Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAD 3 MiwÉÉiaattttMáMÉÉttífiH SAMNINGSROF. DAMON RUNYON: Hérna um daginn bárust mér þau boð frá manni, sem nefndist Goldfobber dómari og er rnála- flutningsmaður að atvinnu, að hann óskaði eftir að ræða við mig á skrifstofu sinni niðri á Broadway. Venjulega vil eg sem minnst skipti hafa við mála- flutningsmenn. En nú er hins vegar þannig liögum liáttað, að Goldfobber dómari er einn vina minna, svo að eg lield á fund hans og lek hann tali. Auðvitað er Goldfobber dóm- ari alls enginn dómari og hefir aldrei verið. En liann er nefnd- ur dómari, sökum þess að það gleður hann, og Goldfobber dómara vilja allir gleðja. Orsök þess er sú, að Goldfobber dóm- ari er einhver hinn öruggasti málaflutningsmaður hér í borg og hefir bjargað fleiri borgur- um úr vanda en ýmsir myndu ætla. Hann er næsta leikinn í þeirri list að varna því að borg- ararnir lendi í hegningarhúsinu og sannnefndur töframaður, þegar um það er að ræða að fá þá lausa að nýju, sem þar hafa hlotið vist. Persónulega hefi eg aldrei þarfnazt aðstoðar Goldfobbers dómara, því að eg er löghlýðinn borgarf og hatrammur andstæð- ingur þeirra, er lög brjóta. En eg hefi þekkt dómarann og haft ýmislegt saman við liann að sælda.um árskeið. Leiðir okkar hafa löngum legið saman á hin- um ólíklegustu stöðum. Þegar eg svo mæti hjá Gold- foliber dómara, fer hann með mig inn á einkaskrifstofu sína og ber þegar upp erindið. Hann óskar eftir því að fá að vita, hvort eg geti bent honum á nokkra nytsamlega náunga, er séu atvinnulausir en æski eftir verkefni. — Jafnframt lætur hann þess getið, að hann geti gefið þeim lcost á þvi að taka að sér óvenjulega aðgengilegan starfa. Þetla er ekki svo sem föst at- vinna eins og gefur að skilja, segir Goldfobber dómari. — Já, þetta er aðeins ihlaupavinna, en þeir, sem lil hennar veljast, verða að vera sérstaklega traust- ir menn, sem treysta megi, þótt eitthvað á reyni. Vinnan, sem hér um ræðir, er utan borgar- innar. Hún krefst lægni og nokkurs hugrekkis. Eg er í þann veginn að svara Goldfobber dómara því til, að eg baldi ekki vinnumiðlunar- skrifstofu, þvi að eg get ráðið það af þeim orðum lians, að til starfs þessa verði að veljast menn, sem treysta megi, þótt á reyni, að hér sé vandaverk fyrir höndum, og mér er það siður en svo hugðarmál, að koma vinum inínum í vanda. En þegar eg rís á fætur í því skyni að ganga úl að glugganum til þess að skyggnast út, blasir Brooklyn við augum mér í fjarska handan árinnar. Þegar eg sé Brooklyn, minnist eg vissra vina minna yfir þar, sem eg veit að eiga við kröpp kjör að búa af völdum atvinnuleys- isins. Eg minnist Harry Hests, spænska Jóns og litla Isadores. — Orsölc þess, að þeir eiga við atvinnuleysi að búa, er'sú, að þar sem enginn safnar fé er engan að ræna né féfletta. Þar kemur svo að lokum, að eg gef Goldfobber dómara upp nöfn þessara manna. Eg Iæt þess jafnframt getið, að þeir séu traustir menn í hverjum vanda og miklu hugrekki gæddir, enda þótt eg telji mér ekki unnt að gera lægni þeirra að sérstöku umræðuefni. Goldfobber dóm- ari er hinn hrifnasti, þar sem hann hefir oft heyrt þeirra Harry Hests, sþænska Jóns og Isadores litla getið. Hann biður mig um heimilis- fang þeirra, en eins og gefur að skilja, er þess enginn kostur, því að enginn veit, hvar þeir búa, af þeirri skiljanlegu ástæðu, að þeir hafa engan fastan sama- stað. En eg segi honum hins vegar frá vissum stað í Clinton- stræti, þar sem liann geti leitað þá uppi. Síðan kveð eg Gold- fobber dómara í skyndi af ótta við, að hann muni fara þess á leit við mig, að eg sendi boð eft- ir þremenningunum, þvi að ef eg vil við nokkuð laus vera, þá er það að senda boð eftir eða hafa minnsta samband við Harry Hest, spánska Jón og Isadore litla. Eg frétti svo ekkert af máli þessu um nokkurra vikna skeið. En kvöld eitt sit eg á Mindys- veitingahúsi á Broadway. Hverj- ir haldið þið að skjóti þar þá upp kollunum aðrir en þessir þrír áminnztu herrar! Mér verður svo liverft við, að mér svelgist ónotalega á. En þremenningarnir virðast vera í bezta skapi. Harry Hestur ber mig í bakið, og þótt ekkert sé til höggsins sparað, lít eg bara á það sem vináttuvott. Það líður góð stund, áður en eg megi mæla. — Jæja, Hari-y, segi eg. — Það er mér óvænt ánægja að sjá þig aftur. Viljið þið ekki fá ykkur sæti? — Nei, svarar Harry. — Við erum í leit að Goldfobber dóm- ara. Hefir liann nýlega orðið á vegi þinum? Það lét óneitanlega undarlega i eyrum, að Harry Hestur, spánski Jón og Isadore litli skyldu telja sér nauðsyn að ná fundi Goldfobbers dómara. Mér kom því þegar til hugar, að eitt- livað hefði rejmzt athugavert við starfann, sem Goldfobber dóm- ari fól þeim að inna af höndum, og að þeir teldu sig því eiga harma að hefna. En í næstu andrá mælir Harry á þessa lund til mín: — Við viljum annars þakka þér fyrir vinnuna, sem þú út- vegaðir okkur. Ef til vill getum við síðar orðið þér að einhverju liði til endurgjalds. — Þetta var skemmtilegasta starf. Það kom brátt á daginn — hélt Harry Hestur áfram máli sinu — að starf þetta var ekki á vegum Goldfobhers dómara sjálfs, lieldur átti hér skjól- stæðingur hans, Jabez Þriðju- dagur að nafni, hlut að máli. Jabez þessi er auðkýfingur, sem veitir fjölda fólks atvinnu. Eg fór á fund herra Þriðju- dags, þar sem liann bjó á gisti- liúsi í Fimmtu Breiðgötu. Hann hafði þar mörg herbergi á leigu og hafði hina mestu rausn. Þvi fór fjarri, að mér gætist vel að herra Þriðjudegi, og erfiðlega gekk honum að setja mig i starfið, sem hami ætlaði mér. Hann er maður lágur vexti, skorpinn og sköllóttur með einskonar veiðihár á efri vör. Hann gengur með gleraugu og virðist dálítið taugaóstyrkur. Það tók hann þó nokkurn tíma, að komast að umræðuefn- inu og skýra mér frá því, hvar skórinn kreppti, og hvers hann óskaði. Auk þess hljómaði þetta óneitanlega lýgilega, já, meira að segja svo lýgilega, að eg liugði að lierra Jabez Þriðjudag- ur hlyti að vera eitthvað öðru visi en fóllc er flest, þegar hann kvaðst vilja greiða mér tiu þús- und dollara fyrir að vinna verk- ið. Það, sem lierra Þriðjudagur vildi fá mig til þess að gera, var að komast yfir nokkur bréf, er hann hafði skrifað kvenbrúðu einni, ungfrú Amalíu Bodkin að nafni, sem býr í liúsi skammt frá Tarrytown. Það hafði at- vikazt þannig að lierra Þriðju- dagur hafði látið ýmis ummæli falla í bréfum þessum, sem hann iðraðist nú eftir, svo sem þau að ræða um ást og hjúskap og annað áþekkt við ungfrú Ama- líu Bodkin. Nú óttaðist hann, að ungfrúin myndi höfða mál gegn sér fyrir lieitrof. — Slikt væri mér mjög ó- þægilegt — mælti lierra Jabez Þriðjudagur — þar sem eg er í þann veginn að ganga í hjóna- band með stúlku, sem er niðji einliverrar tignustu ættar á landi hér. — Það er raunar rétt, hélt herra Þriðjudagur áfram máli sínu — að auðæfi Scar- waterfjölskyldunnar hafa að nokkru skerzt. En um það verð- ur ekki deilt, að þetta er mjög tigin ætt og heitmey mín, ungfrú Valerie Scarwater, er ein tign- asta kona fjölskyldunnar. Hún er svo tigin kona, að henni mun finnast sér það i fyllsta máti ó- samboðið, að einliver ákærði mig fyrir heitrof. Þelta er mjög auðvelt verlc manni sem yður, liélt herra Þriðjudagur ennfremur áfram máli sínu. — Ungfrú Amalía Bodkin býr í liúsi sínu handan við Tarrytown ásamt nokkrum aldurhnignum þjónum og þern- um, en annars ein sins liðs. En nú verðið þér að sjá svo uní, þegar yður ber að garði liennar, að engan gruni, að ásetningur yðar hafi verið sá að nema bréf- in á brott heldur allt annar, svo sem sá að ræna silfurmunum hennar, sem eru mjög dýrmætir forngripir. Hún geymir bréfin í tíglaöskj- um i herbergi sinu. Ef þér hafið öskjuruar á braut með yður á- samt silfurmununmn, mun eng- an gruna, að þér hafið girnzt bréfin, heídur mun verða ætlað, að öskjunum liafi verið rænt í þeirri von, að þær liefðu em- hverjar gersemar að geyma. Þér færið mér bréfin og fáið yðar tíu þúsund dollara. En þér meg- ið einnig halda silfurinmiunum. Gleymið ekki að hafa eina Paul Revere tekönnuna á brott með yður. Hún er mikils virði. — Væri ekki auðveldara að kaupa bréfin af kvenbrúðunni, segi eg við lierra Þriðjudag. — Eg trúi vart öðru, en að sérhver kvenmaður i víðri veröld myndi selja hréf, þótt tugum skipti og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.