Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 29. febriiar 2. blad FYRSTU HLJÓMLEIKAR THEODÓR ÁRNASON. - Á 150 ára afmæli Mózarts, hins dásamlega tónsnillings, og meistara, hinn 27. janúar 1906, var ekki minnzt einu orði hér úti á íslandi og ekkert aðhafzt i virðingarskyni við minningu hans, sem menn vissu um. En sveitadrengur einn, úti á landi, sem unni tónlist meira en öllu öðru, — þó að varla gæti heitið, að hann þekkti hana nema að nafni, — og Mózart umfram alla aðra tónsnillinga, sem hann hafði heyrt getið um, átti ákaf- lega annríkt um þær mundir, einmitt vegna Mózarts. Hann hafði ráðizt í að þýða ofurlítið kver um bernskuár tónsnillings- ins, — „Æska Mózarts" hét kverið hjá honum á íslenzku, — og handritið var tilbúið og kver- ið hefði getað komið út á 150 ára afmælinu, ef einhver hefði fengizt útgefandinn. En því var ekki að heilsa. Þessi fátæklegi sveigur var lagður á leiði hins mikla meistara — í huganum. Þessi sveitadrengur kom til Reykjavíkur um haustið og réð- ist til manns, sem hafði með höndum blaða- og bókaútgáfu. Drengurinn sýndi húsbónda sínum handritið. Og það var vist fyrst og fremst til að gleðja drenginn, því að þessi útgefandi var honum undur góður, að MOZARTS hann réðist í að gefa kverið út, án þess að hann hefði sjálfur nokkra trú á því, að þessi bók seldist. Þannig komst „Æska Mózarts" á prent, að vísu ári á ef tir áætlun, — en mikið var drengurinn glaður! Nú er langt síðan þessi litla bók hefir sézt i bókabúðum. Og nú var undið að þvi, skömmu fyrir 150 ára dánardægur Mó- zarts að endursegja þessa fra- sögn, auka hana og lagf æra. Var til þess ætlazt að þessi nýja út- gáfa, sem nú heitir „Undra- barnið Wolf gang Mozart" kæmi út 5. desember, ura leið og bók- in sem Tónlistarfélagið gaf út: „Síðustu dagar Mózarts". Af þessu gat ekki orðið. Stóð þó ekki á útgefanda að þeirri bók, og er líklegt að hún komi fyrir almennings sjónir áður en langt um líður. 150 ára dánardægur Mózarts hefir verið minnzt á ýmsa lund hér: litilsháttar í blöðum, með hljómleikum, sem Tónlistarfé- lagið stóð fyrir, bókinni, sem \ áður er nefnd, og loks hefir út- varpið helgað Mozart nokkuð af tíma sinum of tar en einu sinni, dánardaginn og næstu daga. Til þess að gefa mönnum of- urlitla hugmynd um „Undra- barnið" Wolfgang Mozart, birt- ist hér nú kafli úr hinni ójirent- uðu bók þeirri, sem að framan er getið. Leopold Mózart, faðir Wolf- gangs, réðist i það að fara i hljómleikaleiðangur með syst- kinin, Wolfgang og Nannerl (en hún var nokkurum árum eldri en Wolfgang), til Vinarborgar, snemma á árinu 1762. Vinar- borg var þá höfuðból lista og vísinda, og þótti mikils um það vert, hverjar viðtökur Vínarbú- ar veittu tónlistarmönnum. —o—- Það var Leopold Mózart fagn- aðarefni, að hann varð þess bfátt áskynja, þegar til Vinar- borgar var komið, að hann átti þar vini og Wolfgang litli að- dáendur, fleiri en um var vitað. Voru það málsmetandi menn Eftir Theodór Ao'iiasons og tignir, sem ýmist höfðu frétt kynjasögur um drenghnokkann, eða sjálfir átt kost á að heyra til hans, annaðhvort i Salzburg eða Linz, en þar haf ði hann lát- ið til sín heyra í salakynnum heldra fólks. Eru þar einkúm til nefndar tvær manneskjur, greifi nokkur, Palffy að nafni og greifafrú Salzendorf, sem bæði sýndu Mozartfjölskyld- unni mikla alúð og umhyggju- semi, þegar það spurðist að þau væri komin til Vinar, kynntu þau hinu tignasta aðalsfólki og komu þvi til leiðar, að fjöl- skyldunni var boðið til keisara- hirðarinnar. Wolfgang var nú svo ungur, að þess var ekki að vænta, að hann skildi til hlítar, hvílíkur heiður honum var sýndur, én hinsvegar hlakkaði hann mikið til að sjá alla við- höfnina og skrautið i keisara- MOZART leikur fyrir keisarahirBina í Vínarborg.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.