Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 15.03.1942, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAf) 7 ,.Þungt er aflid þrautanna“ Þegar eg ritaði frásögnina um mannskaðann í Sporði 2. des. 1892, er birtist í Sunnudags- blaði Vísis 22. apríl 1941, hafði eg elcki átt kost á sumum þeim heimildum, er eg hefi síðar fengið, viðvikjandi draumvís- unni, sem þar er tilfærð, eftir því sem hún gekk manna á milli í Húnaþingi, og gerir sennilega enn í dag. Gunnar bóndi í Gröf, sonur Jóns sáluga í Sporði, greinir svo frá. vísu þeirri er síra Þorvald sál. dreymdi: Þungt er aflið þrautanna, þröngt um kafla dalsmeiða, dimmir kaflar drápshríða, djúpir skaflar örlaga. Ennfremur getur hann þess, að þá í síðustu Borðeyrarferð sinni, á leið vestan Hrútafjarð- arhálsinn — skömmu fyrir and- lát sitt — hafi hann kveðið eft- irfarandi vísu, er hann telur hans síðustu vísu: Engin skímæyndi lér, ekkert skjól fæst lengur. Fram í timann horfi hér, heldimm gríma að sjónum ber. Þessa heimild tel eg örugga. „Þá es scyllt at hava þat heldr, es sannara reynisc", segir Ari Þor- gilsson. í sambandi við þetta get eg þess, sem eg tók ekki fram i sjálfri frásögninni, af hvaða á- stæðum eg birti frásögn mína. Vorii þær aðallega tvær. - Fyrst, að eins og nú er kunnugt, er töluverður áhugi i Húnaþingi fyrir þvi, að safna drögum til héraðssögu. Annað, að allmikið hefir verið ritað um atburð þennan, og l>er að ýmsu leyti ekki saman frásögnum. Prentaðar heimildir eru sem hér segir: ísafold 24. desember 1892; Sagnakver Björns frá Við- firði II, ísafirði 1908; Sighvatur, Reykjavík 1905; Huld II, Rvík 1936. Auk þess þekki eg nokkrar ó- prentaðar heimildir, t. d. nokk- ur dagbókabrot og 3 heildar- handrit. Af þeim séð aðeins eitt. Allar þessar heimildir eru einka- eign, og nefni eg því ekki höf- unda eða eigendur. Að síðustu skal þess getið, að inn í frásögn rnína hafa slæðst tvær ritvillur. Fyrst, að Bjarní á Vatnshamri var tengdasonur — ekki sonur — Árna Snorra- sonar, sonur Sigurðar í Selási. Annað, 'að Gunnar Jónsson mun þá hafa verið 12 ára í stað 11 ára sem frásögnin hermir. Þorsteinn Konráðsson. Kontrakt-Bridge Eftir Kristínu Norðmann §KÁK TefUd í Hastin'gs 193 1. Lög um Kontraktbridge. Gjöfin. Gefið er eitt spil í einu, en velti eitthvert spil upp eða sjáist, meðan á gjöfinni stendur, skal gefið á ný og skal þá sá sami gefa upp aftur. Enginn má snerta spil né taka upp sín spil, fyrr en búið er að gefa öll spilin. Ef ekki er rétt gefið, skal sá sami gefi á ný. Sé gefið í rangri röð og búið að gefa öll spilin án athugasemda, telst það sem rétt gjöf. Sagt of lágt. Ef einhver spil- ari segir af vangá sögn, sem hef- ir lægra gildi en þegar er búið að segja, er hann skyldur að hækka sögnina eins og með þarf. Má þá meðspilari hans ekki segja annað en pass í næstu sagnumferð. Ef hann aftur á rnóti breytir um sögn, (segir nýjan lit eða grand), er með- spilara óheimilt að taka þátt í uppboði sagna eftir það í því spili. Sagt í rangri röð. Segi einhver i rangri röð, þ. e. áður en að honum kemur, skal meðspilari hans segja pass og má ekki taka þátt í uppboði sagna eftir það í því spili. Hafi verið um pass að ræða skal sá, sem varð á að segja í rangri röð, segja pass í næstu sagnumfei'ð. Spilað af rangri hendi. Ef spil- ari, sem að réttu lagi ekki á út- spil, spilar út, geta' mótspilar- arnir krafist að spilað sé út í sama lit af þeirri hendi, sem út- spilið átti. En gefi mótspilarinn til vinstri í, er hann búinn að samþykkja útspilið og verður því þá ekki breytt. Sá, sem, sit- ur yfir (Blindur), má aldrei gefa upplýsingar um útspil, og geri hann það, getur mótspilarinn til vinstri við hann ráðið af hvorri hendinni spilað skuli. Blindur má heldur aldrei snerta neitt spil á borðinu, og verði honum það á, er spilið borðfast. Enginn má taka upp spil, sem búið er að spila út eða gefa í. Réttindi Blinds. Þegar Blind- ur hefir lagt spil sín upp, er þátt- töku hans í spilinu lokið og er honum óheimilt að skifta sér neitt af því. Hann hefir þó þau réttindi, að sé hann spurður um eitthvað viðvikjandi lögum og venjum spilsins, er honum heimilt að svai'a því. Ennfremur að spyrja meðspilara sinn hvort hann sé án litar og leiða athygli hans að þeirri vanrækslu mót- spilaranna, sem brýtur i bága við lög og venjur. Skoði Blind- ur spil mótspilaranna missir liann þessi réttindi. Ósk um endurtekning sagna. Hverjum spilara er lieimilt að spyrja um sagnir, sem, komnar eru og fá svör, áður en að hon- um kemur að segja. Sömuleiðis eftir að uppboði sagna er lokið, áður en fyrsta spili er spilað út. Að svíkja lit. Ef einhver spil- aranna svíkur lit, er honum heimilt að leiðrétta það, sé eigi búið að spila út í næsta slag. En þá geta mótspilararnir krafist þess, að spilið, sem ranglega var gefið í, verði annaðhvort lagt á borðið og farið með það eins og spil, sem sést hefir, eða að sá, sem sveik lit, gefi í sitt hæsta eða lægsta spil í réttum lit. Ann- ars er sú refsing fyrir að svíkja lit, að fyrsta sinn skal afhenda mótspilurum tvo slagi, en síðan einn slag í hvert sinn, ef oftar verður. Þó nær þetta aldrei til slaga, sem teknir voru áður en litur var svikinn. Spil sést. Missi einhver spil á borðið, sýni spil eða gefi upp- lýsingar um spil, skal leggja það spil á borðið fyrir framan mót- spilarann. I fyrsta sinn, sem spilað er út í þeim lit, skal gefa spilið í. En eiganda er heimilt að spila því út, hvenær sem liann fær útspil. Skoðaður síðasti slagur. Ekki má skoða síðasta slag, þegar bú- ið er að taka hann saman og leggja hann niður á borðið, og fá mólspilarar 50 ofan striks, sé það gert. Hér fer á eftir spil úr Bridge- keppninni: .... Hvítt: F 1 o h r. Svart: R e 11 s t a b. 1. c4, c5; 2. Rc3, Rf6; 3. g3, d5; 4. cxd, Rxd; 5. Bg2, Rc7 (Betra er .. RxR og síðan .. g6); 6. b3, e5; 7. Bb2, Be7; 8. Hcl, o-o; 9. Ra4!, Rd7; 10. Rf3, f6; 11. Dc2, Re6; 12. Rh4, Rb6; 13. Rf5!, RxR; 14. bxR, Hb8; 15. f4!, pxp; 16. pxp, He8 (Ef .. Rxf4 þá 17. Dc4+, Re6; 18. Bd5, Kf7 og hvítur vinnur peðið aft- ur, hvort sem hann vill með 19. Rxg7 eða RxB); 17. Hgl! 17. .. Bf8; 18. Bc6!! (hótarbæði að vinna skiptamun og drottn- inguna með Rh6+ og síðan Rf7) 18. .. Rd4; 19. Rh6+, Kh8; 20. Rf7+, Kg8; 21. Rli6+ (til að vinna tíma), Kh8; 22. Rf7+, Kh8; 23. Dc4!, Hxe2+; 24. DxH!, RxD; 25. RxD, RxHgl; 26. Bd5+, Kh8; 27. Rf7+, Kg8; 28. Ivf2, Rh3+; 29. Kg3, b5; 30. axb; Bb7; 31. Bc4, a6; 32. a4, axb; 33. axb, Rxf4; 34. KxR, h5; 35. Hgl, Kh7; 36. Bxf6! gefið, því ef 36. . . gxB, þá Bd3+ og mát í öðrum leik. A K-G-9-2 V ❖ Ás-K-D-10-9-6-2 6-5 A 8-5 ¥ 10-6 ♦ 8-3 * Ás-10-9-8-7-4-2 * D-10-6 ¥ D-G-9-8 ♦ G-5-4 + D-G-3 A Ás-7-4-3 ¥ Ás-K-7-5-4-3-2 ♦ 7 * K N V A S Við sum borðin spiluðu Norð- ur og Suður fjögur hjörtu. Við eitt borðið spiluðu Austur og Vestur fimm tígla og við annað þrjú grönd. Við borðið, þar sem grandið var spilað, byrjaði Suður sögn' á einu hjarta, og spilaði liann út hjartafimmi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.