Vísir Sunnudagsblað - 30.11.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 30.11.1941, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 urrennslið hagar sér, hvort það er jafnt eður eigi, og ennfremur hvað af vatninu verður. Siðara atriðið er jarðfræðilegs eðlis, og læt eg það liggja á milli hluta. En fyrra atriðið, hvernig niður- rennslið hagar sér, skal nú at- hugað. Með því að bera vfirhorðs- breytingar saman við úrkom- una, ætli að mega komast'að niðurstöðu um þctta, eftir lik- ingunni: niðurrennsli = úr- koma -í- (uppgufun + aukn- ing vatnsins). Enn sem komið er verður líkingin þó ekki leyst á fulinægjandi hátt, aðallega af eftirfarandi ástæðum: 1. Upp- gufun er óþekkt. 2. Erfitt er að ákveða með vissu úrkomusvæði vatnsins, þar kemur til greina lega jarðlaga, auk hæðarlínanna sjálfra. 3. Úrkomumælingar hafa aldrei verið gerðar við Kleifarvatn. Um úrkomuna er varla í önn- ur liús að venda en úrkomumæl- ingar á Eyrarhakka, þótt all- miklu geti slceikað frá úrkom- unni við Kleifarvatn. Þó má gera ráð fvrir, að ársúrkoman á báð- um stöðum breytist nokkuð i sömu átt ár frá ári, og megi þvi allmikið læra af þvi, að miða við Eyrarbakkaúrkomuna, eins og Geir Gigja hefir gert. Með því að gera ráð fyrir, að upp- gufun sé nokkurnveginn jöfn frá ári til árs — og hún er yfir- leilt það miklu minni en úrkom- an, að breytingar á henni hafa hér mjög lítil áhrif —, á að vera hægt, út frá líkingunni hér að ofan, að gera sér í stórum drátt- um grein fyrir breytingum nið- urrennslisins, með því að bera saman úrkomuna og yfirborðs- breytingar vatnsins. Þessi sam- anburður verður auðveldari, el’ vér virðum fyrst fyrir oss eftir- farandi tiígátur. . .1. Niðurrennslið er jafnt. Þau ár, sem úrkoman er jöfn með- állagi, breytist vatnið ekki (hér er auðvitað ekki tekið tillit til breytinga eftir árstíðum eða mánuðum). Þegar úrkoman er minni en meðallag, lækkar í vatninu, en hækkar í því þau árin, sem úrkoman er meiri en meðallag. Breytingar úr- komunnar og vatnsborðsins verða því ekki þær sömu, gang- ur línuritanna verður ekki hinn sami, nema í stórum dráttum. Vatnið stendur auðvitað hærra úrkomumikil ár heldur en úr- komulitil ár. En ef t. d. lú’kom- an er meiri en meðallag nokkur ár í röð, heldur vatnið stöðugt áfram að hækka, en lækkar ekki, þótt úrkoman sé eitthvað minni eitt árið en annað, vatnið hækk- ar þá bara minna. — Öll þau ár, sem úrkoman er 'lægri en meðallag, lækkar vatnið, og þó að úrkoman hækki upp und- ir meðallag, heldur vatnið eigi að síður áfram að lækka. Af þessu leiðir ennfremur, að þeg- ar um lengri tímabil í úrkom- unni er að ræða, t. d. Briickners- tímabilið áðurnefnda, þá á vatn- ið að vísu að fylgja sömu hátt- bundnu sveiflunum, en hámark og lágmark vatnsins verður allt- af nokkrum árum á eftir há- marki og lágmarki úrkomunn- ar, eða að meðaltali fjórðahluta úr tímabili. I annan stað á hækkun sú eða lækkun, sem verður á vatninu á vissu timabili, að svara ná- kvæmlega til þess úrkomu- magns, sem fallið hefir umfram meðallag á sama árabili, eða ]>ess, sem vantar upp á meðal- lag (hér er gert ráð fyrir, að flatarmál vatnsins breytist ekki). Ef vatnið hefir t. d. hækk- að um 1 metra á 5 árum, og gert er ráð fyrir, að flatarmál þess sé 10 km2 (10 millj. m2), þá eiga að hafa fallið á sama tíma samtals 10 milljónir m3 umfram meðallag á úrkomusvæði vatns- ins. 2. Niðurrennslið eykst við hækkun Vatnsins, en minnkar við lækkun þess. Hér fer hækk- un eða Iækkun vatnsins ekki eft- ir þvi, hvort úrkoman er meiri eða minni en meðallag, heldur hvort hún er meiri eða minni en niðurrennsli vatnsins + upp- gufun (auðvitað er þvi einnig svo farið i fyrra dæminu, en fyrst niðurrennslið er þar jafnt. mátti alveg eins miða við með- alúrkomu). Línuritin fylgjast hér miklu betur að, línurit vatnsins verður að vísu miklu jafnara, hámark þess og lág- mark koma heldur síðar en á úrkomulínuritinu, bæði af ofan- greindum ástæðum og ennfrem- ur af hinu, sem Geir Gigja bend- ir á (og gildir líka um fyrra dæmið), að áhrif lirkomunnar koma ekki öll fram á vatninu fyrr en eftir á, og getur munað mörgum mánuðum, einkum þar sem vetrarúrkoma á i hlut. Hér verða sveiflurnar á vatnsborð- inu lieklur ekki eins miklar eins og i fyrra dæminu, því að niður- rennslið, sem breytir sér í rétt- um hlutföllum við hæð vatnsins, hefir temprandi áhrif á hæðar- breytingar þess, alveg á sama hátt og venjulegt frárennsli. T. d. mundu 10 millj. m3 af úr- komu umfram meðallag ekki valda eins mikilli hækkun vatns- ins eins og í dæminu á undan. 3 Soapípuniðurrennsli. (hæ- vert). Ef gert er ráð fyrir mörg- um sogpípum, sem liggi mis- munandi djúpt, verður útk. svipuð og i dæminu hér á undan. Ef sogpipan er hinsvegar aðeins ein (eða sín í hvoru vatni, Kleif- arvatni sjálfu og Lambhaga- tjörn, eins og gera verður ráð fyrir, fyrst bæði vötnin halda áfram að lækka, eftir að haftið á milli þeirra er orðið þurrt), kemur fram línurit mjög ólíkt hinum tveimur, með nokkurn- .veginn reglulegum hækkunum og lækkunum á víxl, þeim mun tíðari og óháðari úrkomunni, sem niðurrennslið er örara. Vatnið lækkar, imz sogpípan er orðin tóm, en hækkar siðan stöð- ugt frá ári til árs, livort sem úr- koman er mikil eða lítil, þang- að til vatnið hefir stigið upp í lméð á sogpipunni, þannig að niðurrennslið geti hafizt á ný. Þá dregur skyndilega úr hækk- un vátnsins, eða þá að lækka tek- ur í því, allt eftir þvi, hve mik- il úrkoman er. 4. Óreglulegt niðurrennsli. Linurit vatnsins verður óreglu- legt, mótast ef til vill meira eða minna af úrkomunni, en á þvi verða ýmsar breytingar, sem eru í fullkomnu ósamræmi við úrkomulinuritið. Berum nú saman línurit Geirs Gígja frá Eyrarbakka og Kleif- arvatni, og athugum, hvað lesa má út úr þeim um niðurrennsl- ið. Meðal-ársúrkoma á Eyrar- bakka er 1107 mm, miðað við 50 ára tímabilið 1876—1925. Meðaltal þeirra 17 ára, sem línu- ritið sýnir, er um 100 mm hærra, og ættu þau að hækka allslierj- armeðaltalið lítið eitt. En hvað sem því líður, ])á sýnir línuritið, að úrkoman á Eyrarbakka er lægri en meðallag árin 1928— ’32. Þvi niiður vantar mæling- ar á bæð Kleifarvátns árin 1927 —’29, en næstu 3 ár sýna lækk- un, enda þótt úrkoman sé vax- andi á Eyrarbakka, og með því að aukningin er lítil, þá getur ]>etta komið heim við tvær fvrstu tilgáturnar. Næstu ár sýna alhnikla úrkomu umfram meðallag, enda hækkar ört í vatninu tvö fyrslu árin, en síðan mun hægar. Eitt árið, frá 1935— ’36, lækkar jafnvel talsvert i vatninu, enda þólt úrkoman hafi ekki farið niður fvrir með- allag, a. m. k. ekki sem neinu nemi. Bendir þelta til þess, að niðurrennslið hafi aukizt, og virðist fyrsta tilgátan, að niður- rennslið sé jafnt, þar með úti- lokuð. Og sú skoðun styrkist mjög, ef borin er saman hækk- un vatnsins og úrkomuaukning- in, t. d. á árabilinu 1933—’40, Hækkunin er um 3 m, og ef gert er ráð fyrir, að úrlcomusvæði vatnsins sé 6 sinnum stærra en vatnið sjálft, þá svarar þetta til þess, að úrkoman við Kleifar- vatn hafi verið 500 mm meiri en meðallag allan þann tíma. En nú er úrkoman á Eyrarbakka samtals þessi ár um 1600 mm yfir meðallag, og virðist þetta ó- rækur vottur þess, að niður- rennslið hafi aukizt, og það til mikilla muna. Samræmi línuritanna er það náið, að vísa verður algerlega á bug þriðju tilgátunni og hinni fjórðu, nema ef gert væri ráð fyrir mörgum sogpipum í mis- munandi dýpt. En það virðist æði langsótt skýring og alóþörf. Beinast liggur við að líta svo á, að vatnið renni niður um sprungu eða sprungur í undir- stöðu vatnsins, sem lildega er eðlilegt að hugsa sér, að liggi eftir endilöngu vatninu frá norð- austri til suðvesturs og nái út fyrir vatnið í aðra áttina eða báðar. Niðurrennslið er þá ekki úr botni vatnsins aðeins, og er þar fengin eðlileg skýring á því, að niðurrennslið aukist, þegar vatnið hækkar og nær yfir stærra svæði, auk þess sem vatnsþrýstingurinn hækkar. Hvað er niðurrennslið mikið? Úr þeirri spurningu verður ekki leyst til fulls, en þó ætti að mega gera sér nokkra hug- mynd um það, ekki allfjarri veruleikanum. Og útreikning- arnir, sem hér fara á eftir, ættu að geta orðið til fyllri skýringar — ef ekki til staðfestingar — á tilgátu Geirs Gigja og liugleið- ingum þeim, sem hér hafa verið settar fram, enda þótt þeir séu byggðir á ágizkunum. Eg áætla ársúrkomu við Ivleifarvatn 1700 mm. Það er 55% meira en á Eyrarbakka. Til samanburðar skal þess getið, að úrkomumælingar á Úlfljóts- vatni árin 1933—’36* sýna um 40% meiri úrkornu en á Eyrar- bakka sömu ár. En árin 1928— ’33 mældist 150% meiri úrkoma í Hveradölum á Hellisheiði lield- ur en á Eyrarbakka. Uppgufun á úrkomusvæðinu öllu áælla eg að meðaltali 200 mm á ári, en tilgreini ekki nán- ar hér, við hvað sú áætlun stvðst. Þá er úrkoma -4- uppgufun = 1500 mm á ári, sem eg geri ráð fyrir, að komi óskert til skila i Kleifarvaln, fyrr eða síðar. Eg geng út frá því, að vatnið sé 10 kni2 og úrkomusvæðið allt 6 sinnuni stærra, og er það nálægt þeim tölum, sem Geír Gígja hef- ir látið mér i té. Ársúrkoman á úrkomusvæð- inu verður bá, reiknnð í tonn- um (eða m3): 1.5x60yl08 = 90xl0°m3, m. ö. o. 90 millj.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.