Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 William Wilkie Collins (1824—1889) gat sér orðstír sem snjall rithöfundur í heimalandi sínu, Englandi, einkum fyrir það, að hann varð fyrstur til að rita fullkomna leynilögreglu- sögu. Sígildar eru og þær smásögur hans, er fjalla um dulræn og furðuleg efni. Sm.dsagjx VJiAðicun VJiHt<i CoMíhs, Hræðileg* nott Hann kom síðla kvölds með póstvagninum, þreyttur og stirður eftir þriggja tíma ferð upp hlíðar og brekkur. Þorpsbú- ar höfðu yfirleitt tekið á sig náðir. Aðeins fyrir framan litla hótelið var á stundinni liávaði, ys og þys. Vagnliestarnir, sem voru orðnir slæptir og silalegir, héldu af sjálfdiáðum áleiðis til húss síns; póstvagninn beið ferðar næsta dags. Þó að skólakennarinn væri líkamlega þreyttur, var hann innilega hress og glaður í anda og naut leyfis síns hjartanlega, því að kyrrð ríkti í þessum Alpafjalladal, stjörnur blikuðu yfir himinháum tindum og það glampaði á snjóskafla hér og þar. Tærl fjallaloftið angaði af ilm frá furuskóguin, döggvotum engjum og nýhöggnum skógar- viði. Hann teygaði unað um- hverfisins eins og þyrstur mað- ur svaladrykk á meðan hinir farþegarnir þrír gáfu fyrirskip- anir viðvikjandi farangri sín- um og héldu til herbergja sinna. Að lítilli stundu liðinni sleit hann sig frá allri fegurðinni, gekk j'fir grófa dyramottu hó- telsins og inn í uppljómaðan « forsal. Þar nam hann staðar og athugaði stórt fjallakort, sem hékk þar á veggnum. Það var ónotaáfall fyrir hann að valcna frá leiðsludraumum til liins kalda veruleika. Því að i hótelinu - þessu eina hóteli á margra mílna svæði — var ekki útlendingur myndi svara: Skáld, fræðimenn og lislamenn! En farið þér nú að svara því sjálfir, mínir elskanlegir, og svarið því þanriig, að yður sé heldur sómi að en skömm. Það kveður nú við úr ölluíri áttum, að nú séu myrkir timar og kviðvænlégir, og er það ekki of sagt. En „él eitt mun vera“, eins og Njáll gamli á Bergþórs- hvoli sagði. Aftur rnun birta, og vér fáum að sjá „upp rísa, öðru sinni, jörð úr ægi iðjagræna". En á þeirri jörð mun Hvera- gerðis oft verða að góðu gelið, því að hér er framtíð liins nýja íslands að rísa úr grasi. eitt einasta laust herbergi. Jafn- vel legubekkjunum var þegar ráðstafað....... Hvílíkur klaufi hafði liann verið að skrifa ekki! Svo minnt- ist hann þess, að það hefði verið ómögulegt af þeirri ástæðu, að ákvörðun sina hafði hann tekið samdægui's í Genúa. Ahidislegt veður — eftir viku regn — lokk- aði hann til fararinnar. Borðalagður dyravörður og svipþung, eldri kona, töluðu án afláls og pötuðu og bentu í allar áttir. Frönskukunnátta hans var í molum en svo mikið skildi hann, að þau voru að ráðleggja honum að knvja á dyr einhvers þorpsbúa og beiðast þar gist- ingar. „Þarna!“ hlyti hann að fá að vera „eða þarna“. „En liér .er allt yfirfullt. Á morgun kynni eilthvað að losna — ef þessi eða hinn færi“. Svo ypti sú gamla öxlum og starði á gullbryddann dyravörðinn, en dyravörðurinn starði svefnþrungnum augum á skólakennarann. Hinn síðastnefndi hélt nú út á götuna og í áttina til húsaþyrp- ingar, sem konan hafði vísað honum á, ekki alveg vonlaus um að einhversstaðar gæfist kostur á húsaskjóli uæturlangt. Hann vissi, að hann átti að drepa á dyr og biðja ura herbergi, en var of þreyttur til að hugleiða smáatriði. Dvravörðurinn virt- ist í fyrstu ætla að vísa honum veginn, en sneri við á síðustu stundu og fór að tala við kon- una. — Húsin voru annarleg út- lits í náttmyrkrinu, og það var orðið kalt. Þungur vatnaniður bergmálaði um allan dalinn. Kennarinn var farinn að hugsa um, að dögunin myndi eigi all- fjarri, og heppilegast myndi fyrir sig að hafast við i skógin- um það seni e.ftir væri nætur, er hann heyrði hrópað á eflir sér. Hann leit við og sá mann koma hlaupandi. Það var dyravörður- irm. Og í hóleiganginum hófst nú málæðið á ný — milli konunnar og dyravarðarins. Niðurstaða þess varð sú, að það væri að vísu um eitt herbergi að ræða á fyi’Stu hæð — ef herranum gæt- ist að því. í vissum skilningi væri það „upptekið“ — það er að segja ...... Skólakennarinn tók herbergið án þess að grenslast frekar eftir því, sem á bak við lá. Lögmál hólelhalds var lionum algerlega óviðkomandi. Konan bauð hon- um húsrúm, og honum kom elcki til hugar að fara að rök ræða við liana um það, hvort liún hefði rélt til þess eða ekki. Dyravörðurinn fylgdi gestin- um upp í herbergið og mátti á honum sjá að hugur hans var í uppnámi. Hann gaf fyllri skýr- ingu á hversu háttað var um herbergið og leigjanda þess — og Minturu, skólakennarinn, fann og skildi að ef til vill stæði hann hér frammi fyrir harm- leik lifs og dauða. Þeir sem þekkja þá æsingar- kendu hrifni, sem. gagntekur nýkominn gest Alpadalanna, er hann heyrir skýrt fná æfintyra- legum fjallgöngum fífldjarfra ofurhuga, fá skilið og skynjað myndirnar, sem liðu fram i hug skólakennarans, þessa hljóðu og kyrrlátu nótt. Eyði- legir fjallstindar, þverhnýptir og mikilúðgir bera við himinn og bjóða mönnunum, er hyggj- ast að klífa þá, kaldranalega byrginn. Og skólakennarinn skildi það mikið af frósögn dyravarðarins, að hér bentu margar likur til hörmulegrar slysfarar. Enska konan, hinn raunverulegi leigjandi herberg- isins, hafði endilega viljað fara í fjallgönguna, án leiðsögu- manns. Hún liafði lagt af stað við dagmál fyrir tveim dögum síðan — dyravörðurinn hafði séð liana lialda af stað en ekki komið aftur! Leiðin var hættusöm og erfið, en þó ekki ófær vonum fjallgöngumanni, jafnvel þótt hann væri einn sins liðs. Og enska kona.n hafði verið þaulvön fjallgöngum, en óráðþægin, skeytingarlaus^ um aðvaranír; að vissu leyti- s.ialf birgingur hiijri mesti. Einkenni- leg í háttum sínum hafði hún og verið, fór einförum eða lolcaði sig inni í herbergi sínu dögum saman. Frá öllu þessu skýrði dyra- vörðurinn á meðan hann var að laga til í herberginu og farang- urinn var borinn inn, ennfrem- ur því, að flokkur leitarmanna hefði farið fyrir nolckru og kynni að koma aftur á hverri stundu. Og í þvi tilfelli...... Herbergið væri sem stæði mann- laust, en tillieyrði þó henni. — „Ef herranum væri þetta ekki á móti skapi — ef hann vildi eiga það á liættu að verða máske að vikja um miðja nótt“. — Það var hinn málgefni dyravörður, sem með athugasemdum sínum gerði dvöl þarna vafasama og fyrir því reyndi Minturuaðlosna við hann eins fljótt og auðið var, og bjóst nú til að hátta í hið snöggumbúna rúm til þess að fá notið nokkurra klukku- stunda svefns, áður en hann yrði að víkja. Það verður að viðurkennast, að lionum leið ónotalega í fyrstu —- já, harla ónotalega. Hann var í annars manns herbergi, og hafði raun réttu enga lieimild til að vera þar. Var þetla ekki nokkurskonar yfirgangur? Og á meðan hann var að taka upp föggur sínar, leit hann livað eft- ir annað um. öxl, eins og hann byggist við einhverjum út i liornunum, sem gæfi honum gætur. Hann bjóst við á liverri stundu að heyra fótatak i gang- inuiri, að drepið yrði á dyrnar — og inn kæmi enska konan, dirfskufulla, sem líta myndi hann reiðiaugum. Oghún myndi spyrja hann, hvað hann væri eiginlega hér að gera — og það í svefnherbergi hennar! Að sjálfsögðu hafði hann svar á reiðum höndum, en .......... Hin broslega hlið málsins varð honum sem snöggvast efst í huga ^— hann var að mestu afklæddur — og liann hló. En undir eins eftir hlátur- inn vaknaði hjá lionum hugsun- in um hið hræðilega slys, sem hér kynni að hafa orðið. Á með- an hann hló hér og gerði að gamni sínu, lá ef lil vill lík lienn- ar, sem lierbergið tilheyrði, brotið og lemstrað einlivers- staðar undir hinum ógnþrungnu tindum. Vindurinn söng þar ömurlegt líksöngslag og snjór- inn huldi lokka hennar, en brostin augun störðu út í enda- lausan geiminn. Samúðin og tilfinningin fyrir þessari konu, sem hann aldrei hafði séð og ekki vissi einu sinni livað hét, varð eínkenriilega á- kveðin og sterk. Hann hefði næstum þvi getað ímyndað sér að hún væri liulin einhversstað- ar þarna i herberginu — og fylgdist með öllu þvi, sem hann gerði.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.