Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Síða 1
KRISTMANN GUDMUNDSSON: HVERAGERDI Nveitaþorpið, §em er vísir til framtiðar hins nvja íslands. Éinu sinni s. 1. sumar gekk eg með miðaldra manni, útlendum, um Hveragerði. Hann var hug- sjónamaður mikill, og hafði fest yndi við þetta land, sem er erlendu fólki oftast erfitt í fyrstu, sökum auðna og hrjóst- urs. „í þessum fjallkrika“, sagði hann, „i þessu „alpvesi“ er framtíð hins nýja fslands að bruma.“ Hann hafði rétt fyrir sér. Hér í Hveragerði mun upp rísa fyrsta og mesta landbúnaðar- borg íslands. Og að fimmtíu ár- um liðnum mun lmn ná alla leið til Þorláksliafnar, sem þá verð- ur stærsta höfn landsins, og miðstöð allra viðskipta við út- lönd; en óslitið þéttbýli nær þá yfir alla Rangárvallasýslu! Dag- ar hirðingjabúskapar á Islandi munu senn taldir. Á næstunni munu tugir þúsunda af ungu fólki leita úr andstyggð borgar- lifsins, og vígja líf sitt gróand- anum, í tvennum skilningi! Vér liöfum nú um skeið verið á bull- andi „túr“ í annarlegri kvik- myndamenningu, pólitískum grillum, búðarlokufinheitum, I Sundlaugin og öðrum óþverra sem hingað hefir skolast. Gleði- og menn- ingarþorsti margra gáfaðra hirðingjakynslóða liefir farið með oss í allskonar gönur. Vér stigum úr móbíl miðaldanna, upp í nýtizku flugvél framtíðar- innar, og því engin furða þó á oss rynni, fyrst í stað. En vér höfum fyrr siglt krappan sjó, og náð þó liöfn, heilir að mestu. Svo mun enn verða. Eg sé ekki ástæðu til að bera kvíðboga fyr- ir framtíð íslenzks kyns, og is- lenzkrar tungu, þó að nokkur þúsund erlendir liermenn dvelji liér með oss um hrið. Sú raun, sem vér nú þolum, er ekki meiri en það, að hún mun verða oss til blessunar, ef vér erum þeir menn, sem vér sjálfir höfum, lengi gumað af. Og ef svo er ekki, ef vér erum lubbar og aumingjar, þá er ekki nema vel farið að vér liverfum í deiglu sköpunarinnar! En það er undir oss sjálfum komið, og því má enginn ábyrgur tslendingur gleyma! Eg vil leyfa mér að skjóta hér inn atriði, sem er ekki beinlinis tilheyrandi því efni sem þetta greinarkorn á að fjalla um. Ef menning vor þolir ekki þá þrek- raun, sem samhúðin við erlent setulið, og allt sem slríðinu fylgir, hlýtur að hafa í för með sér, þá skulum vér að minnsta kosti ekki láta eftir oss þann lúalega ræfilsskap, að kenna kvenfólkinu um það! Ef piltar vorir hefðu almennt tamið sér prúðmennsku og siði hvitra manna, í stað allskonar horn- rónaháttar, sem hér er landlæg- ur, þá hefði vissulega aldrei þurft að skipa neina nefnd til viðreisnar íslenzku kvenfólki! Nei, vinir góðir, skipið heldur nefndir sem vinna að því, að gera mönnum kleift að græða og rækta þetta óviðjafnanlega fagra land! Einblínið ekki á hættur og erfiðleika, skapið yð- ur umfram allt ekki grýlur, málið ekki andskotann á vegg- inn! Segið við sjálfa yður liið sama og engillinn sagði við kerl- inguria, sem horfði hugstola á ljá þá hina miklu, er liun skyldi raka: „Horf þú ekki á ljá þína langa, láttu heldur hrífuna ganga!“ Hér er yfrið nóg að vinna. Setjið þennán margumtalaða stríðsgi-óða í ræktun og upp- byggingu nýrra sveitabýla- hverfa, fyrst ekki er hægt að kaupa fyrir hann skip! Stríðs- gróðinn verður yður hvort sem er þvi aðeins til blessunar, að liann sé notaður í þjónustu gróð- urs og lífs! Annars verður hann ólánið einbert! — Fylgið dæmi Hveragerðinga, og skapið ný verðmæti handa framtíðinni, fyrir það fé, sem berst yður i hendur sökum niðurrifs og eyði- legginga annarsstaðar í heimin- um. Þá mun það aldrei sviða hendur yðar, og þér finnið aldrei af þvi þann þef blóðs og tára, sem við það er bundinn! Hér í Hveragerði er lianda- gangur í öskjunni. Eftir því sem eg kemst næst, á að byggja hér 25—30 gróðurhús á þessum vetri og 20 íbúðarhús. Ill-lendis- móar, sem legið hafa gagnslitlir um þúsundir ára, eru rifnir sundur með traktorum, og úr þeim skal á sumri komanda vaxa lífsþróttur og hamingja til handa börnum þessa lands! Jarðhitinn, sem allt fram að þessu hefir unnið óbundinn í þjónustu eyðingarimiar, er færður í fjötra og látinn mala gull og gæfu bornum og óborn- um. Á hrjóstrum íslenzkra móa Vínþrúgur vaxa rósir og nytjajurtir, sem auka fegurðina og efla lífskraft- inn. Þetta er að vinna í þjónustu lífsins, minir elskanlegir, þetta er að byggja upp án hiks og æðru, hvað sem hrynur og brotnar í kringum mann. f þessu starfi liggur einn af sterk- ustu þáttum framtíðar vorrar, heilla og hags. í móðurfaðm náttúrunnar eigum vér að sækja endurnýjungu kraftarins, gleð- innar, ástarinnar, alls þess sem gerir oss heila og sterka, og veit- ir oss þrótt til að vinna bug á hverju því mótlæti sem oss er ætlað. Lífskjör þjóðai'innar þurfa að kornast sem fyrst í heilbrigðara horf. Vér erum bændaþjóð, en búskapur vor er orðmn á eftir tímanum, og vér flykktumst í kaupstaðina úr fátækt og fá- sinni sveitanna. Vér fórum þangað x gæfuleit; manneskjan er ávallt að leita að gæfu sinni. En grunur minn er sá, að al- menningur íslenzkur finni ekki gæfu sína í borgum, og hvar er hennar þá að leita? Ætli hún sé ekki einmitt í sveitunum sem

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.