Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSffi SUNNUDAG5BLAÐ Jose Raoul Capablanca y Granpera. Fyrir skömmu barst hingað sú fregn, að skáksnillingurinn heimsfrægi, og fyrrverandi heimsmeistari í skák, R. J. Capablanea, væri lálinn. Hann andaðist i New York þann 8. marz s. I. úr heilablóðfalli. Kl. 10 að kveldi hins 7. marz var hann alheilljrigður, en kl. 5.30 morguninn eftir var hann dá- inn. Það virðist ekki úr vegi að geta þessa merka manns með nokkrum orðum að enduðu æfi- skeiði. R. J. Capablanca var fæddur í Iíavana 19. nóv. 1888. Hann lærði skák þegar á barnsaldri og 12 ára gamall sigraði hann þáverandi skákmeistara Cul)a, J. Corso, sem'var sterkur skák- maðúr. Að loknu undirbúningsnámi í heimalandi sínu fór Capablanca til New York til þess að lesa verkfræði. Hann gerðist strax meðlimur í „Manhattan Chess Club“ og árið 1909 sigraði hann skákmeistara Ameriku, Mars- hall með 8 vinningum gegn 1 og fjórtán skókir urðy jafnlefli. Með þessum sigri var hann við- urkenndur sterkasti skákmaður Vesturheims, enda þótt lxeði Reshevsky og Fine hafi síðan skipst á um þennan ti'til, án þess þó að hafa formlega unnið hann af Capablanca í einvígi. Enda- þótt Capablanca hefði þegar hér var komið sögu öðlast mikla frægð sem skákmaður hugsaði hann þó hærra og Iagði mikla vinnu í að iðka og nema skák. Hann lagði ekki ýkja mikla á- herzlu á að „stúdera“ skákbyrj- anir, eins og t. d. Aljechine ger- ir, en aftur á móti varði hann gífurlega miklum tíma til þess að athuga endatöfl og ýmsar einfaldar stöður. Það er t. d. sagt að hann hafi rannsakað ná- kvæmlega vfir |>úsund hrók- diktsson koma á móti okkur, einréttan og fasmikinn og svo mikið.glæsimenni, að allir sem á götunni voru, virtust vera dverg- ar .... Hann stanzaði og tók okkur lali um stund og þá man eg, að mér datt í hug: „Alltaf er gaman að vera íslendingur, en alveg sérstaklegá er það skemmtilegt, þegar maðtir er að tala við Einar Renediktsson.'1 .. Rannveig' Schmidt. CAPABLANCA. cndatöfl, og kom það honum siðar að góðu gagni, því hann tefldi margar skákir sínar þann- ig, að hann fékk lækifæri til að beita hinni milclu endatafls- kunnáttu sinni. Þroskaferill hans á sviði skák- listarinnar er að ýmsu leyti ó- likur þvi sem venjulegt er um stórmeistara. Hann tók að vísu þátt í mörgum skákþingum í Vesturheimi, en þær skákir sem hann tefldi þar hafa' þó ef lil vill átt minni þátt i því að gera hann að þeim snillingi sem hann varð en hraðskákirnar. Á stúdentsár- um sínum i New York tefldi hann hraðskákir svo þúsundum skipti og ávallt upp á peninga. Þetta æfði hann mjög vel i lnig- areinbeitingu og mati á tafl- stöðum, enda sýndi hann oft ó- viðjafnanlega skarpskyggni í þessu efni eftir að liann fór að taka þátt í alþjóðlegum skák- þingum. Þannig lærði harin sem sagt: í fyrsta lagi, að leika liratt án þess að leika af sér, i öðru lagi ná einföldum taflstöð- um, en það tókst honum flest- um öðrum fremur. Árum sam- an lenti liann aldrei i timahraki og ]iað var ekki fyrr en á allra siðustu árum, að „tímapúkinn“ fór að gera lionum smá grikki öðru hvoru. Eftir sigurinn yfir Marshaíl varð Capablanca strax heims- frægur skákmaður. Árið 1911 kom hann i fvrsta sinn til Evr- ópu og vann þá fyrstu verðlaun á skákmóti i San Sebastian þar sem margir sterkustu skákmenn heimsins voru saman komnir. Skömmu síðar fór hann ]x‘ss á leit við Emanuel Lasker, þá- vérandi heimsmeistara, að fá að tefla við hann einvigi um þenn- an virðulega titil, en úr því varð þó ekki að sinni. Árið 1914 tóku þeir báðir þátt i skákþingi i Pétursborg og þá vann Lasker hann, og mun það hafa dregið úr löngun hans í bili til þess að þreyta við hann ein- vígið, en svo skall stríðið á rétt á eftir, svo að allt skáklíf lagðist á hilluna um hríð nema í Amer- iku. Þar tók Capablanca þátt í þremur skákþingum meðan á stríðinu stóð (1915, 1916 og 1918) og var efstur í öll skiptiu. Eftir friðai'samningana fór hann aftur til Evrópu og endur- nýjaði áskorun sína á Laker. Eftir nokkurt þóf, meðal annars ]>að, að Lasker afsalaði sér titl- inum af frjálsum vilja, — en það neitaði Capablanca að taka til greina — fór einvigið fram í Ilavana 1921. Úrslitin urðu eins og mörgum mun kunnugt, glæsilegur sigur Capablanca. Hann vann með 6:0 og 10 skákir urðu jafntefli. Þegar svo var komið gafst Lasker upp, því liánn sá að sjálfsögðu að þýð- ingarlaust var að halda áfram. Árið 1922 tók Capablanca þátt i fjölmennu og sterkliðuðu skákþingi í I.ondon og varð þá efstur með 11 vinninga, 1 jafn- tefli og ekkert tap. Má segja, að það hafi verið góð staðfesting á sigri hans yfir Lasker, enda var nú farið að kalla hann hinn „ó- sigrandi“, en ]>að hafði Lasker sagt um hann eftir einvigið, Tveim árum siðar varð hann þó að sætta sig við að vera nr. 2 á skákþingi í New York, næstur á eftir Lasker, eins og í Péturs- borg 1914. Nokkru síðar tók hann þátt í skákþingi i Moskva og varð þá nr.,3. Þar varð Bog- olybov efstur og Lasker nr. 2. Árið 1927 varð hanii efstur í sex manna keppni, sem haldin var í New York og var Álje- chine einn af þeim sex. Það leit þvi út fyrir að hann væri nokk- uð öruggur með titil sinn, ekki síst með tilliti til þess að Lasker hætti að tefla eftir þetta mót. „En Adam var ekki lengi i Para- dís“. Sama árið hófst einvígi þeirra Aljechins sem byrjaði með því að Capablanca tapaði fyrstu skákinni á hvítt! og endalok þess einvígis vita allir, en það er skemmst að segja, að ósigurinn i fyrstu skákinni (á hvítt) hafði þau áhrif á Capa- blanca, að hann náði sér aldi'ei til fulls allar 33 skákirnar sem á eftir fóru. Eftir að Capablana var orð- inn „fyrrverandi heimsmeist- ari“ tók hann þátt í mörgum skákþingum og oftastmeðglæsi- legum árangri. Hann varð nr. 1 í Berlín 1928 og í Budapest 1929, nr. 2 i Kissingen 1928 og nr. 2 ásamt Spielmann í Carlsbad 1929. Hann þreytti einvígi við Max Euwe 1931 og sigraði með 2:0 og 8 skákir urðu jafntefli. Eftir það liætti hann að tefla opinberlega um hrið og kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en í Ilastings 1931 og varð þá að láta sér nægja 4. sæti. Árið eftir tók liann þátt í skákþingi í Moskva og varð nr. 4 (Lasker nr, 3!) Árið eftir tefldi hann enn Piltarnir, sem sjást þarna undir myndum af Chiang Kai- shek og Roosevelt, nefna sig „flug-hákarlana“. Þeir eru flug- menn, sjálfboðaliðar i Kína.og .Tapanir hafa oft fengið aðkenna á leikni þeirra,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.