Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 §KÁK Tefld í Moskva 1935. Reti-leikurinn. Hvítt: Botvinnik. Svart: Chekover. 1. Rf3, d5; 2. c4, e6; 3. b3, Rf6; 4. Bb2, Be7; 5. e3, 0-0; 6. Be2, c6; 7. 0-0, Rbd7; 8. Rc3, a6; 9. Rd4 (Hvítur vill fá flókna stöðu, þessvegna leikur hann ekki d4) dxc (Þetta veikir aðstöðu svarts á miSborSinu og hvítur nær þar algerum yfirráSum) 10. bxc, Rc5; 11. f4 (til þess aS hindra 11.....e5; 12. Rf3, Rd3) Dc7; 12. Rf3, Hd8; 13. Dc2, Rc5d7; 14. d4, c5; 15. Re5, B6; 16. bd3, cxd; 17. exd, BÍj7; 18. De2, Rf8; 19. Rdl, Ha7; 20. Rf2, Db8; 21. Rh3, h6;; 22. Rg5!! ABCDEFGH 22......bxR (Svartur á ekki annars kost, þvi annars myndi hvitur drepa næst á f7) 23. fxg, Rf8d7 (Ef Rf6d7 þá Rxf7 og Vinnur) 24. Rxf7!! (Hvitur átti um marga góða leiki að velja, en þessi er lang sterkastur) KxR; 25. g6+, Kgx8; 26. Dxe6+, ,JQi8; 27. Dh3+, Kg8; 28. Bf5, Rf8; 29. Be6+, RxB; 30. DxR+, Kh8; 30. Dh3+, Ivg8; 31. HxR! BxH (Þvingað) 33. Dh7+, Kf8; 34. Hel, Be5; 35. Ðh8+, Ke7; 36. Dxg7!, Kd6; 37. DxB+, Kd7; 38. Df5+, Kc6; 39. d5+, Kc5; 40. Ba3+, Kxc4; 41. De4+, Kc3; 42. Bb4+, Kb2; 43. Dbl mát. Þetta er ein allra glæsilegasta skák sem tefld hefir verið á seinni árum og svipar mjög til þess, sem Aljechine hefir gert þegar hann liefir verið hezt upplagður. Þeir vildu ekki hafa neitt puk- ur um það, og jafnframt var augljóst, að hinir fjölmörgu vinir Friðriks, um land allt, mundu krefjast þess sama. Af þessum sökum hefi eg orðið að breyta uppháflegu áformi, þó mér sé mjög óljúft að standa í nokkrum erjum við Guðmund. sem eg á ekkert annað grált að gjalda. Það er ekki að ástæðu- lausu, að unga fólkinu þykir ó- þörf afskiptasemi okkar gömlu mannanna, þreytandi leiðinleg. ______________J______ Kontrakt-Bridge 7 Eftir Kristinu Norðmann Ahorfendur að hridgekeppni þeirri, er liér var háð, furðuðu sig mjög á þvi, hve spilamenn voru oft lengi að hugsa sig um. Var sérstaklega liaft ox-ð á, að sumir af skákmönnunum bæru af í seinlæti. En það er slaðreynd, að góðir skákmenn eru jafnframt ágætir spilamenn. Þeir eru vanir að lmgsa sig lengi um i skákinni, og er það að vonum, að þeir geri það einnig i spilunum. Spila- menn verða að fá gott tóm til Jxess að hugsa sig vel um, þegar vafasöm og vandasöm spil koma fyriir. Þeir revna að geta sér til hvaða spil hver mótspil- aranna hafi á hendi og sjá oft lengra fram í spilið, en fólk al- mennt gerir sér grein fyrir. En hitt er annað mál, að sé um spil að í’æða, sem virðist liggja i augum uppi hvernig spila skuli, eða um spil, sem fvrirfram er auðséð að tapast muni, þá er óþarfi að þreyta mótspilara og áhorfendur svo, að hætta geti verið á, að þeir falli i „trans“ á meðan. Þeir, sem venja sig á að spila alltof hratt, geta aldrei vandað sig verulega vel. Þeir segja sem svo: „Við viljum heldur tapa einum eða tveim slögum, en liggja alltof lengi yfir spilun- um.“ Nú, þeir um það. Það er þeii'ra spilamáti. En hinir, sem vanda sig og hugsa vel um spilin, hafa ekki ánægju af að spila á þann hátt. Til gamans ætla eg að hirta liér litla gi’ein úr „The Bx-idge WorId“, sem fjallar um þetta efni. Nefnist greinin „Lög og siðalög“, og eru það spurningar og svör um ýmislegt, er að spilamennsku lýtur. Ely Cul- bertson er ritstjóri þessai-a gi-eina og svai’ar sjálfur spurn- ingunum. Greinin ér á þessa leið: Spurning: Konan mín hefir um langan tíma svarað heil- miklu af spurningum yðar i timaritinu „The Bi’idge World“. Nú mundi eg virða það mjög við yður, ef þér vilduð gei-a svo vel að svara eftirfarandi spurn- ingu varðandi siðalög í Britlge. Austur hyrjar sögn á tveim hjörtum. Þegar röðin kemur að Norðri, hugsar hann sig svo lengi um, að timi hefði verið til að steikja seiga hænu á meðan, en segir þó loksins pass. Austur og Vestur halda þvi fram, að Norður hafi gerzt brotlegur við siðalögin. Hvað segið þér? Eg geri ráð fyrir að fróðlegt þyki að sjá spil Norðurs og eru þau svona: A As-K-G-1 0-9-6-4-3-2. V 5. ♦ 7. * 9-2. Upp úr þessu vai’ð veðmál. Þeir, sem tapa, eiga að borða seigu hænuna! Svar: Austur og Vestur eiga að horða hænuna. Það er ekki hægt að ásaka Norður fyrir, að hann hafi brotið af sér. Sér- hverjum spilara er heimilt að hugsa sig eins lengi um og hann vill, áður en hann segir. Þá fyrst, er meðspilai’i þess, er hugsaði sig um, notar sér í hag þessar upplýsingar, er hægt að ségja að siðalögin séu bi-otin. Mér þætti gaman að vita, hvort bréfritari minn hefir heyrt getið um rninn mikla spilaln-aða i keppninni 1935. Eg hugsaði mig um i tuttugu og sex mínútur — og sagði pass! Hefði eg þá veðjað á sama grundvelli og þið, er eg hræddur um, að eg hefði verið dæmdur til að éta ólseigan fíl! Eftii-farandi spil fékk einn spilamaður bæjarins á hendina fyrir nokkuru. Spilaði hann sex tígla dobl- aða og i’edoblaða, en vann sjö. Meðspilari hans hafði tígul- kóng þx-iðja. Er óhætt að segja, að þetta séu falleg og skemmti- leg spil. A As. ¥ As-K. ♦ Ás-G-10-8-7-6-1-3-2. * Ás. í Miami í Florida kom þaö fyrir nýlega, aS þjónp einn var í fyrsta skipti viöstaddur veöreiðar. Hann veðjaði tveim dollurum og vann — 3627.80 dollara. FINNSKT FORRÆÐI. — Hér sézt finnsk herdeild á leið til vígstöðvanna í Kareliu. Mynd þessi hefir sloppið i gegnum skoðunina, en undir henni stendur: „Svona líta vegirnir í Rússlandi út“.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.