Vísir Sunnudagsblað - 23.11.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 23.11.1941, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ S Hornströndum suður til Afríku. Hann er 20 fet á liæð (tæpar 4 mannhæðir) og 20 feta breiður. Á múrtíum eru reistir turnar, 40 feta háir, með 220 feta milli- bili. Próf. E. A. Ross ritar: .„Kinverski múrinn er án efa hið veglegasta og stórfenglegasta mannvirki, sem til er. Móts við iþað verða undirbyggingar járn- brauta og jarðgöng vorra tima, :sem vér miklumst af, smásmíði iein. Að undanskildum pýra- mídunum á Egyptalandi og Panama-skurðinum, er ekki hægt að nefna nokkurt stór- virki til samanburðar. Múr- .steinniiin og steinninn í einum fimmtíu mílum þessa veggjar mundi nægja í pýramida, er 'væri liærri en Cheops-pýramid- iinn, og væri þá eftir í Kína- múrnum efni í 30 til 40 aðra slíka. Við Nanká-fjallaskarð er veggurinn svo breiður, að sjö eða átta menn geta gengið sam- hliða ofan á honum. Um þrjá- tíu mílur vegar getur augað fylgt þessari steinslöngu upp eftir brekkum, yfir fjallatinda. og séð hana bera við himin á yztu fjallabrúnum. Steinslangan klífur djarflega upp bröttustu brekkur, skríður eftir þverhnipunum, stekkur Iiæð af hæð og skýtur upp fer- strendum turni á hverjum tindi. Hún þræðir fjallahryggina, til þess að bratt sé að beggja meg- im Hún fer í krákustígum frá einum tindi til annars, beygist niður í skörð og kemur upp aft- ur á fjallgarðinn fyrir handan, svo að liún virðist vera í kubb- um, því að skörðin hylja það, sem tengir hana saman. Sumum finnst pýramídarnir á Egypta- landi eins og mauraþúfur í sam- anburði við kínverska múrinn“. Tsin Sinn Húang-ti vildi láta eftirkomandi kynslóðir telja sig „fyrsta keisarann“, og tók ]>ví það ráð að láta brenna allar bækur aðrar en þær, er fjölluðu um akuryrkju, lækningar og spádóma. Af sömu ástæðum of- sótti hann laerða menn og fór grimmdarlega með þá. Einstöku gullaldarritum hafði verið kom ið undan í fjarlæga liella, og ságan var endurrituð af fræði- manni á tíræðis aldri, er kom- izt hafði undan ofsóknunum. Han-tímabilið, er kom næst á eftir, er bezt þekkt. Allt fram á þenna dag kalla Kínverjar sig „sonu Háns“. Á þessu timabili, sem stóð fullar þrjár aldir (20(5 f. Kr. til 221 e. Kr.), voru brýr gerðar, vegir lagðir og' skurðir og síki grafin. Kinverskur her komst þá alla leið að ströndum Kaspíahafs. Innanlandsóeirðir ollu endalokum Han-tímabils- ins; skiptist landið þá í þrjú keisaradæmi, er sameinuðust aftur 265 e. Kr. undir Tsin-keis- araættinni. Vegna árása Húna á Norður-Kína, neyddust líin- verjar til að gera Nanking að höfuðborg landsins. Þetta tíma- bil nær til 420 e. K. Eftir langar og miklar innan- lands óeirðir byrjaði hið ágæta T’ang-tímabil, sem líkt hefir verið við hádegi miðsumardags. Það liefst 618 e. K. og lielzt til ársins 907. Það er eitt hið glæsi- legasta menningartimabil í sögu veraldarinnar. Þá var Kína voldugasta ríki heimsins. Þá voru svo herskiáir menn í land- inu, að ein herför þeirra er tal- in hin eftirtektarverðasta í ver- aldarsögunni, og likt við för Hannihals yfir Alpana. Ferðin lá 700 mílur um óbyggðir og fjöll, sem voru svo há, að snjó leysti ekki um hásumar. Snjór var notaður sem drykkjarvatn. Önnur för þeirra lá yfir Ianga eyðimörk, „þar, sem vetrarvind- urinn er bitur sem hnifur, og sumarhitinn , brennir eins og eldheitt járn“. Þá var frægð þeirra svo mikil, að sendimenn komu frá nyrztu byggðum jafnt og hitabeltislöndum Asíu, til að sýna „Syni Himinsins“ lotningu og færa lionum dýrgripi að gjöf. Það var árið 648, að sendi- menn komu frá landi einu, er kallað var Tsíe-Kú, og var eftir vegalengdum að dæma á aust- urhalla Úralfjalla. Þessir menn vöktu mikla athygli á sér, því að slikir menn höfðu aldrei sézt þar áður og aldrei heyrzt um neina slika getið. Þessir ein- kennilegu menn höfðu rautt hár og blá augu. Þeir voru hávaxnir mjög. Með þeim voru í fylgd dökkhærðir menn, en þeir voru þeim miklu óæðri. Þótti mönn- um þessum mest til þess koma að ná metorðum í T’ang-hern- um. Liklega hafa þetta verið Svíar eða væringjar úr Svi- þjóð hinni köldu sunnanverðri (Suður-Rússlandi). Víst er um það, að snemma tóku norrænir menn að ganga á mála hjá Miklagarðskeisara. Það er að mestu verk eins manns að bjarga — ekki ein- ungis fornri menningu Kínverja frá gleymsku og glötun — heldur og koma svo góðu skipu- lagi og •friðsæld á, að Kína varð eitt liið glæsilegasta og voldug- asta ríki, sem sögur fara af. Maður þessi hét Lí Sö Minn, í sögunni getið sem Tsuríg keis- ara. Sagnaritarar hafa líkt hon- um við Sæsar og aðra mikla valdhafa, er voru ekki einungis hermenn og sigurvegarar,heldur og mikilhæfir löggjafar og stjórnendur. Er svo að orði kveðið, að enginn valdhafi liafi nokkurntíma í nokkru landi verið betur að því hefðarnafni kominn að kallast „hinn mikli“, heldur en þessi keisari. Það þykir því hlýða að nema hér litið eitt staðar, og greina nokkuru nánar frá honum. Eftir lok liins ágæta Han- tímabils, 206 f. K. til 221 e. K„ logaði allt i innanlandsóeirðum og sundrung. Um aldamótin sex hundruð e. K. var keisarinn svo mikill óhófsmaður, að ó- mögulegt var, að stjórn hans gæti staðið lengi. Hann fór versnandi með hverju ári, og var hann þó frá upphafi grinnndarfullur eyðsluseggur. Höfuðborg ríkisins var þá Tsang An í Síensí-fylki, skraut- leg og mikil borg, en Súí keis- arinn, Jang-ti, hafði engar mætur á lienni. Hann lét því endurreisa Ló Jang í Honan- fylki, sem hafði verið að mestu eyðilögð fyrir 50 árum. Þar lét Iiann reisa skrautlegri og meiri liallir, en áður höfðu þekkzt, gera stóran skemmtigarð með stöðuvötiium og hæðuni. Frá fjarlægum skógum lét hann flytja gömul tré og gróðursetja þar. Hann lét reisa aðra borg nríklu sunnar, nálægt Nanking, álíka mikla og skrautlega, er hét Jang-tsó. Til þess að komast sem greiðlegast milli borganna, lét liann grafa skurð mikinn (keisarasikið mikla), frá Hang- tsó í Tsödsjang yfir í Jangtsu- fljótið, þar sem Jang-tsó stend- ur, og þaðan yfir í Gulá, alls um 500 enskar mílur á lengd. Þetta var allt gert með misk- unnarlausri þvingunarvinnu, og ekki var slegið slöku við, fyrr en öllu var lokið, hvað sem það kostaði. Þegar keisarinn ferðaðist um síkið mikla með sitt friða föru- neyti í óteljandi skrautbátum, voru stórar herdeildir látnar fylgja á bökkunum beggja megin. Bæir með vissu milli- bili vorli neyddir til að fæða hermennina. Ef Jang-ti hefði hér látið staðar numið, mundi e. t. v. öllu liafa vel farnazt. En hon- um nægði það eigi. Hann vildi láta jafnmikið á sér bera utan lands og innan. Hann gerði sendimenn til fjarlægra kon- ungsrikja í Mið-Asíu, til að fá sig viðurkenndan sem léns- drottin. Sendimennirnir dirfð- ust ekki að koma aftur erindis- laust og keyptu því oft loforðin ein fyrir stórfé. Þjóðin stundi þungt undir þessari byrði, sem liún gat með naumindum risið undir. Hið síðasta af tiltektum hans var að segja Kóreu strið á hend- ur. Nú fékk þjóðin ekki lengur við unað. Menn risu öndverðir gegn þessu útboði. Margir, sem þvinga átti í herþjónustu, lögð- ust út og gerðust ræningjar. Flokkur þessi varð svo fjöl- mennur, að hersveitir keisarans réðu ekki við. Þær hersveitir, sem sendar voru til Ivóreu, urðu að snúa aftur, vegna uppreisna um allt landið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.