Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 12.04.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍI>A\ Maria Parele rak barnaheim- ili í Napoli á Italíu. Það Jxjtti undarlegt við hátterni hennar, að hún vandi komur sínar mjög í smyglarahverfi borgarinnar og alla jafna með ungbarn í fang- inu. Þar kom að lögreglan tók að gruna, að hér væri ekki allt með felldu og einn góðan veður- dag gaf einn lögregluþjónninn sig á tal við liana. Hann virtist vera ákaflega harngóður og langaði mjög til að sjá litla harnið sem hún bar á örmum sér. Engar undanfærzlur komu til greina og Maria varð nauðug viljug að sýna lögreglumannin- um barnið. En barnið var úr gúmmíi og í orðsins bókstaflegu merkingu blindfullt af brenni- víni. Þetta leiddi til þess að Maria Parete var handtekin og húsrannsókn gerð hjá henni. Við rannsóknina kom í ljós, að Maria flutti áfengið í gúmmi- börnunum sinum á milli smyglaranna og skipa á liöfn- inni. Og í barnaheimilinu fund- ust 10 önnur „full“, gúmmi- börn, háttuð niður í rúm á milli barna með holdi og blóði. Brennivínsmömmu var stungið í steininn og lögreglan tók börnin í sinar hendur, bæði þau „fullu“ og hin. • Samkvæmt fyrirspurnum sem gerðar hafa verið til amer- ískra háskóla, befir komið í Ijós, að 61 af hundraði stúdentanna sækir kirkjur reglulega — en aðeins 5% eru guðleysingjar. 95 af hundraði háskólakennar- anna sækja kirkjur að jafnaði. • Amerískur uppfinningamað- ur hefir fundið upp talandi hraðamæla fyrir bifreiðar -- hraðamæla sem livetja bifreiða- stjórana lil að aka gælilega. Þegar hraðinn kemst vfir 60 km. á klukkustund gellur við rödd úr mælinum, sem segir: „Gættu þin, maður, þessi hraði er aðeins leyfður uppi i sveit“! Við 75 km. hraða tekur mælir- inn aftur til máls og segir: „Hraðinn er orðinn nokkuð mikill, eru hemlarnir í full- komnu lagi?“ En við 100 km. ' hraða hljóðar aðvörunin á þessa leið: „Úr þessu eruð þér einn ábyrgur fyrir öllu því, sem kann að gerast.“ Það er enn eklci fengin reynzla fyrir hagnýtum árangri þessara talandi hraðamæla. • Fvrir sjötíu árum, þegar Pas- quale Maggella, vellauðugur bóndi i Porto d’Iscliia, lá fyrir dauðanum, trúði hann Luise dóttur sinni fyrir því leyndar- máli, að hann hefði grafið fjár- sjóð í kjallaragólfið á húsinu sínu. Hafði hann grafið tvo sokka úttroðna með gullpening- um. Jafnframt bað bann dóttur sína að leita ekki til f jársjóðsins nema í ítrustu neyð. Nýlega veiktist Luise, dóttir Pasquale bónda, þá áttræð að aldri, og af því hún hélt að sín síðasta stund væri komin, þorði hún ekki annað en segja ein- um sona sinna frá sjóðnum.' Sjálf bafði hún alla sína ævi verið svo fjárhagslega stæð, að hún taldi sig ekki hafa ástæðu txf að leita sjóðsins. Hún bað son sinn þeix-rar sömu bónar sem faðir hennar hafði gert, að leita ekki sjóðsins nema í neyð. En sonurinn var bráðlátur, hann vildi vei’ða auðugur stx-ax, og þvi tók hann skóflu sér i hönd og mokaði af mikilli ákefð. Vissulega rakst hann brátt á hlera í gólfinu og holu undir honum. En hversu mikil urðu ekki vonbrigði hans, þegar hann í stað gullsins, rakst á gamlan stigvélsgarm, fullan af gömlu heyi. Verður hið dularfulla livarf sjóðsms ekki skýrt á annan hátt en þann, að það hafi einhver vitað um fé Pasquale gamla og hvar hann faldi það, og síðan grafið það upp með leynd. En það sem vekur furðu . manns, við þessa. frásögn er það, að enn í dag skuli vei’a grafið eftir földum fjársjóðum — líkl og gert var til forna og frameft- ir miðöldunum. Hlutverk Brown Taylors dómara er að dæma þá sem ger- ast brotlegir gegn umferðar- reglunum. Hann er óvæginn maður, samvizkusamur i em- bætti sínu og hlifðarlaus við þá sem brjóta úl af settum reglum. A hverju ári dæmir hann hundruð- og þúsundir manna í fjársektir eða fangelsi. En um daginn mætti hann of seint í í’étlarsalinn, aldrei þessu vant, og tugir sökudólga biðu eflir Knldi — en engrinn snjér Um páskana fengu þeir menn, sem ckki leituðu óraveg í burtu, litinn snjó til skíðaferða. Urðu þeir þess vegna — eins og þessi hérna á myndinni — að bera skíðin sín á öxlunum upp um hlíðar og fjöll í þeirri von, að finna einhvers staðar skafl eða fönn, þar sem hægt væri að spenna á sig skíð- in og renna sér nið- ur. En fjöllin í grennd við Reykja- vík voru að mestu auð og skaflarnir fáir og litlir, þrátt fyrir allhörð frost og mikinn kulda. honum á sakborningabekkjun- um. Þegar Taylor dómari kemur loksins, þá er það — öllum. tii undrunar — hans fyrsta verk- efni, að dæma sjálfan sig í 5 doll- ara sekt fyrir brot á umferðar- reglunum. Svo var mál með vexti, að hann hafði tafist af ó- fyrirsjáanlegum ástæðum lieima hjá sér og ók því liraðar en leyfi- legt vai', til að komast i taéka tið i réttarsalinn. En á leiðinni stöðvar lögregluþjónn hann og skrifar upp númer bifi’eiðai’inn- ar og nafn og heimilisfang þess sem ók henni, með það fyrir augum að kæra hann fyrir ó- leyfilega hraðan akstur. En þeg- ar lögregluþjónninn. komst að raun um, að þetta var dómari í umferðarmálum, sneri hann við blaðinu og baðst afsökunar á framhleypni sinni. Taylor dómara fanst hinsvegar að lög- in næðu eins yfir sig sem aðra og lét það því vera sitt fyrsta verk, er í dómsalinn kom, að sekta sjálfan sig um 5 dollara fyi'ir bi’ol á umferðai’reglunum. • Prófessorinn er á leið til járn- bi’autai’stöðvarinnai’. Hann er í þungum heimspekilegum hug- leiðingum. Allt í einu rankar Iiann við sér. En það er of seint, Iiann er búinn að gleyma bve- nær lestin á að fai-a. „Ja, hvort var það heldur,“ hugsar hann með sjálfum sér „kl. 7,50 sem lestin ótti að fara, eða klukkan 5.70?“ Hún (við áfjáðan biðil): Fi’á því er við sáumsl siðast, liefi eg gert nokkuð af mér sem kæmi yður til að hætta við öll bónorð til min — bara ef þér vissuð hvað það væri. Hann: Hvað í ósköpunum get- ur það vei'ið? Hún: Eg er gift. • Anna: Þú ert bara fóstur- barn. Pabbi þinn og mamma þín eru ekki þínir raunverulegir foreldrar. María: Satt er það. En þau völdu xnig úr, af þvi að þeim leist betur á mig en aðx-a krakka, en þinir foreldrar urðu að sitja uppi með þig, alveg eins og þú komst fyrir. Tveir danskir óðalsbændur og einn kotbóndi — allir nokkuð grobbnir — voru að skeggræða um garðávextina sína, sem þeir voru í þann veginn að byrja að taka upp. „Rófurnar mínar eru svo stói-ar,“ sagði annar óðalsbónd- inn, „að fólkið þarf alls elcki að beygja sig niður til að taka þær upp. Það eru alstærstu gulróf- ur, sem eg hefi nokkuru sinni séð.“ „Það er ekki mikið hjá mín- um rófum,“ sagði hinn óðals- bóndinn. „Fólkið ekur bara vagninum um beðin og kippir rófunum upp í hann um leið og hann fer framhjá. Svo stórar eru rófurnar mínar.“ „Þetta finst mér nú eiginlega alls ekki umtalsvert,“ sagði kot- bóndinn. „í fyn’adag fékk eg bi’éf fi’á stjórnai’völdunum iá Nýja Sjálandi með vinsamleg- um lilmælum um það, að eg tæki upp rófurnar mínar strax, þvi kálið af þeim væri farið að stöðva umferðina þar á götun- um.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.