Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Síða 1
1942 Sunnudaginn 22. marz 5. blad CnðmundMr Friðjonsison: SKRE Sunnudagsblað Yísis flutti i fyrra sögu, þýdda, sem heitir Lygalaupur. Efnið er að þvi leyti nýstárlegt, að það hefir eigi birzt fyrri á voru máli, svo að mér sé kunnugt. Ástalaupum liefir ver- ið gert hœrra undir liöfði í bók- menntum, því að um þá eru skráðar a. m. k. níu liundruð niutiu og niu þúsund níu hundr- uð níutíu og niu sögur, og mun- ar þá minnstu að milljónin sé fyllt. Þessi aragrúi sagna um ástalaupa og strákastirtlur eru svo keimlíkar, að hver saga dregur dám af annari, svo að engin þeirra sælir tíðindum, sem lieitið getur því nafni. Allt er í rauninni sama tóbakið, i litið bx-eyttum umbúðum, til rnála- myndar. * Eiim og annar lygalaupur get- ur verið hressandi, hann sjálfur eða þá eftirherman. Eftii-herm- ur eru listalygarar. Sú hermi- kráka, sem kryfur og slægir Lygalaupinn, sem Vísis-blaðið túlkar, bregðui' fyrir sig skáld- tungu, og gerir að vísu sjö hæn- ur úr þrern fjöðrum. Það Bessa- leyfi taka skáldin undir sjálfum séi', á þvilíkan hátt, sem stjói-n- málamenn ýkja sér í liag lcosti sinna manna og annmarka mót- stöðuliðs. Tungan gerir (stig-) mun á ó- sannindum: ýkjur, skreytni, lýgi og fleiri nöfn eru henni tiltæk um missagnir manna, sem eru eigi áreiðanlegir í orðum. Þuríður Snorradóttir var talin óljúgfróð. Þá ætti lýsingarorðið óljúgfi-óður að vei-a til. En ekki liefi eg rekizt á það. Iíalla rnætti Gróu á Leiti ljúg- fróða um þau málefni, sem ber á góma milli búrs og eldhúss. Lygalaupurinn i Vísis-blaðinu er ljúgfróður um málefni, sem ekki hafa átt sér stað, og snýst skreytni hans um hann sjálfan og er svo að segja meinlaus. Menn, sem ráða yfir þessháttar staðleysum, eru svo að segja ó- teljandi um allar jai-ðir og á hverju sti-ái svo að segja. Efni þessarar greinar vei-ður um fá- eina írienn þessháttai-, sem orðið hafa á vegi minum. Ýkjur þeirra og skreytni virtust vera ósjálf- ráðar og munu mennirnir hafa vei-ið gæddir skáldgáfu — því að margir eru skáld þó að þeir yrki ekki. Og er það jafn víst sem hitt: að ekki eru allir skáld, sem yrkja. í þeri-ri andrá, sem Visis-blað- ið færði mér Lygalaupinn — sunnan úr löndum —, barst mér í hendur fi’ásögn Friðriks Guð- nnmdssonar (í endui-minning- um hans) um undrin, sem gei-ð- ust í Hvammi í Þistilfii-ði á tíma- bilinu 1910—1914. Friðrik fær- ir Hjört ln-eppstjóra á Álandi í Þistilfirði fyi-ir sögu sinni, sem var merkur maður á allar lundir og vej vitiborinn. Saga Fi’óðár- undranna, sem gerðusl þarna í Hvannni, hefir verið rituð í molum einum, og er það skaði. Eg liitti Hjört að ináli nokkru síðar en undrin gerðust, að sumu leyti i viðurvist hans, en eg spui-ði liann minna en skyldi úr spjörunum þeim og varð eg þá og þar ósvinnur, að láta merki- legt tækifæri ganga mér úr greipum. Hjörtur sagði mér (G. F.) um potlinn, að hann hefði séð hann færast úr stað, ekki meira en það. En eg spurði hann eigi svo senx skyldi. Það er að vísu furðu- legt, að stór pottur fullur af vatni hreyfist af sjálfsdáðum, sem svo er kallað, færist úr stað. En þó er frásögn Friðriks þeim mun stói-fenglegri en frásögn Hjartar i mín eyru, sem ganga á vatni, þurrum fótum, er furðu- legri en breytni sundmanns er, YTN I » þess er treður marvaða, svo að hann stendur upp úr, ofan við mitti, vatnsfletmum......Eg mun gera gangskör að þvi, að fá rétta sögu af hreyfingum pottsins, eins og hún kom Hirti fyrir sjónir. En að svo stöddu efast eg um sannfræði sögunn- í Endurminningum Friðriks Guðmundssonai-. Margt er í þehn endurminn- ingum allxxxjög ýkjum blandið, og er orsökin skiljanleg. Höf- undurinn ritaði endurminningar sínar blindur á gamals aldri, og hafði þá gengið með liugarfóstur sin langtuxn lengur en móðir Völsungs gekk með son sinn, sem frægt er í sögum. Hugar- fóstur vaxa á svipaðan hátt sem börn í móðurlífi: ón þess að sá eða sú viti, sem gengur með fósti'ið, að það vex. Svo sem næi-ii má geta, hefir Friðrik liaft yndi af að færa í frásögur atburði, sem gerzt liöfðu á lífsleið hans. Hann hef- ir orðið á sína vísu gunnreifur við að endurlifa og orðfæra við- burðina. Sú sjálfumgleði kemur greinilega i ljós i frásögnum hans um viðskipti og viðureign þein-a séra Arnljóts á Sauða- nesi. Friðrik lætur í veðri vaka, að hann hafi staðið Arnljóti fyllilega ó sporði hvarvetna þar, sem þeir óttu málum að skipta. En þó að Friðrik væri allvel greindur maður, .var liann eigi meira en hálfdi-ættingur gagn- vart Arnljóti Ólafssyni. Friðrik gerðist kvæðasmiður eftir að lxann fluttist til Vestui’- heims, fulltiða maður. Eg held að fjarlægðin hafi gert menn og málefni hér heima (og hann sjálfan eigi sízt) blá i hyllingu titrandi tíbx-ár. Pottui-inn í Hvammi kann að hafa lent inn í þeirri móðu. ' Með þessurn getgótum er eg eigi að kasta skugga á Friðrik Guðimindsson. Eg er aðeins að vekja athygli á lögmóli, sem menn og konur lúta, sem frá- sögugleði gi-ípur í faðm sinn. Sú gleði skein og skartaði t. d. á Ólinu Andrésdóttur, þegar liún sagði þjóðsögu. Þá lyftist liún i sæti og færðist öll í auk- ana. Þeir, sem heyrðu hana segja sömu söguna oftsinnis, tóku eftir þvi, að sagan óx held- ur en hitt við liverja endm-sögn, þ.e.a.s. blómgaðist, fitnaði, ef svo mætti að oi-ði komast. Víst er vandfai-ið með frá- sögugleðina, þegar sönn saga er sögð, þó gjarnan megigefahenni lausan taum þegar þjóðsagnir eru efst á baugi. Þegar Dan- merkur-saga Saxa er lesin, virð- ist manni frásagnagleði Saxa hlaupa með hann í gönur, eink- anlega ef gerður er samanburð- ur ó honum og Snorra Sturlu- syni, eða liöfundi Flateyjarbók- ar. Þó þarf enginn að ganga þess dulinn, að Snorri færir i stílinn samtöl höfðingja, eða skapar þau efth- líkum. Annars er frásögugleði rit- höfunda með ýmsu móti. Ólína Andrésdóttir varð öll á lofti, þegar hún sagði þjóðsögu. En séra Skúli sagði sögu Galdra- Lofts svo að segja niðurlútur, gersneyddur öllu yfirlæti, í svo fóm orðurn, sem unnt var. Hann kunni þá list. En Homer skáld notaði 99 orð um atburði, sem norræn list mundi komast af með 9 orð. Báðar þessar list- rænur hafa farið frægðarför með himinskautum „ok er mörg la-edda ok er þat ekki á eina lund rétt“ (að sögn Götu-Þránd- ar). * Varla verður um það deilt, að gaman er að skreytnum mönn- um, þeim, sem engum gera mein með ýkjum sinum. Eg þekkti á unga aldri mann, sem var selaskytta svo miltil, að nálega lá hver selur dauður fyrir

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.