Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 6
c VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ UM NASREDDIN Sögurnar um Nasreddin komu fyrst út á íslenzku fyrir nærri fjörutíu árum, í þýðingu Þor- steins Gíslasonar. Þær urðu þá mjög vinsælar og eru uppseldar fyrir löngu og orðin fágæt bók. Nú hefir Leiftur h.f. gefið þýð- ingu Þorsteins út á ný og bætt við hana mörgum myndum. Þær hafa verið teiknaðar sér- staklega fyrir þessa útgáfu af frú Barbara M. Árnason og eru haglega gerðar og af gletni og góðum skilningi. Þorsteinn Gíslason þýddi, eins og vitað er, mikið af erlendum bókmenntum á íslenzku og gaf út þýðingar annara. Hann valdi þýðingarnar vel og smekkvís- lega og var sjálfur ágætur þýð- ari. Er þýðingin á Árna eftir Björnson til dæmis um það, bæði sagan sjálf og kvæðin, sem margir kunna og syngja, t. d. „Upp yfir fjöllin háu“. Þá urðu Sjómannalíf og Quo vadis hinar vinsælustu bækur i þýðingu hans og löngu ófáanlegar. Hann þýddi lcvæði og sögur úr norrænum, enskum, frönskum, þýzkum, pólskum, ítölskum og rússneskum bókmenntum, og svo Nasreddin, sem er sýnis- horn tyrkneskra sagna, og með- al beztu og þekktustu kýmnis- sagna í heimsbókmenntunum. Um Nasreddin sögurnar hefir margt verið ritað og eitt af því er ritgerð eftir bollenzka bók- menntafræðinginn Albert Ver- wey. En sú ritgerð hefir verið tekin upp í ágætt og útbreytt safn af úrvalsritgerðum frá öll- um löndum, sem Pritschard hefir gefið út á ensku. Það eru kaflar úr þeirri rit- gerð sem þýddir eru hér á eftir: Hinar skemmtilegu sögur Nasreddins i þekktustu sagna- söfnum Tyrkja koma mér til þess að beina athygli þeirra, sem hafa ánægju af slikum þjóð- sögum, að þeirri staðreynd að sögurnar eru allar samfeld heild og höfundur þeirra sjálfstæður persónuleiki. Þeir, sem rannsaka arfsagnir í þióðsögum, reyna einkum að rekja einstaka siði eða sögu og sama eða mismunandi form aft- ur i tíma ýmsra þjóða. Jafn- framt ánægjunni sem þeir hafa af þvi, að þessar rannsóknir beri árangur, verður það þeim til gleði, að geta styrkt þá tilfinn- ingu að samræmi eða samband sé millí fjarlægra ibúa þessarar jarðar í hugsunarhætti og sið- um. En þeir beina reyndar að jafnaði athygli sinní að einstök- um hlutum, því að venjulega eru það sömu atvikin, eða sama atvikaröðin, sem endurtekst á sama eða svipaðan hátt. Menn finna hingað og þangað einstakar sögur úr safni, en ekki safnið allt. Og hversu skemmti- legt sem það kann að vera fyrir sjálfan mig, að Kabylar t. d. eiga einnig sinn Litla Kláus og Stóx-a Kláus þá get eg ekki fallist full- komlega á þesskonar rannsókn- araðfei'ð, sem að minnsta kosti einu sinni varð til þess að rjúfa augljósa einingu Uionskviðu. . . En hvað sem því líður, það er víst að um einstakar kýnmisög- ur Nasi-eddins liefir margt vei'- ið skrifað, en vai'Ia neitt um þær í heild. . . Samt eru þær einmitt mjög athyglisverðar sem heild, fyrst og fremst af þvi að þær eru eftirlætisbók Tyrkja og ennfremur af því, að þær lýsa persónu Nasreddins, Hodja, sem var að sumu Ieyti prestur og að sumu leyti kennari, sem predik- aði, fræddi og dænxdi mál manna. Nasreddin er sögupei’- sóna, sennilega ai'abisk að upp- rupa, en vai-ð, eins og á bókinni sést, tryknesk þjóðbetja eða eft- irlæti almennings. Nasreddin- sögurnar sýna okkur böfund, sem sjálfur hefir vei'ið náskyld- ur söguhetju sinni og lifir nú í minningu okkar, þó að nafn bans bafi dáið með honum. Það eru ekki einstakar sögur sem valda þessu, þvi að þær höfðu lengi legið dreifðar og tilbúnar til þess að úr þeim 3rrði unnið, heldur persónuleiki þess sem safnaði þeim saman. Nasreddin er í Austurlöndum nokkuð á- þekkur þvi sem Ugluspegiil er á Vesturlöndum. En kýrnni Nas- reddins er sérkennileg og sjálf- stæð, i flokki fyrir sig, eins og hinn franski þýðandi sagnanna bendir á. En Nasreddin er hvorki eins og þýzkt fífl né franskur spjátrungur og i á- reitnislausri kýmni sinni er hann beinlinis andstæða Uglu- spegils með rætni sína. Og til þess að undirstrika mótsetning- una vil eg fara feti lengra og segja, að andspænis Ugluspegli, sem er orðinn til úr ástríðufullri ihugun germansks anda, — þess sama anda, sem einnig reisti gotneskar dómkirkjur, — stendur Nasreddin skólameist- ari, orðinn til úr miklu fíngerð- ara gáfnafári Múhameðsmanns- íns, — úr þeírri hugsun sem einnig reisti-hallirnar i Alham- bra. UgluspegiII og Nasreddin eru öfgar. Germönsk hjarta- hlýja skapaði annan, heilasnilh’ Múhameðsmannsins hinn. Þó að i kýmni Nasi'eddins bregði fyi'ir ádeilu, siðvendni eða jafn- vel rætni þá er þetta ekki annað i eðli sínu en leikur skarpra gáfna. Þetta sést t. d. á sögunni um það þegar Nasreddin átti að prédika: Einu sinni átti Nasreddin kennari að pi’édika fyrir söfnuð- inum. Menn gerðu sér miklar vonir um í'æðu lians. Þegar hann konx upp i pi'édikunarstólinn, sneri bann sér til safnaðarins og mælti: Vinir rnínir, vitið þið, livað eg ætla að segja ykkur í dag? Nei, livernig ættum við að vita það? svöruðu nokkrir af áheyr- endunum. ^Fyrst að þið ekki vitið það, þá get eg ekki fundið nokkra á- stæðu til þess að véra að segja ykkur það; mælti Nasi'eddin og gekk rólegur burtu. Næsta sinn, þegar bann átti að prédika, byrjaði hann á sama bátt, en þá var svarað: Já, við vitum vel, livað þú ætlar að segja! Ójá, þið vitið það vel .... jæja, vinir mínir, úr þvi að þið vitið það, þá þarf eg ekki að segja ykkur það! mælti Nas- reddin og gekk burt. Þegar hann átti að prédika í þriðja sinn, komu menn sér saman um, að ef hann kæmi enn með sömu spurninguna, þá skyldu sunxir svara, að þeir vissu það, en aðrir, að þeir vissu það ekki. Þegar Nasreddin kom fram i prédikunarstólimx, spurði hann eins og áður: Jæja, vinir minir, vitið þið nú í dag, hvað eg ætla að segja ykkur? Þá tóku áheyrendurnir að æpa hver i kapp við annan. Sunxir kölluðu: Já, við vitum það! en aðrir: Nei, við liöfum enga hugmynd um það. Nasx-eddin var hinn rólegasti. Þetta er ágætt mælti liann. Þá gela þeir, sem vita það, sagt það liinum, sem ekki vita það. Að svo nxæltu gekk baixn heim, og prédikuninni var lokið. Þó að þarna kenni ósamræm- is er það ekki óeðlilegt eða þvingað. Fyndnin er ekki fólgin í ósamræminu milli safnaðai’ins og prédikunarinnar. Máske er fólgin ádeila i sögunni. Ef til vill er átt við það, að hinn trú- aði söfnuður liafi oftar en einu sinni hlustað virðulega á ræður seixi ekki tóku þessari fram. Kýmniu er þarna leikur skyn- senxinnai', oi'ðaleikur. Yið erum þarna í félagsskap í'æðumanns og fólks, sem hirðir ekki um ærslafulla fyndni, heldur smellna kýmni. Hver er þungamiðja alli-ar kýmni? Hún er undrunin yfir því að það sem aðeins sýnist vera, kemur í stað þess sem í-aunverulega er .... Það er augljóst að maður, senx talar á þennan lxátt, er öruggur. Orð hans sýnast vera sannleikur. Sá Þegar möndulveldin sogðu Bandaríkjunum stríð á hendur, var liert mjög á eftirliti nxeð þeiín ítölum, Japönum og Þjóðverjum, þar í landi, sem taldir voru séi-staklega vin- veittir fjandmönnunum,. M. a. var þeim bannað að eiga lítvarpstæki. Á myndinni sést Japani einn í Los Angeles vera að afhenda lögreglunni tæki sitt,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.