Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 DYRASOGUR EFTIR BERGSTEIN KRISTJÁNSSON 9. Missir. Haustið var komið, blöðin farin að falla af viðnum, grösin farin að blikna, sólin að lækka á loftinu, farfuglarnir að hópa sig, og Siggi á Brekku hættur að „Unga stúlkan leit upp, eins og í leiðslu, en henni virtist lít- ast sæmilega á mig............. Óskiljanleg, ófyrirgefanleg létt- úð greip mig. Eg tók mér stöðu við lilið hennar fyrir framan prédikunarstólinn. Presturinn liafði hraðan á. Þernan og þrír menn studdu hina ungu mær og höfðu ekki hugann við annað. Og presturinn gaf okkur saman. Við vorum hjón. „Kyssist svo sem venja er til,“ sögðu giftingarvottarnir. „Konan mín leit upp, náföl, og þegar eg beygði mig niður til þess að kyssa hana, veinaði hún: „Ó, það er ekki hann, það er ekki hann!“ Og í sömu svifum hneig hún í yfirlið. Þeir, sem viðstaddir voru, horfðu á mig eins og lostnir reiðarslagi, en eg snerist á hæli og fór út úr kirkjunni sem hrað- ast, lienti mér upp í sleðann og kallaði tíl ekílsíns: „Af stað sem skjótast“. „Guð minn góður“ sagði María Gavrilovna, „og þér vitið ekki hvað varð af vesalings konunni yðar?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Bourmin, „né heldur veit eg hvað þorpið lieitir, þar sem við vorum gefin saman. Þegar þetta ' bar við hafði eg ekki meiri á- hyggjur af þessu ódrengskapar- bragði mínu en svo, að eg sofn- aði áhyggjulaus í sleðanum, og vaknaði ekki fyrr en undir morgun, er við komum að næstu póststöð. Þjónn minn, sem þá var, féll í stríðinu, og eg glataði allri von um, að hitta nokkuru sinni aftur þá konu, sem eg lék svo grátt. Sannarlega hefir mér verið hegnt grimmilega“. „Guð minn góður, guð minn góður,“ sagði María Gavrilovna og greip í hönd hans, „það vor- uð þá þér — og þér þekkið mig ekki aftur?“ Bourmin varð fölur sem nár — og varpaði sér á kné fyrir framan hana. sinala ánum nema annan hvern dag. Þá var það eitt kvöld, að hann gekk fram með ánni i liægðum sinum eftir ánum, að hann sá kjóa vera þar á flögri og loks staðnæmast lijá tjaldi, sem sat þar á aurnum. „Sæll vertu“, sagði kjóinn. „Komdu sæll“, sagði tjaldurinn glaðlega, „en hvað ógn ertu dapur og af þér genginn, eins og þú varst glaður og öruggur, þegar við vorum samferða hingað til landsins í vor“. „Ó, já“, sagði kjóinn, „vonir mínar hafa brugðist og eg er nú orðinn ein- stæðingur, og ef þú vilt nú hlusta á mig, skal eg segja þér söguna af því, hvernig það vildi til." Tjaldurinn kvaðst feginn vilja heyra sögu hans og þá mælti kjóinn á þessa leið: „Eg vonaði, að eg eignaðist hér stóra og fallega unga, og var fyrirfram búinn að hugsa mér stað fyrir hreiðrið mitt. Þegar eg svo kom, var heiðin farin að grænka og eg fór að búa um mig og bjó mér til ágætt lireiður, og eignaðist í það von bráðar tvö egg. Allt gekk nú vel; heiðin grænkaði dag frá degi og var nú orðin skrúðgræn. — En um þetta leyti fór eg að verða var við nýjan gest, sem oft þurfti að fara um heiðina. Það var dálítill drenghnokki. Eg reyndi að ógna honum og reka hann af heiðinni, en hann var því nærgöngulli, og loks varð eg var við alvarlega viðleitni hjá honum til að finna hreiðrið mitt. Hann gekk um móann góða stund á hverjum degi og loks fann hann hreiðrið. Eg féll þá til jarðar, og mér fannst sem verið væri að slíta hjartað úr brjósti mínu. Eg hljóðaði af angist og dró vængina, en liann bara hló að mér. Næst, þegar eg kom að hreiðrinu, var það tómt, og síðan hefi eg ekki séð ’glaða stund.“ ★ Ungi vinur! Varst það þú, sem, rændir kjóann og ollir honum þessarar sorgar? 10, Níðingsverk. Vorið og æskan! Milli þeirra er mikill skyldleiki. Margur nrannshugurinn hefir orðið innilega hrifinn af þvi að sjá móður vora jörð skrýðast í sum- urskrúðann. Frá mörgu brjósti hefir yndi vorsins þítt klaka angurs og ama, margt augað hefir hvílst við að horfa um ið- græna velli og spegilslétt vötn, og ldusta á hjal silfurtærra lækja. En aldrei finnst mér þessi feg- urð ná fullkonmun sinni fyrr en ungviðið leikur sér um hag- ann, fyrr en grundir og hlíðar iða af glaðværtim hljómum og leikjum fugla, lamba og folalda. Helgi bóndasonur hafði séð þetta, ár eftir ár, og morguninn sem frá verður sagt, var einn af þeim, sem hafði allt þetta líf og fjör fram að bjóða. En Ilelgi tók ekki eftir því, hugur hans var bundinn við annað viðfangsefni. Ef til vill hefir hann verið að hugsa um það, að hann var einkasonur rík- asta bóndans í sveitinni, og inn- an skannns yrði liann liöfðingi í héraði og réði yfir mörgum húskörlum og stórri jörð. Þenna morgun gekk hann út í haga að huga að lambám föður síns. Allt umhverfis hann iðaði af ungviði, dýrum og blómum, og loftið kvað við af söng fugl- anna. Helgi gekk leiðar sinnar kaldur og ósnortinn af umhverf- inu. Allt í einu kemur hann auga á unga hryssu, sem faðir hans átti. Hún var fyrir stuttu köstuð og rann folaldið við hlið hennar. Helgi leit kuldalega til hennar og sagði við dreng, sem með honum var: „Þessa meri á að selja á markað i sumar; pabbi hefir þegar ákveðið það. Það verður að drepa folaldið hennar og líklega er eftir engu að bíða með það, þvi markaðir verða snemma i sumar, og þá þarf hún að vera búin að jafna sig og hætt að mjólka. Og hann lét ekki standa við orðin tóm, heldur réðist að folaldinu og drap það að móðurinni ásjáandi. Móðirin unga stóð fyrst sem höggdofa, og var sem blóðið hefði slansað í æðum hennar. En allt í einu blossaði heiftin og hefnigirnin upp í huga henn- ar, og hún æddi að Helga, beit hann af öllum mætti og barði með framfótunum. Helgi hafði enga orku til að standa á inóti lieift hins tryllta dýrs, en gat með aðstoð drengsins og þó naumlega flúið heim til bæjar meiddur og lemstraður, * Gömul kona á bænurn hafði orð á því, að þetta væri óhappa- verk og lítið gæfumerki, og gamla konan hafði rétt fyrir sér. Þeir, sem bera í brjósti hug- arfar, sem svona verk geta sprottið af, eiga í vændum að finna til líkra tilfinninga og þetta verk skapaði hinu vilta, djarfa og viðkvæma móður- hjarta. 11. Keppinautar. Enginn getur vitað, hvað þeir smáfuglar eru rnargir, sem ljóð Þorsteins Erlingssonar hafa bjargað frá hungurdauða. Hin alkunnu kvæði „Vetur" og „Sið- asta nóttin“ hafa vakið margan góðan mann til umhugsunar um eymd þessara litlu vetrargesta, sem safnast í hópum heim að bæjunum, þegar jörðin er liulin af snjó og klaka. Þá þarf að taka vingjarnlega á móti þeim. Moðsalli er til i hverri jötu, og því Iiægt um Iiönd fyrir fjár- mennina að framreiða þeim máltíð, þó föngin séu fábreytt. Sama er að segja um vísuna „Hreiðrið mitt“. Þau blíðu og viðkvæmu en þó látlausu orð, sem skáldið lætur fuglinn á- varpa manninn með, hafa án efa bægt mörgum frá að ræna hreiður fuglanna á vorin. Hér verður sagt frá föður og dóttur, sem urðu einskonar keppinautar um hylli snjótitl- inganna. Það var um hávetur. Jörðin var hulin klaka og snjó, svo að hvergi sá dökkan díl, nema klettana, sem stóðu hér og hvar kaldranalegir upp úr snjóbreið- unni. Litlu fuglarnir liöfðu leit- að á náðir þeirra árangurslaust, og því höfðu þeir flúið heim að'- bænum. Það bar oft við, að eitt- hvað þeim til hjálpar hrykki af borðum. mannanna. Helgi bóndi hafði gætur á háttum þeirra. Hann tók mikið af salla úr lambhúsjötum og bjó úr uppmjóa hrúgu i skjóli við Iiúsið. Daginn eftir höfðu fuglarnir rótað úr hrúgunni, og tínt þur fræ og annað góðgæti. En næsta dag brá svo við, að hrúgan var ósnert og enginn fugl sjáanlegur. Fyi-st í stað vakti þetta undrun hans, en ekki leið á löngu áður en hann fengi gátuna ráðna. Helgi átti dóttur á fermingar- aldri. Hún var við snúninga í eldhúsinu hjá rnóður sinni, og sóttist ekki siðui’ en faðir hennar eftir hylli snjótitlinganna. Hún hafði því borið úl á bjamið haframjöl, brauðmola o. fl. handa fuglunum og hafði þeim

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.