Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 8
vlsm síjnnudagsblaö SÍI>A\ Elztu olíulindir Bandaríkj- anna — i Pennsylvaníu — sem ekki hafa verið notaðar í mörg ár, eru nú aftur teknar til starfa. Stafar þetta af því, að fram- leiðsla Austurríkja Bandaríkj- anna á olíu hefir ekki fullnægt eftirspurninni, síðan skortur fór að verða é tankskipum til flutn- inga frá Suður- og Vesturríkj- unum. - • I London eru menn svo vissir með sigurinn, að fyrirtæki eitt er farið að bjóða til leigu sæti, þar sem hægt er að sjá sigur- gönguna eftir ófriðarlokin. • Þegar sólin skín í heiði í Tex- as, er hún svo björt, að birtan er jafngildir birtunni af 13.000 kertum á hvert ferfet. • Tímasprengja hafði fallið á oliugeymi í London, sem i voru 2000 lítrar af oiiu. Sprengjan gat sprungið á hverri stundu, en engin tök voru á að ná sprengj- unni, nema með þvi að tæma geyminn fyrst. Það var gert með því að dæla oliunni úr lionum, en dæluhúsið var í 12 feta fjar- lægð. William Mason hikaði ekki. Hann hauðst til að stjórna dælunum og klukkustundu eftir að geymirinn var tómur, sprakk sprengjan. • Herstjórnin ástralska er að gera tilraunir með að láta skrið- drekastjóra eta efni, sem heitir „carrotin“, en það er unnið úr hráum rófum. Er talið, að ef menn fái nóg af „carrotin“ geti þeir ekið að næturlagi án þess að notast við Ijós. • Frægasta reykjapípa í heimi — pipa, sem Sir Walter Raleigli notaði — er týnd og mun vera eyðilögð. Pípan var eign Dun- hill- pipusmiðjanna i London. Féll sprengja á hús það, sem Dunhill-skrifstofurnar voru í, og eyðilagðist það. Var gerð margra daga árangurslaus leit að pípu Sir Walters. • í ástralska hernum eru ellefu bræður og eiga engin hjón jafnmarga fulltrúa í honum, sem foreldrar piltanna. Heitir faðirinn G. E. Smith og eiga þau hjón heima í borginni Monbulk i Victoriufylki. Sjö piltanna eru þegar komnir til Afríku, en hin- ir fjórir eru enn i æfingu. • Edward Wallace Dingle, stýrimaður frá Norðymbralandi á Bretlandi, hefir verið sæmdur heiðursmerki fyrir að sigla björgunarbáti, sem i voru 28 sjómenn, 1000 mílur til hafnar í Bretlandi. Hafði skipi þeirra verið sökkt á miðju Atlantshafi. • Náttúrufræðafélagið ame- ríska hefir tilkynnt, að fundizt hafi í Chile nýr málmur, sem hlotið hefir nafnið „cadwalad- er“, eftir forseta félagins Char- les M. B. Cadwalader. Málmur- inn fannst i Atacamá-eyðimörk- inni í Chile. • Nýlega fannst í borginni Monterey í Kaliforníu æfagöm- ul fallbyssukúla. Sagnfræðing- ar telja kúluna vera frá árinu 1818, en þá var Kalifornia mexi- kanskt land. Það ár réðist franski sjóræninginn Hypolyte Bouchard til landgöngu hjá Monterey, náði borginni á sitt vald og rændi þar og ruplaði. • Ástralíumenn ætla sér ekki að missa konurnar úl úr liönd- unum á sér, síðan þær urðu svo nauðsynlegar til að vinna ýms framleiðslustörf. Fyrir nokk- uru voru sett um það lög, að engin kona á aldrinum 16—60 ára mætti fara úr landi, néma hún færi opinberra erinda eða af einhverjum mjög áríðandi á- stæðum. • Glæsilegasta skipi I lollend- inga, 20.000 smálesta farþega- skipinu Oranje, hefir verið breytt í spitalaskip. Nýlendu- stjórn Hollendinga i Austur-Ind- ium lét breyta skipinu, svo að það tæki 800 sjúklinga og lánaði það síðan ástralska hernum. • Það gerir ekkert til, þó að piltarnir, sem ganga í riddara- liðið í Kansasfylki i U. S. kunni ekki að dansa, þvi að dans- kennarar hafa boðizt til að kenna þeim tango, rumba o. s. frv. fyrir ekki neitt, eitt kvekl í viku. • Hermenn í ástralskri skrið- drekavarnasveit liafa sett met i eins dags liergöngu. Þeir gengu 72 km. á 15 klst. og 45 mín., en raunverulegur göngutími var 12 klst. Þessi sveit hafði gengið 40 km. á hverjum degi í þrjá daga, áður en metið var sett. Fyrra metið átti önnur áströlsk skrið- drekavarnasveit, sem gekk í maí 69.2 km. á 12 klst. Köngurloarvefur ÞaÖ er ekki neitt fágætt fyrirbrigÖi, aÖ sjá köngur- lær og köngurlóarvefi, en hitt er miklu sjaldgæfara, að sjá af þeim.mynd. — Myndin, sem hér birtist, var tekin í Almannagjá s.l. sumar, en þar halda köngurlær sig mikið á sumrin og vefa þá milli klettanna í gjánum. Er sérstaklega gaman að sjá vinnuhætti þessara hug- vitssömu dýra og af hví- líkri snilld þær vefa vefi sina. Bankar og stórverzlanir í London hafa bannað kvenfólki þvi, sem hjá þeim starfar að ganga sokkalaust. Gerir þetta stúlkunum mjög erfitt fyrir, þvi að þótt þær noti alla fata- skömmtunarseðla sína til sokka- kaupa, geta þær aðeins keypt 33 pör á ári. • Rauðskinnum i Kanada hefir farið ört fjölgandi síðastliðin 10 ár. Er aukningin talin stafa af þvi, að þeir njóta nú hetri lækn- ishjálpar en áður. Rauðskinnar eru laldir 180.000 í Kanada nú. • Árið 1914 setti Miss Gertrude Fox, sem bjó í Wilmington, Delaware í U. S. A., kort í póst- inn og átti það að fara til vin- konu hennar í Fíladelfíu, sem er aðeins 5 km. í burtu. Kortið kom aldrei til skila — fyrri en nú fyrir skeminstu — eflir 27 ár. • Dauðsföllum af krabbameini hefir fjölgað mjög í Buenos Aires i Argentínu síðustu árin. Árið 1926 dóu 8.45 af hverjum hundrað úr krabbameini, en 1940 14.75 af hverjum hundrað. • í Tyrklandi er fyrir nokkuru byrjað á að semja alfræðibók um Tyrkland og Tyrki. Bókin verður kennd við Inonu forseta og á að verða 14—16 bindi. Það eru ritstjórar tyrlcnesku blað- anna, sem ætla að sjá um að safna efninu og gefa bókina út. Fremstur í flokki er ritstjóri blaðsins Yeni Sabah, en það er mjög þekkt og lieitir hann Hus- yin Cahit Yalcin. • Fyrir nokkuru varð tóbaks- skortur í Ástralíu og tóku þá tóbakssalar í Adelaide upp á þvi, að selja aðeins karlmönnum sigarettur. Kvenfélög um ger- valla Ástralíu risu þá upp og kröfðust þess, að jafnrétti væri Iátið gilda í þessum efnum — og var því lofað. • Engir hermenn eru eins vel launaðir og áströlsku hermenn- irnir. Lægstu laun fyrir ókvænt- an hermann nema um 300 lcr., en kvæntur undirliðþjálfi (corporal) fær minnst 540 kr. Kvenfólk, sem er í ástralska hernum fær a. m. k. 100 kr. á mánuði. • Öldungadeild þingsins í Cosla Rica í Mið-Ameríku hefir sam- þykkt að stækka fastaherinn úr 20 í 500 menn. Jafnframt var forsetanum veitt heimild til þess að stækka herinn upp i 5000 menn, ef innanlandsfriðin- um er stofnað í hættu, en engar takmarkanir voiu settar, ef hætta væri á, að Costa Rica flæktist inn í styrjöld við önn- ur ríki. • Bændurnir í Pennsylvaníu- fylki munu vera hinir bezt stæðu í Bandaríkjunúm. Fimm af hverjum sjö eiga fólksbíla. AUs eru 169.027 bóndabæir i fylkinu og eiga bændur á 124.784 þeirra fólksbíl. Vörubíl eiga 38.980 og traktor 50,968. • Arthur Joseph Cunningham, 48 ára gamall Lundúnabúi var nýlega staðinn að innbroti í Southwark. Var hann búinn að brjóta upp peningaskáp í skrif- stofu einni, þegar lögreglan kom á vettvang. — Cunningham hélt því fram í rétti, að föður- landsást liefði knúið sig til að fremja innbrotið — hann hefði ætlað að ná í peninga til að standa straum af uppgötvun á tæki, sem átti að geta eyðilagt flugvélar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.