Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 29.03.1942, Blaðsíða 7
VÍSlft StJNNUbAGSBLAí) 7 KH ari“ á þann hátt, að hann réðist „upp á sitt eindæmi“ sem lær- lingur til pianó-smiðs í Krist- ianiu, og var það látið gott heita. En hann mun hafa verið búinn að semja sér „hernaðaráætlun“ fyrirfram, því að jafnframt stundaði hann hljómlistarnám (ætlaði sér að verða fiðlu- virtúós) og komst loks til Leip- zig tæplega 19 ára gamall. Þar hrundu vonirnar um að verða frægur fiðlusnillingur, en það mun ekki hafa fengið mikið á hann vegna þess, að hann fann þá, svo að segja samtimis, að köllun hans var á öðru sviði og sízt óæðra, og lagði sig nú allan fram til þess að afla sér sem beztrar menntunar í hinum æðri vísindum tónlistarinnar („kom- pósition“ og hljómfræði o. s. frv.) og naut tilsagnar hinna heztu kennara. Einnig lagði liann milda stund á píanó- leik, — en fiðlan vék sess um .■set. Kennarar lians voru Rein- <ecke, Jadassohn, Sdiradieck og Kretzechmar. En með sjálfum sér iðkaði liann síðan fræði sin af kappi í Berlín og Dresden og ttvö ár í Miinchen (1880—82). Fyrsta tónsmiðin, sem hann fullgerði i „stóru broti“, er sagt að hann liafi rifið í tætlur og brennt síðan. Þetta hafði verið sónata fyrir píanó, sem hann hafði ekki verið ánægður með, þegar til kom, — og ev sagt að þetta hafi orðið afdrif ýmsra tónsmíða hans annara og er'nefnt sem dæmi um það, hve ströng hafi verið gagnrýni hans á sín eigin verk. Sinding var búsettur í Krist- ianiu (Oslo) frá því 1882, óslitið að undanskildum þeim tíma, er hann dvaldi vestan hafs. Var honum boðin prófessor-staða við merka lónlistarstofnun í Rochester, N. Y., (The Easlman School of Music). Sibelius var áður ráðinn í þessa stöðu, eii varð að hafna henni sökum heilsubrests, og var þá leitað til Sindings. Ekki undi Sinding sér vestra og gegndi stöðunni aðeins tvö skóla-missiri (1921 -22), en livarf svo heim aftur til Krist- ianíu. En hann varð vinsæll mjög meðal Vestmanna og hafa þeir liaft verk hans mjög í há- vegum síðan. Er auðfundið á ummælum hinna amerísku tímarita, að Vestmönnum hefir ])ótt nokkurs um það vert, að hafa átt kost á að njóta þessa ágæta tónsnillings, þótt aðeins væri skamman tíma. í einu liinna amerísku tíma- rita (Musical America) rakst eg á atriði, sem eg hefi ekki séð getið lim annarsstaðar. Ýmsir eldri Reykvíkingar kunna að hafa gaman af að heyra Uhi það. Hingað kom sumarið 1911 (?) amerískur píanó-snill- ingur, Arthur Shattuck að nafni, sem hreif okkur ákaflega mikið, — já, svo, að við vissum ekki, sumir, hvort við stóðum heldur á höfðinu eða fótunum, þegar við vorum að fara út af hljómleikum hans. Hin yngri kvnslóð ber brigður á að þetla liafi verið mikill snillingur, því að lítið liöfum við til hans spurt síðan. En þessi ameríski snill- ingur hafði lirifið Sinding svo mjög, að liann hafði tileinkað honum eitt stórverk sitt, söng- leikinn „Hið heilaga fjall“ sem leikinn var fyrst í Dessu í Þýzkalandi og hlaut þar ágætar viðtökur. Um lónsmíðar Sindings ersagt að þær séu yfirleitt liðugar, frumlegar og heillandi, þær séu ef til vill ekki ýkja djúphugsað- ar, en litskrúðugar og tæplega jafn stranglega þjóðlegar og tónsmíðar Griegs. Auk nokk- urra stórbrotinna verka, (3 sýmfóniur, sýmfónisk „kviða“, „Rondo infinito“ o. fl.) samdi hann margt tónsmíða fyrir fiðlu og píanó, pianó, rúmlega 200 sönglög, — og ennfremur „kammer“-tónsmíðar og kór- verk. Þegar þeir eru bornir saman, Grieg og Sinding, er komizt að orði, eilthvað á þessa leið, í einu hinna amerísku tímarita: „í tónsmíðum Griegs var uppi- staðan þjóðlagið, en ívafiðofiðaf leikni Schumanns. En hjá Sind- ing er uppistaðan hin sama en leikninni í meðferð „vefsins“ svipar til leikni Wagners. Tón- smiðar Griegs voru bergmál frá fjöllum og dröngum, — álfar kveða i hólum og dvergar raula í dröngum en jötnarnir grenja í hjörgunum. En i tónsmíðum Sindings er súgur hafsins, gnýr brimsins sem skellur á klettótla strönd. Við lieyrum í þeim storminn, þrumurnar, hamfarir Ægis og skynjum vígamóð vik- inganna.“ Mundi þetta ekki vera eitt- hvað nærri sanni? Mér finnst það. 20. marz 1942. Theodór Árnason. Á heimssýningunni í New York voru kýr til sýnis. En nú hafði mikill fjöldi sýningargesta aldrei séð kú á sinni æfi, og því síður heyrt þær baula. Þar eð engin trygging var fyrir því að sýningarkýrnar bauluðu, var beljubaul tekið upp á gramrnó- fónplötu og leikið reglulega á hálfrar stundar fresti fyrir gest- ina. Kontrakt-Bridge Eftír Kristínu Norðmann Fyrir nokkruni dögum kom einn kunningi minn til mín og sagði: „Nú ætla eg að sýna þér spil, sem eg fékk á hendina siðasta spilakvöld, og livort sem þú trú- ir því eða ekki, fékk eg einn slag á þau. Sjáðu nú. Hér eru spilin“: é 5-1-3-2 ¥ 6 ♦ 5-4-3-2 * 5-4-3-2 Eg horfði með undrun og að- dáun á spilin og varð svo að orði: „Þú liefir ef til vill byrjað sögn á tveimuf í lit, eða hvað?“ „Það lá við! En þetta ætti að vera i dálkinum „ótrúlegt en satt“, því hvað sem þú segir þá fékk eg einn slag á spilin,“ svar- aði kunningi minn og var hinn hróðugasti. Eg var ennþá vantrúuð og sagði: „Sé möguleiki að fá slag á þessa hunda, hljóta mótspilar- arnir að hafa spilað hringlandi vitlaust“. „Nei, blessuð vertu! Allir spiluðu rétt og meira að segja hárfínt! Og nú skal eg sýna þér spil hinna, sagnirnar og hvernig spilað var. Spilin voru svona: A Ás-K-D-G-10 V 7-5 ♦ G-7-6 * 8-7-6 A 9-8-7-6 ¥ 8-4 ♦ K-D-10 * D-G-10-9 A ¥ Ás-K-D-G-10-9-3-2 ♦ Ás-9-8 * Ás-Iv N V A S A 5-4-3-2 ¥ 6 ♦ 5-1-3-2 * S-4-3-2 En sagnirnar svona: Suður: Vestur: 2 hjörtu pas's 3 hjörtu pass 4 grönd pass 5 grönd pass 6 hjörtu pass Norður: Austur: 2 spaðar pass 3 spaðar pass 5 tíglar pass ^ 6 tiglar pass pass pass Vestur spilaði út laufdrottn- ingu sem Suður tók með ásnum. Nú hugsaði Suður sig lengi um. Hann verður að reyna að komast inn á hendi Blinds til þess að spila spaða, svo að liann geti sjálfur kastað tapspilunum í tígli. Til þess eru tvær leiðir. Önnur er sú, að spila strax úl hjartaás í þeirri von að hjarta- áttan sé einspil og falli í ásinn. f Hin leiðin er aftur á móti sú, að spila út hjartatvisti og gera ráð fyrir þvi, að Vestur taki með hjartaáttunni, ef hann á hana og er þá hjartasjöið orðið inn- komuspil hjá Blindum. Suður kaus seinni leiðina og spilaði út tvistinum. Vestur sat og undraðist hve lengi. Suður hugsaði sig um. Hann bjóst við að Suður spilaði út liáspilunum i hjarta og því- næst spaða, og þar sem Norður hafði' fimm háspil í spaða, mundi Suður alltaf vinna sex eða sjö hjörtu. Þegar hjartatvisturinn kom út, gekk alveg yfir Vestur. En hann áttaði sig fljótt og lét hik- lausl hjartafjarkann í. Hann sá sem sé í einni svipann, að Suður mundi ekki eiga spaða og að hjartasjöið mundi eiga að verða innkomuspil hjá Blindum. Hann hugsaði með sér, að það skipti engu máli hvorl hann fengi þennan eina slag á áttuna. Hitt væri meira um vert, hvort hægt væri að rugla Suður eitthvað, með því að láta liana ekki. Og það varð líka. Suður álykt- aði sem svo, að Vestur hlyti að hafa látið áttuna, hefðihann haft hana á hendinni. Ef aftur á móti Austur átti hæði hjartasex og áttu var ekki hægt að komast inn á spil Blinds, og Suður á- kvað því að svina fimminu. — Það fór eins og eg sagði þér áðan. Eg fékk slag á hjartasex- ið, spilaði síðan tigli, en Suður tapaði spilinu“.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.