Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 10.05.1942, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 i Moskva og þá varð hann nr. 1 og auðnaðist þá í fyrsta sinn að verða fyrir ofan Lasker á skák- þingi. Nokki’u siðar varð hann efslur ásamt Botvinnik á skák- mótinu mikla í Nottingham. Árið '1937 lefli liann í 8 manna keppni í Semmering Baden og varð nr. 3 og 4 ásamt Reshevsky. Loks tók hann svo þátt í hinu fræga A. V. R. O. skákmóti árið 1938 þar sem hann varð nr. 7 af 8 þátttakendum. En þess ber að geta, öllum ber sainan um, að þar hafi liann verið sérstaklega illa fyrirkall- aður, þreyttur eftir ferðina til Evrópu o. s. frv. enda sannaði hann það á skákþinginu í Mar- gate nokkrum mánuðum síðar, þar sem hann varð nr. 2, og eg leyfi mér að fullyrða, að hann átti aldrei heima niðri í 7. sæti, hverjir sem þátttakendurnir voru. Capablanca var glæsimenni hið mesta og „gentlemaður“ í þess orðs fyllslu merkingu. Hann var dáður af flestum sein iðka skák og fjölmörgum öðr- um fyrir frábæra prúðmennsku og aðlaðamdi framgöngu. Skák- blöðin út um hejm, og reyndar flest blöð hins menntaða heims, liafa síðasl liðnar vikur flutt um hann langar minningargreinar, og öllum ber þeim saman um, að hér sé i valinn fallinn ein- hver glæsilegasti og víðfræg- asti skáksnillingur allra tíma og nú sé höggvið það skarð i fylkingarbrjóst stórmeistar- anna, sem vandfyllt muni verða. Hér fer á eftir skák, sem Capablanca tefldi við Aljechine á fjórfaldri sex-mannakeppni, sem haldin var í New York 1927. Þar varð Capablanca, eins og að framan er gi’eint efstur, og er jiað ef til vill allra glæsi- legasti sigur hans. Þátttakend- ur í þessari keppni voru auk han sjálfs: Aljechine, Nimzo- vitsch, Vidmar, Spielmann og Marshall. Capablanca hlaut 14 vinninga (8 unnar og 12 jafn- tefli) og var 3yo vinning f>TÍr ofan Aljechine, sem þó sigraði hann í keppninni um heims- meistaratitilinn á jivi sama óri. En margir vilja halda því fram, að einmitt þessi mikli sigur hafi gert það að verkum, að Capahlanca hafi talið sig of vissan með Aljechine og því hafi farið sem fór. Drottningar-Lndversk vörn: Hvítt: ALJECHINE. Svart: CAPABLANCA. 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rf3, b6; 4. g3, Bb7; 5. Bg2, c5; 6. ( Hér sést nefnd sú, sem falið var að rannsaka Pcarl’ Harbor-málin, eftir árás Japana þar. Frá vinstri: Joseph Mc Narney, hershöfðingi, William H. Standley, aðmíráll (nú sendiherra U. S. í Rússlandi), Owcn Roberts, hæstaréttardómari, Joseph M. Reeves, undiraðmíráll, og Frank Mc Coy, hershöfðingi. d5, exd; 7. Rh4, g6!; 8. Rc3, Bg7; 9. 0-0, 0-0; 10. Bf4, d6; 11. cxd, Rh5! 12. Bd2, Rd7; 13. f4? (Bf3, Rf6; 14. e4, Re5; 15. Be2 var betra) a6!; 14. Bf3, Rf6; 15. a4 (nú er e4 of seint vegna b5) c4!; 16. Be3, Dc7!; 17. g4, Rc5; 18. g5, Rfd7; 19. f5, Hfe8; 20. Bf4, Be5!; 21. Bg4, Rb3; 22. fxg, lixg; 23. Hbl, BxR! 24. bxB, Dc5-f; 25. e3, Re5; 26. Bf3. 8 7 6 5 4- 3 2 1 ABCDEFGH 26......Rd3!; 27. Khl, Bxd5; 28. HxR, RxB! 29. Hbbl, Hxe3; 30. Rg2, HxB; 31. HxH, RxR; 32. KxR, HeS; 33. Kfl, BxII; 34. DxB, Dxg5; 35. Hel, HxH+; 36. KxH, Dgl+; 37. Kd2, Dxh2+; 38. Kcl, De5; 39. Kb2, Kg7; 40. Df2, b5; 41. Db6, bxa; 42. Dxa6, De2+ og hvítur gaf, og það hefði reyndar margur gert, þó fyrr hefði verið. V. Möller. — Eg ætla að borga, herra þjónn. — Já, þér hafið fengið mál- tíð fyrir þrjár krónur, bjór fyr- rr eina krónu— fengu þér nokk- uð meira? — Já, hungur, Leyndardómur lijjiíkriiiKirkoiiinmai* Riimenkrona greifi, eigandi Skóghólms, liafði nýlega átt sextugsafmæli, og vinir hans og aðrir virðingarmenn höfðu vottað honum hamingjuóskir á þessum timamótum. Þegar veizluhöldin voru um garð gengin, ætlaði greifinn að gleðja landseta sína með smávegis gjöfum, og var allskonar góð- gæti raðað niður i margar körf- ur, sem dóttir greifans, ungfrú Róla, eins og hún var ætíð köll- uð þar í héraðinu, ætlaði að fara með og deila út meðal landset- anna. Þetta var um hásumarið, veðrið var vndislega gott. Róla sat i framsæti vagnsins við hlið- ina á hinum einkennisbúna öku- manni, en aftur í var vagninn fullur af körfunum. Vagnihn staðnæmdist hjá hverjum land- seta og Róla fór inn með eina eða fleiri körfur. Stúlkurnar hættu að raka og töluðu um þetta eins og einhver undur. Það var líka nýlunda að Róla heim- sækti kotungana. Rumenkrona greifi var góður landsdrottinn og hafði til siðs að gleðja landseta sína á hátiðis- og tyllidögum, en 'fram að þessu hafði það alltaf verið greifafrú- in sjálf, sem sat við hlið ekilsins i þessum ferðum. Það vai* þess vegna nýung, sem fólkið áttaði sig ekki á, að ungfrú Róla skyldi koma i hennar stað. En ástæðan var sú, að greifafrúin, sem var orðin nokkuð við aldur, var svo þrevtt eftir veizluhöjdin og um- slang siðustu daga, að hún stakk upp á jiví við mann sinn, að Róla færi að þessu sinni. Ef lienni hefði verið ljóst, hvaða af- leiðingar þetta hafði fyrir fram- tið Rólu, er liklegt, að hún hefði ekki verið látin inna þetta af hendi, en greifafrúin farið sjálf, eins og endranær, þrátt fyrir þreytuna. Róla var kát og fjörug stúlka, hana hafði oft langað til þess að brjóta af sér hlekki liirðsiðanna og umgangast nágrannana, en greifahjónin voru ströng i þvi efni, þótt Róla gæti ekki skilið hver ástæðan væri. Hún þekkti mörg greifabörn, sem voru frjáls ferða sinna og virtist henni það beinlínis tilhe>Ta góðu uppeldi. Það var þess vegna ekkert undarlegt, þó að henni fyndist hún nú vera orðin frí og frjáls. Hún var svo blátt áfram og ást- úðleg, þegar hún fór inn í kot- in til hændakonanna og var all- staðar vel fagnað, að börnin, sem alltaf voru feimin, þegar greifafrúna bar að garði, léku nú við hvern sinn fingur af kæti. Síðasta húsið, sem Róla kom i, var hjá Eriku Lidman. Hún hafði verið ekkja i fjölda mörg ár, en maður hennar, Lars- Magnus Lidinan, hafði verið hestamaður greifans og lifði ekkjan nú á árlegri ölmusu frá greifanum. Synir hennar voru i Ameriku og er þeir skrifuðu móður sinni, lögðu þeir ætið

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.