Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 7
VfSIR SUNNU0A&&BLAÖ 1 sama og engan skilding. Anr.ars hafa Rússar ekki leitt neina gæfu yfir Alaska. Árið 1867 seldu þeir Bandaríkjunum Al- aska fyrir 7.200.000 dollara, en Bandarikin liafa hagnast að verulegu leyti á kaupunum, þvi á árunum 1880—1926 v'oru þau búin að vinna gull þar í landi fyrir 360 milljónir dollara. Alaska er vngsta barn hins hvíta manns. Það er því ekki að undra þó það sé alið upp sam- kvæmt reglum tízkunnar. Gufu- bátarnir á Yukon-fljótinu hundasleðar hinnar rómantísku fortíðar og járnbrautirnar voru alltof hægfara fvrir þetta risa- stóra land. Flugvélarnar eru hin raunverulegu samgöngutæki í Alaska. í hverjum einasta bæ — sem á alþjóðamælikvarða eru ekki stærri en þorp — eru þrjú eða íjögur flugfélög starfandi. í Alaska þykir það ekki fram- ar neinum tíðindum sæta, þó að gullleitarmennirnir láti flugvél- ar sækja sig óravegu inn í ó- öyggðirnar, svo að þeir geti far- ið í kvikmyndahús i Fairbanks á laugardagskvöldin. Á mánu- dagsinorguninn fljúga þeir til baka. — Einhverntima munu þeir timar koma, að þetta risa- stóra land, verður sjálfslætt og auðugt ríki — riki í norðrinu, skapað fyrir norræna menn. Alaska biður ekki eftir öðru en mönnum sem eru vaxnir erfið- leikunum, sem veður og víðátta þessa gevpi flæmis ber í skauti sínu. A. E. Johann. Fjármálaráöuneyti'ð í Argen- tínu hefir ákveöiö aö fella niöur innflutningstoll á tómum bjór- flöskum. Er þetta gert til þess meöal annars, aö auka framleiðsl- una á bjór í landinu. Amerískir hermenn fá til jafnað- ar 203.5 pund af kjöti á ári, og það er rúmlega þrisvar sinnum meira en Þjóöverjar fengu i kjötskannnt sfðasta áriö áðu.i' en styrjölditi hófst. Meðal-kjötiieyzla á mann í Bandaríkjunum er annars 138.5 pund á ári, svo aö hermennirnir fá 65 pundum meira. — Smjör- skammtur hvers Bandaríkjaher- manns er 30 pund á ári, en i Bret- landi er ársskammturinn 6.5 pund og í Bandaríkjunum er meöal- neyzlan á mann 17 pund. * * * * / Sex hundruö stúlkur eru starf- andi sem strætisvagnastjórar í Ber- lín. Þær eru skyldaöar til að vinna undir opinberu eftirliti í eitt ár og munu gegna þessu starfi í sex mánuði. Stúlkurnar vinna átta tíma á dag og eiga frí laugardaga og sunnudaga. Kontrakt-Bridge Við konurnar eigum ekkí allténd upp á háborðið lijá karl- mönnunum livað spilamennsk- una snertir. Þeim er gjarnt, blessuðum, að halda því fram, að við spilum illa, að við séum órökvísar, gleymum hverju sé spilað út, getum ekki talið trompin, hvað þá hina litina, séum alltof skraf- lireyfnar, tökum ekki spila- mennskuna með tilhlýðilegri al- vöru og margt og margt fleira er qkkur fundið til foráttu. Ef við aftur á móti sökkvum okkur niður í spilin, megum við eiga von á því, að karlmennirnir kvarti um, að þeir séu „settir út úr spilinu“ og við sýnum þeim ekki verðskuldaða eftirtekt og tilhlýðilega nærgætni og jiar fram eftir götunum. Já, það er vandlifað Það er ýmist of eða van. En víða er pottur brotinn. — Nýlega las eg í amerísku tíma- riti lýsingu á kvennaspiladegi i bridgelandinu Ameriku. Það er kona, sem skrifar greinina öðr- um til eftirminnilegrar viðvör- unar og ætla eg að birta hana í lauslegri þýðingu. Eg geri ráð fyrir, að eftir lest- ur greinarinnar, muni flestir á eitt sáttir um það, að þær amer- isku skáki okkur, að minnsta kosti hvað skrafið snertir. Hér er greinin: „Sælar og blessaðar! Kem eg of seint, eruð þið búnar að bíða lengi? Hafið þið séð nýja hattinn minn? Eg var í þrjá klukkutíma i búðum að leita, þangað til eg fann þennan. Hver á að segja? Já, hattatízkan í ár, sú er skrítin! Þið ættuð að heyra Jack lala um kvenhatta.Tveir spaðar. Þegar eg sigldi inn í stofuna til hans með þennan á höfðinu, spurði liann mig í hvaða her- deild eg væri! Hver hefir sjjaðakónginn? „Sagði eg ykkur að eg mætti Bertu á götunni í gær. Hún er alltaf að verða feitari og feitari. Hvað er eiginlega tromp? Finnst ykkur ekki hatturinn fara mér vel? Og hafðir þú svo tigultiuna eftir allt saman. Það er sem eg segi, þeim mun meir, sem mað- ur hugsar, þeim mun ver geng- ur það. — Eg keypti mér nýja voða fallega storesa á útsölu um dag- inn. Eftir Kristínu Norðmann segirðu pass ? Þrjú 1 lauf, grönd. Kate er búin að fá nýja ljóm- andi laglega eldhússtúlku, og síðan vill maðurinn hennar helzt alltaf borða i eldhúsinu. Má eg sjá síðasta slag? Hvað lést ])ú í? Tapaði eg þrem dobl- uðum í hættu? Haldið þið að Jim og Anny taki saman aftur? Hann er hætt- ur að vera með hinni. Á eg að gefa ? Eitt hjarta. En hvað þú ert í fallegum kjól, Maud! Hvað kostaði hann? Nei, blessuð vertu, mig varðar ekkert um það, el' þú vilt ekki segja það. Tvö hjörtu. Ósköp ertu orðin dauf, Gertie! Hvað segirðu? Kemstu ekki að með að segja fvrir mér. Erum við ekki að spila og skemmta okkur. Ertu búin að fá höfuðverk? Pass, doblarðu ekki fjóra spaða? Hugsið ykkur hvað kjötið er orðið dýrt, eða fiskurinn, og hvað er orðið erfitt að fá sent heim! Hefir þú þvngst þessa viku, Maud? F"g hefi lést um tvö pund. Sveik eg lit og eigið þið að fá tvo slagi ? Nei, vitið þið nú hvað! Hvar er Bridgebókin? Annað hvort spilum við nú i alvöru eða ekki. Æ, eigum við annars ekki að hætta að spila og heldur að tala! Fannsl ykkur ekki gaman á Cocktailklúbbnum ? Hvaða kjóll fannst ykkur fallegastur? Sá ljósblái með perlunum var alveg draumur! Jæja, nú verð eg að fara. Cocktail, jú, það er voðalega freistandi. Þá held eg að eg setjist nú og hvili mig. Það er svo mikil áreynsla að spila, þeg- ar maður hugsar svona mikið.“ Næst er spilað hjá mér“. §KAK Tefld í Nottingham 1936. Drottningarbragð. Ilvítt: Lasker. Svart: Reshevsky. 1. d4, d5; 2. c4, dxc; 3. Rf3, Rf6; 4. e3, e6; 5. Bxc4, c5; 6. Rc3 (6. 0-0 og síðan De2 hefir verið algengara, en þessi leikur er nú einnig farinn að tíðkast, en óvíst hvort betra er) a6; 7. 0-0, b5; 8. Bd3 (Bb3 er talið betra) cxd; 9. exd, Bb7; 10. Bg5, Be7; 11. De2, 0-0; 12. Hadl (Hvitur liugsar sér að byggja upp sterka sóknarstöðu með Re5 og síðan f4, en Reshevsk}' ónýtir þessi áform hans með fá- um einföldum leikjum) Rbd7; 13. Re5, Rd5!; 14. Bcl, Rxc3; 15. bxc; Rf6; 16. a4! (Ef 16 .... bxa, þá 17. Bb2 og síðan c t og hvítur hefir góða sóknarmögu- leika. Þetta er því lagleg peð- fórn, sem þó hefir þann galla, að svartur þarf ekki að þiggja hana) Dd5! 17. Rf3, Hfc8; 18. Bb2, Re4!; 19. Hcl (Ef BxR þá DxB; 20. DxD, BxD; eða 19. axb, axb; 2 0. Bxp, Rxc3; 21. Bxc3, HxB væri svartur með yfirburðastöðu) 19.Rg5!; 20. axb, axb; 21. Bxb5 (Rel var nauðsynlegt) RxR-f; 22. gxR, Dg5-(-; 23. Ivhl, Dg4! og hvítur gaf. í næsla blaði ætla eg að segja frá spiladegi i Reykjavík, eins og eg hefi heyrt honum lýst af manni, sem eg þekki. Bridge-þraut. Grandspil. Suður spilar út. Suður og Norður eiga að fá sex slagi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.