Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 26. apríl ÍO. blad RAGftAR ÁSOEIRSSON: Ntrokið uf vistiiini. Herbergið úti á hesthúsloft- inu batnaði ekki þegar dagarn- ir liðu. Loftið lak nú meir og meir og eg varð að flytja rúmið til og frá þegar rigning var, til að finna þurran stað. Myrkrið og kuldinn bættu ekki úr. Og matarskammturinn var ekki aukinn. Eg hafði nú bráðum verið þar i tvö ár og átti að vera þar í tvö ár énn, réttu lagi. Föt fékk eg engin, svo „útgangur- inn" á mér var nú vægast sagt orðinn slæmur. Mér sárnaði oft að vera send- ur í borgina, með þunnslitin eða jafnvel götug hnén á brókun- um. En heilsan var góð, eða ekki bar á öðru, þrátt fyrir slæma aðbúð. Það er merkilegt hvað unglingar þola. Einu kunningj- arnir voru járnbrautarvörður- inn i horninu við veginn, og hans. fólk. Þar fékk eg oft kaffi- sopa og brauðsneiðar á kvöldin. Þeim hjónum duldizt auðvitað ekki hvernig aðbúð mín var, og eitt kvöld sagði Jörgensen við mig: „Þú verður að fara að reyna að koma þér fyrir annars- staðar, því þetta getur ekki haldið áfram svona". Þetta var hverju orði sannara, það var engin meining i að vera á þess- um stað í tvö ár til. Og þó hafði mér ekki dottið þetta í hug fyr en Jörgensen nefndi það við mig. Þetta varð svo til þess að eg fór að leita fyrir mér um nýjan stað. Sú atvinnuleit endaði með því að eg komst í samband við garðyrkjumann á Norður Sjá- landi, í Sölleröd, sem vantaði lærling og hjá honum réð eg mig upp á 15 krónur á mánuði og „allt frítt", eins og það er kallað í Danmörku. Þetta var nú eitthvað annað en að þræla kauplaust árum saman! Ekki man eg nú hvernig eg komst í samband við garðyrkjumanninn i Sölleröd, en þó minnir mig að það væri með aðstoð móður- systra minna i Höfn. Og nú var þá næsta stig máls- ins að segja upp vistinni sem eg var í. Eg hafði aldrei staðið í stórræðum og eg man hve eg kveið fyrir þessu, en Jörgensen, járnbrautarvörðurinn, stappaði í mig stálinu. Einn dag sagði eg svo upp vistinni hjá Jensen. Kvaðst fara eftir mánuð, 1. ágúst, og gaf þá ástæðu til þessarar ákvörðun- ar, að eg gæti ekki lengur geng- ið svona til fara eins og eg gerði þá, að eg væri of t svangur og að eg áliti herbergið mitt varla mannabústað. Jensen brást reiður við. Sagði mig ráðinn til fjögurra ára, sagði eg færi ekki fet, það skyldi hann sýna méri. Kallaði mig „min Ven" eins og sumir menn gera stundum þar í landi — og hér — við þá sem þeir þykjast geta sýnt í tvo heimana. Sagðist kalla á fógetann til að líta á húsnæðið, sem væri full- boðlegt — og margt fleira. Eg hafði átt von á þessu öllu saman og fann að nú mátti eg ekki gugna. „Fyrsta ágúst fer eg!" sagði eg um leið og eg fór út úr stof- unni. Daginn ef tir kom maður með bik og tjörukúst og fór að bika hesthúsþakið, þvi vissara var áð vera búinn að því áður en fó- getinn yrði látinn lita á það. Undanfarið höfðu gengið miklir hitar og þur-rkar. Hiti var stundum yfir 25 stig i for- sælu — og þá er heitt þar sem sól nær að skina. Með mér og húsbónda mínum voru nú fá- leikar, eins og vonlégt var, ef tir það sem á undan var gengið. Hann varákveðinn í að halda í mig, og eg í að fara. Mun hann nú hafa ætlað sér að láta erfiðið temja mig. Hann var þá búinn að ákveða að koma sér upp gróðurhúsi fyrir tómötur og lét nú byrja á grunngreftrinum. Starfaði eg að þvi einsamall, gróf moldina og ók henni burt á hjólbörum. Var eg þá of t bæði sveittur og þreyttur þann hálfa mánuð sem það stóð yfir. Svo var það, um miðjan mán- uðinn, að hann kom eitt sinn og spurði hvað eg hyggðist fyrir um burtförina. „Eg fer héðan fyrsta ágúst," sagði eg. „Svo?" sagði hann, „eg skal sýna þér hvað langt þú f erð!" Eg átti nú ekki mikið til af neinu, um þessar mundir, eins og nærri má geta. En það litla sem eg átti, geymdi eg i blámál- uðu kofforti úti i herberginu minu á hesthúsloftinu. 1 þvi voru Snorra-Edda og Njála, nokkrar íslenzkar kvæðabækur og fleira sem mér þótti vænt um, ásamt einhverju af fatnaði og öðru dóti. Daginn ef tir að of- angreint samtal átti sér stað, sagði húsbóndinn við mig þegar eg kom úr sendiferð: „Nú hef eg tekið koffortið þitt, með þvi sem i því er, og flutt það inn í hús til mín. — Ef þú þarf t á ein- hverju að halda sem i því er, þá getur þú sótt það þangað." Það var sýnilegt hvernig hann ætlaði sér að hafa það. Um kvöldið, eftir vinnu, fór eg til járnbrautarvarðarins og sagði honum frá þessu. Eftir nokkra umhugsun sagði Jörgen- sen: „Það er ekki eftir neinu að bíða; þér er bezt að fara strax." „Fara strax?" „Já, undireins í kvöld, eða í nótt," sagði Jörgensen. Þetta hafði mér aldrei komið til hugar fyr en nú, þegar eg f ór að hugsa um það f annst mér bezt að láta hart mæta hörðu og ganga úr vistinni, með illu, úr því það gat ekki orðið með öðru móti. Um þetta vorum við öll sammála, í litla, rauða tígul- steinshúsinu við járnbrautina. Eg var auralaus og Jörgensen lét mig hafa tvær krónur, það var meira en nóg fyrir farseðli til Hafnar og næturlestin fór kl. 11.45. Henni varð eg að ná og þá var svarta myrkur. Eg drakk kaffi hjá þeim hjónum og gleypti i mig nokkrar brauð- sneiðar og kvaddi svo þetta fólk, sem hafði reynst mér svo vel síðan eg kynntist því fyrst. Fór svo heim i súðarherbergið og safnaði því litla sem eg átti þar saman i klút sem eg batt saman á hornunum; gekk hljóð- lega niður stigann, niður í hest- húsið. Hestarnir hneggjuðu þeg- ar eg gekk Um og eg gaf þeim aukaskammt af hálmi og korni og klappaði þeim i síðasta sinn. Annar var steingrár en hinn skjóttur, báðir íslenzkir, og hafði eg hirt um þá síðasta hálfa annað árið. Þegar klukkan var að byrja að ganga tólf, læddist eg hljóð- lega út og gekk alllangan spöl meðfram járnbrautinni, til þess að enginn skyldi verða min var. Eins og áður var getið, höf ðu verið miklir hitar og ekki kom- ið dropi úr lofti lengi. En nú var veður að breytast og allt i einu rauf elding myrkrið og þruma þögnina, þá vissi eg að nú var um að gera að ná járnbraut* arstöðinni sem fyrst, áður en þrumuskúrin skylli yfir. Og það tókst. Og eg mætti engum sem eg þekkti og engum sem könn* uðust við mig. Loksins sat eg svo á þriðja farrými í lestinni á leið til Kaupmannahafnar og hugsaði um hvernig húsbónda mínum myndi verða við þegar hann kæmi að vekja mig í fyrra málið; — á meðan eldingarnar lýstu upp himinhvelfinguna yf^ ir Hróarskeldu. Uin. hálf eitt leytið kom lestin til Hafnar og þá stóð eg einn á járnbrautarstöðinni með pink-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.