Vísir Sunnudagsblað - 03.05.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 03.05.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ marmara og öðrum dýrum steintegundum. Sölleröd sókn er álitin mjög gott brauð og graf- araembíettið var líka vel launað. En sveitasvipurinn var að hverfa af þessu sveitaþorpi. Þar voru þá þegar mörg nýleg í- búðarliús, sem Kaupmannahafn- arbúar attu og þeim fjölgaði með hverju ári, þó víða mætti þá enn sjá Jileika alcra eða gula með Jjláum lvornblómum, inn- an um öxin. Frederilcsen liirti um marga gai-ða í kringum þessi nýbyggðu hús og liafði noldvrar tekjur af þvi fyrir vinnu okkar beggja. Yfirleitt greidd- ust þeir reilcningar vel og vav gott að vinna fyrir þetla fóllc. En þó voru undantekningar, þar eins og annarsstaðar. Er mér minnisstæður „grósseri“ einn, Mathiesen að nafni, sem var skuldseigur með afbrigðum, eu liafði þó víst góð efni. Hann var umboðsmaður vátryggingarfé- lags og liafði út við veginn for- láta postulínsspjald, þar sem nafn hans og iðja sást uppmálað og m,un það hafa kostað drjúgau skilding. Oft átli Frederiksen nokkra tugi króna inni lijá'hon- um fyrir vinnu, en Malliiesen liafði það lag, að greiða aldrei reikninginn að fullu, aðeins tiu eða tuttugu lvrónur í senn, og lét liann svo Juekka um það eða meira áður en greitt var á ný, svo að alltaf stóð eitthvað inni. Það var meining Jiúsbónda míns, að liætla að vinna fyrir þennan mann þegar liann liefði fengið inneign sína lijá lionum. En það var cklvi meðan eg var þar — og mun eg víkja betur að því síðar. Þarna áttu nokkrir auðmenn sumarbústaði, eða réttara væri lieidur að nefna þá liallir. í einni þeirra bjó gamli Glúckstadt, sem stofnaði Landmandsbank- en, vellríkur maður af júðiskri ætt. Gamlir álmar stóðu þétt um liöllina hans, svó að hún sást varla frá veginum, nema eftir að þeir höfðu fellt laufin. Og svo var Sölleröd Slot, ný bygging í gömlum stil. Eigandi hennar var „Jægerméster“ að nafnbót og fáir slcildu víst hve lítil Jiún var. Eins og flestir Islendingar vita er Danmörlc fjalllaust land, þó allhrilcalega krítarkletta megi að vísu finna í eyjunni Mön. Þeir, sem þelclcja fjöllin, unna þeim og dást að þeim, og margir Dan- ir liafa séð þau utanlands. Eig- andi slotsins var maður víðför- ull og hafði séð tinda Alpafjall- anna bera við liimin og dáðst að þeím, eins og vonlegt var, og saknaði þeirra þegar heim kom. Og þessi ágæti Jægennester á- kvað að bæta úr þessu fjalleysi fósturjarðarinnar, og þegar hann kom heirn til Sölleröd liófst hann handa og lét búa til fjall úr steinsteypu efst í brelcku hjá slotinu sínu. Það var þó noklcuð margir metrar á hæð og í því voru hellar og göng, Vatn var leitt i það og vatns- geymir var uppi í tindinum, og ef dregið var í band, þá fossaði úr honum niður lilíðarnar! Dáð- ust margir að þessu furðuverki, sem aldrei liöfðu séð annað fjall um dagana. En eg var eklci hrif- inn, liklega af því að bakhlið fjallsins sneri að garði Frede- rilcsens — og var úr tré. En íbúð- arliús sitl liafði liúsbóndi minn slcýrt eftir fjallinu og nefndi það „Bjærgbo“. Eins og áður er sagt starfaði liúslióndi minn að hirðingu slcrautgarða viða í umliverfi þorpsins, t. d. alla leið út við strendurnar á Fureáö. Man eg þaðan marga fagra daga og kvöld, því að víðar er sólarlag fagurt en í Reykjavík, þó milcið sé af þvi látið. Oft var eg einnig sendur til gamla Frederiksens i Överöd, föður liúsbónda míns. Hann var þá um sjötugt, en vel ern, kjarnakarl var liann og mun greindari en sonurinn.. Veiði- maður liafði hann verið góður, veitt dýr og fugla slcógarins í gildrur og snörur. Sagði liann prýðilega vel frá ýmsu því, er á daga hans hafði drifið — og hlustaði sjálfur með ánægju á frásögn annara. Forfeður lians höfðu búið þarna i marga ætt- liði. Kona hans var frá Suður- Jótlandi, á líkum aldri og liann, og var sagt að liún hefði verið mjög hrædd um karl sinn um dagana — og væri það enn, þó þau væru nú Jjæði að nálgast áttunda tuginn. Gamli Frederiksen lcunni gamlar sögur, sem gaman var að lilusta á, því liann hafði fest margt í minni og með hafði liann verið í stríðinu 1864. Afi lians var hringjari og grafari og var álitinn fjölkunnugur — því svartigaldur þekktist í Dan- mörlcu fyrrum, eins og hér! — Eina sögu sagði gamli maður- inn mér, sem liann liafði heyrt um sinn „göldrótta“ afa, og er hún svoliljóðandi: Hringjaranum heppnaðist allt vel, sem hann féklcst við, og var fólkið í sókninni ekki í vafa um liverjum það væri að þalclca, en þó voru þeir menn til, sem öfunduðu hann af þeirri lijálp og vildu gjarnan njóta liennar sjálfir. Einn dag kom svo slcraddarinn í þorpinu til lians, tók liann á eintal og bað hann um að kenna sér að fremja galdurinn. Til þess var hringj- arinn fús, þó það kostaði 10 ’dali, sem urðu að gjaldast þegar í stað. „Og svo verður þú að kom'a með mér út í mýrina hér fyrir norðan þorpið á miðnætii, þessa nótt, því nú er tunghð fullt,“ sagði hringjarinn, og hét slcraddarinn því. Þegar þeir voru komir út í miðja mýrina, stanz- ar liringjarinn og segir: „Nú snúum við okkur þrisvar rang- sælis og svo hefir þú upp eftir mér allt, sem eg segi,“ S,íðan setur hringjarinn liægri fót sinn á rótarstubb af elri og segir: „Jeg sætter min Fod pá Ellerod; og tilhörer Satan, med liv og , blod!“ Þá gugnaði slcraddarinn og þaut burt í dauðans ofboði, en liringjarinn stóð eftir -— með 10 dali í vasanum. Margt fleira sagði liann mér, gamli maðurinn, þó því hafi eg nú gleymt fyrir löngu. . Þegar liaustið var liðið og jörðin frosin, minnkar vinnan hjá þeim garðyrlcjumönnum, sem eklci liafa gróðurhús, en þó húsbóndi minn hefði þau engin, þá var liann samt aldrei af balci dottin'n með að útvega verk handa olclcur báðum — alla daga vikunnar. Það voru eklci garðyrlcustörf allt saman, því fór fjarri. .„Garðyrlcjumaður- inn þarf að geta gert allt sálfur,“ var viðlcvæði Frederiksens. Við grisjuðum runna og felldum, tré i slcóginum. Það var spennandi vinna, þegar um stærri tré var að ræða. Svo varð að búta stofn- inn og flytja allar greinar heim. Dögum saman, frá morgni til kvölds stóð eg .og lijó greinar í eldinn, þó slíkt smákvisti sé ó- drjúgt. Þá fórum við einnig til ná- grannanna, bændanna, sem eft- ir voru í þorpinu og lijálpuðum þeim við þreskingu dag og dag, því þá þurfti margar hendur, þegar þreskivélin kom, sem hámaði í sig hvert kornlcnippið á eftir öðru. Þessa dagana borð- uðum við hjá bændunum. Þá var fleslc og lcál á borðum svo um munaði og þar fyrir utan voru þetta skemmtilegir dagar og bændur í góðu skapi, þegar stór- ir, þungir kjarnar safnast i selck- ina. Og ef elclci var hægt að gera neitt sem vil var í, þá var alltaf eitt verkefni hjá Frederiksen, sem aldrei þraut: Að taka til úti i skúrnum. Húsbóndi minn var nýtinn maður með afbrigðum. Ilvar sém ha'nii sá eirihverjú fleygt, sem hann áleit að harin fengi ef til víll einhverntíma not fyrir, þá hirti liann það og flutti heim í vinnuskúrinn. Og þar var það svo geymt á gólfinu, veggjunum,uppi á bitum og alls- staðar, þar sem einhverju var lcomið fyrir. Þyrfti svo að ná í eitthvað til handargagns, seint og siðar meir, þurfti að ryðja mörgu til hliðar til að ná í það, .og þá þurfti að laga aftur, þegar tími var til, og í það fór márgur tíminn. Og bezt gæli eg trúað, að mest af draslinu sé þar enn i dag, geymt í voninni um að fá enhverntíma not fyrir það! En þó skeði það þennan fyrsta vetur í Sölleröd, að frosthörkur lcomu svo miklar, að jafnvel var ómöguletg að talca til í slcúrn- um. í miðjum janúar kom einu- sinn 28° frost, og er það sá mesti kuldi, sem eg hefi orðið fyrir um dagana — því eg var elcki á íslandi 1918. Heldur en að gera eklci neitt fór liúsbóndi minn að lmgsa um veiðislcap. Við urðum að ryðja miklu til hliðar í skúrnum, til að ná þar í gamla, stóra gildru fyrir slcóg- armerði, því nú færðust þeir nær bústöðum og snuðruðu í kringum hænsnahúsin, í von um að gleymst hefði að lolca þeim. Sporin þeirra leyndu sér ekki í snjónum. Enginn slcógarmörður gelclc í gildruna, en aftur á móti tólcu lcettir nábúanna agnið og sátu inniluktir um morguninn, þegar eg vitjaði um. Þeir fóru jafngóðir úr varðhaldi nætur- innar, þvi gildran gerði þeim ekkert mein. Þó ofbauð Frede- riksen, þegar sama fressið kom í gildruna þrár nætur i röð, og hygg eg að liann hafi gert ráð- stafanir til að fyrirbyggja að lcisi kæmi í fjórða sinn. Með gamlan refaboga vaj’ liann aftur á móti heppnari. Boginn var grafinn i taðhaug og egnt með úldnu lcjöti. 1 noklcrar nætur varð einslcis vart annað en tófa hafði snuðrað í kringum bogann, en elcki snert við agninu. Ályktaði gamli Fréderilcsen, að þar væri um gamlan lcænan ref að ræða og myndi hann elclci ganga í boga. Hann ráðlagði oklcur að við slcyldum sitja fyrir honum, með byssu, því liann héldi sjálfsagt áfram að snuðra i lcringum hauginn. Við seltum nú svolcölluð „asnaeýru“ fremst á hlaup haglabyssunnar, til þess að hæg- ara væri að sigta betur þó æði skuggsýnt væri og völctum við nú saman í þrjár nætur, eg og húsbóndinn, uppi á lofti við op- inn glugga og var það kalt verk. En árangurslaust, því rebbi var lcænni en við. Eklci þótli okkur leggjandi í að valca fjórðu nótl- ina. En einmitt þessa l'jórðu nótt vöknuðum við, við að hringlaði

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.