Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 15. marz mmammmitmgmmmmmmmmmmmmma 4. blad Alexander Pushkin: Undir lok ársins 1811, sem lengi mun minnst i sögu þjóðar vorrar, bjó hihn ágæti Gavril Gavrilovitch að ættarsetri sínu Nenaradova. Hann var maður héraðskunnur fyrir góðvild sína og gestrisni. Nágrannarnir komu tiðum i heimsóknir til hans, sumir til þess að neyta hinna góðu rétta, sem á borð voru bornir, aðrir til þess að spila fimm kópeka Boston við konu Gavrils, Praskoviu Pet- rovna, og enn aðrir til þess að virða fyrir sér dótt'ur þeirra hjóna, Mariu Gavrilovna, föl- leita, grannvaxna seytján ára mær. Hún var talin hinn bezti kvenkostur og margur var sá inaðurinn, sem mundi enga fremur hafa kosið sér fyrir tengdadóttur. María Gavrilovna hafði.lesið mestu kynstur af frönskum skáldsögum ogvarð þvi snemma ástfangin. Var það fátækur und- irlautinant i hernum, sem unnið hafði hug hennar og hjarta, og kynntust þau, er hann dvaldi i þorpinu í heimferðarleyfi. Það þarf ekki að fara i neinar graf- götur um það, að pilturinn bar jafnheita ást i brjósti til Maríu sem hún til hans — og vitanlega vildu foreldrar mærinnar, sem sáu hvert krókurinn beygðist, hvorki heyra piltinn né sjá, — honum var visað á dyr og Maríu bannað að hugsa frekar um hann. .En elskendurnir skrifuðst á með leynd og hittust daglega á afviknum stað, nálægt gamalli kapellu í furuskóginum. Þar hétu þau hvort öðru ævarandi tryggðum, hörmuðu grimmileg örlög sín, og ræddu framtíðar- áform sín. Er svo hafði fram f arið um hrið og þau höf ðu rætt þetta fram og af tur komust þau, svo sem líklegt má þykja, að þessari niðurstöðu: Ef við getum ekki lifað hvort án annars, og þrái harðlyndra foreldra er okkur þrándur í götu, hvi skyldum við þá taka tillit til þeirra? Svo sem að líkum lætur var það elskhuginn, sem fyrst lét Hi'íðarveður þessar skoðanir í ljós, og hin ásthneigða María Gavrilovnavar honum af hjarta samþykk. Nú gekk vetur i garð og þau gátu ekki liitzt úti í skóginum, en þau skrifuðust á tiðar en nokkuru sinni. Pilturinn, Wladi- mir Nikolaievitch, tjáði henni ást sína með fögrum orðum í hverju bréfi, og lagði að henni að gera sem hann bað, en hann hafði nú fengið þá flugu i koll- inn, að hyggilegast væri fyrir þau að flýja með leynd, ganga i héilagt hjónaband, halda svo kyrru fyrir á einhverjum af- skekktum stað um tíma, og koma svo heim og biðja foreldra Maríu fyrirgefningar Mundu þau vafalaust hrífast að lokum af áræði þeirra og tryggð og vikna vegna þess hve innilega þau iðruðust, taka þeim opnum örmum og segja: „Komið i faðm okkar, börnin góð!" Maria Gavrilovna hugsaði um þetta fram og af tur lengi, lengi, og hún hafnaði hverri flóttatil- lögunni á fætur annari En loks féllst hún á ráðagerð þessa: Kvöldið fyrir flóttann átti hún að kvarta um lasleika, hafna kvöldverði, og fara snemma að Mtta vegna óþolandi höf uðverks. Þerna hennar átti að vera með- hjálpari þeirra. Þær áttu að fara út i garðinn bakdyramegin, en handan við garðvegginn skyldi sleði hafður til taks. Mar- ía og þernan ætluðu svo að aka til þorpskirkjunnar í Jadrino, sem er um það fimm mílur veg- ar frá Nenaradova. Og i Jadrino yrði Wladimir að sjálfsögðu að bíða komu þeirra. Mariu Gavrilovnu varð ekki svefnsamt daginn aður. Hún tók fatnað þann, sem hún ætlaði að hafa meðferðis, og gekk frá hon- um og skrifaði tvö bréf. Annað var til vinstúlku hennar, langt og ítarlegt, en vinstúlka þessi var á líku reki og hún, viðkvæm og ásthneigð. Hitt bréfið var til foreldra Maríu. Hún kvaddi þau mjög innilega, afsakaði fram- ferði sitt með þvi að segja, að ofurvald ástarinnar réði gerð- um sínum, og fullvissaði þau að lokum um, að það yrði ham- ingjuríkasta stund lífs hennar, er hún gæti komið heim aftur, varpað sér á kné fyrir framan þau og beðið þau fyrirgefning- ar. Þegar hún hafði innsiglað bæði bréfin, með innsigli, sem á voru tvö hjörtu með viðeig- andi áletrun, hallaði hún sér út af. Það var komið undir morg- un. Hún mókti annað veifið — var alltaf að vakna, en þegar mók seig á hana af tur dreymdi hana ógurlega drauma. Fyrst dreymdi hana, að faðir hennar kæmi, þegar hún var nýsest í sleðann, drægi hana á brott og kastaði henni fram af hyldýpis barmi. Þar næst dreymdi hana, að Wladimir lægi blóðugur á snævi þaktri jörðunni. Hann var að dauða kominn og sár- bændi hana að giftast sér áður en allt væri um seinan. Aðrar draumsýnir, sumar hinar ógur- legustu, komu hver á fætur annari. Og loks reis hún á fætur fyrr en vanalega og hafði mik- inn höfuðverk. Nú þurfti hún ekki að gera sér upp höfuðverk. Foreldrar hennar tóku eftir, að hún var ekki eins og liún átti að sér og spurðu hlýlega og af við- kvæmni: „Hvað gengur að þér, Masha? Ertu lasin, Masha?" Þessar spurningar bökuðu henni sárs- auka. Hún reyndi að láta sem ekkert væri og vera kat og glöð, en tókst það ekki. Og loks var dagur að kveldi kominn. Tilhugsunin um, að þetta væri seinasti dagurinn i heimaranni, lagðist þungt á hana. Hún var föl sem nár. Og i hátiðlegri þögn kvaddi hún allt, sem henni var kært. Alla, sem í kringum hana voru, allt, sem í kringum hana var. Kvöldverður var iá borð bor- inn. Hún hafði ákafanhjartslátt. Titrandi röddu sagði hún, að hún hefði ekki neina matarlyst. Svo bauð hún foreldrum sínum góða nótt. Þau kysstu hana og óskuðu henni allrar blessunar eins og þeirra var vandi og henni veittist erfitt að verjast gráti. Þe.gar hún var komin inn í herbergi sitt varpaði hún sér i hægindastól og grét beisklega. Þerna hennar bað hana vera ró- lega og hvatti hana til að vera hugrakka. Allt var tilbúið. — Innan hálfrar stundar iegði hún af stað, til þess að fara frá for- eldrum sínunTað fullu og öllu. Hið áhyggjulausa ungmeyjar- líf var þá að baki___ Hún leit út um gluggann, út í húsagarðinn. Það kyngdi niður snjónum og við og við hvein vindurinn og hristi glugga- hlerana. Henni fannst allt boða, að illa f æri. Brátt var orðið dauðahljótt í húsinu. Allir voru í fasta svefni. Masha Jók sjal og vafði um herðar sér, fór i hlýja kápu, tók kistilinn með dóti sinu i aðra hönd sér, og fór niður bakstig- ann. Þernan kom á eftir henni með tvo pinkla. Þær lögðu leið sína út í garðinn. Það var sama hríðarveðrið og snjórinn' þyrl- aðist i andlit þeirra, eins og til þess að stöðva hina ungu mær á flótta hennar. Með nokkurum erfiðismunum komustþærþang- að sem sleðinn beið. Hestunum var kalt og ekillinn étti erfitt með að hemja þá. Hann hjálpaði mærinni og þernu hennar að koma sér fyrir á sleðanum, lagði kistilinn og pinklana við fætur þeirra, settist í sæti sitt og ók svo af stað og fór geist. Við skiljum nú við Terscha, ekil Wladimirs, Möshu og þernu hennar og víkur nú sögunni að Wladimir, unnusta Möshu. Hann hafði vérið á ferð aJlan daginn. Fyrst ók hann á fund prestsins í Jadrino, og tókst hon- um, með jniklum erfiðismun- um, að ná samkomulagi við hann. Þar næst fór hann á fund manna þar i sveitinni, til þess að biðja þá að vera giftingar- votta. Fyrst fór hann á fund manns, sem verið hafði merkis-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.