Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ mi vesfur á ilóann. „Sæljó)iið“, scm var Iielra skip og gangskip miklu meira, mun liafa fai-ið framlijá liinu um kvöldið. Ilefir það verið ætlun Stilhoffs skiji- sijóra að halda vestur fvrir Snaifellsnes og bjarga þannig skipi sínu. En svo giftusamlega átti ekki til að takast. Um mið dcgi daginn eftir að skipin lögðu úr höfn, varð bóndinn á Malar- rifi á Snæfellsnesi þess var, að rekið liefðu spýtur ýmsar* og farviðir úr skipi, á fjöru hans. Er hann hafði skammt gengið, fann hann þrjá dauða hesta í flæðarmáli, og var einn þeirra volgur, er að var komið. Hafði „Sæljónið" farizt við Lón- dranga, á smóskerjum nokkr- um, örskammt frá landi. Töldu islenzkir skútumenn, að Stil- lioff skipstjóri hefði ekki várað sig á þvi, hvernig slraumurinn liggur á þessum slóðum, og því lialdið sig vera miklum mun dýpra og sunnar en raun var á. Nú vikur sögunni aftur til Bjerings kaupmanns. Skip lians var, eins og fyrr segir, fremur litfð sjóskip og auk þess mjög Iilaðið. Skipstjóri hefir því ekki treyst sér að leggja á liaf út, og tekið þá djörfu ákvörðun, að sigla inn ó Straumfjörð. En slíkt var háski hinn mesti í þvílíku veðri, þar sem myrkrið var svo mikið, að ekki sá út úr augum. Hefir þó litlu mlxnað að vel tæk- ist, því skipið var svo að segja á réttri leið, er því hlekktist á. Var það komið inn fyrir Þor- móðssker, en lenti þar aðeins of nærfi norðurlandinu, tók niðri á skerjum og brotnaði í spón. Fórust menn allir, þar á meðal Bjering kaupmaður og kona hans. Varð Bjering mörgum harmdauði, því að honum þótti hinn mesti mannskaði. „Emelie“ og „Sophia Wheatly“. Vorið 1906 gerði góðviðris- kafla, sem hélst frá miðjum marz lil mánaðamóta. Fyrstu daga aprilmónaðar gerði regn og hvassviðri nokkuð. Fiski- skúturnar frá Reykjavík, sem ekki höfðu komið inn meðan stillurnar stóðu, fóru nú að tin- ast til hafnar, ein af annarri. Var aflanum skipað í land og vistir teknar lil næstu ferðar. Að þvi búnu sigldu skipin út aftur, þar sem veðrið versnaði ekki frekar en orðið var. En dagana 4. og 5. apríl, hvessti enn til mikilla muna, og gerði nú aftakaveður af vestri. Tóku skipin þá að halda til hafnar að nýju. Að morgni þess 7. apríl lierti enn veðrið, og var þá kom- ið afspyrnurok, eins og mest getur orðið og óhemjulegast. Þennan dag skeði einhver sá Iiörmulegasti atburður, sem um getur í sögu Revkjavíkur, þegar fiskiskipið „Ingvar“ fórst með rá og reiða við Viðey og allir skipverjar, 20 að tölu, drukkn- uðu fvrir augunum á höfuð- staðarbúum, án þess neitt yrði að gert, sem að gagui mætti koma. Munu gamlir Reylcvík- ingar minnast þessa slyss, sem einhverra þungbærustu stunda lífsins, þegar hópar manna stóðu frammi á bryggjum og. Siáu slcipverja lianga tímunum saman í reiða skipsins, og tínast þaðan smátt og smátt út í opinn dauðann. Skipstjóriiin á skipi þessu hét Tyrfingur Magnússon, Hann var ungur að aldri,-en þótti mannsefni gott. En ekki voru þetta nægar fórnir á blóðstall Ægis, þennaur dag. Lengst uppi við Mýrar gei-ðist önnur liarmsagan, þólt engir væru áhorfendur, né neinn kynni að segja frá tiðindum. Þar risu einnig hvítfextar öldur og; lömdu tveimur lijálparvana skipum upp að skerjunum. Skip þau, sem hhitu þessi' grimmu örlög, hétu „Emelie“‘ og „Sopliie Wheatly". Bæði höfðu þau lagt út af Reykjavik- urhöfn daginn áður en veðrið lcomst í algleyming. Seinasf sást til þeirra frá öðrum skip- um um miðjan dag þann 6. apríl. Voru þau þá nokkuð langt fyrir framan Þormóðssker, en nálguðust óðum hina hættulegu strönd. Ætla menn að bæði segl og annar útbúnaður á skipum þessum hafi verið bilaður, og því hafi þau hrakið á þessar heljarslóðir, sem eru ógn og skelfing allra sjómanna. En engri skipshöfn er lífsvon, sem á þá hoða ber i slíku veðri. „Ernelie" var 80 smálestir að stærð. Brak úr lienni fannst daginn eftir óveðrið, skammt frá Ökrum. Hafði rekið þar fjöldi smáparta úr byrðingi skipsins, og stærri og smærri bútar af böndum þess og bitum. Bar það allt með sér, að skipið hafði saxast í smátt á skerjun- um. Skipstjórinn hét Björn Gíslason. Lél hann þarna lífið, ásamt skipverjum sínum öllum, 24 að tölu. „Sophia Wheatly“ -var talin eitthvert bezta og traustbj’ggð- asta skipið í öllum reykvíska fiskiflotanum. Skutur hennar fannst rekinn skammt frá Knar- arnesi, eftir að storminn lægði. Á henni fórust einnig 24 menn. Skipstjórinn hét Jafet Ólafsson, frábær dugnaðarmaður og hin mesta prýði stéttar sinnar. Hafði hann byrjað sjómennsku 10 ára gamall, og snemma þótt hinn djarfasti og úrræðabezti í öllum mannraunum. Skipstjóri á þilskipi varð hann 23 ára gam- all, reyndist aflamaður mikill og heppinn, allt þar til yfir lauk, og hann lagðist í hina votu gröf við Mýrar. „Balholm“. Laugardaginn 11. desember 1926, varð heimilisfólk á Ökr- um þess vart, að skip hafði far- ist við Mýrar, þá um nóttina. Var ýmislegt tekið að reka úr skipmu og hélt sá reki áfram næstu daga. Veðrið hafði verið illt dagana á undan, og urðu tveir eða þrír islenzkir togarar fyrir áföllum, þótt ekki yrði að slysi hjá þeim. En brátt varð það séð, að við Mýrar hafði stór- slys orðið. Kom það og í ljós, að þarna hafði farizt norskt skip, „Balholm" að nafni. Skip þetta, sem var 1600 smál- lestir að stærð, var fisktökuskip, og hafði það lestað fisk á ýms- nm höfnum norðanlands. 2. des- ember lagði það af stað frá Ak- ureyri og ætlaði beina leið til Hafnarfjarðar. Á skipinu voru 23 menn, þar af 5 íslendingar. Var einn þeirra vélstjori á skip- inu, en hitt voru farþegar frá Akureyri, tveir karlmenn og tvær stúlkur. Skip þetta kom aldrei á á- kvörðunarstaðinn. Enginn veit hvað því olli. Saga þess í förinni hinztu, er öllum hulin. Það eina sem menn vita er það, að feigð- araldan reis við skerin undan Mýrum. „Pourqoui pas? Seinasta stórslysið sem orðið hefir við Mýrar, varð fyrir ein- um sex árum síðan, og er því enn í fersku minni. Snemma í septembermánuði 1936 kom franska hafrann- sóknarskipið „Pourqoui pas?“ til Reykjavíkur. Hafði það dvalið í norðurhöfum um sumarið, við ýmiskonar visindalegar athug- anir. Foringi vísindaleiðangurs þessa var Jean Charcot, heims- frægur maður, sem gelið hafði sér ódauðlegan orðstír fyrir ferðir sínar um norðurhöf og rannsóknir á mörgum lcyndar- dómum þeirra. Hann var nú 69 ára gamall, en þó í fullu fjöri og með óskerta starfskrafta. Fyrri hluta þriðjudags, hinn 15. sept. var „Pourqoui pas?“ /

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.