Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §f»AI Frægur franskur hnefaleika- maður hafði verið í hnefaleiks- ferð um Bandaríkin og var ný- kominn heim aftur eftir sigur- sæla för. Þegar hann kom til Parísar- borgar var mikill mannfjöldi saman kominn á járnbrautar- stöðinni til að hylla íþrótta- manninn og til að bera iiann á gullstóli um götur borgarinnar, heim til hans. Daginn eftir mætti einn vinur hans honum á götu. Þá var hann með reyfað höfuð og reyfaða hendi. Vinurinn varð mjög undrandi og spurði: „Hvað er að sjá þig, vinur! Fékkstu svona útreið þarna vestra ?“ „Nei,“ svaraði hnefaleika- maðurinn, „en í gær þegar eg kom, var eg borinn á gullstóli heim til mín — en á leiðinni ientu tveir stólfæturnir í handa- lögmáli og misstu mig á göt- una.“ • Jón sagði fyrir hálfum mán- uði eftirfarandi sögu í glaðvær- um liópi ungra pilta og stúlkna. „Kennarinn í skólanum var í galsaskapi og langaði, aldrei þessu vant, til að leika ofurlítið á krakkana. Þessvegna segir hann: „Eg ætla að spyrja ykkur tveggja spurninga. Sá sem getur svarað. annari þeirra þarf ekki að svara hinni. Jæja, Pétur, hve mörg liár eru á einum hesti?“ Pétur svarar án þess að hika: „7538“. „Hvernig veiztu það?“ spyr kennarinn. „Seinni spurningunni þurfti eg ekki að svara, ef eg gæti svarað þeirri fyrri,“ svaraði Pétur.“------ Fólkið skemmti sér ágætlega yfir þessari sögu og hló dátt að henni. En í gær fékk Jón bréf frá einni stúlkunni sem þarna var stödd. í bréfinu þakkar hún vitaskuld fyrir síðast, en sér- stakl. þó fyrir söguna um kenn- arann og nemandann, sem hún sagðist hafa haft feikna ánægju af. En erindið með hréfinu hefði verið það, að hún hefði ákveðið að segja söguna vinum sínum. og kunningjum á næstunni, en nú væri hún búin að steingleyma hvað hárin á hestinum hefði K.R.-stúlkurnar. Það voru sundmeyjar úr K.R., sem fyrstar urðu til þess að sýna hér listrænt sund. Hafa þær sýnt nokkurum sinnum opinberlega og ávallt vakið almenna hrifningu og fögnuð í hvert sinn sem þær hafa komið fram. Hér á mynd- inni sjást þær mynda upphafi- stafi íþróttafélags þeirra (Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur) á sundi í Sundhöll Reykjavíkur. verið mörg, og hað nú Jón bless- aðan að láta sig vita þetta, helzt um hæl! • Eftirfarandi saga gerðist í Danmörku: Jensen liafði fengið atvinnu við póstafgreiðslu i litlu þorpi úti á Fjóni. Hann var nýkominn þangað þegar litil og freknótt bóndadóttir kom inn á póstaf- greiðsluna og spurði eftir pósti fyrir Madsenfjölskylduna. „Það er enginn póstur fyrir hana núna,“ sagði Jensen og hélt áfram að skrifa við borðið. ,Er ekki neitt til Signe Mad- sen?“ „Nei, ekkert.“ „Ekkert til Ane Madsen?“ „Ekki heldur.“ „Alls ekkert?“ „Nei.“ „En til Ole Madsen?“ „Nei, og ekkert til Peter Mad- sen, né Paul Madsen, né Mad Madsen, né yfirleitt -til nokkurs Madsen, dauðs eða lifandi, ófædds eða innfædds, menntaðs eða ómenntaðs, heiðingja eða kristins, manns eða konu, sverlingja eða hvíts Madsens, frimerkl eða ófrímerkt, póst- liggjandi né í póstkröfu. Nei, ]jað er alls ekki nokkur skapað- ur hlutur lil nokkurs Madsens, í eintölu eða fleirtölu, ungs eða gamals, nú eða um alla eilífð. Bóndadóttirin hlustaði fyrst hálfundrandi á póstþjóninn og reiðilestur hans, snéri sér siðan til lians með mestu hógværð: „Ekki vænti eg að þér vilduð vera svo góður að athuga hvort það sé ekki neitt til Caroline Madsen.“ v • Nokkurir menn sitja við borð og spila L’hombre. En einn borðfóturinn er styttri en hinir og borðið veltur mjög eftir því sem við það er komið og á það stult. Til að bæta úr gallanum, kemur spilamönnunum saman um að brjóta saman bréf og láta undir stutta borðfótinn, og það er eldri maður, mjög nærsýnn, sem tekur þelta hlutverlc að sér. Mennirnir halda áfram að spila, en það sem þeir skilja ekkert i, er að borðið er jafn valt og áður. „Mér er þetta með öllu óskilj- anlegt,“ sagði gamli, nærsýni maðurinn. „Það er samt ofur skiljan- legt,“ greip einn spilamann- anna fram í, „þvi að þér tróðuð bréfinu ekki undir borðfótinn, heldur skóhælinn minn.“ , Þegar mongólskir ofsatrúar- menn fara pílagrímsferðir til helgra staða, sýna þeir auðmýkt sina með þvi, að ganga á fjórum fótum eða skríða alla leið, jafn- vel þó að vegalengdin skipti hundruðum rasta (km.). En örðugt er þetta ferðalag og munu fæslir leika oftar én einu- sinni. • „Dóttir mín liefir málað þessa sólarlagsmynd. Hún hefir nefni- lega lært að mála utanlands, skal eg segja þér.“ „Þetta hlaut að vera. Eg hefi aldrei séð svona sólarlag hér á landi.“ Það mun vera lieldur sjald- gæft og líklega einsdæmi, að konur lieimti sérstakar bætur af mönnum síumn fyrir það, að börn hjónanna hafi orðið of mörg. Þetta kom fyrir i Paris ekki alls fyrir löngu. Konau krafðist skilnaðar frá manni sínum og kom málið fyrir dóm- slólana. Og þar gerði konan þá óvenjulegu kröfu, að maðurinn yrði dæmdur til þess að greiða henni sérstakar bætur fyrir það, að liún hefði orðið að leggjast ö sæng G sinnum og ala honum börn. Þess er ekki getið, hvort rétturinn hafi fallizt á kröfu frúarinnar! • Snemma á öldinni sem leið fóru trúboðar að taka sé fasta bólfestu á Hawaii. Komust þeir brátt að raun um, að lýður sá, sem fyrir var, mundi meira en lítið trúgjarn og hjátrúarfullur. Þetta ómenntaða fólk trúði því meðal annars, að allt lesmál, sem ritað væri á pappír, gæti tal- að, og eins því, að með engu móti væri hægt að halda til lengdar leyndu pappírsblaði, sem á væri ritað nafn eigand- ans! „Skriftin“ mundi segja til sín. Blaðið mundi hrópa nafn eiganda sins, liátt og snjallt, og ekki linna á hljóðum, unz liann hefði lieyrt það! Það væri þvi, eins og liver maður gæti séð, ekki til nokkurs hlutar, að stela pappírsblaði, sem bæri nafn eiganda síns, því að allt þess- háttar kæmist upp fyrr eða sið- ar! Ofdrykkjumannsvísa P. Ó. (með bragháltarrétting) Ég hefi margan morgun vaknað með magakvöl um dagana og taugastyrks með trega saknað, haft.„timburmenn“, et cetgi’a, og heyrt mitt órótt hjarla slá, og hendur sko-o-l-lfið eins og strá. En þá með blessað kaffið kernur og koníakið indælt víf, þá hverfur allt sem geðið gremur ög gefst mér aftur heilsa’ og líf; já, svona var og er það enn um alla drykkju’- og kvenna-menn. Eða: um eyðilagða drykkjumenn. Enn er hér til lýta áherzlu- skekkjan í tá 2. og 4. linu fyrri vísu, þar sem lint endar-a verð- ur rimatkvæði, og hlýtur því áherzlu. (B. B.)

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.