Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ HREKKUR „Hræðsla!“ sagði Castagnolle. „Hræðsla! Það fyrirbrigði er ekki til! Það má vera, að maður komizt í æsing eða eftirvænt- ingu, eða verði forviða gagnvart hættum — það er ekki óhugs- andi. En það varir ekki nema augnablik og þá er maður orð- inn jafn rólegur og áður.“ „Hafið þér þá aldrei fundið til hræðslu?“ spurði einhver. Castagnolle hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum og strauk svarta yfirvaraskeggið sitt; það virtist sem hann væri í djúpum ( sálar sinnar að leita einhverra endurminninga frá æskuárun- um, þar sem hann hefði fundið til ótta í einhverri mynd — en hann gat ekki munað eftir neinu. „Nei“, muldraði hann, „nei — eg minnist þess ekki.“ Hópur ungs fólks, sem, sat í kringum hann uppi á þilfari skipsins, brosti i laumi, kæru- leysislegar konur sveifluðu blæ- vængjum sinum eins og þond- um vængjum, nóttin var heit og dimm, loftið þungt, og maður heyrði ölduskvampið, þegar það skall á skipshliðunum. „Ekki heldur sem barn?“ spurði önnur rödd. „Tja!“ sagði Cas'tagnolle, „jú, eg minnist þess að hafa einu sinni orðið verulega skelkaður. Það var nóttina fyrir fyrsta ein- vígið mitt: út af ástamálum, — barnabrek, eg var ekki tvítugur að aldri, og að eg hygg með stæðilegri strákum. En enda þótt eg teldi mig vera hugrakk- an, var eg þó ekki fullkomlega öruggur. Eg held, sannast að segja, að þá nótt hafi eg verið hræddur. En lilustið þið nú á mig, eg var elcki hræddur við dauðann og ekki við einvigið. Það, sem eg óttaðist, var það, að eg myndi verða hræddur daginn eftir!“ „Þetta kallar maður nú ein- kennilega hræðslu!“ „Ef til vill! En er á hólminn var komið, stóð eg mig eins og hetja. Andstæðingur minn liop- aði að vísu ekki — eg gerði það ekki heldur. Þannig leið heil klukkustund. Við börðumst eins og ljón — og sættumst svo. Eft- ir þetta hefi eg aldrei fundið til hræðslu. Þið kallið þetta ef til vill grobb, en eg get fullvissað ykkur um það, herrar mínir og frúr, að mér myndi ekki bregða, þó að sjóslanga kæmi upp úr sjónum og yndi sig utan um yindilinn minu, Eg npmdi róleg- ur lialda áfram að reykja, eins og ekkert hefði í skorizt." Á löngum sjóferðum verður einhver ávallt að taka að sér hlutskipti þess, sem aðrir geta gert gys að. Castagnolle hafði frá öndverðu öðlast hlutskipti skipsfiflsins. Hann talaði naum- ast um annað en sjálfan sig, æv- intýrin, sem liann liafði ratað í og sigrana, sem liann hafði unn- ið í lífinu. Þegar brosað var í kring um hann, efaðist hann ekki um að það bros stafaði af hrifni fólksins yfir frásögn hans. Þetta kvöld varð honum mjög tíðrætt um hugrekki fólks og hræðslu, og umþúsundirhættna, sem steðjað höfðu að honum í lífinu. Um ellefu leytið stóð hann á fætur og gekk til hvilu. Hann fór inn í skipsklefa sinn, háttaði og lagðist út af. Það hafði versnað i sjóinn, skip- ið valt meir en áður og hjonum gekk báglega að sofna. Iíann var að festa blundinn þegar þrjú bylmingshögg voru barin á klefadyrnar hans. Hann hrökk upp og hlustaði. Ekkert. Það eina, sem heyrðist, var véla- skröltið og öldugjálfrið, þegar þær brotnuðu hvitfyssandi á skipinu. Mig hlýtur að liafa dreymt, hugsaði Castagnolle með sjálf- um sér og lagðist út af aftur. Hann var eiginlega ekki neitt hræddur, en skilningarvit lians voru öll spennt út í æsar. Eftir litla stund hrökk hann í kút við þrusk, sem hann heyrði ein- hversstaðar skammt frá sér. Hann reis upp við olnhoga og hlustaði. Þannig beið hann lengi, þá hevrði hann allt í einu þetta sama óhugnanlega hljóð: stutt en föst högg á kýrauga klefans. Það sótti elcki framar svefn á Castagnolle, hann settist fram á rúmstokkinn og honum var ekki meir en svo gefið um þögn- ina, sem umhverfis hann ríkti. En það leið ekki á löngu unz þetta sama annarlega hljóð rauf kyrrðina, hljóð, sem einna helzt liktist þvi, að fugl væri að gogga i rúðuna á kýrauganu. Castagnolle gat ekki setið á sér lengur, heldur þaut fram úr rúminu. Skipið ruggaði feikn- lega og Castagnolle hefði dottið um koll, ef hann hefði ekki get- að gripið i látúnsrim á þih inu og haldið sér þar dauða- haldi. Honum varð litið til kýr- augans, það var ekki annað en svartur kringlóttur depill i myrkrinu. Bak við það var haf- ið. Kuldahrollur fór um Casta- gnolle. Allt í einu kom eitthvað Ijósleitt mjög ógreinilega í ljós á bak við kýraugað. Castagn- olle rýndi í þetta dauðskelkað- ur. I hvert skipti sem skipið lióf sig upp á ölduliryg’g, kom þessi ljósa, draugslega ófreskja neðan úr djúpinu og barði á kýraugað. Castagnolle sá hann æ greinilegar. Hann sá ægilegan kjaft, sem glotti fram- an í hann gegnum rúðuna og hvarf svo jafnharðan út í myrkrið og nóttina. Það var svo sem auðvitað hvað í vændum var. Þetta var fyi’irboði þess, að skipið mundi farast. Castagnolle hélt sér enn dauðahaldi í látúnstöngina og ]>orði hvorki að hreyfa legg eða lið. Angistin skein ut iir and- litinu, hann nötraði allur frá hvirfli til ilja, krampadrættir fóru um munnvikin og lcaldur sviti spratt út á enninu á hon- um. Draugurinn á kýrauganu dáleiddi hann; aftur og aftur kom hann með galopið ginið á gluggann, ávallt þessi sami hljóðlausi hlátur dauðs manns, sem rís upp úr djúpum hafsins til að boða tortímingu skipsins og allra farþeganna. Castagnolle beitti allri sinni sálar- og lík- amsorku til að lialda sér uppi, og með hryllingi horfði hann á þenna liræðilega munn dauðs manns koma utan úr myrkrinu til að kalla á sig niður í undir- heima hyldýpisins. Hann megnaði ekki að hugsa, hjartað i honum sló eins og það væri að springa — þá heyrði liann allt i einu, hvernig sá dauði barði hvert höggið á fæt- ur öðru á rúðuna. Svo hvarf draugsi drykklanga stund — en hann kom aftur. Samtímis veltu á skipinu fjar- lægði hann sig eitt augnablik, en allt í einu kom hann í hend- ingskasti aftur og skall með því heljarafli á rúðunni, að tenn- urnar hrukku unnvörpum úr þessum liryllilega kjapli. CastagnoIIe hljóðaði ekki, — hann opnaði aðeins munninn, en kom ekki upp nokkuru hljóði. Hendurnar losnuðu af látúnsstönginni og likaminn hneig máttlaus niður á gólfið. Fótatak úti i ganginum, sem óð- um færðist nær. Það var numið staðar fvrir utan dyrnar, niður- bældur hlátur hevrðist. Dyrnar voru opnaðar. „,Tæjn, Castagnolle, níl þessu Smásaga eftir Max Daireaux sinni liafið þér þó orðið hrædd- ur!“ í klefanum var myrkur. Það var kveikt ljós og hlátrar fólks- ins köfnuðu í vandræðalegri þögn. Castagnolle lá á gólfinu og líkami hans slengdist til eftir veltum skipsins. Höfuð hans rakst á borðfót og fæturnir ultu máttlausir til og frá. „I yfirliði!“ kallaði einhver. Hópur ungs fólks safnaðist fyrir utan klefadyrnar og skemmti sér yfir hinu velheppn- aða bragði. Það bættust alltaf nýir og nýir í hópinn, sem spurðu, stungu saman nefjum og hlógu. Á meðan þessu fór fram, hafði skipslæknirinn rutt sér i gegnum mannþyrpinguna og beygði sig yfir Castagnolle. Iiann skipaði fólkinu að hafa hljótt um sig á meðan hann at- liugaði manninn. Við hlið læknisins stendur ungur, grannvaxinn maður; um andlit hans leikur háðslegt bros, og það er auðsýnilegt, að hon- um finnst það ekki þess virði, að láta læknir skoða þetta manntetur, þó hann hafi eitt augnablik fallið i öngvit. „Prýðilega heppnað!“ sagðí einhver þeirra, sem stóðu í dyr- unum. „Sá hefir svei mér orðið hræddur“, sagði annar. Læknirinn reisir sig upp: „Hann er dáinn,“ segir hann og um leið verður honum litið á blautt snæri, sem maðurinn með háðssvipinn hefir vafið upp á hendi sér. Á snærisendanum hangir gómur úr manni — gómur með eina og eina tönn á stangli. Hinar voru brotnar. Mönnum ber ekki saman um, af hverju orðið „jazz“ sé dregið. Sumir halda því fram, að það sé stytting úr nafninu Jasbo, eií Jasbo Brown hét tónskáld sem vakti mikla athygli fyrir tón- smíðar sínar í Vesturheimi 1915. Aðrir halda þvi fram, að „jazz“ sé það sama og sögnin „jazz“ sem þýðir að æsa. Og enn eru aðrir sem telja að „jazz“ sé dreglð af portúgalska orðinu „Dios“, sem þýðlr guð. — En það væri gaman að virða fyrir sér gáfusviphm á því fólki, sem finnst „jaza" guöleg hljómlist!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.