöldi manna stundar fisk- veiðar i Kína, en veiðarnar raunu víðast reknar enn með fornum hætti. Veiðivélar Ev- rópu er ekki komnar enn til sögunnar. Fiskategundiriiar eru margar óþekktar hér, en aðrar afbrigðilegar, þótt þær sé hér þekktar, svo sem markríll, síld, koli, hákarl, skata, fjöldi af karfategundum o. s. frv. I vötn- um veiðast álar, aborri o. fl. Silungar er aðeins til nyrzt í Kína. Af skriðdýrum er mikil gnægð í Kína, einkum þó í Suð- ur-Kína. Þar eru t. d. kyrki- og eiturslöngur, skjaldbökur, gekkó og froskar, krókódílar og salamöndrur. Af skoi'kvikindum er einnig mesti sægur, og ætla eg að sleppa þvi að tala um þau. Efnað fólk í Kína hefir oft uppáhaldsfugla eða uppáhalds- dýr, svo sem kanarífugla, páfa- gauka, lævirkja, akurhænur eða apa sér til gamans. En allur al- menningur hefir hunda, ketti og áburðardýr, úlfalda í Norður- Iíína, hesta og múlasna i Mið- og Suður-Kína. Kínverskir bændur nota vísunda og kýr til að plægja akra sína. Kýr eru Jítið eða eklci hafðar til mjólk- ur. Önnur helztu liúsdýr Kin- vei'ja eru svin og alifuglar. Hestar eru hafðir lielzt til reið- ar. Á sumrin hafa margir engi- sprettur sér til gamans, til að hlusta á tístið i þeim. Þegar hausta tekur, er það almenn skemmtun, að sjá „cricket“-at. „Giickei“ er svart skorlvvikindi um 2% cm. á lengd, er hoppar eins og froslíur og tístir. Tveir „cricketar“ eru látnir í leir- krukku. Þegar þeir mætast, lenda þeir undir eins í harðasta bardaga. Bardaginn stendur yfir í fimm mínútur. Að leiks- lokum tístir sigurvegarinn, en liinn sigraði hverfur af leiksvið- inu mjög niðurlútur. Eigandinn fær oft míkið fé, því að þeir eru ‘liafðir til veðmála eins og hestar á Vesturlöndum. Dýrarannsókn á vísindalegan liátt, hefir verið tekin upp eftir liætti Vesturlandaþjóða;' og er ekki eldri en frá miðri síðustu öld. Gömul kínversk dýrafræði, „Sahn-Hæ King“ eða „ldassilc fjalla og sjávar“, fjallar mest um skrímsli eða einkennilegar skepnur, sem hvergi finnast nema í landi ímyndunarinnar. Ef sagt er, að maður sé að fara með „Salm-Hæ King“ er átt við, að hann hafi gefið liugarfluginu lausan tauminn. SAGA. Kinverjar eiju elzta lifandi menningarþjóð lieimsins með órofna menningUi Aðrar merkar menningarþjóðii' liafa risið upp, blómgazt, hnignað og að end- ingu Jiðið undir Jok. Af öJJum þessum samferðaþjóðum eru Iíínverjar einir eftir. Þeir eru eklci að eins eizta menningar- þjóð Jieimsins, heldur Jiafa þeir gert sig að f jölmennustu menn- ingar-þjóð jarðarinnar, og það eru engar líkur til, að aðrir koin- ist fram úr þeim. Alveldi liim- insins Iiefir ekki gefið neinni sérstala'i þjóð eignarbréf fyrir jarðarhnettinum, Jieldur sér- hverri þeirri þjóð, sem vill vaxa og fjölga og breiðast út og Iiag- nýta sér gagn og gæði jarðar- innar. Að þvi er fornsagnirnar Iierma, voru forfeður Kínverja hirðingjar i þeim hluta Gulár- dals, þar sem sú á rennur um fyllcið Siensi. Þaðan breiddust þeir út um Gulársléttuna austur að hafi. Svo tóku þeir sér fasta bústaði og komu á öflugri þjóð- félagsskipun. Fyrsta tímabil i sögu þeirra er goðsögulegt og liefst með Hú- ong-ti lceisara 2697 f. K. (Elztu skjöl, er varðveizt hafa í veröld- inni, svo að vitað sé, eru frá hér um bil 250 f. K.) Húong-tí var vitur og góður konungur. Hann gerðist forgöngumaður um hljóðfæraslátt og fagrar listir og kom skipulagi á tímatalið. (Kinverjar skipta tímanum í „hringa“ og er hver þeirra 60 ár; hinn fyrsti byrjar árið 2637 f. K). Húong-tí ákvað mál og vog og notaði tugakerfi. Hann Vísundar eru al- geng áburðardýr í Kína. hafði mikinn áhuga á verzlun og gerði því vegi til samgöngu- bóta á landi og lét smíða skip, er sigldu um hin miklu fljót og höf. Til eru sagnaritarar, sem líta svo á, að stjórnarár hans hafi verið glæsilegasta og liag- stæðasta tímabil í sögu þjóðar- innar, og þakka ágæti lians og fyrirmynd hið siðara veldi Kina. Drottning hans hét Leitsu og er mjög fræg; er talið, að hún hafi fyrst allra fundið silkiorminn og alið til nytja. Tsha hét sonur Húong-tí, er tók við af lionum, og er hans lielzt getið vegna þess, að liann skipaði embættismönnum í flokka og lét þá klæðast ein- kennisbúningi, samkvæmt þeirri skiptingu. Við fráfall hans varð keisari Tsúenhjó, Jiróðursonur hans, og er hann oft kallaður „endurnýjari“ eða jafnvel „uppliafsmaður stjarn- fræðinnar“. Keisararnir Já og Sölin, sem hafa verið taldir heillaríkustu stjórnendur um aldirnar, eru á takmörkum goðsagna og sannra frásagna. Með eftirmanni þeirra, Jy, hinum mikla, sem mjög var lofaður fyrir dugnað og baráttu gegn flóðinu mikla, hefst liið fyrsta sannsögulega tímabil. Sía-timabilið (2205—1766 f. Kr.). Þetta tímabil hefir einnig verið kallað „þriggja keisara tímabilið“ og gullöld Kínverja. Já var vitur og lærður konung- ur, og minnast Kínverjar hans ávallt með mikilli lotningu. „Ef þegnar mínir svelta,“ sagði hann, „er það mér að kenna, og ef þeir brjóta lögin, þá ber eg einn ábyrgð á því.“ Það er i frásögur fært, að mn lians daga var enginn þjófur, svo að dýr- gripir lágu óhreyfðir á almanna- færi, og eigi þurfti þá lás eða loku fyrir dyr að degi né nóttu. Það var þvi engin furða, þó að þjóðin klæddist sorgarbúningí i þrjú ár eftir fráfall hans, og syrgði liann eins og börn syrgja föður og móður Sölin, sem keisari varð eftir Já, var bæði mikill og vitur. Það má segja um liann, að liann hafi verið sinnar gæfu smiður. Hann var af fátækum ættum, en vann sér fullkomið traust fyrir vandlæti, atorku og rétt- sýni. Hann tók mikinn þátt í stjórn rikisins með Já um 28 ár, áður en liann var sjálfur neyddur til að taka við keisara- tign. Já tók hann fram yfir son sinn fyrir liæfileika sákir. Seinna varð Jy keisari, af sömu ástæðum sem Söhn. Kínverskir sagnaritarar geta aldrei dáð þessa göfugu menn nógsamlega. „Valdhafi, sem vill gæta slcyldu sinnar og stuðla að því, að þjóð- in lifi lengi og friðsamlega, ætti jafnan að gæta þess vandlega, að lögum landsins sé stranglega framfylgt“. í þessari setningu felst stjornvizka þcirra. Ein hinna síðustu skipana, er Jy gerði, var bannfæring manns, er hafði fundið upp áfengan drykk, gerðan úr grjónum. Þeg- ar liann bragðaði drykkinn, sagði hann: „Ó, liversu margt illt mun leiða af þessum drykk i Kína! Gerum manninn útlaga, er bjó hann til, og látum hann aldrei eiga afturkvæmt“. Næstu tvö tímabil — Shang og Tsó — voru frá 1766—1122 og 1122—249 f. K. Á hinu síð- ara timabilinu voru uppi mestu heimspekingar Kína: Lá-tsu (604 f. Kr.), Konfucius (551— 479) og Mencius (372—289). Á 4. öld f. Kr. jókst vald léns- ríkjanna, en valdríkisins hnign- aði að sama skapi-; og 60 árum áður er síðasti Tsó-keisari sagði af sér, var forusta Ivínaveldis i höndum Tsin, sem næsta tíma- bil er við kennt. Tsin tímabilið stóð aðeins í 43 ár (249-206), og var þá uppi merkur keisari, Tsin- Sinn Hú- ang-tí sem þýðir fyrsti keisar- inn. Þrenn tiltæki lians eru nafnkunnust í fornum frásögn- um: Hann skipti landinu í 36 fylki, lét reisa múrinn mikla og brenna margt hinna fornu gull- aldarrita. Á útnorðurlandamær- um rikisins voru Tartaraþjóð- flokkar, sem gerðu sífelldar ó- eirðir, og til þess að verjast þeim, lét hann reisa kinverska múrinn eða réttara sagt uppliaf lians,. sem nær frá 120.° til 100.° austurlengdar og er 1500 enskar milur að lengd. Á 15. öld var hann endurbættur og lengd- ur um 300 enskar mílur, svo að alls er hann á lengd eins og frá

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.