Vísir Sunnudagsblað - 30.11.1941, Blaðsíða 1
wimm<
1941
Sunnudaginn 30. nóvember
48. blaö
Bjöi'ii L. Jdnsson:
Urkoma og stöðuvötn.
Úrkomubreytingar.
Margar merkustu uppgötvan-
ir vísindanna hafa orðið af til-
viljun einni, t. d. Röntgengeisl-
arnir. Aðrar hafa orðið til við
markvísa leit, svo sem þyngdar-
lögmál Newtons, sem hann
leiddi út af lögmálum Keplers
um göngu reikistjarnanna umr
hverfis sólu, en undirstaða
þeirra voru reglulegar stjörnu-
athuganir Kópernikusar og ann-
arra.
Á öllum sviðum jarðlífsins
eru gerðar athuganir og þær
skráðar, ýmist af handahófi eða
af ráðnum hug og i ákveðnum
tilgangi. Veit enginn fyrirfram,
hvaða þýðingu þær kunna að
fá. En ekki vantar viljann til
að hagnýta þær, þvi að allstað-
ar eru menn á hnotskóg eftir
nýjum sannindum, áður óþekkt-
um náttúrulögmálum, m. a. i
þeim tilgangi, að standa betur
að vígi i baráttunni við hin
blindu náttúruöfl.
Á sviði veðurfræðinnar hafa
menn ekki látið sitt eftir liggja
í þessari leit. En hún hefir enn
borið takmarkaðan árangur, ef
til vill vegna þess meðal ann-
ars, að stuttur timi er liðinn, síð-
an reglubundnar og sambærileg-
ar mælingar hófust á veði'i. En
vafalaust stafar þessi rýri ár-
angur mikið af því, að hér eru
að verki mörg öfl, sem gripa
hvert inn í annað og gera við-
fangsefnið mjög flókið. Sumir
hafa látið sér detta í hug, að til
kynni að vera einfalt lögmál,
sem gæti gert mönnum kleift
að segja fyrir veður langt fram
i timann, á sama hátt og þyngd-
arlögmál Newtons hefir lagt
mönnum upp i hendurnar
möguleika til að segja fyrir
göngu hnatta, sól- og tungl-
myrkva, flpð og íjöru o. þ. b.
meíS hárfroni öáJtvaBmni. Aðiir
hafa ímyndáð sér, að sáma veð-
ur endurtaki sig eftir visst ára-
bil, á svipaðan hátt eins og af-
staða tungls, jarðar og sólar end-
urtekur sig á vissra ára fresti.
Og menn hafa leitað að hátt-
bundnum breytingum á ýmsum
þáttum veðurlagsins,. svo sem
Iiita, úrkomu, loftþrýstingu, og
enn fremur hefir verið rann-
sakað, hvort ekki mætti finna
náið samband á milii þeirra,
bæði í tíma og rúmi. Árangur-
inn af leit þessari hefir.fram
að þessu verið fremur magur.
Eg get nefnt eftirfarandi dæmi:
1. Fundizt hefir samband á
milli hafísa í Grænlandshafi að
vorinu og hitans í Evrópu næsta
vetur.
2. Á sama hátt hafa menn
fundið, að nokkurt samband er
ríkjandi á milli vorhitans á
norðanverðu Islandi og hitans i
Evrópu næsta vetur.
3. I hita og úrkomu hefir
fundizt einskonar bylgjuhreyf-
ing, sem er fólgin i því, að hitinn
eða úrkoman eykst um nokk-
urra ára skeið, nær hámarki, en
minnkar svo aftur nokkur ár,
og svo koll af kolli.
Engin þessara fyrirbrigða eru
svo reglubundin, að þau komi
að notum við veðurspár, enda
hafa allar tilraunir til að segja
fyrir veður Iangt -fram í tím-
ann, t. d. fyrir misseri eða ár,
mistekizt fram að þessu.
Þótt meira eða minna reglu-
bundnar sveiflur eða tímabil
finuist í hita, úrkomu eða öðru,
þá er ekki þar með sagt, að or-
sakir þeirra liggi í augum uppi.
Þó er ekki svo um 11-ára tima-
bilið eða sólblettatímabilið svo-
nefnda. Sólblettirnir eru svart-
ir blettir, sem sjást á yfirborði
sólar, og fer stærð þeirra og tala
vaxandi og minnkandi á víxl á
11 ára fresti. Ná þeir þannig há-
marki 11. hveri ár að meðaltali.
Breyting þessi er tahn standa i
sambandi við hitaiui i yfirborði
sólar, ög:ér þvi eðíiiegt að ætlai
að þessa gæti í Iofthita og fleiri
þáttum veðurlagsins hér á
jörðu. Enda hafa svipaðar brey t-
ingar fundizt, en þó allmiklu
óreglulegri en á sólblettunum
sjálíum. Er það næsta eðiilegt,
þegar þess er gætt, að hitamun-
urinn iilýjustu og köldustu ár
timabilsins er ekki nema kring-
um hálft stig, en á árshita
tveggja samliggjandi ára getur
verið margra stiga munur. M.
ö. o., áhriíin frá sólblettunum
eru hverfandi lítil í sambandi
við önnur áhrif, sem verka á hit-
ann og yalda á honum mikium
breytingum frá ári til árs. Af
þessu ieiðir fyrst og fremst, að á
kaidari hluta tímabilsins geta
komjð hlý ár, mildir vetur og
hlý sumur, og á heitari hluta
tímabiisins geta á hhin bóginn
komið köld ár, svo að ógjörn-
ingur er að hafa nokkur not af
þessu í veðurspám. I öðru lagi
koma timabiiin engan veginn
regiulega, stundum eru þau
lengri, stundum skemmri en 11
ár, og getur munað nokkrum
árum. Það er einungis þegar tek-
ið er meðaltal margra tímabila,
margra áratuga, að út kemur
talan 11. Svipuðu máli er að
gegna um úrkomusveiflurnar,
þær eru bara mun stærri, þ. e. a.
s. tiltölulega meiri munur á úr-
komuhæstu og úrkomulægstu
árum tímabilanna.
Auk sólblettatímabilsins hafa
fundizt mörg önnur timabil,
lengri eða skemmri. Hið helzta
þeirra er kennt við svissneskan
háskólakennara, Briickner aðl
naf ni, og kallað Brúckners-tima-
bilið, sem nær yfir 35 ár að
meðaltali. Tildrögin til þess, að
hann fann þetta tímabil, eru
þau, sem nú skal greina.
Kaspiska hafið er frárennslis-
laust innhaf. Menn höfðu veitt
því eftirtekt, að það stóð mis-
munandi hátt frá ári til ars, og
var: j«frry«i talifi, ftð vatnshaeöin
væri regubundnum breytingum
undirorpin. Brúckner fann, að
þarna var um sveiflur að ræða,
sem endurtóku sig að meðaltali
á 35 ára fresti. En þó gat hér
skeikað mdklu, þvi að minnst
liðu aðeins 12 ár, en mest 79 ár
á milli þess, að vatnið stóð lægst,
en á milli mestu vatnshæðar liðu
frá 32 upp i 58 ár.
Eftir þetta lá beint við að
hugsa, að svipaðar breytingar
mætti finna i úrkomunni. Enda
varð sú raunirr á, og auk þess
bar að sama brunni með hita
og ýms önnur fyrirbrigði, svo
sem breytingar á jöklum o. fl.
Og það er langt frá því, að
Kaspiska hafið sé eitthvert eins-
dæmi um slíkar breytingar, þvi
að Brúckner fann þær og i
mörgum öðrum f rárennsUslaus-
um vötnum eða höfum, þar sem
hægt var að koma slíkum rann-
sóknum við. Og meira að segja
gat hann sýnt fram á svipaðar
reglubundnar breytingar, þótt
minni væru, í höfum eða vötn-
um með frárennsli, svo sem í
Svartahafi, Eystrasalti og víðar.
Má af þessu ráða, hversu mjög
ár og vötn eru háð úrkomunni
og breytingum hennar, og verð-
ur nánar komið að þvi siðar
í þessari grein.
Hringrás vatnsins. Hvert
mannsbarn veit, hvað átt er við,
þegar talað er um hringrás
vatnsins . Vatnið gufar að stað-
aldri upp frá sjó, vötnum, ámog
votlendi, en fellur fyrr eða sið-
ar aftur til jarðar sem regn eða
snjór eða úrkoma í einhverri
mynd. Uppgufun og lirkoma
standast á, þegar til lengdar læt-
ur, ef litið er á jörðina i heild.
En mjög er þessu misskift, eftir
því hvar er á hnettinum. 1 hita-
beltinu er uppgufun yfirleitt
miklu meiri en úrkoman, eink-
um á staðvindasvæðunum og
undh* hvarfbaugunum. Annars-
staðar er uppgufun minni en úr^
koman, og þá fyrst og frenjst i
héímskautabeltunum og kald-
tempruðu beltunum. En auk
breiddarstigsins koma þarna til