Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Síða 1
( 1042 Suxmudaginn 29. mari 6. blaö Gils G uðm undsson: Þar §em hafið og* 1 hel í'áða i*ík|iiiii. Fyrir stuttu síðau fluttu blöð og útvarp þá fregn, að nú í suin- ar liefði verið reislur vili á Þor- móðsskeri við Mýrar, og myndi hann taka til starfa í haust eða vetur. Loksins! sögðu sjómenn. Þeim var farið að þykja nokk- uð langur dráttur á þessari framkvæmd. Þeir litu svo á, að viti hefði átt að reisast þarna fyrir löngu síðan. Og varla mun vera hægt að lá þeim það. Svo margir mennirnir eru búnir að láta lífið við þessa skerjóttu strönd. Svo mörg skipin hafa lokið þar hinztu förinni og mol- ast við flúð og flasir. Á þessum slóðuin hafa hvað eftir annað skeð hin válegustu slys. öld eftir öld hafa litlar fleytur fiski- manna lialdið til veiða út Faxa- flóa. Öld eftir öld hefir endur- tekið sig svipuð saga. Sunnan- stormar hafa skollið á, og dimmar hríðar geysað. Veður og straumur hefir fleygt hinum litlu skeljum norður flóann, unz yfir lauk við ströndina vestan Borgarf jarðar. Stærri skip hafa einnig lent í villum og hrakningum, og hlotið sömu ör- lög. En nú er loksins svo kom- ið, að viti hefir verið reislur þarna, og er það von manna, að hér eftir dragi úr slysförum við Mýrar, til stórkostlegra muna. I eftirfarandi línum verður sagt lítið eitt frá nokkrum þeim atburðum, sem gei’zt liafa þarna við ströndina, síðastliðin 85 ár. Ekki verður þó um neina annálsritun að ræða, þar sem sagt er frá hverju skipi, er þar hefir steytt á skeri. Þau eru svo mörg orðin, að til þess þyrfti langt mál, en auk þess eru, því miður, fáir til frásagnar af flest- um slíkum viðburðum. „Drey Annas“ og „Sæljónið“. Síðari hluta nóvembermánað- ar 1857, lágu fjögur flutninga- skip ferðbúin á Reykjavíluir- liöfn, og biðu þess að byr gerð- ist hagstæður til siglingar. Eitt þessara skipa var póstskipið „Sæljónið“. Ætlaði það að sigla til Englands með varning sinn. Skipstjórinn' hét Stilhoff, hinn mesti liarðjaxl og sjómaður góður. Þótti liann rnjög fyrir öðrum skipstjórum, er þá sigldu milli Islands og annara landa. Annað skipið nefndist „Drey Annas“. Eigandi þess var Bjering kaupmaður. Hann var ungur maður, og nýlega farinn að verzla hér á landi. • Þótti mönnum gott við liann að skipta, sökum lipurðar og prúð- mennsltu í öllum greinum. Var það flestra mál, að hann hefði reynst hinn nýtasti og dugmesti i stöðu sinni, enda hugðu allir gott til kaupmennsku hans. í þetta sldpti var Bjering á leið til vetrarsetu í Khöfn, ásamt konu sinni. Þriðja skipið, sem byrjai’ins beið, hét „Juno“. Var það hlað- ið íiski, og ætlaði til Spánar. Fjórða skipið lcemur hér ekki við sögu. Illa gekk skipunum að kom- ast úr höfn. Hinn 25. nóvember voru þau þó kominn á fremsta lilunn með að sigla. En þar sem veðurútlitið var tvísýnt, dróst það enn um hríð. Þegar á dag- inn leið, var komið allhvasst veður á suðvestan og loftvog ört fallandi. Töldu mcnn sjálfsagt, að skipin frestuðu brottförinni, þar sem útlit var svo ískyggi- legt. En þegar dagur var kom- inn að kvöldi, á kona Bjerings kaupmanns að hafa komið að máli við hann og sagt, að þau kæmust alllof séint af stað, ef beðið væri í landi til morguns. Hafði Bjering maldað í móinn og færst undan, en konan sótt því faslar sitt mál. Loks á hann að hafa sagt: „Þú skalt þá ráða.“ Fóru þau hjón síðan um borð um kvöldið. Segir sagan, að seinustu orð Bjerings táður en $áÉÉiibif Hjörsey liggur fyrir miöjum Mýrum. Á vorin rís hún gróSurrík og blómum skrýdd upp úr svörtum skerjaklasanum, en á haustin og vet- urna, þegar stormar og fárviðri geysa, hrekjast skipin i villum og sjóum upp að hinum hættulegu skerjum umhverfisHjörsey ogbrotna „ þar í spón. hann steig á skipsfjöl, hafi verið þessi: „Guð gefi Islandi góðar nætur!“ Þegar langt var liðið á nótt, létti skipið akkerum og hélt af stað. Myrkur var á, þvi tungl var eklti vaxið, og veðurútlit svo ískyggilegt, sem framast mátti verða. Skipið var mjög hlaðið, bæði af saltkjöti og öðrum vör- um, en auk þess allgamalt og ekki stort. Skipstjóri Bjerings hét Lund, vinsæll maður, en skörungur enginn. Um morguninn snemma, vakna menn á skipum þeim, sem enn biðu á höfninni. Verð- ur Stilhoff skipstjóra á „Sæljón- inuR það fyrst fyrir, að líta á loftvogina, og sér liann að hún liefir fallið mjög. Er lionum þá sagt, að skip Bjerings sé farið. Bregður honum illa við, og kveður það verið liafa hið mesta óráð, því stórviðri sé i nánd. Stýrimaður hans heyrir þetta, og gerir lítið úr. Telur hann sjálfsagt að nota . vindinn og sigla þegar. Stilhoff segir þá, að svo skuli gert, því ekki geti hann legið í höfn á hinu stærra skip- inu, fyrst smáskipin leggi óhik- að ó liafið. Lét hann síðan létta akkerum, og var þá svo reiður, að hróp hans og skipanir heyrð- ust allt til lands. Meðan þetta gerðist um borð í „Sæljóninu", hafði skonnortan „Juno“ létt aklcerum, en svo illa tókst til fyrir henni, að hún hafði nærri hrakist á land við Örfirisey. Sá Stilhoff skipstjóri hvað henni leið og kom til hjálp- ar. Tókst honum vel aðstoðin, og varð ekkert tjón að þessu. En vegna þessa atburðar, varp- aði „Juno“ akkerum að nýju og fór hvergi. „Sæljónið“ hafði tafist nokkuð við björgunina, en hélt þó út flóann ldukkan 8 um morguninn. Byr var góður um daginn og skilaði skipunum vel áfram. Um hádegi sást „Drey Annas“ sigla fyrir Skaga, og tveim tim- um síðar fór „Sæljónið þar framhjá. Skömmu seinna fór að skyggja, og sást ekki til skip- anna framar. Tók veðrið nú mjög að harðna og ganga meira til suðurs. Gerði brim svo ógur- legt um nóttina, að elztu menn sögðust varla hafa séð aimað eins. Það hyggja menn, að þegar storminn herti, hafi bæði skipin snúið undan veðrinu og haldið

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.