Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Skothríðin kom þó af stað nokkrum smábrunum, en íbú- arnir voru liinir rólegustu og slökktu eldana, áður en þeim lókst að ná verulegri útbreiðslu. Aðeins einn eldsvoðanna stóð yfir til næsta dags, en það þurfti líka fimmtán rússneskar í- kveikjusprengjur til að kveikja hann og halda honum við. Næst sendi Tottleben fót- gönguliðsmenn sína fram til á- hlaups, en stórskotahríðin hafði verið alltof lítil til þess að undir- búa það og voru Rússar því hraktir á flótta. Hélt Tottleben ])á á brotl með fótgönguliðið — fór samt aðeins stutt— og lét riddaraliðið um að halda uppi umsátinni. Síðan sendi liann skýrslu um aðstöðuna til Rúss- lan'ds. Var hann síðar sakaður um að hafa falsað skýrsluna með því, að þykjast hafa eytt miklu meira af skotfærum en satt var og draga úr tjóni því, er liann hafði orðið fyrir. í lok skýrslunnar játaði hann að geta ekki tekið Berlín hjálparlaust Tottleben hikaði samt við að fara fram á liðveizlu frá austur- rískum eða rússneskum hers- höfðingjum, til þess að „geta átt heiðurinn einn, ef hann næði borginni“, eins og fjandmenn hans sögðu. Þessir ákærendur sögðu líka, og ekki að ástæðu- lausu, að með hiki sínu í önd- verðu hefði hann komið í veg fyrir að Iiann gæti komið bcírg- arbúum að óvörum og sigrað þá strax. \ Berhnarbúar urðu því heldur vonbetri. Friðrik og hershöfð- ingjum, er voru nær, voru gerð I oð um, hvernig komið væri. .Frilz1 lét Eugene, prinsafWiirt- cmberg, fara með 5000 mönnum áleiðis til Berlínar. Prinsinn bafði verið að reka flótta Svía, sem átlu þá lika í stríði við Friðrik. Skipti hann liði sínu og lét minnihlutann halda á- fram eftirförinni, en fór sjálfur með hinn hlutann áleiðis til Berlínar. Þ. 8. októher kom Hulsen, hershöfðingi, með 9000 manna lið til hjálpar Seidlitz. En nú átti Tottleben líka von á liðveizlu, því að bæði austur- riski herhöfðinginn Lacy og Rússinn Chernyshev hröðuðu sér til Berlínar, er það varð ljóst, að Tottleben væri of liðfár eða óákveðinn tii þess að hremma bráðina. Þeir höfðu 35.000 manna lið gegn þeim 14.000, sem Berlín barst til hjálpar. En þótt Þjóðverjar væru miklu liðfærri, stóðu þeir þó að sumu leyti betur að vígi en andstæðingai'nir. Herstj órn bandamannanna var þrískipt og þeir liöfðu sett upp herbúðir sín- ar á báðuin bökkum Spree. Þar við bættist, að viggirðingar Ber- línar höfðu reynzt nógu sterkar til að stöðva Tottleben og siðau liöfðu þær verið styrktar enn. Tottleben gerði sér þetta ljóst og varð því bæði undrandi og á- nægður, þegar þeir Hiilsen og Eugene liéldu aftur á brott frá Berlín, sama daginn og þeir komu þangað, því að þeir voru sannfærðir um yfirburði Tott- lebens og félaga lians. Seidlitz og Lelrwald urðu ævareiðir, en fengu ekki að gert — og Ro- eliow hélt áfram samningum um uppgjöf. Tottleben liraðaði öllum samningum, til þess að hann gæti ráðið öllu, áður en þeir Lacy og Chernyshev gæti lagt orð í belg. Gamall kunningi hans, Gotzkowsky, kaupsýslu- höldur í Berlín, var aðalsamn- ingamaður hinna sigruðu. Ilann var sannarlega einkennilegur maður. Gotzkowsky hafði byrj- að kaupsýsluferil sinn .sem um- ' ferðarsali og hafði þá á boðstól- um allskonar kvenfatnað. Hann var kurteis og duglegur, en þó ekki of ásælinn, svo að honum tókst að vinna sér traust aðals- mannanna, Stofnaði hann heild- og smávöruverzlun með aðstoð margra þessara kunningja sinna og hafði hvorki meira né minna en 1500 menn íþjónustusinniár- ið 1760. Hann vissi hvernig hann átti að haga sér í samningum við féndur landsins — hann kom nefnilega fram við þá eins og þeir væri alls ekki fjandmenn. Honum liefir því, fremur en nolckrum öðrum, verið þakkað, að ekki var rænt og ruplað i borginni í þetta skipti og hún ekki brennd. Að kveldi þessa örlagarika dags, þ. 8. október, krafðist Tott- leben þess, að sér yrði greiddar fjórar milljónir dala í gulli, til þess að borginni og ibúum henn- ar yrði hlíft. Kaupsýsluhöldui-- inn hneigði sig og svaraði ör- væntingarrómi: „Náðugi herra, það er gjörsamlega ómögulegt!“ Tottleben tók það trúanlegt og þeir kunningjarnir sættust á að borgarbúar greiddu hálfa aðra milljón dala í svonefndri „Efra- ims-mynt“, en hún var ekki eins verðmæt og gulldalirnir. Auk þess var bætt við einskonar „þjórfé", sem átti að útbýta meðal óbreyttu hermannanna. Þegar búið var að ná sam- komulagi um lausnargjald Berlínar krafðist Tottleben nokkurra þekktra kaupmanna, sem áttu að vera í gislingu, þangað til gjaldið yrði greitt að fullu. En Gotzkowsky var ekki i miklum vandræðum með að fá Tottleben til að fallast á að taka við nokkurum bókhöldur- um og öðrum álíka þýðingar- litlum mönnum með þeirri rök- færslu, að þeir væri miklu van- ari að telja peninga en liús- bændur þeirra og því mundu þeir geta orðið Rússum til meira gagns. En Tottleben var enn sam- vinnuþýðari, því að hann féllst á, að þær hersveitir Þjóðverja, sem voru ekki enn farnar úr borginni, fengi að fara i friði. Þá vildu þær fá leyfi til að hafa á braut með sér þá fanga, er þær höfðu tekið í hinu mis- heppnaða áhlaupi Rússa, en það þótti Tottleben of langt gengið. Hét hann þeim, að þær skyldi ekki áreittar, ef þær skildi fang- ana eftir, og þ. 9. olctóber liélt hann innreið sína í borgina. Foringjar Austurríkismanna og Rússa, sem siðar kornu, urðu hálreiðir, er þeir fréttu um und • anlátssemi Tottlebens við Ber- línarbúa. Þeir þurftu ekki að hýsa hermennina. Skólar þeirra og aðrar eignir borgarinnar og einstaklinga voru látnar í friði. Engar hömlur vóru lagðar á verzlun eða póstsamgöngur. Lögreglan gegndi störfum eins og ekkert hefði í skorizt. Borgar- búar voru ekki krafðir um vist- ir, en f járgreiðslur voru teknar Normandic var ekki yfirgefið, þótl það legðisl á hliðiná í höfninni i New York i vetur. Það er haldinn strangur vörður um það, eins óg ekkért hefði í skorizt. Hér sézt gangstígur, sem gerður var fyrir varðmennina eftir endilangri skipshliðinni. Hann er úr tréborðum, en með- fram honum hafa verið settir upp ljóskersstaurar, svo að þetla er engu líkara en ofur venju- legri borgargötu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.