Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Side 1
 mmm 1042 Sunnudaginn 10. mai 12. blað Þesar Rúisar önnum hættir til að gleyma því nú, þegar Þjóðverjar virðast ósigrandi og bjóða öll- um heimi byrgin, að Berlín hef- ir ekki alltaf verið höfuðborg sigurvegara, og að tvisvar á síð- ustu tveim öldum hefir hún ver- ið tekin herskildi af fjandmönn- um þeirra, er þar réðu þá. í annað skiptið — ái'ið 180ö — voru það hersveitir Napole- ons mikla, sem þrömmuðu um götur Berlínar. Það var engin furða, þótt Bei'lín félli fyrir svo vöskum innrásarher. En Berlín Imfði fallið áður, árið 1760, þeg- ar hún var liöfuðborg FriðrhíS mikla, og hver var það þá, sem tók hana? Illa æfður og út- búinn her keisaradrottningar- innar á Rússlandi! Það er ekki laust við það, að þessi taka Berlínar árið 1760 hafi verið brosleg að ýmsu leyti. Ef satt skal segja, þá var hér frekar um mistakaskopleik að ræða en sorgarleik árangurs- lausra hetjudáða. Þýzkur hers- höfðingi, sem var í þjónustu Rússa, tók Berlín, prússneskur kaupmaður, sem liét pólsk-rúss- nesku nafni, hjálpaði sigurveg- aranum til þess að forða borg- inni frá skemmdum og eyði- leggingu, fjöldi manna var grunaður uin drottinsvik og að hafa þegið mútur, og þegar Friðrik mikli náði höfuðborg sinni aftur á vald sitt, þá var það ekki vegna yfirburða hers hans, heldur vegna ódugnaðar andstæðinga hans og óttans, sem stafaði af nafni hans. Hershöfðingjar Austurrikis- manna og Rússa ræddu sameig- inlega um að ráðast á Berlín ár- ið 1758 en þá stóð 7 ára stríðið yfir (1756—63), og loks var ákveðið að láta til skarar skríða haustið 1760. Þessi lierför átti ekki að- eins að auka virðingu og álit Rússa út á við og inn á við, held- ur var ætlunin engu síður að draga úi’ mætti Prússa gagnvart Austurrikismönnum. Prússar þjörmuðu nefnilega mjög að her Austurrikis undir stjórn tóku Berlin Daun, liöfðu króað liann inni í Slesíu. Austurrikismönnum var nauðsynlegt, að létt yrði á her- kvínni sem fyrst, og það varð því að ráði, að senda létt-vopn- aðar sveitir, er væri fljótar i för- um, til Berlínar. Tottleben, hershöfðingi í þjónustu Rússa- drottningar, var valinn til farar- innar. Gottlieb Heinrich Tottleben var gáfaður maður og margt vel gefið. Hann þekkti Berlín vel og kunni vel við sig i þeirri borg. Hann var af saxneskum ættum, fríður maður, en eyðslu- belgur mikill. Hann var ævin- týramaður og kvennabósi og hafði löngum svallað við pólsku liirðina (einkum af þvi, að kon- ungur Saxlands var oft jafn- framt konungur Póllands). En svo fór að lokum, að Tottleben liætti að kunna við sig i Varsjá og gekk i þjónustu Hollendinga. Þar varð harin undirhershöfð- ingi og svallaði sem fyr. Dag nokkurn kynntist hann konu, sent var svo rík, að hún vissi ekki aura sinna tal. Hún var erfingi mikilla auðæfa í Austur-Indium og vinir hennar og vandamenn voru andvígir kyrinum hennar og Tottlebens, því að hann var jafnan auralaus. En hún lét engar fortölur á sig fá og varð ástmey lians. Til þess að losna . við ættingjana og nöldrið i þeim ákváðu hjúin að flýja til Berlínar. Það gerðu þau árið 1754, tveim árum áður en „Sjö ára stríðið“ brauzt út. Þau Tottlebenshjúin tóku auðvitað drjúgan þátt í sam- kvæmislífinu, en hann hafði þó nánar gætur á öllu, sem. gerðist á stjórnmálasviðinu -og var þvi reiðubúinn til þess að bjóða Friðrik þjónustu sína, er styi'j- öldin var hafin. En annaðhvort hefir Friðrik haft of marga hers- höfðingja fyrir, eða ekki kunn- að að meta kosti hins fríða Saxa, þvf að liann vildi ekki gera hann að meira en ofursta. Þá fór Tottleben i fússi til St. Pétursborgar, til hirðar Elisa- betar, dóttur Péturs mikla. Henni var bölvanlega við Frið- rik og gerði Tottleben um^vifa- laust að hershöfðingja. Þeim EI- isabet og Tottleben fannst það því vel til fundið, að senda liann til þess að klekkja á sameigin- legum fjandmanni þeirra. Tottleben lagði af stað. Hann hafði þrjú þúsund manna lið — húsara, kósakka, sprengjulcast- ara og venjulega fótgönguliðs- menn. Auk þess hafði hann fimmtán léttar fallbyssur, svo að liann gat farið liratt yfir. Stundum fór riddaraliðið svo geyst, að fótgönguliðið gat ekki fylgt því með góðu móti og tók Tottleben þá það ráð, að taka á vald sitt fjölda bændavagna og flytja fótgönguliðið á þeim. Þeg- ar Rússar tjölduðu að kveldi föstudagsins 3. október, var Ber- lín komin í augsýn. Borgin var ósjálfbjai'ga og varnarlaus. Hún var að vísu um- girt múrvegg, en hann var eng- . an veginn sterkur. Tíu hlið voru á honum, hálfviggirt, og til varn- ar voru 1200 fótgönguliðar og riddarar. Rocliow hét hershöfð- inginn, sem var fyrir þessu liði, en i borginni var aulc þess fjöldi annarra hershöfðingja. Voru sumir hættir herþjónustu, en aðrir voru sárir. Þeir voru litlir vinir Rochows og gerði það hon- um óhægt um vik við várnir borgarinnar. í hópi þessara hershöfðingja var einn, er Seidlitz hét. Hann lét í veðri vaka, að hann væri i'eiðubúinn til þess að taka við af Rochow, ef hann reyndist ekki vandanum vaxinn. Þeir, sem fylgdu Seidlitz að málum, nutu stuðnings Lehwalds, mar- skálks, er var borgarstjóri Ber- línar um þessar mundh’. Hann var maður aldraður, en svarinn fjandmaður Rússa. Hinsvegar var konungsfjöl- skyldan ekki i borginni, og hirð- in og ráðherrarnir voru einnig á bak og burt. Höfðu þau öll verið flutt i skyndingu til Magdeburg skömmu áður, þeg- ar það varð ljóst, að ókleift yrði að stöðva framsókn Rússa. Tottleben fór umhverfis borg- ina og þreifaði fyrir sér, hvar varnirnar mundu vera veikast- ar. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að réttast mundi að leita á við Hallehliðið og fylkti liði sínu þar án tafar. Var Tottleben því fyrir vestan borgina með mepn sína. Hann sendi þvi næst boð um það til Rochows, liers- höfðingja, að hann yrði að gef- ast upp strax skilyrðislaust og jafriframt krafðist hann þess, að auðmenn borgarinnar greiddi 4 milljónir dala, til þess að henni yrði hlíft. Rocliow var fús til þess að fallast á báða þessa kosti, en þá tóku Seidlitz og vinir hans í taumana. Þeir vildu berjast og Rochow varð að beygja sig fyrir þeim., áður en hann gæti fallizt á skilyrði Rússa. Borgarar og hermenn tóku þegar til óspilltra málanna að styrkja varnirnar. Styrktu þeir múrana og grófu tálmunargraf- ir framundan Halle-hliðinu. Rússar biðu átekta nokkra stund, en hófu síðan árás sína með skothrið á eina af útborg- unum. En hún har ekki tilætl- aðan árangur, því að fallbyssu- kúlurnar voru ekki nógu stórav til að geta kveikt í húsunum, sem. þær hæfðu. Þar kom i ljós ókosturinn við að hafa fall- byssurnar litlar og léttar, til að geta farið hraðar yfir. Rússarnir höfðu heldur ekki athugað það, að hús Berlínarbúa voru úr steini, en ekki timbri, eins og venja var heima i Rússíá.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.