Vísir Sunnudagsblað - 30.11.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 30.11.1941, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Kleifarvatn. Ljósm.: Geir Gígja Horft er til útsuðurs yfir vatniö. Næst á myndinni er Lambhaga- tjörn og er þar hulda afrásin. Nesið, sem sést gánga frá vinstri hlið út milli vatnsins og tjarnarinnar, er Lambhagi. tít frá Lambhaga gengur malareyri, og sést rásin, sem er milli hennar og eyrar þeirrar, er gengur frá norövestur-landinu (hægra megin frá á myndinn). Þessar tvær eyrar, sem nú eru, voru upprunalega ein eyri, er mynd- aðist frá norðvestur-landinu. Viö noröausturhorn Lambhaga sést móta fyrir eyrinni, sem myndaðist þegar vatnsboröiö var yfirleitt lægra en nú, en mestur hluti hennar er í kafi á myndinni (3. gr. í lok ritgeröarinnar). víð Kleifarvatn, og það þó mest rynni neðanjarðar. En hvað sem þessu nú líður þá getur ekki verið að úrkoman sé svo misjafnlega lengi að renna að vatninu, að hún valdi því stund- um, að það hækki í því svo að segja þegar í stað, en stundum ekki, fyrr en eftir ár, eða meira. En þegar litið er á línúrit Geirs Gígju má sjá, að 1932 fer að hækka á sama ári sem úrkom- an eykst, en 1935 þegar úr- koman eykst, er Kleifarvatn svo ósvífið í garð Geirs að vera að lækka í heilt ár á eftir. Lesandinn getur nú dæmt um, hvort málið sé nú ljósara, eða hitt, en áður en Geir Gígja fór að fást við það. Leyndardómur Kleifarvatns. Leymdardómur Kleifarvatns á ekki, eins og Geir Gígja heldur, skylt við hækkun í vatninu, heldur aðeins við lækkun, sem þykir óeðlileg. Það er sagt að vatnið taki stundum kippi, sem það lækkar á óskiljanlegan hátt. Svo er mælt, að menn, sem hafi átt erindi að vatninu á haustin, og svo aftur að vori, hafi undrast, er þeir sáu, að vatnið liafði lækkað mikið yfir veturínn, og undrast enn meir, ef þeir vissu að þelta kom ekki nema sjaldan fyrir, að það lækkaði í því yfir veturinn. Um uppgufun gat ekki verið að ræða, nema sára litla, um þenn- an tíma árs. Og því kom þetta ekki fyrir nema einstöku sinn- um? Til þess að skýra þennan leyndardóm, höfðu menn látið sér detta í hug, að frá vatninu lægju göng, en þannig, að þau lægju fyrsi Upp á við, svo venju- lega gæti ekki runnið úr vatn- inu um þau. En þegar valns- horðið væri komið svo hátt, að vatnið fyllti hnéð, þar sem göng- in færu að liggja niður á við, soguðu göngin vatnið til sín. Rynni þá úr vatninu um göng- in, þar til valnsborðið hefði lækkað svo mikið, að loft kæm- isl í þau um opið, niður að vatn- inu. Skýring þessi gæli vel staðist, þar eð göngin þyrftu ekki að liggja Upp á við, nema sem svaraði lækkuninni er yrði á vatninu. Heyrt hefi eg getgátu þessa eignaða Þorvaldi Thorodd- sen, en veit engar sönnur á að hann hafi komið með hana. Engmn vissL hvar þessi göng væru, því enginn hafði séð opið; en vel gat þetta verið fyrir þvi. Elcki þurfti að koma upp nema <efri brún opsins, til þess að fylla göngin af lofti, og þau hættu að soga tíj sín. Og væri öldugangur í vatninu, þegar þetta færi fram, þyrfti vatnsborðið ekki einu sinni að síga niður að efri brún opsins. Málið skýrist. Þannig hagar til við norð- austurenda Kleifarvatns, að öðru megin gengur út í það höfði, er Lambhagi heitir, og er malareyri fram af honum En önnur malareyri er fná hinu landinu, og króast þarna af nokkur hluti vatnsins og lieitir Lambliagatjörn. Þegar ekki er því meira í vatninu, er sundið milli malar- eyranna ekki nemá nokkrar stikur á breidd, þar sem mjóst er. Eg kom þarna að i ágúst 1938. Var slmdið þá 22—24 stilc- ur, þar sem það var breiðast, en mjög grunt þar; ekki nema i mjóalegg eða lcálfa. Þar sem það var þrengra var það aftur á móti dýpra, allt að tveim stilc- um Ofan úr brekkunni í Laml)- haga, þarna á móti, var mjög gotl útsýni yfir malareyrarnar, og hlaut lögun þeirra að vekja undrun þeirra, er eilthvað höfðu fengist við jarðfræði. Skal eg ekki orðlengja um það hér, en eg siá, að eina skýringin á lög- um eyranna var, að straumur lægi úr vatninu inn i tjörnina, þó elckert sýnilegt afrennsli væri úr lienni. Það kom líka í Ijós, þegar eg fór að athuga þetta betur, að straumur var i rennunni, þó enginn hefði fyrr veitt honum eftirtekt. En því aðeins gat vatnið streymt inn í tjörnina (til lengd- ar), að það rynni einhversstaðar úr henni aftur, Og þnr sem livergi rann úr lienni sýnilega, hlaut rennslið að vera einhvers- staðar á botni tjarnarinnar. Með þvi að mæla þverslcurð vatnsins i rennunni, og hraða þess þar, hef eg á ýmsum tím- um mælt livað milcið rennur á milli þarna. Mælitækin er eg notaði, voru æði ófullkomin: eg mældi breiddina með snæri, en dýptina með venjulegu vasa- sentimetermáli (á allmörgum stöðum, og tólc meðaltal af). Hraðann á vatninu mældi eg með 10 stika löngum tvinna- spotla: gáði að límanum sem straumurinn var að teygja úr honum, en taldi valnið fara heldur liraðar en teygðist úr spottanum. Nálcvæmar eru mæl- ingarnar því elclci, én eg voiiast ])ó lil að þær reynist réttar i aðalatriðunum. Daginn, sem eg fyrsl tölc eft- ir því, að straumur væri milli valns og tjarnar, taldisl mér, að þar rynni V2 smálest vatns á selcúndu. Eg gat eklci atliugað vatnið aftur fvrr en eftir nálega viku. Ifafði yfirborð þess þá lælckað eitllivað lítilsháttar, svo sem merkin sýndu, er eg hafði sett við valnið. Hafði afrennslið þrengst við það um 4 til 6 stilc- ur, og var nú ekki nema 16 stikur, þar, sem það var breið- ast. Rann nú elcki nema um Vi smól. þarna á milli, eða helm- ingur þess, sem runnið liafði, þegar eg fyrst athugaði þetta Merkin, sem es hafði seít við tjörnina sýndu, að yfírborð hennar hafði íækkað að mun, eða um 25 sm., þó vatnið sjálft hefði elclci lælckað nema fáa sm. Með þessu öðlaðist eg fyrstu hugmyndina, um hve milcið rynnj niður nni opið, er hlaut að vera á botni tjarnarinnar. Það hlaut að vera meira en þessi milli y2 og Ví smál., er .runnið hafði á sekúndu hverri ]>etta tímabil, er liðið hafði. Þrír vinir minir fóru með mér til þess að hjálpa mér til þess að dýpka rásina, næst vatn- inu, til þess að aulca rennslið. Yar það erfiðara, en eg liafði í fyrslu hugað, einlcum eftir í'yrsta daginn, þvi sandurinn, mölin og hnullungarnir þarna, voru afar fast saman barin, enda vorum við flesta daga að- eins tveir, vjð athuganir þessar við vatnið. Þegar við nú jukum vatns- rásina milli vatns og tjarnar, féll vatnsborð tjarnarinnar eklci jafn ört sem áður. Þegar rensl- ið þarna á milli var orðið um 700 lítrar á selcúndu, var crfitt að sjá, hvort enn fór læklcandi í tjörninni, enda oft gutlandi i henni af vindgáru. Þó mátti á mörgum dögum samanlögðum sjá, að yfirborðið var enn að falla líklegast tvo til þrjá milli- metra á dag). Þegar vatnsrennslið jókst enn, kom þó að því, að yfirborð tjarnarinnar fór að stíga. Á þennan bátt sáum við, að það sem rynni niður um opið á botni tjarnar, (sem þó enginn liefir séð ennþá), væri um 750 lítrar, eða % smálestar af vatni á selc- úndu (um 65 þúsund smálestir á sólarhring). Til þess að lesarinn fái liug- mynd um live mikið þetta er, má geta að það er meira en nóg til þess að fylla 100 síldartunnur á Ví minútu. Það er liðlega þre- falt meira cn það, sem vatns- sveita Reylcjavíkur í'lytur, sem eru 220 lítrar á sekúndu (en hún væri 47 sekúndur að fylla tunnurnar). Hinsvegar er þetla elcki milcið, borið saman við Elliðaárnar, sem flytja 4 smál. á sekúndu, og er það því clcki nema Vr> hluti þeirra. Væri þetta lælcur sem rynni ofanjarðar og væri 25 sm. djúpur (hér um bil í lcálfa), og rynni nokkuð hratt (25 sm. á sekúndu), myndi hann vera tólf stilcur á breidd. Stundum ber öldugangur i Kleifarvatni, sem getur orðið töluverður, möl og sand upp í opið ó rennunni, er vcit að vatn- inu. En þegar rénar i því, hætt- ir að lolcum að renna á milli. Læklcar þá óðum í tjörninni, og tæmist hún sennilega alveg á 1 til 2 vikum (á liðl. 12 sólar- hringum, ef gert er ráð fyrir að Iiún sé 40 hektara, og meðal- dýpi 2 stilcur). Margir liafa séð tjörnina tóma, og sá eg hana þannig sjálfur 1928. Er þar víðast mold

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.